Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Hvað skyldi helst ógna íslensk- um börnum og hvað er til ráða? Í nýlegri skýrslu UNICEF á Íslandi kemur fram að fjöldi ís- lenskra barna sætir kynferðislegu ofbeldi. Undanfarnar vikur hafa fjöl- miðlar vakið athygli á neyð ís- lenskra barna sem ánetjast vímu- efnum, bæði eiturlyfjum og læknadópi. Á sama tíma finnst mannrétt- indaráði Reykjavíkurborgar mik- ilvægast að samþykkja tillögur sem miða að því að binda enda á farsælt samstarf skóla og kirkju í hverfum borgarinnar. Þó hafa ekki verið lögð fram nein gögn um að eitt einasta barn hafi skaðast af því samstarfi. Um er að ræða lítt breyttar tillögur frá síðastliðnu hausti. Þá mættu þær mikilli and- stöðu en eru núna keyrðar í gegn og sendar borgarráði til loka- afgreiðslu. Hvað finnst almenningi? Hvað finnst kjósendum flokkanna sem mynda meirihluta í borgarstjórn? Er ekki kominn tími til að láta í sér heyra? Eða – er öllum sama? Ólafur Jóhannsson Mannréttindi barna tryggð? Höfundur er sóknarprestur. Ýmsar stofnanir, fyrirtæki og háskólar hafa tekið að sér að rannsaka hagi ólíkra þjóðfélagshópa frá hruni. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hverj- ir eigi um sárast að binda í samfélaginu og þurfi á mestri hjálp að halda. Sam- kvæmt Rauða kross- inum standa fimm hópar verst að vígi. Þeir eru atvinnuleitendur, barnafjölskyldur, einstæðir for- eldrar, innflytjendur, öryrkjar með börn og ungt fólk sem skortir tækifæri. Samkvæmt áfangaskýrslu vel- ferðarráðs Reykjavíkurborgar standa einstæðir foreldrar og ein- hleypir verst í samfélaginu og samkvæmt upplýsingum frá Cre- ditinfo standa einstæðir foreldrar verst að vígi. 14% þeirra eru í al- varlegum vanskilum við lánastofn- anir og það sem meira er: fjórð- ungur einstæðra foreldra er í vanskilum með húsnæðislán sam- kvæmt skoðanakönnun. En ekki er öll sagan sögð. Einn þjóðfélagshópur hefur verið frem- ur afskiptur í umræðunni um fá- tækt og kröpp kjör á Íslandi: Ein- stæðir meðlagsgreiðendur, þ.e. einhleypt fólk, oftar en ekki karl- menn, sem eru ekki skilgreindir einstæðir foreldrar en borga með börnum sínum meðlög og gott betur. Árið 2005 var helmingur þessa hóps í vanskilum, þar af var þriðjungur alls hópsins í alvarlegum vanskilum. Það er til efs að hagir þess hóps hafi eitthvað skánað síðan. Nýlega birtist rann- sókn á vegum fé- lagsvísindadeildar Há- skóla Íslands um stöðu öryrkja á Íslandi. Meginnið- urstaða rannsóknarinnar var sú að einstæðir foreldrar með örorku stæðu verst að vígi. Ég setti mig í samband við þann prófessor sem hélt utan um rannsóknina og spurði hann hvort hagir einstæðra meðlagsgreiðenda með örorku hefðu verið rannsakaðir. Kom í ljós að sá hópur var ekki rannsak- aður sérstaklega né var hann álit- inn gildur samanburðarhópur. Við þetta brá mér og setti mig í sam- band við velferðarráð Reykjavík- urborgar og spurðist fyrir um rannsóknir og upplýsingar um hagi einstæðra meðlagsgreiðenda. Kom upp úr dúrnum að engar rann- sóknir liggi fyrir um þennan þjóð- félagshóp og nærri engar tölulegar upplýsingar sem markverðar eru. Samkvæmt skilgreiningu eru ein- stæðir meðlagsgreiðendur