Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Hamskipti lífríkis og landslags FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Breytingarnar eru geysilega mikl- ar og á stórum skala,“ segir Arnþór Garðarsson, líffræðingur og pro- fessor emeritus við Háskóla Íslands sem hefur fengist við sjófuglataln- ingar hér við land allt frá árinu 1975. Talningar Arnþórs og samstarfs- manna hans hafa sýnt að mörgum bjargfuglategundum fækkaði mikið hér við land frá um 1985 til um 2007. Frá 2006 til 2009 hríðfækkaði svart- fugli í Látrabjargi. Samtals nam ár- leg fækkun 24% hjá stuttnefju, 20% hjá álku og 7% hjá langvíu. „Eins og þetta er núna, 20% fækkun á ári, þrjú ár í röð, þá er það alveg hrika- legt. Maður átti alls ekki von á þessu,“ segir Arnþór. Hann segir að álkan sé nánast að hverfa af Hornströndum. Þar hafi henni fækkað á árunum 1985 til 2007 úr 70.000 í 5.000 pör. Í Látra- bjargi hafi henni fækkað úr 230.000 pörum í um 100.000. Í Grímsey hafi álku á hinn bóginn fjölgað en hvergi nærri nóg til að vega upp á móti fækkuninni á Vestfjörðum. Ritunni hefur vegnað betur en hún hefur þó nánast horfið úr sumum fugla- björgum þar sem hún var áður í miklum mæli, s.s. í Skoruvíkur- bjargi á Langanesi, en fjölgað ann- ars staðar. Heildarfækkun var um 10% hjá ritu frá um 1985 til um 2007. Stór hluti stofna á heimsvísu Fækkun í fuglabjörgunum á Vest- fjörðum og Grímsey er stórmál því hvorki meira né minna en um 80- 90% svartfugla og um helmingur ís- lenska ritustofnsins verpa þar. Ís- lensku björgin eru mikilvæg fyrir stofnana á heimsvísu. Ef miðað er við allt N-Atlantshafið eru 63% af álkustofninum með aðsetur í vest- firsku björgunum og í Grímsey, þar 28% af langvíu, 16% af stuttnefju og 11% af ritu. Frá 1982 til 2005 stóð Arnþór fyr- ir fuglatalningu á um fimm ára fresti í þremur fuglabjörgum: Hafnabergi og Krísuvíkurbergi á Reykjanes- skaga og Skoruvíkurbjargi á Langa- nesi. Fram til 2005 hélst fjöldi fugla að mestu stöðugur. „En svo allt í einu byrjar þetta að detta niður um árið 2005,“ segir Arnþór. Hann gerði þegar ráðstafanir til að geta talið í vestfirsku fuglabjörgunum þar sem obbinn af fuglinum heldur sig. Talningar í litlu björgunum eru einfaldari og ódýrari, en íslenskir vísindamenn þurfa mikið að hugsa um kostnaðinn. Þegar mikið liggur við dugar alls ekki að halda sig við litlu björgin. „Það er eins og að spá fyrir um íbúafjöldann í Reykjavík með því að telja íbúa á Raufarhöfn,“ segir Arnþór. Á árunum 2006-2007 og svo aftur árið 2009 var farið í talningarferðir í stóru fuglabjörgin. Enn er verið að vinna úr gögnum frá síðustu ferð en þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir sýna mikla fækkun. Niðurstöð- urnar kalla á frekari rannsóknir, einkum tíðari talningar, til að kanna hvort ástæða sé til að grípa til verndunaraðgerða. Hætti vorveiðum á svartfugli Arnþór vill reyndar að nú þegar verði hætt að veiða svartfugl að vori. „Þessi vorveiði á svartfugli er skað- vænleg í sjálfu sér og í raun tíma- skekkja,“ segir hann. Þrátt fyrir stærð sjófuglastofna séu þeir við- kvæmir, sérstaklega þegar þeim fari hnignandi vegna aðstæðna í nátt- úrunni. Sjófuglar verpi einu eggi á ári, þeir verði gamlir en eignist fáa unga. Hnigni sjófuglastofni sé hann lengi að ná sér. Einnig sé hugsan- legt að banna þurfi eggjatekju en hugsanlega myndi duga að banna eða takmarka verslun með egg. Morgunblaðið/Ernir Krýsuvíkurbjarg Það var dapurlegt ástand í bjarginu þegar dr. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun og samstarfsmaður Arnþórs Garðarssonar við sjó- fuglatalningar, skoðaði bjargið í fyrradag. Svartfuglarnir svömluðu á sjónum í stað þess að liggja á eggjum á syllunum og ritan hafði ekki haft fyrir því að byggja upp hreiður eins og hún er vön. Sjófuglum fækkar hrikalega og óvænt í stóru fuglabjörgunum  Á þremur árum fækkaði stuttnefju um 24% á hverju ári í Látrabjargi  Álku fækkaði um 20% á hverju ári  Ástandið verður „óglæsilegt“ haldi þróunin áfram  Fjöldinn „datt niður“ árið 2005  Sumir færa sig til Skannaðu kóðann og skoðaðu Kreppu í Krísuvíkurbjargi. Vísindamenn sem rannsaka sjó- fugla benda margir á að breytingar meðal sjófuglastofna gefi vísbend- ingar um breytingar í höfunum. Fuglarnir eru jafn háðir höfunum um fæði og fiskar en auðveldara er að fylgjast með og telja fuglana. Miðað við þá miklu hnignun sem hefur mælst í mörgum tegundum sjófugla hér við land frá árinu 2005 er greinilegt að mikil tíðindi hafa orðið neðansjávar. Erfitt að ráða í ástæður Þegar Arnþór er spurður um skýr- ingar á því að sjófuglum hefur fækkað svo mjög tekur hann var- lega til orða. „Sjófuglar eru bölv- aðir með að þegar þeim fækkar á varpstað geta þeir verið að gera nokkuð marga mismunandi hluti. Ef þeir sjást ekki í einu bjargi getur það staf- að af því að þeir eru úti á sjó og koma ekki upp að landi. Sjó- fuglar eru langlífir og leggja meiri áherslu á að bjarga sjálfum sér en að koma upp unga,“ segir hann. Varp út- heimti mikla orku, hvert egg er fuglinum dýrt. Hugsanlega sé fugl- inn að reyna að aðlagast breyttum aðstæðum, s.s. með því að verpa ekki á hverju ári. Einnig geti verið að afföllin séu meiri en áður. Einn- ig er möguleiki á að hvort tveggja sé að gerast, þ.e. afföll hafi aukist og varpi verið frestað. „Síðan geta þeir flutt sig til, eins og álkan er að sýna okkur. Við höfum eiginlega ekki nægilega mikil gögn,“ segir hann. „Þetta eru margar dokt- orsritgerðir að kanna hverja teg- und fyrir sig og fara ofan í saum- ana á þessu.“ Haldi þróunin svona áfram getur ástandið í björgunum orðið dap- urlegt. „Eins og er sjá bara mjög kunnugir muninn í björgunum. Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist,“ segir Arnþór. „Maður fer ekkert á taugum yfir þessu en þetta er breyting. En hvert hún leiðir? Það eru svo margir mögu- leikar í stöðunni.“ Hvert egg er fuglinum dýrt ÓVÍST HVAR FUGLINN ER, SÉ HANN EKKI Á VARPSTAÐ Arnþór Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.