Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Heildarfjárhæð áfallinna skatta sem voru í van- skilum í lok mars nam sam- tals 127,1 millj- arði króna. Kemur þetta fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar á Alþingi. Stærsti hlutinn er vangoldinn virðisaukaskattur, rúmir 45 millj- arðar króna. Tekjuskattur lögaðila sem var í vanskilum nam 38,5 millj- örðum en einstaklingar voru í van- skilum með rúma 26 milljarða. Á árinu 2009 námu afskriftir áfall- inna skatta samtals 9,9 milljörðum kr. og 9,4 milljörðum kr. á árinu 2010 eða samtals 19,3 milljörðum kr. á síðustu tveimur árum. Þar af námu afskriftir á tekjuskatti einstaklinga 4,5 milljörðum kr., tekjuskatti lög- aðila 4,4 milljörðum kr. og virðis- aukaskatti 8,8 milljörðum kr. 127 milljarð- ar af van- skilasköttum hafa eftir úrlausn hjá umboðsmanni skuldara. Næst í ræðustól steig Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksfor- maður Samfylkingar, sem hafði framsögu fyrir hönd flokks síns. Mun það vera samkomulag innan flokksins að þingmenn taki þátt í umræðunum en að stefnuræðan sé eftirlátin forsætisráðherra. Sameinist í samningaviðræðum „Í lok þessa mánaðar verða kafla- skipti í samskiptum við ESB. Nú ríð- ur á að þing og þjóð standi saman um að ná hagstæðum samningum,“ sagði Þórunn og bætti því við að ís- lenskir stjórnmálamenn mættu ekki láta það henda að „pólitískar deilur innanlands dragi úr krafti okkar við samningaborðið“. Þriðji í pontu var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, hann sagði stjórn- völd hafa valið að fara „aust- ur-þýsku leiðina“ í gjald- eyrismálum. Taldi hann fjölmörg tækifæri blasa við ef rétt væri á mál- um haldið í lands- stjórninni. „Ef við Baldur Arnarson Guðmundur Sv. Hermannsson Miklagljúfur kom upp í hugann þeg- ar fylgst var með eldhúsdagsumræð- um í gærkvöldi. Slík var gjáin milli túlkunar fulltrúa stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar á framgöngu ríkisstjórnarinnar á tveggja ára valdatíð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, reið á vaðið og gaf ríkisstjórninni þá einkunn að hún væri stjórn afturhalds og hafta. „Ég fullyrði að enginn Íslendingur sættir sig við að búa í landi þar sem allt frumkvæði er drepið niður með athafnaleysi,“ sagði Bjarni. Sótt að sjávarútveginum Þá lýsti Bjarni yfir þeirri skoðun sinni að ryðja þurfi úr vegi hindr- unum fyrir fjárfestingar í orkumál- um og skapa ný störf. Nú væri at- vinnulífið í kyrrstöðu og raunar hart sótt að helsta atvinnuveginum, sjávarútveginum. Yfirvofandi lög um sjávarútveg muni kosta þjóðarbúið milljarða kr. Bjarni benti einnig á að aðeins væri búið að afgreiða mál 22 skuldara af á þriðja þúsund sem sóst hverfum frá blöndu af sósíalisma og blindri trú á aðeins eina leið út úr vandanum eru tækifærin óþrjótandi. Við þurfum að taka skuldavandann föstum tökum og reka ríkið með að- haldssömu heimilisbókhaldi. Losa þarf hið mikla fjármagn sem nota má til fjárfestingar og draga úr póli- tískri óvissu með stjórnvöldum sem veita skýra framtíðarsýn,“ sagði hann. Rífa niður það jákvæða Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG, túlk- aði stöðu efnahagsmála með gjör- ólíkum hætti eins og vikið er að í rammanum hér til hliðar. Þá átaldi hann niðurrifsöfl sem gerðu allt hvað þau gætu til að rífa niður þann ár- angur sem náðst hefði í viðreisninni. Margrét Tryggvadóttir þingmað- ur var frummælandi Hreyfingarinn- ar. Sagði hún „nú