flokk- aðir sem barnlausir einstæðingar. Það er vítavert hvað þessi hópur þjóðfélagsins hefur verið afskiptur. Á honum hvíla skýrar meðlags- og framfærsluskyldur en á móti nýtur hann engra sérkjara sem foreldri yfirhöfuð. Það er sök sér að hið opinbera dragi lappirnar í rann- sóknum og haldi ekki til haga tölu- legum upplýsingum um þennan hóp. Ekki minnist þó Creditinfo, Rauði krossinn né velferðarráð Reykjavíkurborgar einu orði á ein- stæða meðlagsgreiðendur í sínum úttektum og það er verðugt áhyggjuefni. Hins vegar er það ófyrirgefanlegt að fræðasamfélagið skuli í rannsóknum sínum snið- ganga þennan þjóðfélagshóp og taka þar með úr öllu stóru sam- hengi fátæktar á Íslandi. Í raun má segja að ofangreindar rannsóknir á ólíkum þjóðfélags- hópum séu ógildar, ef ekki beinlín- is falsaðar, því að þær taka ekki tillit til allra þjóðfélagshópa. Hlýt- ur það að teljast mikill áfell- isdómur yfir vinnubrögðum fræða- samfélagsins. Eftir Gunnar Kristin Þórðarson »Hagir einstæðra meðlagsgreiðenda eru að engu hafðir í rannsóknum á ólíkum þjóðfélagshópum frá hruni. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er guðfræðimenntaður stuðningsfulltrúi. Einstæðir meðlags- greiðendur sniðgengnir Í Fréttablaðinu 27. maí sl. kemur fram það mat Jóns Steinssonar, dósents við Col- umbíuháskóla í Banda- ríkjunum, að framlegð í fiskvinnslunni hér á landi sé meiri en eðli- legt geti talist. Í fram- haldinu setur hann fram þá tilgátu að út- gerðin hafi farið á svig við gerða kjarasamn- inga með því að selja fisk til tengdra aðila á undirverði. Þrátt fyrir að fyrir liggi að ein- hverjar útgerðir hafi verið að landa afla framhjá vigt getur tæpast verið um svo mikið magn að ræða að það eitt og sér sé forsenda nefndrar auk- innar framlegðar hjá fiskvinnslunni. Eins og sennilega flestir vita þá er hér á landi í gangi tvöfalt verðmynd- unarkerfi á fiski upp úr sjó. Annars vegar á tilboðsmarkaði og hinsvegar ákveðið umsamið verðmyndunar- kerfi á milli sjómanna og útgerð- arinnar þegar um er að ræða sölu á afla á milli skyldra aðila (bein sala). Í framhaldi af áralöngum deilum um hvernig eigi að verðleggja afla þegar um er að ræða sölu hans, jafn- vel til eigin útgerðar, var í kjara- samningi Vélstjórafélags Íslands við LÍÚ í maí 2001 gengið frá sam- komulagi þar um, samkomulagi sem kvað á um að þegar afli er seldur til skyldrar útgerðar skal verðið taka mið af verði á sambærilegum afla verðlögðum á tilboðsmarkaði. Hér var um að ræða fyrstu tilraun til þess að tengja verðið í beinu sölunni því verði sem verður til á frjálsum, opnum fiskmarkaði. Tenging við fiskmarkaði Okkar hugsun, sem að þessum samningi stóðum í maí 2001, var sú að með honum væri verið að leggja grunn að brúklegu framtíðar-verð- myndunarkerfi sem byði upp á að hægt yrði smátt og smátt að þoka verðinu í beinu sölunni nær markaðsverðinu í komandi samningum. Því miður virðist sú ekki hafa orðið raunin ef marka má ummæli Sævars Gunnarssonar formanns SSÍ af sama tilefni í sama blaði, en þar segir orð- rétt: „Verðlagsstofa skiptaverðs á að koma í veg fyrir að þetta gerist og það tókst svo sem fyrstu árin. Und- anfarin ár hefur hún hins