Morgunblaðið - 09.06.2011, Side 21

Morgunblaðið - 09.06.2011, Side 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Þessa dagana fer fram mikil umræða um sjávarútvegsmál á Alþingi. Einkum er tekist á um hvort við- halda eigi algjörlega óbreyttu kvótakerfi í sjávarútvegi með til- heyrandi mismunun og mannréttinda- brotum eða þá að breyta því lítillega og festa í sessi næstu áratugina. Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokkur mega ekki auk nokkurra þing- manna Samfylkingarinnar heyra á það minnst að gerðar verði neinar breytingar á kerfi sem mikil ósátt ríkir um. VG og Samfylkingin boða smávægilegar breytingar á kvóta- kerfinu sem fela fyrst og fremst í sér aukna skattheimtu og að smám saman muni á næstu 15 árum jafn- ræði ríkja til nýtingar á 15% af sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Þeir sem hafa fengið umrædd forréttindi að sameig- inlegri auðlind landsmanna fá síðan sérstakan „rétt“ á framlengingu á samningum í 8 ár til viðbótar við umrædd 15 ár. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er langt frá því að tryggja jafnræði og ganga í átt að þeim fyrirheitum sem flokkarnir gáfu kjósendum í aðdraganda síðustu kosninga. Rót- tækt frumvarp Hreyfingarinnar endurspeglar hins vegar málflutn- ing stjórnarliða fyrir síðustu kosn- ingar og óumdeilt er að fjárhags- legur aðskilnaður veiða og vinnslu mun bæta mjög hag sjómanna og tryggja jafnræði í fiskvinnslu. Engin umræða er á þinginu um sjálfar forsendur kvótakerfisins og árangur þess við að ná fram upp- runalegum mark- miðum. Heildar- botnfiskafli er helmingurinn af því sem hann var fyrir tveimur áratugum og þorskaflinn er innan við þriðjungur af því sem upprunaleg mark- mið kerfisins áttu að skila á land. Það blasir við hverjum heilvita manni að það er alger fásinna að festa kerfi í sessi sem skilar stöðugt færri sporðum á land og sérstaklega þeg- ar það er tekið með í reikninginn að kerfið krefst gríðarlegs eftirlits- kostnaðar. Í stað gagnrýninnar umræðu er hún lituð af innihaldslausum frös- um um t.d. gríðarlegar tækni- framfarir. Staðreyndin er sú að togaraflotinn er orðinn eldgamall og jafnvel eldri en kerfið sjálft og það eru jafn margir sjómenn á skipunum og áður. Það eina sem hefur breyst er að skipum hefur fækkað vegna þess að veiðiheim- ildir hafa verið dregnar saman jafnt og þétt. Það felast gríðarleg tækifæri í að skoða kerfið frá grunni og auka frelsið í greininni þar sem fyrsta vers væri að auka verulega veiði- heimildir, taka fisktegundir út úr kvóta og gefa handfæraveiðar al- frjálsar. Umræða á villigötum Eftir Sigurjón Þórðarson Sigurjón Þórðarson » Það felast gríðarleg tækifæri í að skoða kerfið frá grunni og auka frelsið í greininni. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Hvað er að gerast í öldrunarmálum á Ís- landi í dag, er það þetta sem við viljum? Ég er að vinna fyrir aldraða og það er gott að vinna þá vinnu, sem er að breytast til hins verra finnst mér. En hvernig er hægt að laga það? Það má ekki fækka fólki sem er að vinna þessa vinnu, við erum líka að sinna félagslegum þörfum einstaklingsins sem verið er að skerða með því að fækka fólki á vöktum eins og búið er að gera á vinnustað mínum. Hver er stefnan hjá okkur, að veita sem minnsta þjónustu? Ekki trúi ég því. Við sem erum að sinna þessu starfi í dag eigum eftir að eldast og við viljum ekki fá þessa þjónustu sem er í boði í dag, það þarf að bæta hana. Ég hef verið að hugsa hvort ein- staklingur sem er aldr- aður eigi ekki að fá sömu þjónustu og fatl- aður, oft er sú skerð- ing sem aldraður er með ekki ósvipuð þeim fatlaða. Mér finnst að við séum að fara undir lágmarks viðmið- unarmörk gagnvart þeim aldraða. Einnig kemur upp í huga minn að margir eru búnir að vinna lengi með öldr- uðum og líkar vinnan vel, en gefast upp á að vinna þessa þungu, en skemmtilegu vinnu, út af álagi, því þá gefur líkaminn sig og þá kemur að því að við endum á að fara í veikindafrí sem er hjá mörgum í