Morgunblaðið - 09.06.2011, Síða 15

Morgunblaðið - 09.06.2011, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Hamskipti lífríkis og landslags Allir gæsa- stofnar sem hér verpa eða eiga leið um eru í vexti, nema blesgæs- in. Í heiða- gæsastofninum eru nú um 360.000 fuglar og hefur hann tífaldast frá miðri síðustu öld. Grágæsa- stofninn er um 110.000 fuglar og hefur fjórfaldast frá miðri síðustu öld. Talið er að stofn- stærð grágæsa sé vanmetin. Arnór Þórir Sigfússon, fuglafræðingur hjá Verkís, segir að ástæðan fyrir því að fjölgað hafi í flestum gæsa- stofnum, allt frá miðri síðustu öld, sé talin sú að aðstæður á vetrarstöðvum hafi batnað. Gæsir eigi nú auðveldara með að afla sér fæðu, s.s. á korn- ökrum og fleiri fuglar lifi vet- urinn af en áður. Þrátt fyrir þessa fjölgun virðast gæsirnar ekki hafa gengið nærri gróðri á varpstöðvunum hér á landi og því hafi stofninn braggast mik- ið. Gróður virðist hafa batnað á á landinu á síðustu árum. Varp- lönd heiðagæsa sem áður voru tiltölulega lítil hafa margfald- ast. Þá hafi kornrækt hér á landi aukist mjög síðustu ár sem hjálpi gæsunum. Fjölgun gæsa sé ekki með beinum hætti rakin til hlýnunar. Grágæs- in hefur reyndar breytt at- ferli sínu og stærri hluti stofnsins flýgur nú skemmra suður á bóginn en áður. Þá virðist auk- inn hluti grágæsa- stofnsins, lík- lega nokkur þúsund fuglar, hafa vetur- setu á Suður- landi. Auðveldara líf á vetrarstöðvum heiðagæsa og grágæsa erlendis Arnór Þórir Sigfússon Misjafnt er á milli stofna hversu miklar breytingar hafa orðið. Sumir virðast hafa orðið illa úti en aðrar tegundir hafa getað aðlagast betur. Hér má sjá yfirlit yfir niðurstöður fuglatalninga Arnþórs Garð- arssonar: Stuttnefju fækkar mikið Stuttnefju fækkaði um 38% milli 1985 og 2006/7 í vestfirsku risabjörg- unum og í Grímsey. Henni fækkaði um 24% á ári milli 2006/7 og 2009. Hvers vegna? Arnþór segir sennileg- ast að fækkunin tengist hlýnun enda sé Ísland á suðurmörkum út- breiðslusvæðis stuttnefju. Henni byrjaði að fækka fyrr en öðrum teg- undum, s.s langvíu. Stuttnefjan er náskyld langvíu en er meiri úthafs- fugl og lifir meira á krabbadýrum. Langvía reiðir sig á síli Langvíu fækkaði um 27% milli 1985 og 2006/7 í vestfirsku risabjörg- unum og í Grímsey. Í Látrabjargi fækkaði henni um 7% á ári milli 2006/7 og 2009. Hvers vegna? Arnþór bendir á að langvía reiði sig á síli og loðnu en báðir stofnar hafi verið veikir undan- farin ár. Langvían hafi einnig fært sig til en það geri ekki allar tegundir. Ritu fækkar og hún færir sig Rita er útbreiddari en aðrir sjó- fuglar og er bæði í stórum björgum og smásnösum víða um land. Stofn- inn hrundi á Norðausturlandi. Sér- staklega er ástandið alvarlegt á Langanesi þar sem fuglum fækkaði úr 200.000 í um 50.000 pör. Fyrir norðan og vestan er í lagi með unga- framleiðslu 2005 til 2009 en allt er í skralli austan og sunnan við landið og upp að Látrabjargi. Hvers vegna? „Við vitum að varpið hefur gengið illa hjá ritu sem lifir að mestu á sandsíli. Það er betra ástand fyrir Norðurlandi, líklega vegna þess að þar getur fuglinn einnig náð sér í loðnu,“ segir Arnþór. Langvía og rita hafa verið í sókn a.m.k. frá 1950. „En þetta er í fyrsta sinn sem þessar teg- undir detta niður á þeim tíma sem mælingar liggja fyrir, í nútíma.