vegar reynst kolómöguleg og raunar efast ég um að sjómenn mundu finna fyrir því ef Verðlagsstofan væri einfald- lega lögð niður“ Af þessum ummælum formanns SSÍ verður ekki annað ráðið en að ekkert hafi þokast í þá átt sem stefnt var að, þ.e. að verðið í beinu sölunni mundi nálgast markaðs- verðið smátt og smátt. Það mun eðli- lega ekki gerast nema samn- ingsákvæðunum þar um verði breytt í þá átt að markaðurinn ráði meira um verðið í beinu sölunni en nú er. Á heimasíðu Verðlagsstofu skipta- verðs – Verdlagsstofa.is – er að finna allar upplýsingar um fiskverð, m.a. eftir tegundum og veið- arfærum, nokkur ár aftur í tímann. Markaðverðið er rúmlega 42% hærra Ef við skoðum þorskinn á tíma- bilinu okt. 2010 – mars 2011 kemur í ljós að á þessu tímabili var landað tæpum 72 þús. tonnum af þorski, þar af voru rúm 50 þús. tonn slægð eða um 70% en rúmlega 21 þús. tonn óslægð eða um 30%. Af slægða þorskinum voru aðeins um 4,7 þús. tonn verðlögð á fiskmarkaði eða um 9,4% en hinn hlutinn, um 45,5 þús. tonn, 90,6%, fóru í beina sölu. Verð- ið í beinu sölunni var að meðaltali yfir nefnt tímabil 252,07 kr/kg en á þeim hluta sem verðlagður var á markaði 359,05 kr/kg eða 42,44% hærra. Í þeim hluta þorskaflans, þ.e. 30% hans sem landað var slægð- um yfir nefnt tímabil, var markaðs- verðið 21,33% hærra en í beinu söl- unni. Af þessum tölum verður tæpast annað ráðið en að þeir sem eru að kaupa fisk á mörkuðum hér á landi til vinnslu og síðan sölu á erlendum mörkuðum í samkeppni við þá sem fá hráefnið niðurgreitt af sjómönn- um hljóti að standa nokkuð höllum fæti í þeirri samkeppni. Ef þeirra fyrirtæki ganga þokkalega hljóta hin sem búa við allt að 30% lægra fiskverð að skila ríflegri framlegð; ef til vill má láta að því liggja að hún sé óeðlileg. Í sama blaði voru ummæli Jóns Steinssonar borin undir Friðrik J. Arngrímsson (FJA), fram- kvæmdastjóra LÍÚ, sem afgreiddi þau á hefðbundinn hátt eða þann að viðkomandi stundaði ekki fagleg vinnubrögð. Þannig afgreiðir FJA yfirleitt þá sem voga sér að hafa aðra sýn á málefni tengd sjávar- útvegi en samtökin sem hann er í forsvari fyrir. Sagt á einfaldan hátt: Ég einn veit, ég einn kann. Ríkuleg framlegð í boði sjómanna Eftir Helga Laxdal »Er ekki líklegt að vinnsla sem fær fiskinn á allt að 30% lægra verði en keppi- nauturinn skili full- ríkulegri framlegð? Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. Ég er einn þeirra sem í daglegu tali eru nefndir fullorðnir með ADHD. Saga mín er keimlík flestra ann- arra sem hafa fengið þessa greiningu, s.s. erfiðleikar við nám vegna einbeiting- arskorts og óeirðar en á mínum grunn- skólaárum var lítið sem ekkert vitað um ADHD (at- hyglisbrestur og ofvirkni) né reynt að komast að því hvað væri að. Hlutunum var gefið annað nafn. Orð eins og „erfiður“, „latur“, „heimskur“ klingja enn í eyrum mér frá þessum tíma og það þarf vart að taka það fram hvaða áhrif það hefur á sjálfsmynd ungs manns á leiðinni út í lífið. Ég kláraði grunnskóla með herkjum og fór í framhaldsskóla. Verklegar greinar voru mitt líf og yndi því þar þurfti ekki jafnstífa einbeitingu og í bóknáminu. En þegar kom að þeim tímapunkti að ég