Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Andri Karl andri@mbl.is „Menn verða að hafa borð fyrir báru. Þetta er eins og margir hafa upplifað í þessum efnahags- þrengingum. Ef menn eru búnir að þenja allt sitt út á ystu nöf og fá svo slakari afkomu mega þeir ekki við miklu í þessum bransa,“ segir Guð- mundur Vernharðsson, eigandi gróðrarstöðv- arinnar Markar. Þar eins og hjá öðrum hefur sala sumarblóma gengið hægt það sem af er. „Að mínu viti verða menn að eiga sjóð fyrir svona. En það er nú ekki útséð með að þetta verði í heildina séð afburðalélegt.“ Kuldatíðin að undanförnu hefur sett mark sitt á vertíð sumarblóma, sem þó er afskaplega stutt fyrir. Blómabændur biðja því til veðurguð- anna um betri tíð – með sumarblóm í görðum. „Mannfólkið lætur stýrast af veðrinu og því finnst ekki skemmtilegt að fara út í garð fyrr en það er orðið sæmilega hlýtt,“ segir Guðmundur og bætir við að skellurinn í ár sé ekki síst stór vegna þess hversu góð undanfarin þrjú ár hafa verið. „En auðvitað verðum við að halda í bjart- sýnina og trúna.“ Hjá Gróðrarstöðinni Réttarhól á Svalbarðs- eyri hefur öll vinna við sumarblómin verið óvenju erfið enda þarf að færa sumar tegundir inn á hverju kvöldi og breiða dúk yfir aðrar. „Þetta eru aðeins sex vikur sem tekjurnar koma og því má ekkert klikka,“ segir Ólafur Eggerts- son hjá Réttarhóli. Vernharður Gunnarsson, formaður Félags garðplöntuframleiðenda og eigandi gróðr- arstöðvarinnar Storðar, tekur undir þetta og segir tímabilið of stutt til að klípa af því. „Í eðli- legu árferði hefst salan um miðjan maí. Og þó svo eitthvað hreyfist er það ekkert miðað við það sem eðlilegt getur talist.“ Svipaða sögu fékk blaðamaður að heyra þegar haft var samband við blómaverslanir. „Mér finnst þetta svona helmingur af því sem hefur verið, ef maður á að taka einhverja tölu,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri garð- yrkjudeildar Garðheima. Hjá Blómavali fengust þær upplýsingar að sala á stjúpum hefði gengið vel og jafnvel ívið betur en búist var við, vegna tíðarinnar að undanförnu. „En fólk heldur að sér höndum og er í sjálfu sér orðið þreytt á því. Það bíður eftir að það hlýni eitthvað,“ segir deild- arstjóri hjá Blómavali. Blómabændur biðja til veðurguðanna  Sala sumarblóma hefur gengið hægt það sem af er vegna kuldatíðar sem vart sér fyrir endann á  Allt að 50% minni sala á sumarblómum í Garðheimum, að sögn deildarstjóra garðyrkjudeildar Morgunblaðið/Þorkell Sumarblóm Mínítóbakshorn fer vel á borði. Sumarblómin » Sumarblóm eru einærar plöntur sem eru í blóma meira eða minna allt sumarið. » Flest sumarblóm eru í eðli sínu sólelsk og þurfa bjartan og sólríkan stað til að ná að blómstra sem best » Flest sumarblóm þurfa fjögurra til átta vikna for- ræktun fyrir útplöntun á vaxt- arstað. » Nokkrum harðgerðum, fljótvöxnum tegundum má sá beint á vaxtarstað í maí þar sem vor eru ekki snjóþung. VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ástríður Jóna Guðmundsdóttir liggur hryggbrotin á bæklunardeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa fallið úr yfir tveggja metra hæð í Spröngunni í Vestmanna- eyjum. Hún segir að merkingar á staðnum hefðu mátt vera betri, en leggur áherslu á að við engan sé að sakast, þetta hafi einfaldlega verið slys. Fjögurra manna fjölskylda af Suðurnesjum