Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Kuldaboli býr enn í höfuðstað Norðurlands. Hann á ekki axlabönd en er gyrtur kuldabelti til að halda buxunum uppi. Örfá snjókorn féllu í gær en götur eru greiðfærar …  Alls sóttu 36 um forstjórastarf Norðurorku, þ. á m. Þorvaldur Lúð- vík Sigurjónsson, stofnandi og fyrr- verandi framkvæmdastjóri Saga fjárfestingabanka (áður Saga Capi- tal). Franz Árnason forstjóri Norð- urorku lætur af starfi á árinu.  Gríðarlegar kalskemmdir eru á íþróttasvæði KA; um 90% grasvall- anna eru mjög illa farin og KA-menn (eins og aðrir bæjarbúar) liggja á bæn og biðja um að hlýni í veðri.  Aðeins eru þrjár vikur þar til N1-mót KA í 5. flokki drengja fer fram. Búist er við 1.500 keppendum.  Næsti heimaleikur KA fer fram á Þórsvellinum á morgun. Þar eru kal- blettir en völlurinn þó ekki nærri því eins slæmur og landsmenn kunna að halda eftir að hafa séð glefsur úr leikjum Þórsliðsins í sjónvarpinu.  Kalið á Þórsvellinum er á öðrum kantinum. Sjónvarpvélarnar eru þeim megin og myndað frá þannig sjónarhorni að á skjánum sýnist völlurinn ónýtur! Svo er þó ekki.  Sýningin Hönd í hönd verður opnuð á Iðnaðarsafninu á morgun, byggð á verkefni sem unnið var í samvinnu við nemendur sjötta bekkjar Brekkuskóla og félagsstarf aldraðra í Víðilundi. Markmiðið var að stofna til tengsla þar sem safnið yrði brú á milli kynslóðanna, að vekja endurminningar og fræða. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson KAL Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnueildar KA, á fé- lagssvæðinu í gær. Hann bíður og vonar að fljótt hlýni í veðri. Gyrtur kuldabelti BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fiskverkafólk víða um land hefur áhyggjur af afkomu sinni nái boðuð kvótafrumvörp fram að ganga. Hafa áhyggjur einnig verið uppi um að strandveiðar skapi ekki næg störf í landi, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Áhyggjur fiskverkafólks koma vel fram í bréfi sem Eyfirðingar sendu þingmönnum Norðaustur- kjördæmis í vikunni, ásamt um 240 undirskriftum. Með undirskrifta- listunum var sent svohljóðandi bréf, er bar yfirskriftina „Fisk- verkafólk í Eyjafirði óttast um framtíð sína“: „Við undirrituð, starfsmenn í fiskvinnslu í Eyjafirði, mótmælum þeim ásetningi stjórnvalda að flytja störfin okkar til einhverra annarra með tilflutningi aflaheimilda frá einum stað til annars. Þannig er vegið að fjárhagslegri afkomu hundraða fjölskyldna á Eyjafjarð- arsvæðinu. Í þeim lagafrumvörpum um stjórn fiskveiða sem nú eru til um- fjöllunar er fjallað ítarlega um fisk- veiðar og hvernig þeim skuli háttað. Í engu er tekið tillit til þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi, enda kemur orðið fiskvinnsla aldrei fyrir í þessum lagatextum. Með því er áratuga reynslu okkar og þekkingu í fiskvinnslu enginn sómi sýndur. Fiskvinnslan verður færð aftur um áratugi með tilheyrandi verðmæta- tapi fyrir þjóðarbúið allt.“ Verði ekki stefnt í hættu Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslu, segist vel skilja áhyggjur fiskverkafólks í Eyjafirði, enda stór og öflug sjávarútvegsfyr- irtæki þar í rekstri. Staðan sé þó mismunandi eftir byggðarlögum, víða sé mikið treyst á fiskmark- aðina og fiskurinn komi áfram til með að flytjast á milli landshluta. Þannig sé verið að flytja fisk burtu frá Húsavík til vinnslu annars stað- ar, um leið og fiskur komi þangað líka til vinnslu. Stóra málið segir Aðalsteinn vera að kvótafrumvörpin stefni ekki rekstri alvöru sjávarútvegsfyrir- tækja í hættu. Þau verði að búa við góð rekstrarskilyrði og hafa aðgang að kvóta til að láta vinnsluna ganga. „Hjá þessum fyrirtækjum hefur starfsumhverfi fiskverkafólks verið hvað öruggast og hægt hefur verið að greiða fólki góð laun. Ég vona það að Alþingi Íslendinga fari ekki að stefna þessum fyrirtækjum í hættu. Það yrði mikill og stór skaði,“ segir Aðalsteinn. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, segist ekki vera sammála því að strandveiðar skapi ekki næg störf í landi. Vissulega sé aflinn víða fluttur á milli landshluta eða úr landi í gámum en á smærri stöð- um skapi strandveiðar heilmikla vinnu, þar sem ekkert hafi áður verið um að vera. Það muni t.d. heilmikið um útgerð 5-6 báta á sumum stöðum. Þó að mikil eftirspurn sé eftir „flugfiski“ segir Örn að stórlega hafi dregið úr gáma- útflutningi á fiski. Það þurfi líka að flaka þann afla fyrir útflutning. „Vegið að afkomu fiskverkafólks“ Formaður Framsýnar segir stöðuna mismunandi um landið Morgunblaðið/Ernir Fiskvinnsla Áhyggjur eru víða innan raða fiskverkafólks af áhrifum