Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 11
Trjáklifur Ekki er hjá því komist að príla, eiginmaðurinn og vinnumaður klippa eitt af mörgum ólífutrjám. sé allt æðislegt og yndislegt á bú- garðinum en þau hafi ekki áttað sig á hversu mikillar vinnu það krefst að standa í þessari ræktun. „Við tókum ekki við ræktuninni fyrr en ári eftir að við keyptum en vorum með bændunum eins og gráir kettir, bæði til að læra af þeim og hjálpa þeim. Við ferðuðumst líka mikið um héraðið og kynntum okkur og kynntumst vínbændum, fengum að vera með og sjá og hjálpa til. Við lágum á netinu og pöntuðum allar víngerðarbækur sem við fundum. Svo var bara byrjað. Þau eru mörg handtökin við ræktunina, það þarf að klippa vínviðinn, binda hann upp, laga alla staura og úða. Og allt hand- unnið á tveimur jafnfljótum. Við komumst yfir þetta fyrsta sumarið með hjálp sonar okkar en það var of- boðslega mikil vinna. Auk þess þurftum við að endurgera víngerð- arkjallarann alveg frá grunni, þar voru rottur og kakkalakkar. Við þurftum að flísaleggja og þrífa öll kerin og það var margra mánaða þrælavinna en ofsalega gaman.“ 2.000 lítrar af ólífuolíu Þau voru með sína fyrstu vín- uppskeru haustið 2009 og gerðu allt eftir bókinni. „Við stöppuðum berin sjálf og stefndum til okkar mörgu fólki. Þetta var mikil hátíð. Næsta uppskera var í nóvember en þá tín- um við ólífurnar. Við eigum að geta fengið um 2.000 lítra af ólífuolíu en helmingurinn af uppskerunni fraus og eyðilagðist, svo við fengum aðeins hálfa uppskeru. Sú uppskera kom öll hingað til Ís- lands, nema lít- ill hluti sem ég seldi úti beint til bændanna nágranna minna. Árið eft- ir, 2010, feng- um við aftur aðeins hálfa uppskeru af því sumarið var svo blautt. Það er gífurleg vinna að halda þessum plöntum við, bæði vínviðinum og ólífutrjánum, sérstaklega ólífutrjánum því þau voru úr sér vaxin. Við erum enn að klippa þau til, við erum með 650 tré og komumst yfir að klippa tvö til þrjú tré á dag.“ Ekki bara púl, líka gaman Til að gerast viðurkenndur bóndi þurfti Valgerður að fara á námskeið og prófið var munnlegt, á ítölsku. „Við vorum tvær konur og níu karlar sem mættum í prófið og við vorum bara tvö sem náðum, ég og einn karlinn,“ segir Valgerður og hlær. Hún segist hafa notfært sér menntun sína sem líffræðingur og snúið svörum sínum upp í tilvitnanir í rannsóknir. „Þar sem ég er skráður bóndi og rek þennan búgarð hef ég verið meira á Ítalíu en maðurinn minn, en líf okkar einkennist núna þó nokkuð af því að fljúga á milli Íslands og Ítalíu, því strákarnir okkar eru núna hér heima í skóla. Ég er búin að ráða mann til að halda búskapn- um í horfinu því það var svo mikið að gera í fyrrasumar að ég gat ekki skroppið heim. Þá er þetta ekki orð- ið eins og maður vill hafa það. Við viljum að þetta sé líka gaman, ekki bara púl.“ Íslendingar tekið olíunni vel Valgerður segir að ef þau nái 2.000 lítra ólífuolíuuppskeru og geti selt hana alla muni búið standa undir sér. „Olían gefur eingöngu af sér því ég hef ekki leyfi til að setja vínið okkar á flöskur og selja á almennum markaði. Við erum með 10.000 lítra af víni sem við seljum aðeins þeim sem koma við hjá okkur, og drekk- um það sjálf. Þetta er hversdagslegt bændavín, því þetta er gömul vín- ekra og gamlar vínviðarplöntur sem við þurfum að endurnýja. Ég er búin að fá leyfi til að rífa upp allar vínvið- arplönturnar og móta landið upp á nýtt. Þetta er 10-15 ára plan hjá okk- ur,“ segir Valgerður og bætir við að þetta hafi allt saman verið mikið æv- intýri. „Það hefur verið gefandi og þroskandi að standa í þessu. Mér finnst líka svo frábært hvað Íslend- ingar hafa tekið ólífuolíunni okkar vel. Ég hef verið að kynna hana og fræða fólk um að ólífuolía er ekki það sama og ólífuolía. Í fjöldaframleiddri olíu veit neytandinn ekkert hvaðan ólífurnar koma eða hvernig er búið að fara með þær. Í ódýrustu olíunum er stundum ekki ein einasta ólífa.