brá sér í frí til Vest- mannaeyja í síðustu viku. Í hópn- um voru 10 og 13 ára gömul börn Ástríðar, sem voru að sækja eyjuna heim í fyrsta skipti. Óhætt er að segja að friðsælt sumarfrí fjölskyldunnar hafi um- hverfst á sekúndubroti hinn 2. júní, á uppstigningardag. Í morgunsárið röltu þau niður að Spröngunni, þar sem Ástríður reyndi að fá börnin sín til að spreyta sig við sprangið „Ég hvatti krakkana til að prófa og sagði að þetta væri ekkert mál. Svo ákvað ég að sýna þeim þetta. Ég sprangaði einu sinni en fann skyndilega að ég fór að snúast hratt og gat ekki ráðið við það. Ég leit þá upp og sá að bandið var að losna af hakinu sem það var fest á, það var eins og það hefði fest á klettasyllu og það hékk heldur ekki í beinni línu. Síðan fann ég að eitt- hvað losnaði, sprangan féll og ég lenti á jörðinni.“ Öskrin bárust um Eyjuna Ástríður telur að fallið hafi verið að minnsta kosti tveir og hálfur metri og segir sársaukann, þegar hún skall á jörðinni, hafa verið ólýsanlegan. „Ég held að allir íbúar Vestmannaeyja hafi heyrt öskrið í mér, ég fann að það var eitthvað mikið að í mjóbakinu og mér fannst eins og allt inni í mér væri í rusli.“ Kærasti Ástríðar hringdi strax eft- ir aðstoð og lögregla, læknir og sjúkrabíll voru komin á staðinn innan skamms. Farið var með Ástríði á sjúkra- húsið í Vestmannaeyjum, en ákvörðun fljótlega tekin um að flytja hana með sjúkraflugi á Land- spítala. Þar kom í ljós að hryggur hennar brotnaði, um er að ræða samfallsbrot og spjaldhryggsbrot. Hún liggur nú á bæklunardeild Landspítalans í Fossvogi, en á von á að verða færð á sjúkrahúsið á Suðurnesjum innan tíðar. Síðan tekur við göngu- og sjúkraþjálfun og áætlað að það taki 4-8 vikur. Ástríður segist taka miklum fram- förum og fer nú ferða sinna í göngugrind. Ekki er útlit fyrir ann- að en að hún nái fullri heilsu á ný. Ástríður stundar nám við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hugðist vinna í sumarfríinu sínu. Lítið verður úr vinnunni, en hún stefnir á að setjast á skólabekk aft- ur í haust. En hvernig er það fyrir unga fjölskyldukonu að vera kippt svona út úr amstri daglegs lífs? „Krakk- arnir mínir eru ótrúlega duglegir og ég á góða að,“ segir Ástríður. „Það skiptir öllu máli í svona að- stæðum.“ Hélt að mamma væri að deyja Börnin hennar urðu skelfingu lostin við að sjá móður sína falla úr spröngunni. „Strákurinn minn sem er tíu ára hélt að ég væri að deyja og dóttir mín hefur verið reið vegna þess að þetta gerðist, en hún er sem betur fer að komast yfir það.“ Ástríður segist sjálf ekki hafa fundið fyrir mikilli reiði vegna þess sem gerðist. „Það er ekkert hægt að segja að slysið hafi gerst vegna hins eða þessa. En auðvitað má allt betur fara og ég vil benda á að það er ekkert eftirlit með aðstæðum þarna. Einu leiðbeiningarnar er skilti, sem á stendur að maður sé á eigin ábyrgð. En það mætti gjarn- an útskýra hvaða grunnatriði eiga að vera í lagi þarna. Nú er verið að leggja svo mikla áherslu á ferða- mennsku í Vestmannaeyjum og það er viðbúið að ferðamönnum fjölgi.