Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið hjónin ákváðum að breyta til í lífinu, við vorum orðin þreytt á að vera í sama kassanum í mörg ár. Ég sagði upp vinnunni og við fluttum út ásamt tveimur sonum okkar í janúar 2008, ekki svo löngu fyrir hrun,“ segir Val- gerður Backman sem er menntaður sameindaerfðafræðingur og var í góðri vinnu hjá Íslenskri erfðagrein- ingu þegar fjölskyldan ákvað að snúa sér að ólífu- og vínviðarræktun á litlum búgarði á Ítalíu. „Þetta á allt upphaf sitt í því að fjórum árum áð- ur, árið 2004, keyptum við okkur gamalt kot í hlíð í Toscana og not- uðum það sem sumarhús. Það var í niðurníðslu og við gerðum það upp á nokkrum árum. Eftir því sem við komum oftar og dvöldum lengur á þessu svæði líkaði okkur betur. Og þá fór hugsunin af stað um það hvort við ættum að prófa að búa einhvers staðar annars staðar en á Íslandi, og njóta þess góða sem er þarna.“ Óraði ekki fyrir vinnunni Úr varð að Valgerður fór í MBA-nám í skóla í borginni Lucca sem er í nágrenninu. „Við bjuggum í Lucca en leigðum út litla sumarhúsið okkar. Við kynntumst tveimur göml- um bændum sem áttu lítinn búgarð í hlíð norðan við Lucca og eru um sex hektarar af landi. Þeir voru að bregða búi og við enduðum á því að kaupa af þeim landið og húsakostinn, eitt stórt 300 fermetra hús sem er nánast ónýtt og annað minna sem við fluttum inn í. Tveir til þrír hektarar eru skógivaxnir og af þeim höfum við viðartekju en restin er vínekrur og ólífutré.“ Valgerður segir að í sumri og sól Steig út fyrir ramm- ann og gerðist bóndi Tenuta A Deo er búgarður í sólríkum Lucca-hæðum Toscana-héraðs á Ítalíu sem rekinn er af íslenskri fjölskyldu. Þau langaði til að breyta til og fluttu því til Ítalíu og framleiða þar alvöru extra vergine ólífuolíu sem og bændavín. Brjálað að gera Valgerður á fullu í bústörfunum, og nýtur þess. Fyrir þá sem kunna að fara með vín getur verið hinn skemmtilegasti heimilisiðnaður að búa sjálfur til sitt eigið vín. Það er gaman að prófa sig áfram og ekki amalegt að geta boðið sínum gestum upp á heimagert vín. Á vefsíðunni vínkjallarinn.is má finna upplýsingar um allt sem við- kemur víngerð. Til dæmis er þar að finna gullnu reglurnar þrjár sem eru algjört grundvallaratriði fyrir alla sem vilja búa til sitt eigið vín: Gott hráefni, hreinlæti og þolinmæði. Á vefsíðunni má líka lesa um tíu al- gengustu mistökin sem fólk gerir í víngerð og þar er margur fróðleiks- molinn, til dæmis um geymslu og öldrun víns, um þrúgutegundir og um korktappa. Að ógleymdum öllum græjunum sem til þarf. Og fyrst sum- arið er loksins komið er vert að taka fram að þarna eru uppskriftir bæði að óáfengum og áfengum kokteilum. Vefsíðan www.vinkjallarinn.is Morgunblaðið/ÞÖK Íslensk ber Krækiber eru frábær efniðviður í gott heimagert vín. Að búa til sitt eigið gæðavín Á Hátíð hafsins um síðustu helgi var opnuð sýning í sjóminjasafninu Vík- inni í Reykjavík sem ber heitið Björt- um öngli beitirðu. Þar er dregin fram sýn Jóns Sigurðssonar á fiskveiðar og vinnslu og nýtingu sjávarafla á 19. öld. Á sýningunni koma fram ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem Jón hafði um það hvernig bæta mætti fiskveiðarnar, m.a. hvernig mætti gera dýrmæta vöru úr sundmaga, auka verðmæti lýsis, nýta afskurð og úrgang til að fóðra svín og hænsn, blóðga fisk og margt fleira. Um að gera að kíkja á þessa sýningu og fleira áhugavert í safninu við höfnina. Endilega … … kíkið á Bjarta öngulinn Morgunblaðið/RAX Veiðar Feitur fiskur dreginn úr sjó. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 9.-11. júní verð nú verð áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði .............. 1398 2098 1398 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði.......... 998 1498 998 kr. kg Svínakótilettur í orange kjötborð.. 1498 1898 1498 kr. kg Lambafile m/fitu ....................... 2998 3598 2998 kr. kg Hamborgarar 2x115 g m/brauði . 396 480 396 kr. kg Andabringur .............................. 2924 4498 2924 kr. kg Ísl. heiðarlamb/Kjarnafæði......... 1398 1698 1398 kr. kg Hversdagsís 1l........................... 298 409 298 kr. ltr Pizzuskinka 125 g...................... 113 198 113 kr. pk. Sveitabjúgu 1,26 kg................... 598 698 598 kr. pk. Kostur Gildir 9.-12. júní verð nú verð áður mælie. verð Goði grillborgarar m. brauði 4 stk 599 765 599 kr. pk. Kostur grísamínútusteik.............. 1298 1622 1298 kr. kg Kostur grísasnitsel ..................... 1231 1448 1231 kr. kg Bautabúrs lambalærissn. krydd. . 1598 1998 1598 kr. kg Goði Parísarskinka ..................... 1539 2198 1539 kr. kg Krónan Gildir 9.-15. júní verð nú verð áður mælie. verð Grísabógsneiðar ........................ 629 898 629 kr. kg Grísakótilettur............................ 974 1498 974 kr. kg Grísahnakki úrbeinaðar sneiðar... 998 1698 998 kr. kg Grísasnitsel ............................... 849 1698 849 kr. kg Grísagúllas................................ 849 1698 849 kr. kg Grísahakk ................................. 593 698 593 kr. kg Grísakótilettur New York.............. 1119 1598 1119 kr. kg Grísahnakki úrb. kryddaður......... 1259 1798 1259 kr. kg Grísahnakki á spjóti New York ..... 1049 1498 1049 kr. kg Grísahnakki á spjóti hvítl./rósm. . 1049 1498 1049 kr. kg Nettó Gildir 9.-13. júní verð nú verð áður mælie. verð Ferskt nautahakk 12% ............... 989 1498 989 kr. kg Ferskt nautapiparsteik................ 2129 3549 2129 kr. kg Ferskt lambafile m/fitu............... 2998 3498 2998 kr. kg Ferskt lambapottréttur................ 1698 1998 1698 kr. kg Ísfugl grillpylsur/grillpoki 220 g... 198 309 198 kr. pk. Ófrosið lambasirloinsneiðar ........ 1198 1498 1198 kr. kg Ófrosið lambaframhryggjarsn. ..... 1396 2198 1396 kr. kg Nýb. croissant m/skinku og osti.. 99 199 99 kr. stk. Bökunarkartöflur kg ................... 93 185 93 kr. kg Maís forsoðinn 2 stk. ................. 199 349 199 kr. pk. Helgartilboðin SUMARSETTID PITT? 15.900.- verd adeins mósaíkbord 9.990.- verd adeins stóll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.