Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Samtök danskra sjómanna hafa lagst gegn tillögu fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambands- ins um að komið verði upp eftirlitsmyndavélum í öllum fiskiskipum til að koma í veg fyrir brottkast. Danska ríkisútvarpið segir að Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórninni, leggi m.a. til að bannað verði að kasta lifandi fiski í sjóinn og öll fiskiskip verði skylduð til að landa öllum afla sínum. Hún vill einnig að kvótakerfinu verði breytt þannig að kvótarnir miðist við allan þann fisk, sem veiddur er, ekki að- Hafna tillögu um myndavélaeftirlit  Danskir sjómenn segja tillögu um eftirlitsmyndavélar í öll fiskiskip óraunhæfa  Danska ríkisstjórnin fagnar tillögu um nýtt kvótakerfi og bann við brottkasti eins við aflann sem landað er. Gert er ráð fyrir því að kvóta- kerfinu verði breytt í áföngum á árunum 2014-2016. Danska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir slíkri breytingu á kvótakerfinu og Henrik Høegh, matvælaráðherra Dan- merkur, kveðst því vera ánægður með tillöguna. Hann telur að breytingin verði sjó- mönnum í hag þar sem bannið við brottkasti verði til þess að veiðikvótarnir verði stærri en núgildandi kvótar. „Þegar landa þarf öll- Maria Damanaki um fiski skapast svigrúm til að auka kvótana,“ sagði hann. Niels Wichmann, formaður samtaka danskra sjómanna, segir aftur á móti að óraunhæft sé að skylda öll fiskiskip til að koma upp eftirlitsmynda- vélum innan fimm ára, eins og gert er ráð fyrir í tillögunni. „Þetta er ekki hægt. Við þurfum að var- ast að binda okkur við falleg pólitísk fyrirmæli sem ógerningur er að koma í framkvæmd.“ Wichmann bætti við að eftirlitsmyndavélar væru ekki nauðsynlegar um borð í skipum sem veiða tegundir á borð við síld, makríl og loðnu. Óráðlegt væri að koma upp dýru eftirlitskerfi þeg- ar það væri ekki nauðsynlegt. Gríðarlegt brottkast » Í skýrslu Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2005 kem- ur fram að brottkast í Norður- sjó sé talið vera á milli 500.000 og 880.000 tonn á ári. » Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins áætlar að um það bil 70% fiskstofna í lög- sögu aðildarríkjanna séu of- nýtt. Pílagrímar frá borginni Sanlúcar de Barrameda í Andalúsíu draga hesta sína á leið til helgistaðar í bæn- um El Rocío í Doñana-þjóðgarðinum í suðurhluta Spán- ar. Hundruð þúsunda pílagríma koma saman á helgi- staðnum á hverju vori til að taka þátt í hátíð sem á rætur að rekja til þrettándu aldar þegar veiðimaður fann styttu af Maríu mey í trjábol. Kapella var síðar reist á staðnum þar sem trjábolurinn var. Reuters Pílagrímar á ferð í Andalúsíu Þýsk blöð hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda í Þýskalandi við kólígerla- faraldrinum mannskæða og segja að þau hafi einkennst af ringulreið. „Glundroði andspænis banvænum sýkli! Engir kólígerlar fundust í baunaspírum … Fulltrúar neytenda gagnrýna stjórnmálamenn … Borg- arar í algeru uppnámi,“ sagði þýska blaðið Bild. Blöðin gagnrýna yfirvöldin m.a. fyrir að hafa brugðist of seint við far- aldrinum. Talið er að fyrsta sýkingin hafi verið í byrjun maí en yfirvöldin vöruðu ekki við kólígerlinum fyrr en tæpum þremur vikum síðar. John Dalli, sem fer með heil- brigðismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur einnig gagnrýnt þýsk