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Laugavegi 63 • S: 551 4422 –flottir báðum megin einlitir/köflóttir kr. 25,900,- Vattjakkar 20% afslá ttur Skoðiðfleiri vörur áwww.laxdal.is Margir telja Lucca-héraðið besta ólífuhérað heims. Olían er bragðmikil en þó létt, auð- þekkjanleg af blómaangan og ávaxtakeim með örlítilli beiskju í undirtón. „Við tínum ólíf- urnar sjálf af trján- um á Tenuta A Deo. Tveimur sólar- hringum síðar eru þær komnar til hr. Luca Perna sem pressar þær fyrir okkur af alúð. Engar sí- ur, engin auka- efni og engar ólífur frá ódýr- ari svæðum koma við sögu í framleiðslu á þessari vöru.“ Facebook: Tenuta A Deo Tenuta A Deo BEINT FRÁ BÝLI A DEO olía Nóatún Gildir 9.-12. júní verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri ................................ 1348 1498 1348 kr. kg Lambalæri kryddað.................... 1348 1498 1348 kr. kg Lambalæri m/villisveppum úrb. .. 1978 2198 1978 kr. kg Lambaribeye ............................. 3598 3998 3598 kr. kg Lambaribeye krydd að eigin vali .. 3598 3998 3598 kr. kg Grísahnakki þriggja osta fylling ... 1399 1698 1399 kr. kg Ungnautapiparsteik ................... 3590 3989 3590 kr. kg Ungnautafile ............................. 3590 3989 3590 kr. kg Ísl. m. kjúklingabringur ............... 2293 2698 2293 kr. kg Metropole kaffi Reg./Dark Roast . 249 299 249 kr. pk. Samkaup/Úrval Gildir 9.-13. júní verð nú verð áður mælie. verð Goði grillpylsur osta 300 g.......... 349 469 349 kr. pk. Ísfugl kalkúnagrillsn./grillpoki ..... 1169 1798 1169 kr. kg Kjötb./pakkað lambakótilettur .... 1349 1798 1349 kr. kg Kjötb./pakkað lambafram- partssn. .................................... 796 1098 796 kr. kg Kjötb./pakkað lambainnralæri .... 2159 2998 2159 kr. kg Kjötb./pakkað lambalærissn. ..... 1499 1898 1499 kr. kg Tómatar ísl pk. 1 kg.................... 324 648 324 kr. kg Coop hrískökur m/salti 100 g ..... 99 159 99 kr. pk. Coop einnota grill ...................... 489 698 489 kr. stk. Coop Cider epla eða peru 1,5 l ... 248 329 248 kr. stk. Þín verslun Gildir 9.-12. júní verð nú verð áður mælie. verð Íslensk laxaflök.......................... 1998 2589 1998 kr. kg Svínakótilettur ........................... 1198 1854 1198 kr. kg Kjúklingabringur ........................ 2199 2749 2199 kr. kg Pågen kanilsnúðar 260 g ........... 415 519 1600 kr. kg Remi piparmyntukex 100 g......... 235 285 2350 kr. kg Remi nougat 100 g.................... 249 298 2490 kr. kg Weetos heilhveitihringir 375 g..... 579 649 1540 kr. kg Duck klósettgel 36 ml ................ 748 998 20780 kr. ltr Pop Secret 298 g ...................... 249 359 840 kr. kg Nóa kropp 150 g ....................... 269 339 1790 kr. kg Uppskera Nóg er að gera þegar koma þarf hráefninu í hús. Berjabað Valgerður stappar berin eins og vera ber eftir hefðinni. Til að fagna komu tveggja nýrra Blue Lagoon-húðvara var í gærkvöldi haldið heljarinnar boð ofan í lóninu sjálfu fyrir um 400 konur. Kynnt var endurnærandi skrúbb fyrir and- lit og líkama, Blue Lagoon Silica Mud Exfoliator, byggt á kísil úr Bláa lóninu og inniheldur örfínar kísilagnir sem slípa húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur. Einnig var kynnt fótakremið Si- lica Foot & Leg Lotion sem inni- heldur líka kísil Bláa lónsins og styrkir og nærir auk þess að inni- halda mentól sem kælir, róar og frískar fæturna. Morgunblaðið/Eggert Leðja Gestir Bláa Lónsins bera gjarnan á sig kísilríka leðjuna. Fyrir andlit og tásur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.