meira en ár. Kostar það ekki meira en að hafa vel mannað? Mín spurning er sú; hvað er langt síðan viðmiðunarmörkin inn á hjúkrunarheimili voru gerð, er þetta það gamalt að nýja vist- unarmatið samsvari sér ekki? Eru deildirnar mannaðar þannig að einstaklingurinn sé fær um að hugsa um sig sjálfan, eða algjörlega ófær um að hugsa um sig sjálfan? Flestallir sem koma inn eru það illa á sig komnir að þeir þurfa mikla aðstoð. Hvað getum við gert, bæði við sem erum að vinna fyrir aldraða og þeir sem stjórna þessu landi, er það þetta sem við viljum? Það væri gott að heyra sjónarmið fleiri sem vinna við þjónustu aldr- aðra og aðstandendur þeirra, það verður að laga þetta og gera líf aldraðra betra og starf þeirra sem vinna fyrir þau viðunandi. Eftir Guðrúnu Magnúsdóttur Guðrún Magnúsdóttir »Mér finnst að við séum að fara undir lágmarks viðmiðunar- mörk gagnvart þeim aldraða. Höfundur er félagsliði og starfsmaður á öldrunarstofnun. Um öldrunarmál Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500 www.flis.is • netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Aðalfundur BR Boðað er til aðalfundar Brids- félags Reykjavíkur hinn 15. júní 2011. Fundurinn verður haldinn í Síðumúla 37 kl. 18:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Aðalfundarstörf skv. 5. gr. laga Bridsfélags Reykjavíkur. Eftirfarandi tillögur um laga- breytingar hafa komið fram og verða afgreiddar á fundinum. Tillaga um fækkun stjórnar- manna úr fimm í þrjá. Tillaga um að breyta boðun að- alfundar. Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðjudaginn 7. júní var spilað á 15 borðum hjá FEBH (Félag eldri borgara í Hafnarfirði), með eftir- farandi úrslitum í NS: Sigurður Emilss. – Sigurður Njálsson 374 Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 364 Oliver Kristófersson – Magnús Oddsson 359 Örn Einarsson – Óskar Ólafsson 356 Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 319 AV. Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 573 Ragnar Björnss. – Oddur Halldórsson 558 Kristj. Þorlákss. – Steinmóður Einarss. 548 Sturlaugur Eyjólfss. – Birna Lárusd. 346 Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 317 Oft gerist það að við upplifum okkur um- komulaus í þessum heimi og jafnvel hrein- lega yfirgefin. Í slíku ástandi eða þegar þannig tilfinningar sækja á er gott að hafa orð frelsara heimsins, Jesú Krists, í huga þar sem hann segir: Hjarta yðar skelfist ekki. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraust því ég hef sigrað heiminn. Og ég mun vera með ykkur alla daga allt til enda veraldar. Andi Guðs Hann lofaði að skilja okkur ekki eftir munaðarlaus. Heldur senda okkur heilagan anda sinn til að leiða okkur og styðja, minna okkur á rétt- læti og sannleika. Hjálpa okkur að komast af og hvetja okkur til góðra verka. Það er andi sem vill okkur allt hið besta, andi fyrirgefning- arinnar sem uppörvar okkur og styður. Andi sem líknar og læknar, andi sem gefur líf og megnar að við- halda því um eilífð. Þetta er sami andinn og velti steininum frá gröf- inni forðum. Andinn sem reisti Jesú upp frá dauðum. Andi friðar Og Jesús Kristur sagðist gefa okkur frið í hjarta, sinn frið sem enginn og ekkert myndi ná að hafa af okkur. Sá friður er ekki eins og sá endalausi ófriður sem heimurinn býður upp á. Öðru nær. Þetta er friður sem er æðri öllum skilningi. Dýpri, víðari og hærri. Verum því ekki áhyggjufull um líf okk- ar því að enginn getur með áhyggjum aukið spönn við aldur sinn. Og höfum hugfast að enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auð- ugur sé. Andi lífsins Leyfum algóðum Guði að anda á okkur ferskum blæ anda síns svo við fáum notið og hreinlega komist af. Elskum hvert annað, eins og okkur ber að gera, svo ljómi kær- leikans fái stafað geislum sínum yfir líf okkar allt og þeirra sem á vegi okkar verða. Gleðjumst og fögnum yfir lífinu og gerum óskir okkar og bænir kunnar Guði. Lifum honum í þakkargjörð svo að hvert okkar fótmál, andardráttur og æðarslag verði sem samfelld lof- gjörð til lífsins og þess góða Guðs sem lífið gefur og einn megnar að viðhalda því um eilífð. Því er sannarlega ástæða til þess að gleðjast og fagna. Gleðilega hvítasunnu! