Morgunblaðið - 09.06.2011, Side 18

Morgunblaðið - 09.06.2011, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Frægt var þeg-ar fjár-málaráð- herrar ESB-ríkja hittust á neyð- arfundi í Lúx- emborg nýlega til að ræða hættu á því að Grikkir gætu staðið frammi fyrir greiðslufalli ríkisskuldbindinga sinna. Ráðherrarnir harðneituðu að til slíks fundar hefði verið boðað. Á því augnabliki voru þó eðalbílar þeirra að leggja að dyr- um fundarstaðarins. Þegar ósannindin voru rekin ofan í þá hlupu þeir í næsta vígið. Þeir hefðu að vísu hist en það hefði alls ekki verið til að ræða slíka hættu. Hún væri alls ekki til staðar og hugmyndin ein væri fráleit og óhugsandi að ríki á evrusvæði lenti í slíkum hremm- ingum. Þegar spurðist síðar að „greiðslufall Grikkja“ hefði verið sjálft tilefni fundarins sagði for- maður ráðherrahópsins að þótt hann væri ekki stoltur yfir lyg- um sínum og félaga sinna þá hefði verið óhjákvæmilegt að grípa til lyginnar í þessu tilfelli. Ella hefði getað farið mjög illa. Nú hefur verið lekið tveggja daga gömlu bréfi frá Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, til Seðlabankastjóra evrusvæðisins, Jeans Claude Trichet, þar sem ráðherrann tel- ur að gjaldþrot Grikklands kunni að vera skammt undan. „Við erum nú í þeim sporum að veruleg hætta er á því að til hreins gjaldþrots komi innan evru- svæðisins,“ segir Schäuble í bréfi sínu. Ástæðan til þess að fjár- málaráðherra Þýskalands telur sig knúinn til að skrifa bankastjóranum slíkt bréf og láta leka því skömmu síð- ar er að Seðlabanki evrusvæð- isins hefur barist hart gegn því að greiðslufall ríkis á áhrifa- svæði hans sé viðurkennt sem kostur, hvað þá meira. Bankinn hefur þvert á reglur Evrópusam- bandsins víkkað út fyrirgreiðslu sína til valtra ríkja á svæðinu og tekið sífellt verri veð, einnig þvert á reglur. Hann myndi því tapa óheyrilegum fjárhæðum á greiðslufalli Grikkja. En bankinn óttast að það verði bara byrjunin. Í framhaldinu kynni að sjást undir iljarnar á eigendum skuldabréfa ríkissjóða Spánar og Ítalíu og slíka skriðu gæti enginn björgunarsjóður ESB stöðvað. Höfði Seðlabanka Evrópu finnst það því skárri kostur að berja því höfði áfram við steininn fremur en að fá alla skriðu skuldabréfa sem enginn vill kaupa beint á það. En skrif og leki Schäuble er einnig merki um að þýskur almenningur og jafnvel stjórnmálaelítan hefur vaxandi efasemdir um að rétt sé að veita Grikkjum frekari að- stoð. Krafan um að kröfuhöfum blæði einnig, en ekki aðeins skattgreiðendum á evrusvæðinu, fær sífellt meiri þunga. Raunveruleikinn rennur smám saman upp, jafnvel á evru- svæðinu} Óttast greiðslufall Grikkja Blaðamenn hafaheilbrigðan metnað til að vera fyrstir með frétt, sérstaklega ef hún er mikilvæg og hefur þýðingu fyrir umræðuna í þjóð- félaginu. Betri fjöl- miðlar vilja þó fremur missa af tækifærinu til að kasta frétta- sprengjunni en að birta eitt- hvað sem verulega vantar í og ekki hefur verið unnt að sann- reyna með nægjanlega afger- andi hætti. Þarna er þó oft vandrötuð leið. Sama gerist einnig í frétta- skýringum, þar sem reynt er að kafa í mál og gera þeim rækileg skil. Nokkur hætta er á að umsjónarmenn gerist þá talsmenn tiltekins málstaðar en gleymi hlutverki fréttaflytj- andans og skýrandans. Kast- ljós Sjónvarps var á dögunum með eftirtektarverða úttekt á nokkrum þáttum fíkefnavand- ans. Margt var þar vel gert, en því miður líka farið offari, það skemmdi fyrir öllu hinu. Þann- ig var hugtakið „læknadóp“ viljandi eða óviljandi orðið samheiti á ávísun lækna á til- teknum, viður- kenndum lyfjum til hóps sjúklinga. Og þegar þær trumbur höfðu verið nægj- anlega barðar voru birtar trúnaðar- upplýsingar þar sem slík ávísun var brotin niður á einstaka lækna. Augljóst mátti vera að vel- ferðarráðuneyti og/eða önnur heilbrigðisyfirvöld höfðu lekið þessum upplýsingum. Það sæt- ir mikilli furðu, ekki síst í ljósi þess að upplýsingarnar