Morgunblaðið - 09.06.2011, Side 8

Morgunblaðið - 09.06.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Fyrirhuguð skattlagning lífeyr-issjóða og banka vegna sér- stakrar vaxtaniðurgreiðslu, sem gert er ráð fyrir í bandormi fjár- málaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum, vekur upp spurn- ingar um sann- sögli.    Í greinargerðráðherrans með frumvarpinu segir að nú liggi fyrir samkomulag um að lífeyrissjóðir og bankar greiði þennan nýja skatt.    Þessari fullyrðingu ráðherranshefur verið mótmælt kröft- uglega af öllum aðilum máls öðr- um en ráðherranum.    Formaður Landssamtaka líf-eyrissjóða segir að samtökin hafi sagt „strax að skattlagning kæmi aldrei til greina.“    Um sama mál segir forseti ASÍ:„Ég gerði þeim grein fyrir því í nóvember að ASÍ myndi aldrei samþykkja það að lífeyr- issjóðirnir yrðu skattlagðir.“    Framkvæmdastjóri Samtakafjármálafyrirtækja segir að ekkert samráð hafi verið haft og að ekkert samþykki lægi fyrir um skattlagningu.    Fjármálaráðherra heldur þvíhins vegar fram að hann hafi rætt málið við samtök fjármála- fyrirtækja og lífeyrissjóði.    Hér virðist komið enn eitt til-efnið til að setja á fót rann- sóknarnefnd og bera fullyrðingar fjármálaráðherra saman við veru- leikann. Steingrímur J. Sigfússon Fullyrðingarnar og veruleikinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.6., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 5 léttskýjað Akureyri 4 slydda Kirkjubæjarkl. 9 skýjað Vestmannaeyjar 4 skúrir Nuuk 11 skýjað Þórshöfn 8 skúrir Ósló 21 skúrir Kaupmannahöfn 22 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 15 skýjað Brussel 18 heiðskírt Dublin 13 skýjað Glasgow 12 léttskýjað London 17 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 skúrir Berlín 22 skúrir Vín 25 skýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 22 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 27 skýjað Winnipeg 12 léttskýjað Montreal 27 léttskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 30 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:06 23:49 ÍSAFJÖRÐUR 1:59 25:06 SIGLUFJÖRÐUR 1:34 24:56 DJÚPIVOGUR 2:22 23:31 Guðmundur Sv. Hermannsson, Halldór Armand Ásgeirsson og Kristel Finnbogadóttir Aflamark á þorski verður aukið á næsta fiskveiðiári, úr 160 þúsund tonnum í 177 þúsund tonn, ef miðað er við aflareglu síðustu ára, að því er lagt er til í nýrri skýrslu Hafrann- sóknastofnunar um nytjastofna sjáv- ar. Leggur stofnunin jafnframt m.a. til að gefinn verði út minni kvóti fyrir ýsu og ufsa á fiskveiðiárinu. Skýrslan var kynnt í gær og kom við það tilefni fram í máli Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra stofnunar- innar, að hrygningarstofn þorsks hafi verið að vaxa, eins og stefnt hafi verið að með aðgerðum stofnunar- innar, og aldursbreiddin sömuleiðis. „Að öllum líkindum munum við fá, þegar fram líða stundir, röð af sterk- ari árgöngum,“ sagði Jóhann á blaðamannafundi um skýrsluna og bætti því við að hlutfall stærri fisks í stofninum hefði vaxið verulega. Ekki lægri síðan 1960 Fram kom á fundinum að veiði- hlutfall hefði lækkað úr 40% af veiði- stofni árið 2000 í 20% á síðasta ári og hefði veiðidánartala ekki verið lægri síðan 1960. Þetta gerði það að verk- um að árgangar entust lengur í stofninum og hlutfall eldri fisks í afla fari vaxandi. Haldi þessi þróun áfram og miðað verði við 20% afla- reglu eins og nú er gert, séu líkur á að aflamarkið gæti orðið 220-250 þúsund tonn árið 2016. Þá sagði Jóhann greinilegt, að fiskurinn hefði nóg að éta og hann þyngdist vel. Þetta helgaðist væntanlega af því að úr meiri fæðu væri að spila fyrir þorskinn. Sem fyrr segir leggur stofnunin hins vegar til að ýsukvóti verði minnkaður, úr 50 þúsund tonnum í 37 þúsund tonn, og ufsakvótinn sömuleiðis, þ.e. úr 50.000 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári niður í 40 þúsund tonn á því næsta. Inntur eftir verðmæti aflaaukn- ingarinnar á þorski segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, að aukning á þorskkvóta um 17 þúsund tonn sé metinn á um 7 millj- arða. Er miðað við að útflutnings- verðmæti sé rúmar 400 kr. kílóið. Vegur á móti aukningunni Sveinn Hjörtur telur tillögur stofnunarinnar um að draga úr veið- um á öðrum tegundum hins vegar vega upp á móti þessari hækkun. Miðað við ofangreindar forsendur – og meðal annars minni veiðar á steinbít – sé ljóst að útflutningsverð- mætið muni lækka sem nemur 422 milljónum kr. á milli fiskveiðiára. En stofnunin leggur til að stein- bítsaflinn miðist við hámarks- afrakstur eða sem samsvarar 7.500 tonna heildarafla næsta fiskveiðiár. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, kveðst að- spurður mundu hafa viljað sjá meiri aukningu í þorskinum. „Auðvitað fögnum við því að ráðgjöfin kveði á um aukningu í þorski en hins vegar eru það vonbrigði að hún hafi ekki verið meiri. Þetta hefði helst þurft að vera 20 þúsund tonnum meira.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, er einnig gagn- rýninn á tillögurnar. „Það er jákvætt að þorskstofninn sé í miklum vexti. Hins vegar skyggir á ánægjuna að nú er til meðferðar hjá Alþingi frum- varp þar sem þeir sem tóku skerð- ingar til að byggja upp stofninn fá ekki að njóta aukningarinnar,“ segir Friðrik og víkur að ýsunni: „Það er mjög slæmt að sjá slaka nýliðun í ýsustofninum en við verð- um að haga okkur eftir náttúrunni.“ Ráðherra fagnar aukningunni Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur aukn- inguna í þorski fagnaðarefni. „Það er ekkert alvarlegt að gerast með neina fiskitegund og virðist vera gott jafnvægi almennt í sjónum. Aukningin í þorski er sérstakt ánægjuefni og það hefur verið stefnt að því á síðustu árum að ná þessari aukningu með því að takmarka sókn- ina í þorskinn,“ segir Jón og vísar svo til þess að ljóst hafi verið að ýsu- stofninn væri á niðurleið. Ráðherrann boðar jafnframt, að leitað verði álits hagsmunaaðila á til- lögum Hafró áður en reglugerð um aflamark verður gefin út fyrir næsta fiskveiðiár og að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Í greiningu sinni leggur Hafrann- sóknastofnun mikla áherslu á, að ekki verði hvikað frá aflareglunni. Um það segir Jón, að aflareglu hafi verið fylgt í þorskinum og að því sé eðlilegast að fylgja henni áfram. Allt að 740 þúsund lestir Loðnuverðtíðin framundan er einnig að skýrast. Þannig lagði Hafró til að upphafs- kvóti loðnuvertíðar verði 366 þúsund lestir. Verður stofninn mældur aftur í haust og í kjölfarið tekin ákvörðun um endanlegan kvóta. Vísbendingu um frekari aukningu er að finna í áð- urnefndri skýrslu Hafró um ástand nytjastofna en þar segir, að tillagan sé um 50% af reiknuðum kvóta og að því megi gera ráð fyrir að heildar- kvótinn verði um 740 þúsund lestir. En forsenda þeirrar aukningar er sú að mælingar í haust staðfesti mæl- ingarnar í vetur. Þorskstofninn á uppleið  Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskkvóti verði aukinn um 17.000 tonn  Hagfræðingur LÍÚ telur tillögur um samdrátt í öðrum stofnum vega þyngra Morgunblaðið/Kristinn Gert að þorskflökum Vinnslusalur dótturfyrirtækis Eskju í Hafnarfirði. Heimahöfn Eskju er á Eskifirði. Útlit er fyrir meiri þorskveiði næstu ár. Fimmtungur » Sjávarútvegsráðherra segir mjög ánægjulegt að sjá þá aukningu á aflamarki þorsks, sem aflaregla segir til um. » Samkvæmt reglunni er gert ráð fyrir að aflamark verði 20% af veiðistofni. » Hafró leggur jafnframt til 10 þúsund tonna upphafs- kvóta á íslensku vorgotssíld- inni. » Til samanburðar var aflinn 44 þúsund lestir á síðustu fiskveiðivertíð. » Vísbendingar eru um, að sýking í síldarstofninum sé í rénun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.