“ Sandsílið hafi oft farið í gegnum krís- ur áður. Árin frá 1911 til 1915 hafi verið fræg sílaleysisár. Menn hafi fyrst og fremst orðið varir við að kríu- varpið dróst saman því þá voru menn að tína kríuegg til að selja til Reykja- víkur. Fýll étur fjölbreyttari fæðu Talið er að fýl hafi fjölgað allt frá 18. öld. Honum er almennt að fækka sunnan- og vestantil á landinu en hann hefur haldið í horfinu norðan- og austanlands. Hvers vegna? Fæða fýls er fjöl- breytt og erfitt að segja til um ástæður fækkunar. Álka kemur fram í Grímsey Álkan er að færa sig til. Hún er að hverfa af Hornströndum og kem- ur að einhverju leyti fram í Gríms- ey. Hvers vegna? Álka reiðir sig mjög á sandsíli, líkt og langvía. Aðrir sjófuglar Stofnar skarfa og súlu hafa yfir- leitt verið á uppleið á öllu Atlants- hafinu. Súlu er búið að telja í 100 ár og henni fjölgar stöðugt. Arnþór segir að toppskarfurinn fylgi sand- sílinu og hann hafi verið að flytja sig til. Dílaskarfur sem var í mikilli lægð um 1995 er á uppleið. „Þetta eru tegundir sem hefur sennilega hrakað af mannavöldum og eru kannski núna að ná sér eftir 19. öldina,“ segir Arnþór. Æð- arfuglinn á líka góðu gengi að fagna. Talning á bjargfuglum 2005-2008 Fýll Langvía Rita Stuttnefja Álka Skýringar: Hlutfallsleg breyting milli talninga 2005-2008 og 1983-1986. Að hverfa Fækkar (ummeira en 20%) Lítil breyting Fjölgun (ummeira en 20%). Eftir því sem hringirnir eru stærri eru fuglabjörgin stærri. Kassar sýna ástand í dreifðum byggðum. Sumir færa sig í aðrar byggðir  Stuttnefju byrjaði að fækka á undan öðrum  Álkan er að hverfa úr risabjörgunum á Hornströndum  Flestar tegundir reiða sig mjög mikið á sandsíli  Langvía og rita voru í sókn frá 1950 en fækkar nú óðum Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Rita Á árunum 1984-86 var stofn- stærð talin vera 630.000 pör. Morgunblaðið/RAX Langvía Á árunum 1984-86 var stofnstærð talin vera 992.000 pör. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Fýll Stofnstærð er óþekkt en líklega ekki undir 1 milljón para. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Álka Á árunum 1984-86 var stofn- stærð talin vera 378.000 pör. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Stuttnefja Á árunum 1984-86 var stofnstærð talin vera 579.000 pör. Það er ekki einfalt mál að telja fugla í stóru fuglabjörgunum. Arnþór bendir á að flatarmál þess stærsta, Látrabjargs, sé álíka og flatarmál Reykjavíkur innan Hringbrautar. „Þú sérð ekkert ef þú stendur á brúninni og alls ekkert ef þú ert fyrir neð- an,“ segir hann. Þar að auki eru björgin afskekkt og ekki auðvelt að hitta á rétt veður- og birtu- skilyrði til talningar. Á Íslandi er fátt fólk en mikið af björgum og fugli. En hvernig er þá talið? Arnþór hefur á síðustu árum þróað aðferð til að telja bjarg- fugla. Notuð er flugvél og sér- hæfður ljósmyndabúnaður. Síð- an er flogið þvert út af björgunum og myndir teknar