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Leyfum algóðum Guði að anda á okkur ferskum blæ anda síns svo við fáum notið og hreinlega komist af. Höfundur er rithöfundur. Verðum ekki skilin eftir munaðarlaus Í kjaraviðræðunum fór ekki framhjá nein- um að SA stóðu vörð um útgerðina. Ekki yrði skrifað undir kjarasamninga nema fyrst væri samþykkt óbreytt kvótakerfi. Svo kom hótun um að ekki væri hægt að semja yrði Icesave fellt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni. Þetta síðasta held ég að hafi gert útslagið með að Icesave var fellt. Þjóðin var einfaldlega búin að fá upp fyrir haus af þessum samtökum og ASÍ. Nú er búið að semja til þriggja ára og um 50.000 eingreiðslu 1. júní. Vinnufriður í þrjú ár er ómetanlegur fyrir þá sem reka fyrirtæki í því erfiða ástandi sem nú er. Launþegar eru líka vissu- lega verðir eingreiðslunnar fyrsta júní. Þann sama dag er greidd 27.000 kr. orlofsuppbót. Til sam- ans gerir þetta með lauantengdum gjöldum um 100 þús. kr. á laun- þega. Þannig greiðir 20 manna fyrirtæki 1. júní tveimur millj- ónum meira í laun en við venjuleg mánaðamót. Ekki léttir þessi við- bót innheimtuna, þegar flestir eru að safna fyrir virðisaukaskatt- inum, sem eins gott er að greiða skilvíslega 5. júní. Það er nefni- lega 1% sekt fyrir hvern dag fram yfir gjalddaga. Illskiljanlegt er að SA hafi sam- ið um eingreiðsluna 1. júní og ekki 1. júlí, sem hefði létt mörgum róð- urinn. Illskiljanlegt með tilliti til þess að hjá SI starfa margir sem til skamms tíma hafa rekið fyrirtæki og ættu að skilja ástandið, en virðast gjörsamlega úr takti við raunveruleikann að reka fyrirtæki. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér samtök hverra SI og SA séu. Ekki minnist ég þess að neitt hafi heyrst frá samtökunum, þegar AGS hækkaði stýrivexti úr 12 í 18% strax eftir hrun eða að sam- tökin hafi spornað á móti þeim ok- urvöxtum sem iðnaðurinn hefur búið við frá hruni. Hvað skyldi vaxtaokrið hafa sett mörg fyr- irtæki á hausinn á sama tíma og helst hefði þurft að koma hjólum atvinnulífsins á snúning? Svo eru það ólöglegu gengisl- ánin sem bankarnir draga fram í rauðan dauðann að leiðrétta. Boð- ið hefur verið upp á svokallaða Beina braut (BB), sem byggist á því að breyta gengislánum í ís- lenskar krónur gegn einhverri ívilnun. Ekki er hægt að sjá hvort komi sér betur BB eða gengisleið- rétting fyrr en eftir enn einn dómsúrskurðinn í haust. BB rann út 1. júní. Á meðan græða bank- arnir og erlendu kröfuhafarnir á vaxtamun, því mörg fyrirtæki verða að brúa bilið á yfirdráttar- vöxtum. Væri ekki verðugt verk- efni fyrir SI að þrýsta á að frá þessu verði gengið í stað þess að eyða allri orkunni í ESB og kvót- ann, sem er verkefni stjórnmál- anna. Ég hef áður velt því upp, hvort ekki sé kominn tími til að iðnaður og verslun stofni samtök til að berjast fyrir hagsmunum sínum. Líkt og Félag íslenskra iðnrekenda hér áður fyrr barðist t.d. fyrir tollaleiðréttingum á hráefni til iðnaðarins. Félagið gæti gæti líka flett ofan af því hvernig staðið hefur verið að nið- urfellingu skulda og „sölu“ fyr- irtækja. Það er óneitanlega pirr- andi fyrir ýmsa sem staðið hafa í skilum að vita til þess að sam- keppnisaðilar hafa fengið mörg hundruð milljónir felldar niður. Lífeyrissjóðsskuldum jafnvel breytt í hlutafé fyrir utan svo þau fyrirtæki, sem lífeyrissjóð- irnir hafa tekið yfir og reka í samkeppni við einkafyrirtæki. Er ekki komið meir en nóg? Eftir Sigurð Oddsson »… hjá SI starfa margir sem hafa rekið fyrirtæki og ættu að skilja ástandið, en virðast gjörsamlega úr takti við raunveruleik- ann að reka fyrirtæki. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur og iðnrekandi SI og SA - Samtök hverra?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.