reyn[a] á fólkið því stjórnvöld vald[i] ekki hlutverki sínu“. Hægagangur í úrvinnslu skuldaúrræða væri ámælisverður. Síðust í röð frummælenda var Lilja Mósesdóttir þingmaður. Sagði hún bjartsýni búsáhaldabyltingarinnar hafa vikið fyrir bölsýni. Munurinn mikill í hálfleik  Himinn og haf skildi að greiningu stjórnarliða og stjórnarandstöðu á verkum stjórnarinnar nú þegar kjörtímabilið er hálfnað  Fjármálaráðherra bjartsýnn Morgunblaðið/Golli Umræður Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust á við eldhúsdagsumræðurnar. Einn ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, tók þátt í umræðunum. Þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók ekki til máls í umræðunum kom það í hlut Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að halda uppi vörnum fyrir ríkisstjórnina. Inntakið í máli Steingríms var að hagtölur vitnuðu um að stjórnin hefði náð óumdeildum árangri í hagstjórninni. Sala á bílum og fasteignum væri á uppleið, skuldatryggingaálag ríkisins að lækka, ferða- mönnum að fjölga, væntingarvísitalan að taka við sér, skuldir ríkis- sjóðs minni en óttast var og þorskkvóti að aukast svo nokkur dæmi væru tekin. Tölur vitni um batann GLÍMAN VIÐ NIÐURSVEIFLU Fram kom á fundi sem Búnaðarsam- band Suðurlands efndi til á Kirkju- bæjarklaustri í gær að 14 ær og nokkur lömb hefðu drepist í Skaft- árhreppi af völdum gossins í Gríms- vötnum, að sögn Jóhönnu Jóns- dóttur, fjár- og ferðaþjónustubónda á Hunkubökkum á Síðu. Er þetta mun minna tap en óttast var í fyrstu. Jóhanna sagði að fram hefði kom- ið í máli dýralækna að kindur sem hefðu fengið ösku í augun virtust flestar ætla að ná sér. Enn væri mik- ið um ösku austarlega í Skaftár- hreppi, hún væri fíngerð en engin hætta á að askan skemmdi bíla. Fáar kindur drápust Morgunblaðið/Eggert Aska Bændur komu fé inn í hús þeg- ar þegar gosið var í Grímsvötnum. SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Steingrímur J. Sigfússon Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað vinnustöðvun frá klukkan 6 til 10 nú í morgun, annan daginn í röð. Reikna má því með verulegum seinkunum á áætlunarflugi Ice- landair í dag og fram á kvöld. Icelandair hvetur viðskiptavini sína til að fylgjast vel með komu- og brottfarartímum en senda á upplýsingar um seinkun einstakra ferða með textaskilaboðum til far- þega. Á mjög viðkvæmu stigi Verkfallsaðgerðir Flugvirkja- félags Íslands hafa áhrif á rúmlega tuttugu þúsund ferðamenn sam- kvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. Segir hann að Iceland- air hafi boðið Flugvirkjafélaginu sambærilegar launahækkanir og aðrir þjóðfélagshópar hafi samið um að undanförnu og þar á meðal aðrir starfshópar innan félagsins. Veldur það miklum vonbrigðum að sögn hans að Flugvirkjafélagið skuli hefja þessar aðgerðir þegar eldgosinu er nýlega lokið og staðan sé á mjög viðkvæmu stigi. Ice- landair verði fyrir tekjutapi sem og öll ferðaþjónusta í landinu. Frekari verkfallsaðgerðir eru boð- aðar næst hinn 10. júní. Truflanir vegna vinnustöðvunar flugvirkja munu bitna mest á er- lendum ferðamönnum sem eru 75- 80% allra farþega. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hafði ekki verið boðað til sátta- fundar þegar blaðið fór í prentun. mep@mbl.is Seinkun á farþegaflugi hefur áhrif á ferðir tuga þúsunda Flug Reikna má með seinkunum á áætlunarflugi fram eftir degi. Morgunblaðið/Ernir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.