boðaðra kvótafrumvarpa á störf þess. Hjörtur Guðmundsson Kristján Jónsson Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra á þingfundi í gær og gagn- rýndi hana fyrir að vilja hafa umræð- ur um breytingar á stjórn fiskveiða í ágreiningi. Afgreiðsla meirihluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd- ar á litla frumvarpinu svonefnda um kvótakerfið til annarrar umræðu var harðlega gagnrýnd og sagt að engin efnisleg umræða hefði farið fram um málið í nefndinni. Frumvarpið var tekið úr nefndinni í gærmorgun og fer í kjölfarið til annarrar umræðu í þinginu. Mörg mikilvæg mál standa enn út af þótt þingi eigi að ljúka í dag. Stjórnarliðar sem tóku til máls sögðu stjórnarandstöðuna einnig bera ábyrgð á því að lok þingsins væru í óvissu. Meirihluti sjávarút- vegs- og landbúnaðarnefndar hefði gert breytingar á litla frumvarpinu til þess að rétta fram sáttarhönd en í hana hefði ekki verið tekið. Þá gerðu stjórnarliðar athugasemdir við per- sónulega gagnrýni stjórnarandstöð- unnar á forsætisráðherra sem ekki var viðstaddur þingfundinn. „Það er greinilega vilji til þess að skoða málið betur og gera sér grein fyrir alvarleika þeirra neikvæðu um- sagna sem liggja fyrir. En forsætis- ráðherra er greinilega ekki tilbúinn til þess að hlusta á það,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem sæti á í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Ráðherra „vill ekki frið“ „En sú sem vill ekki frið í þessu máli er Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra. Það er ekki hægt að meta það öðruvísi en að hún telji sig hafa pólitíska hagsmuni af því að hafa þetta mál í ófriði. Hún er friðar- spillirinn í þessu máli.“ Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, gerði ásamt Magn- úsi Orra Scram, þingmanni Samfylk- ingarinnar, fyrirvara við samþykkt sína á áliti meirihluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis á nefndarfundi um litla frumvarpið. „Þetta voru bara svona almennir fyr- irvarar, annars vegar um ráðstöfun auðlindagjaldsins og hins vegar um aukingu í strandveiðum og byggða- kvóta,“ segir Björn Valur. -Hvernig sérðu framhaldið fyrir þér? Áttu von á langri umræðu um málið í annarri umræðu í þinginu? „Ég á ekki von á öðru. Þetta er tekið út í andstöðu við stjórnarand- stöðuna og það er ekkert samkomu- lag um málsmeðferðina og svo framvegis. Það getur ekki annað en kallað á miklar umræður.“ Skorti efnislega umræðu Ertu sammála þeirri gagnrýni að ekki hafi farið fram nægileg efnisleg umræða um málið í nefndinni? „Já, ég er sammála því. Við fund- uðum ekkert um málið nema með gestum.“ Hefði ekki verið rétt að ræða mál- ið efnislega? „Við hefðum getað notað daginn í dag til þess jú. Það er alltaf gaman að takast á og ræða málin og rök- ræða. En við fengum ekki tækifæri til þess.“ Ertu ósáttur við það? „Já, ég hefði gjarnan viljað skiptast á skoðunum án þess að vera með gesti inni á gafli. Það er það sem ég er að meina. Það var engin um- ræða í nefndinni sjálfri nema bara skoðanaskipti við gesti. Ég hefði helst viljað klára þetta.“ „Hún er frið- arspillirinn í þessu máli“ Hart deilt um kvótafrumvörp á þingi Morgunblaðið/Heiddi Verðmæti Fiskurinn stendur undir um 40% gjaldeyristeknanna. Umdeild frumvörp » Í litla frumvarpinu svo- nefnda um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun er kveðið á um að veiðigjald sé hækkað um 70%. » Einnig eru ákvæði sem gera kleift að halda áfram strand- veiðum. Litla frumvarpið á að- eins að gilda fram á næsta ár. » Stóra frumvarpið verður ekki afgreitt á þessu þingi. Auknar strandveiðar hafa haft það í för með sér að verð á smá- bátum hefur snarhækkað. Aðal- steinn Torfason, fasteigna- og skipasali hjá Híbýlum og skip- um, segir dæmi um að bátar hafi margfaldast í veðri. Góð sala sé í öllum bátategundum, notuðum og nýjum. „Það eru allar dollur dregnar á sjó,“ segir Aðalsteinn og telur engan vafa á að aukin eftir- spurn í strandveiðarnar hafi haft þessi áhrif á verðið. Margs- konar önnur afleidd störf hafi einnig skapast og haft áhrif á þessa þróun. „Það er verið að smíða báta úti um allt, varla nokkur sem flytur inn báta er- lendis frá lengur. Nýsmíðin hef- ur breyst þannig að íburður hef- ur minnkað. Það er reynt að smíða þokkalega báta fyrir minni pening en áður. Sem dæmi eru keyptar uppgerðar vélar í staðinn fyrir nýjar og reynt að spara í tækjakosti,“ segir Aðalsteinn. Hægt er að fá þokkalegan smábát fyrir um sex milljónir króna. Allar dollur dregnar á sjó TRILLUR HÆKKA Í VERÐI Smábátar hafa rokið upp í verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.