Morgunblaðið - 09.06.2011, Page 9

Morgunblaðið - 09.06.2011, Page 9
Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Fegurðin byrjar innst FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Öldrunarráð Íslands veitti á föstu- dag Maríu Theodóru Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Félags áhugafólks og aðstandenda alz- heimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS), við- urkenningu fyrir vel unnin og óeig- ingjörn störf í þágu aldraðra. María Theodóra var formaður FAAS í 15 ár, frá 1995-2010. Hún var meðal stofnfélaga og sat í stjórn félagsins í mörg ár áður en hún tók við formennsku. Í rök- stuðningi með viðurkenningunni segir: „Á formennskuárum hennar óx starfsemi félagsins mikið, að miklu leyti vegna atorku hennar og elju. Í störfum sínum fyrir félagið lagði María m.a. mikla áherslu á vægi mannauðs og kærleika í þjón- ustu við sjúklinga og aðstand- endur.“ María heiðruð Takk Pétur Magnússon, formaður stjórnar ÖI, afhenti Maríu þakklætisvott. Nú er að ryðja sér til rúms hér á landi nýtt kerfi sem veitir upplýs- ingar um aðgengi fatlaðra að bygg- ingum og útivistarsvæðum fyrir al- menning. Upplýsingarnar birtast á vefnum www.gottadgengi.is. Kerfið sem um ræðir er byggt á danskri fyrirmynd og byggist á sjö flokkum fötlunar. Á heimasíðunni eru upplýsingar um alla sjö flokk- ana og leitarvél sem auðveldar að- gang að upplýsingum um vottaða staði og hvernig aðgengi er að þeim. Að verkefninu stendur fyrir- tækið Aðgengi sem rekið er af Hörpu Cilia Ingólfsdóttur. Á næstu vikum mun Harpa ferðast um land- ið til að vekja athygli á aðgeng- ismerkjakerfinu. Aðgengi fatlaðra að svæðum kortlagt Í Norræna húsinu í dag kl. 12:00 munu meistaranemarnir Drífa Gúst- afsdóttir og Sólveig Helga Jóhanns- dóttir kynna lokaverkefni sín í MSc- námi í skipulagsfræði við Landbún- aðarháskóla Íslands. Norræna húsið óskaði eftir sam- starfi við Landbúnaðarháskóla Ís- lands við skipulagningu á fuglafrið- landinu í Vatnsmýri. Stór hópur sérfæðinga hefur unnið að grein- ingum á svæðinu og miðast verkefnið við að draga saman upplýsingar og greiningar sem hafa verið gerðar í og við fuglafriðlandið og leggja fram skipulagstillögu fyrir svæðið. Verkefnið er samstarfsverkefni Drífu Gústafsdóttur og Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur undir hand- leiðslu dr. Sigríðar Kristjánsdóttur, lektors og skipulagsfræðings við LbhÍ og dr. Hlyns Óskarssonar, dós- ents og vistfræðings við LbhÍ. Verkefnið samanstendur af bók, kynningarspjöldum, líkani og ein- staklingsritgerðum. Í kynningu sinni munu Drífa og Sólveig fjalla um náttúrufarslegar og manngerðar forsendur skipulagsins, þær skipulagslausnir og kvaðir sem þarf að setja við nánari útfærslu á fuglafriðlandinu. Vistvænt skipulag - friðland fugla Morgunblaðið/Ómar Friðland Gæsir eru margar í Vatns- mýri skammt frá Norræna húsinu. Dagana 19.-21. júní nk. verður ráðstefnan „Fólksvangur um nor- rænar rætur“ haldin á Akureyri. Fólksvangurinn er fjölþjóðleg ráð- stefna með ótal hliðarviðburðum þar sem fjallað verður, frá sjón- arhóli kvenna, um rætur, bæði þær fornu og djúpu sem tengjast út um heim, en einnig þær sem liggja grunnt í íslenskum dölum og ströndum. Í tengslum við Fólksvanginn verður boðið upp á ýmiss konar viðburði sem verða í höndum fræðimanna og listafólks; vinnustofur, listviðburði, ritúöl, sýningar og kynningar. Fólksvangur um norrænar rætur STUTT Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 20% afsláttur af öllum vörum 20% AFSLÁTTUR AF KJÓLUM OG DRÖGTUM Laugavegi 84 • sími 551 0756 Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305. Nýjar vörur Kvartbuxur, túnikur og bolir. Mikið úrval af sundfatnaði. K R I N G L A N - S M Á R A L I N D Toppur 3990 Pils 3490 20% afsláttur af öllum vörum frá Yoek www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl. 11-18 | lau. 10-16 Str. S-XXL dagar fimmtudag-laugardag Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is Kíktu, það borgar sig Útsalan er hafin á vor og sumarlista Friendtex 2011 Opið: mánud. - föstud. kl. 11:00-18:00, laugard. 11:00-14:00 „Það er mikill kraftur í fé- lagsmönnum en niðurstaða at- kvæðagreiðslu mun liggja fyrir þann 14. júní næstkomandi,“ seg- ir Haraldur Freyr Gíslason, for- maður Félags leikskólakennara. Atkvæðagreiðsla um boðun verk- falls í ágúst hófst í gær. „Ég fór hringinn í kringum landið nýverið í tengslum við at- kvæðagreiðsluna og þar var allt upp í 100% mæting á fundina en ég get þó ekki fullyrt hver heild- arþátttaka í atkvæðagreiðslunni verður.“ Haraldur segir að Félag leik- skólakennara hafi aldrei farið í verkfall áður og vonast hann eft- ir því að ekki þurfi að koma til þess núna. Fyrstu upplýsingar um kjörsókn munu liggja fyrir í dag. Haraldur vonar að leikskóla- kennurum verði sýndur skiln- ingur svo að ekki þurfi að koma til verkfalls. mep@mbl.is Kosning hafin um boðun verkfalls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.