Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 9. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  134. tölublað  99. árgangur  ER DREIFT MEÐfinni Í DAG - nýr auglýsingamiðill FRAMLEIÐA ÓLÍFUOLÍU OG VÍN Á ÍTALÍU SEÐLABANKINN GAGNRÝNDUR EAGLES MEÐ TÓNLEIKA Í HÖLLINNI FINNUR.IS OG VIÐSKIPTI ERNIRNIR LENTIR 36ÚT FYRIR RAMMANN 10 Fréttaskýring eftir Bjarna Ólafsson „Við erum að skoða varpárangurinn hjá skrofunni í Elliðaey og bera hann saman við ástandið í Ystakletti á Heimaey en þar er langstærsta varpið. Þar hefur varpið sennilega minnkað um 70% frá 1991 til 2009. En þar eru kettir, rottur og mýs, öf- ugt við Elliðaey sem er laus við spendýr,“ segir Erpur Snær Han- sen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vest- mannaeyjum. Ætlunin er m.a. að kanna hvort dýrin eigi verulegan þátt í hruni stofna skrofu og lunda. Skrofan verpir í holur eins og lundinn en er skyld fýlnum, hún lifir að nokkru leyti á sandsíli eins og lundinn. Þeir Erpur Snær og Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Nátt- úrustofunnar, tóku með sér sér- hannaða holumyndavél á þriðjudag með innrauðu ljósi til að valda ekki styggð hjá varpfuglunum í holunum. Og til að finna holur með fuglum í notuðu þeir MP3-spilara með skrofuhljóðum. Karlfuglar svöruðu nær alltaf gargi úr karlfuglum en kvenfuglinn sjaldan. Hins vegar svaraði kvenfuglinn oftast kynsystr- um sínum. kjon@mbl.is Gengið á gargið þegar skrofan svarar Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Rannsóknir Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, með skrofu í Elliðaey á þriðjudag, t.h. er Erpur Snær með myndavélina.  Náttúrufræðingar beita MP3 til að kanna ástand skrofustofnsins í Elliðaey Um þrjú hundruð manns tóku þátt í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélags Íslands sem haldið var í tilefni af 60 ára afmæli félagsins í gærkvöldi. Fólk á öllum aldri tók þátt og hin 9 ára Daðey Ásta Hálfdáns- dóttir sigraði í 3 km hlaupinu. Ragnheiður Haralds- dóttir, forstjóri félagsins, segir þessa miklu þátt- töku einstaklega ánægjulega og að það sé engin spurning að hlaupið verði nú haldið árlega. Morgunblaðið/Golli Einstaklega margir þátttakendur  Kona liggur hryggbrotin á bækl- unardeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa dottið við sprang í Spröngunni í Vestmannaeyjum á uppstigningardag. Hún segir að merkingar á staðnum hefðu mátt vera betri, en leggur áherslu á að við engan sé að sakast, þetta hafi einfaldlega verið slys, en ekki hafi verið gengið rétt frá á staðnum. Konan hefur verið í samráði við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um að bæta merkingar við Spröng- una. Allt útlit er fyrir að hún nái fullri heilsu eftir slysið, en að sjúkrahúsdvöl lokinni tekur við endurhæfing. »4 Hryggbrotnaði við sprang í Eyjum Slys Bæta á merkingar við Sprönguna.  Samkvæmt nýj- um tölum frá Hag- stofu Íslands nam hagvöxtur fyrstu þrjá mánuði árs- ins 2% miðað við fjórðunginn á undan. Helstu drif- kraftar hagvaxtar á borð við fjárfest- ingu og einkaneyslu gáfu verulega eftir en hagvöxtur mældist nánast eingöngu vegna aukinnar birgða- söfnunar í tengslum við vetrar- vertíð í sjávarútveginum. Greiningardeild Arion varar við því að hætta sé á að einkaneyslan, sem stendur undir helmingi landsframleiðslunnar, kunni að dragast saman á ný á næstu miss- erum. »Viðskipti Vetrarvertíðin stóð undir hagvextinum Loðnuvertíðin dró vagninn. Baldur Arnarson Kristján Jónsson Allt var enn í lausu lofti varðandi þinglok í gær- kvöldi, samkomulag var ekki enn í augsýn milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekki er búið að afgreiða nokkur stórmál, þ. á m. litla kvóta- frumvarpið svonefnda, einnig bandorminn í tengslum við kjarasamningana og loks gjald- eyrisfrumvarpið. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, sagði að ekki hefði náðst endanlegt samkomulag um frestun þings en áfram yrði unnið að því í dag. Skv. heimildum felst málamiðlun sem fram- sóknarmenn hafa lagt fram varðandi kvótann í því að veiðigjald lækkar um 30% miðað við frumvarpið og helmingi minna fer í svonefnda byggða- og strandveiðipotta. Er forsendan að sátt náist í gjaldeyrismálum og umræðum um bandorminn. Spurður hvort sjálfstæðismenn hefðu séð til- lögurnar, sagði Einar K. Guðfinnsson þá hafa skoðað hugmyndir sem hafi verið settar fram í þessum efnum. „Við höfum hins vegar ekki tekið afstöðu til þeirra,“ sagði Einar og bætti því við að það væri „ekki í myndinni“ að af- greiða litla frumvarpið fyrir hádegi í dag, líkt og heimildarmaður blaðsins innan Framsókn- ar taldi möguleika á. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að þingið verði að klára stóru málin jafn- vel þótt þinghald verði að vera fram yfir 17. júní. „Breytingarnar sem krafist er á gjaldeyr- isfrumvarpinu myndu veikja stöðu Íslands gagnvart aflandskrónueigendum sem væru kannski reiðubúnir að selja krónurnar á ívið skárra verði en ella vegna haftanna.“ MMunurinn mikill »2 og 12 Stærstu málin í lausu lofti  Ekkert samkomulag um þinglok í gærkvöldi Sjófuglum fækkar hrikalega og óvænt í stóru fuglabjörgunum 14 Sumir færa sig í aðrar byggðir 15 4. hluti af 7 Hamskipti lífríkis og landslags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.