á ská, með 25 gráðu fráviki frá lóð- línu, niður úr flugvélinni. Þannig fást talningarsnið frá bjargbrún til sjávar, yfirleitt 30-50 metra breið. Af þeim má telja fýls- hreiður, rituhreiður og svart- fugla, þ.e. langvíu, stuttnefju og álku. Arnþór byrjaði að nota loft- myndir til að telja fugla í kring- um 1975, fyrst í litlum klettum en með batnandi tækni gat hann notað aðferðina í stærri björg- unum. Á árunum 1983-1985 var fyrst talið í stóru fuglabjörg- unum með þessari aðferð. Fljúga fram af brúninni og smella af TÆKNI VIÐ AÐ TELJA Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur á Ísafirði, byrjaði 14 ára gamall að síga í björg eftir eggjum og hefur gert það í 50 ár. Honum sýnist ekki að svartfugli hafi fækkað í Hælavík- urbjargi og Hornbjargi, nema þá af völdum refs og setur mikinn fyr- irvara við talningar fuglafræðinga. Afar erfitt sé að telja fugla í björgum. Tryggvi og aðrir Vestfirðingar komust ekkert til eggja enda „stöðug norðaustanátt í heilan mánuð og ekki lendandi undir Hornbjargi“. Hæla- víkurbjarg hefði lítið sem ekkert ver- ið stundað undanfarna áratugi. Aðal- eggjasvæðið þar, Gránef, er í miðju bjarginu og erfitt að komast þangað. Tryggvi telur ekki að fugli hafi fækkað í Gránefjum og Hælavíkur- bjargi. Í Hornbjargi hafi fugli ekki heldur fækkað, þ.e. á þeim stöðum þar sem hann er hólpinn fyrir ref. Af fréttum af dæma hafi svartfugli á hinn bóginn fækkað fyrir austan og sunnan. „Sennilega er þetta spurning um fæðu. Það er eins og fuglinn hér fyrir vestan lifi ekki alveg á sama sílinu og austur frá. Maður sér það á eggjunum. Þau eru öðruvísi. Rauðan er miklu ljósari í eggjunum frá Langanesi heldur en í björg- unum hérna.“ Reyndar sé erf- itt að bera ástandið í Hornbjargi síð- ustu 10-20 árin saman við ástandið nú því svæðin sem mest hafi verið sótt, neðst í bjarginu, séu orðin tóm af fugli. Skýringin sé sú að refir hafi numið land niðri í bjarginu. „Maður sá það frá ári til árs hvernig þræðing- arnir [mjóar syllur] tæmdust eftir því sem refurinn nam meira land.“ Tryggvi segir að eggjataka sé deyjandi atvinnugrein. Fyrir 30-40 árum hafi þetta verið stórútgerð og egg seld um allt land. Nú séu hann og Einar Valur Kristjánsson og nokkrir til viðbótar þeir einu sem fari til eggja og tíni fyrir vini og fjölskyldur. Þegar þeir hætti þessu sé enginn til að taka við. „Þetta er bara merki fyrri tíma og svo sem ekkert vit í að menn séu að hætta lífinu við þetta í dag,“ segir hann. „Þessi síðasta kynslóð hefur gert þetta meira af íhaldssemi en af þörf.“ Tilmæli umhverfisráðherra um að eggjataka og veiðar á svartfugli verði takmarkaðar eða felldar niður séu í besta falli misskilningur en í versta falli heimska. Samanlagðir stofnar langvíu, álku og stuttnefju telji senni- lega um 10 milljónir fugla og eggja- takan hafi ekkert að segja. Þaulvanur eggjatínslumaður telur ekki að fugli sé að fækka Tryggvi Guðmundsson. Áhrif hlýnunar undanfarinna ára koma vel fram í íslensku jökl- unum. Þegar jöklarnir hopa breyt- ist landslagið og ný lón verða til. Á morgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.