“ En telur Ástríður sig hafa farið rangt að við sprangið? „Ég gerði ekkert vitlaust, það var ekki skilið rétt við sprönguna. En ég er svo þakklát að þetta kom fyrir mig, en ekki börnin mín. Ég hefði gert allt vitlaust ef barnið mitt lægi í sjúkrarúmi eftir svona slys. En hvað græði ég á því að gera allt vitlaust? Ég hef verið í sam- skiptum við forsvarsmenn Vest- mannaeyjabæjar varðandi skýrari merkingar og vona að eitthvað gott komi út úr þessu. Slys við sprang eru sjaldgæf Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum eru engar kröfur gerðar um eftirlit við sprang og af- ar fátítt er að tilkynnt sé um að fólk slasist við að spranga. „Það er ekkert eftirlit, fólk hefur verið að gera þetta í áraraðir. Vestmannaeyingar þekkja þetta eins og puttann á sér. Það er kannski eitt slys á ári, í mesta lagi tvö vegna þessa,“ segir talsmaður lögreglunnar. „En eitt slys á ári er auðvitað of mikið. Ég man ekki eft- ir slysi á Eyjamanni, þetta er yf- irleitt fólk sem er ekki vant.“ Auðvitað skoðum við málið Rut Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjár- málasviðs Vestmannaeyja, segir að reipið hafi verið á þessum stað árum saman og fá slys hafi orðið. Fólk sé almennt ekki að spranga á þessum slóðum án þess að þekkja til. „Auðvitað skoðum við málið í kjölfar á svona alvarlegu slysi. Við viljum auðvitað bæta merkingar og öryggi. En við þurfum að skoða hvernig best væri að gera það. Við verðum í sambandi við Ástríði Jónu varðandi það, en hún var með mjög góðar ábendingar til okkar.“ Rut segir að að þessu þurfi að huga vegna síaukins fjölda ferða- manna til Eyja. „Það er kúnst að spranga.“ Afdrifaríkt sprang í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hryggbrotin Ástríður Jóna Guðmundsdóttir liggur nú á bæklunardeild Landspítalans eftir að hafa fallið við sprang í Vestmannaeyjum. Hún segir að ekki sé við neinn að sakast og vill bæta merkingar til að fyrirbyggja fleiri slys.  Hryggbrotin eftir sprang  „Ekki við neinn að sakast, þetta var einfaldlega slys“  Bæjaryfirvöld endurskoða merkingar við Sprönguna  „Hefði gert allt vitlaust ef þetta hefði verið barnið mitt“ Börn og ung- menni í Vestmanna- eyjum fá kennslu í sprangi hjá Björgunar- félagi Vest- mannaeyja, sem að auki hefur um- sjón með reipinu í Spröngunni. Adolf Þórsson, formaður félagsins, segir að það sem mestu máli skipti sé að passa upp á að snú- ast ekki í sprangi. „Svo leggjum við líka mikla áherslu á hvernig haldið er um bandið.“ Adolf tel- ur að það væri þjóðþrifaverk að bæta merkingar við Sprönguna. „Fyrir okkur hérna í Eyjum er þetta eins og að ganga yfir gangbraut, en glöggt er gests augað.“ Þarf að bæta merkingar GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ Sprang Vinsælt, en varúðar er þörf. Ástríður Jóna segir lækna hafa sagt að hún hafi sloppið nokkuð vel frá fallinu. „Ég er hrygg- brotin, með samfallsbrot, spjaldhryggsbrot og eitt brot á hryggnum til viðbótar. Það brotnaði beinflís úr hryggnum og hún fór að mænunni, en stakkst sem betur fer ekki í hana,“ segir Ástríður. Hún segist hafa lent fyrst á bakinu, síðan á rassi og að lok- um hafi höfuðið skollið í jörð- ina. „Þá fékk ég gífurlega sterk- an höfuðverk, en ég fann síðan eiginlega ekkert fyrir honum vegna þess hvað mér var illt í líkamanum.“ Endurhæfing bíður Ástríðar að sjúkrahúsdvöl lokinni, áætl- að er að það taki 4 - 8 vikur. „Ég ætla eins fljótt og ég kemst aftur til Eyja með krökk- unum mínum. Við eigum eftir að klára þessa ferð.“ Á eftir að klára ferðina SLAPP VEL FRÁ FALLINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.