voru beinlínis notaðar til að skaða æru tiltekinna lækna með því að setja þær í annarlegt sam- hengi. Ríkisútvarpið hefur ekki enn beðist afsökunar á þessari framgöngu og því skal hér spáð að það muni ekki sjá sóma sinn í að gera það. Grét- ar Sigurbergsson læknir skrif- aði í vikunni fróðlega grein um málið, eins og það snýr að hon- um. Eftir lestur þeirrar grein- ar verður flestum vísast ljóst að miklir annmarkar voru á fjölmiðlaherferðinni og með- höndlun málsins, sem svo sannarlega var réttlætanlegt að fjalla um. Rannsóknarblaða- mennska krefst ekki síður hófsemi og að- gátar en önnur um- fjöllun} Umfjöllun fór úr böndum E ftir bankahrun hrópaði æst fólk á Austurvelli og krafðist breyt- inga til hins betra. Til að leggja áherslu á kröfu sína um réttlæti og uppgjör við þá seku felldu menn jólatré og kveiktu í því, rifu upp bekki og dunduðu við að kasta eggjum í Alþing- ishúsið. Þessi hávaði, sem var að stórum hluta skapaður af fylgismönnum vinstri- grænna, skilaði kosningum og upp reis vinstristjórn. Hún ákvað að tími væri kominn til að draga einhverja stjórnmálamenn til ábyrgðar á hruninu og valdi þá leið sem hent- aði henni best: Hún ákvað að fórna sjálfstæð- ismanni, fyrrverandi forsætisráðherra. Sennilega taldi ríkisstjórnin að þessi fórn myndi falla í kramið hjá fjöldanum. En ekki heyrir maður nein húrrahróp vegna þess að Geir Haarde er kominn fyrir landsdóm og engu er líkara en að komið sé hik á þá stjórnmálamenn sem ákváðu að draga hann fyrir dóm. Þeir fá ekki það klapp á bakið sem þeir bjuggust við frá þjóðinni og það gerir þá óör- ugga. Svo virðist sem þeir geri sér ljóst að þeir hafi ekki farið rétta leið. Auðvitað ættu þessir menn að skamm- ast sín, en sennilega kunna þeir það ekki. Í staðinn muldra þeir fyrir framan sjónvarpsmyndavélar að verið sé að framfylgja vilja meirihluta Alþingis. Innleiðing pólitískra réttarhalda í íslenskt þjóðfélag er nýjung sem allir siðaðir menn hljóta að hafna. Hefndarréttarhöldin yfir Geir Haarde eru svo ógeðfelld að menn með sómakennd, hvar í flokki sem þeir standa, geta ekki setið hjá og látið eins og þeim komi málið ekki við. Nú er sannarlega þörf á að segja: Ekki í mínu nafni! Bankahrunið á Íslandi varð ekki vegna þess að forsætisráðherrann væri andvara- laus meðan allir aðrir voru að vinna vinnuna sína af stakri samviskusemi. Hér brást svo að segja flest sem brugðist gat: eftirlitsstofn- anir voru ekki virkar og fjárglæframenn léku lausum hala, sviku og prettuðu. Svo sannarlega var það ekki Geir Haarde sem var að stela bankainnistæðum landsmanna og koma þeim í skattaskjól víða um heim. Sjálfsagt má skamma forsætisráðherrann fyrir að hafa ekki áttað sig á stöðu mála nógu snemma, alveg eins og skamma má aðra áhrifamenn, þar á meðal forsetann, fyr- ir hið sama, svo ekki sé talað um eftirlitsstofnanir. En það er fáránlegt að ætla að draga Geir Haarde fyrir dóm og setja í fangelsi fyrir að hafa ekki verið alvitur og forspár þann tíma sem hann gegndi embætti for- sætisráðherra. Eru pólitísk réttarhöld hið nýja Ísland vinstrimanna? Verða slík réttarhöld tíðkuð eftir hver stjórnarskipti? Verða fyrrverandi ráðherrar dæmdir fyrir vafasamar aðgerðir í efnahagsmálum þann tíma sem þeir sátu á valdastólum? Víst er að vinstristjórnin hefur brugðist í fjölda mála, sem gætu kallað á pólitísk réttarhöld, ef vilji væri fyrir slíku. Ef ráðherrar hennar færu fyrir dóm og yrðu dæmdir væri með sanni hægt að segja að búsáhaldabyltingin hefði étið börnin sín. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Geir Haarde og glæpurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is F jölmörg fjárfestingaverk- efni eru á teikniborðinu, sagði forsætisráðherra í ræðu á fundi Samfylk- ingarinnar nýverið og iðnaðarráðherra endurtók á Alþingi í vikunni. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í tengslum við fimmtu end- urskoðun á efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda er gert ráð fyrir að fjárfesting muni aukast um tæp 17% í ár og 18,5% á næsta ári. Er von að menn spyrji hvort Íslendingum sé að takast að klóra sig upp úr krepp- unni. Jákvæð teikn eru á lofti. Um það eru flestir sammála. En fátt er þó í hendi enn sem komið er. „Við erum mjög ánægð með það í iðnaðarráðu- neytinu að búið er að skrifa undir þrjá nýja fjárfestingarsamninga við fyr- irtæki sem eru að fara af stað í fram- kvæmdir og við erum að vinna að gerð þess fjórða,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á Alþingi í upphafi viku og bætti við að töluverð hreyfing væri komin á fjárfesta og eftirspurn að þyngjast. Töf grefur undan hagvexti Fjárfestingastofa fer ekki varhluta af aukinni eftirspurn. Þórður H. Hilm- arsson, forstöðumaður stofunnar, seg- ir að á síðustu tólf til átján mánuðum hafi áhuginn á Íslandi sannarlega auk- ist, en „það er fátt nýtt að segja annað en að það er viðvarandi áhugi í all- nokkrum greinum. Margt af því eru orkutengdar fjárfestingar, misstórar. En eins og staðan er í dag er það fyrst og fremst í höndum orkufyrirtækj- anna hvernig þeim málum reiðir af“. Í máli iðnaðarráðherra kom einnig fram að samkeppni væri að verða um þá orku sem framleidd er í landinu og að eftirspurnin frá Landsvirkjun væri metin gróflega upp á 1.600 megavött. Auk þess sem góður gangur væri í viðræðum milli orkusala og orkukaup- enda hér í landinu. Þórður segir það lykilþætti í þess- um viðræðum, að menn fái orku á þeim tíma sem þeir þurfa og á þeim kjörum og verði sem ásættanlegt er fyrir erlenda fjárfesta. Skemmst er að minnast þess að HS Orka og Norðurál náðu ekki saman á viðskiptalegum forsendum um að halda áfram með samninga sín í milli en það hefði tryggt að Helguvík hefði farið af stað. Það mál er komið fyrir gerðardóm, og þykir ráðherra það miður. „Þá stað- reynd ræður ríkisstjórnin einfaldlega ekki við þegar menn ákveða að fara fram með þeim hætti að hefja við- skiptasamband á grunni dóms,“ sagði Katrín. Í þessu sambandi má benda á, að í skýrslu AGS kom fram að það helsta sem gæti grafið undan hagvexti að mati sérfræðinga AGS væri ef töf yrði á fjárfestingaverkefnum á næstunni. Tækifæri í efnavöruframleiðslu Spurður út í aukinn áhuga á Íslandi og ástæður þess að fjárfestar líta landið að nýju hýru auga segir Þórður að þróunin hafi leitt það af sér. „Orku- verð hefur verið að hækka erlendis og aukin ásókn er í græna orku. Svo er Ísland á margan hátt samkeppn- ishæft.“ Fjárfestingastofa hefur lagt áherslu á tilteknar atvinnugreinar að undanförnu á borð við kísilhreinsiver, gagnaver og koltrefjaiðnað, sem sé að rétta úr kútnum eftir bakslag við al- þjóðlegu efnahagslægðina. „Síðan er alls kyns efnavöruframleiðsla, þ.e. til- tölulega umhverfisvæn efnavörufram- leiðsla sem nýtir fjölþætta orku- strauma úr jarðvarma. Þar eru mörg tækifæri,“ segir Þórður og áréttar að vonast sé eftir fjárfestingum í fjöl- þættri starfsemi, í litlum og með- alstórum fyrirtækjum einnig. „Þetta snýst um að hafa jafnvægi í þjóð- arbúskapnum um leið og hann er byggður upp.“ Fjárfestar líta Ísland hýru auga á nýjan leik Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjármál Gert er ráð fyrir að fjárfesting muni aukast um tæp 17% í ár. Hlutverk Fjárfestingastofu felst í því að laða erlenda fjárfesta til landsins. Gerðar eru samkeppn- isgreiningar á einstökum grein- um og samkeppnishæfni Ís- lands kynnt erlendis, s.s. á ráðstefnum. Einnig svarar Fjárfestinga- stofa fyrirspurnum frá fyrir- tækjum sem hafa samband og aðstoðar þau sem ákveða að koma hingað til skoðunar. Unnið er með fyrirtækjunum í gegnum allt ferlið. „Við gerum ekki samninga en erum þeirra fram- lengdi armur meðan á þeirri skoðun stendur,“ segir Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingastofu. Laða að og leiðbeina FJÁRFESTINGASTOFA Fjárfest Ísland er kynnt út á við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.