þurfti að ljúka bóklegu grein- unum þá byrjuðu erfiðleikarnir vegna einbeitingarskorts og ég flæmdist úr námi. Var enda sann- færður um að ég gæti ekki lært, hafði fengið það rækilega staðfest á grunnskólaárunum. Það var ekki fyrr en eftir tvítugt sem mér var bent á að leita til læknis til að athuga hvort eitthvað væri hreinlega að annað en heimska eða leti. Ég fór í greiningu sem tók sinn tíma, ýmis próf, viðtöl og ann- að sem slíku fylgir. Þegar ég fékk niðurstöður allra þessara prófa var sem þungu fargi væri af mér létt, þessum fylgifiski mínum – þessum skratta – hafði verið gefið nafn, „ADHD“. Það var ekki fyrr en ég var kominn með greiningu og viðeigandi meðferð í formi „metýlfenídat“ eða rítalíns að ég reyndi fyrir mér í skóla aftur. Árangurinn lét ekki á sér standa. Einbeitingin sem mig skorti áður svo sárlega var komin og áfangar sem mig hafði aldrei dreymt um að standast náðust með ágætis ein- kunnum. Áhrif meðferðarinnar voru ótvíræð. Kvíðinn og depurðin sem hafði fylgt mér frá barnæsku lét smám saman undan og mér jókst sjálfstraust og trú á eigin getu. Í dag er ég nemandi við einn af háskólum landsins. Ég nota ekki lengur rítalín heldur skylt lyf sem kallast concerta, en án þess get ég ekki verið ef ég á að geta höndlað námið. Fyrir 13 árum, þegar ég flosnaði upp úr námi, hefði mig aldrei dreymt um að fara aftur í skóla, hvað þá í háskóla. Það var einfaldlega ekki mögu- leiki fyrir mig án hjálp- ar lækna og annars fagfólks sem greindu vandann og beittu við- eigandi meðferð í formi lyfja. Ástæða þessarar greinar er sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarið í fjölmiðlum og á vefsíðum sem er líkari nornaveið- um en upplýstri umræðu. Þó tók steininn úr þegar ég las pistil Gunn- ars Smára Egilssonar sem bar yf- irskriftina „Rítalín-hneykslið“ sem birtist meðal annars á vefsíðu sam- takanna SÁÁ sem hann er í forsvari fyrir. Mér leikur forvitni á að vita hvaða hvatir liggja að baki þessum greinaskrifum hans því ekki get ég lesið annað úr þeim en að ég sem og allir aðrir sem hafa verið greind- ir með ADHD séum ímyndunarveik og að sá árangur sem ég hef upp- lifað með aðstoð fagfólks og réttra lyfja sé því tóm ímyndun. Fordómar í garð fólks sem nota þarf rítalín eða önnur skyld efni hafa verið miklir og umfjöllun oft óvægin og ósanngjörn í þjóðfélags- umræðunni í langan tíma. Mér blöskrar þessi óvandaða og óvægna umfjöllun Gunnars Smára Egils- sonar um málefni sem hann hefur engan skilning eða þekkingu á og hefur augljóslega ekki einu sinni reynt að kynna sér til hlítar. Ég skora því á hann að benda á rannsóknir og ritrýndar greinar máli sínu til stuðnings og jafnframt að biðja opinberlega afsökunar alla þá einstaklinga sem hafa verið greindir með ADHD og einnig þá lækna sem meðhöndla þá. Skrif hans eru honum til háborinnar skammar. Fullorðinn með ADHD – að gefnu tilefni Eftir Brynjar Sigurðsson Brynjar Sigurðsson » Fordómar í garð fólks sem nota þarf rítalín eða önnur skyld efni hafa verið miklir og umfjöllun oft óvægin og ósann- gjörn í þjóðfélags- umræðunni í langan tíma. Höfundur er háskólanemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.