yfirvöld fyrir að „draga ótímabærar ályktanir“ um upptök faraldursins, án vísindalegra sannana. „Slíkt breiðir út ástæðu- lausan ótta á meðal íbúanna um alla Evrópu og skapar vandamál fyrir matvælaframleiðendur sem selja af- urðir innan og utan ESB,“ sagði hann. Áætlað er að bændur hafi tapað allt að 417 milljónum evra, eða sem svarar tæpum 70 milljörðum króna, á viku vegna kólígerlasýkinganna. bogi@mbl.is Þýsk yfirvöld gagn- rýnd fyrir glundroða  ESB vandar um við Þjóðverja 150 km KÓLÍGERLAFARALDURINN ÚTBREIÐSLA Heimildir: Freshfel Europe, WHO, Reuters Ljósmynd: Reuters Bienenbüttel Rannsóknir á baunaspírum frá býli, sem framleiðir lífrænt grænmeti, hafa ekki bent til þess að sýkina megi rekja til þeirra Berlín Hamborg Bremen Þ Ý S K A L A N D Norðursjór HO LL AN D P Ó LL A N D Svíþjóð 1 dauðsfall 15 (HUS) 31 (EHEC) Austurríki Tékkland Danmörk Frakkland Lúxemborg Holland Noregur Pólland Spánn Sviss Bretland HUS EHECLand 7 4 2 1 3 2 1 11 10 1 4 1 1 3 8 Þýskaland 22 látnir 642 (HUS) 1.683 (EHEC) Bandaríkin 2 sýktir Spánn Holland Þýskaland Belgía Portúgal EFNAHAGSLEGT TJÓN Á VIKU (í milljónum evra) 200 80 20 4 3 HUS: Einkennin eru m.a. nýrnabilun. EHEC: Undirhópur kólígerla, veldur innvortis blæðingum. Hráar baunaspírur eru vinsæl matvara í Þýskalandi, oft notaðar í salat eða samlokur Baunaspírur PÓLL. Frakkland Spánn BRETL. DAN. HOLL. Sviss NOR. Austurríki TékklandLÚX. Barcelona. AFP. | Spænska lögreglan hefur handtekið liðamjúkan mann sem grunaður er um að hafa troðið sér inn í ferðatösku sem síðan var sett í farangursgeymslu rútu á Gir- ona-flugvelli í Barcelona. Maðurinn er sagður hafa laumast út úr ferða- töskunni til að stela verðmætum úr öðrum töskum þegar rútunni var ekið frá flugvellinum til miðborgar- innar. „Þegar ferðin hófst fór hann út úr ferðatöskunni, leitaði að verð- mætum hlutum og faldi þá í poka sem hann hélt á,“ sagði talsmaður katalónsku lögreglunnar. Þjófurinn tróð sér síðan aftur í ferðatöskuna. Hann naut aðstoðar annars manns sem setti ferða- töskuna í farang- ursrýmið og sótti hana þegar 90 mínútna ferð rút- unnar til Barce- lona lauk. Lögreglumenn fundu töskuna eftir að kvartað hafði verið yfir þjófnuðum í rút- unni. „Þeir sáu mann sem var í keng, næstum eins og slöngu- maður,“ sagði lögreglan. Maðurinn var með farsíma og beitt áhald sem hann notaði til að opna lása. Tróð sér í tösku til að stela í farangursrými rútunnar Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur birt myndir sem ítalski geimfarinn Paolo Nespoli tók af geimferjunni Endeavour þegar hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöð- ina. Þetta eru fyrstu myndirnar sem teknar hafa verið af bandarískri geimferju við geimstöðina og líklegt þykir að þær verði notaðar aftur og aftur um ókomna tíð þegar saga geimferjanna verður rifjuð upp. Endeavour fór í síðustu geimferð sína í maí og 30 ára sögu bandarísku geimferjanna lýkur eftir lokaferð Atl- antis sem skotið verður á loft 8. júlí. Paolo Nespoli tók myndirnar um borð í rússneskri geimflaug sem fór frá Alþjóðlegu geimstöðinni 23. maí. Geimferjan hafði þá verið tryggilega fest við geimstöðina sem er um 355 kílómetra frá jörðinni. Hraði geimstöðvarinnar á braut um jörðina er um 27.000 kílómetrar á klukku- stund. Reuters Kyrr á geimstöðinni á ógurlegum hraða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.