Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 ✝ Guðrún Val-gerður Gísladóttir fæddist 2. desember 1923 á Bjarnastöðum í Blönduhlíð, Skaga- firði. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 30. maí 2011. Eftirlifandi eig- inmaður hennar er Jón Konráð Björns- son, fv. kaupmaður, f. 3.12. 1918. Börn þeirra eru 1) Baldur, verk- efnastjóri, f. 13.7. 1947, eiginkona Baldurs er Ragnheiður Brynjólfs- dóttir, f. 26.3. 1949, börn: Brynj- ólfur Jón, Hjördís Rögn, Helga Bestla og Birna Rún. 2) Gísli Rún- ar, skáld og leikari, f. 20.3. 1953, börn: Björgvin Franz og Róbert Óliver. 3) Björn, framkvæmda- stjóri, f. 29.1. 1959, eiginkona Björns er Guðný Gunnarsdóttir f. 13.5. 1959, börn: Jón Gunnar og Helgi Rúnar. Barnabörnin eru orðin sex. Guðrún ólst upp í Hjalta- staðahvammi, sem var vinalegur torfbær í fyrrnefndri sveit, hjá foreldrum sínum, Gísla Gíslasyni og Helgu Guðmundsdóttur, ásamt með Ingunni systur sinni. Í Reykjavík bjó hún ásamt eiginmanni sínum í Skipa- sundi, Snorra- braut og síðar byggðu þau í Sel- vogsgrunni. Hún var í vist hjá góð- borgurum hér í borg og starfaði á Hvítabandinu (sjúkrahús), Hrafnistu og víð- ar. Í nokkur ár saumaði hún fjöl- breyttan barnafatnað á heimili sínu og átti í viðskiptum við kaup- menn sem ráku verslanirnar Grund og Faco við Laugaveginn. Um árabil tók hún þátt í rekstri Raftækjastöðvarinnar og Ljósa- bæjar ásamt eiginmanni og mági. Í fjölda ára starfaði Guðrún fyrir Kristniboðssambandið og KFUM og KFUK. Á miðjum aldri fór hún að fást við myndlist og víst er að myndir eftir hana prýða mörg ís- lensk heimili. Ljóð eftir Guðrúnu hafa birst í blöðum og tímaritum og söngtextar eftir hana verið sungnir á hljómplötum. Útför Guðrúnar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag, fimmtudaginn 9. júní 2011, kl. 15. Elsku móðir mín. Nú þegar þú hefur kvatt okkur hrannast upp góðar minningar um þig. Ég sakna þín mikið en gleðst um leið yfir ótal mörgum gleði- og ánægjustundum sem við áttum saman. Þegar ég lít til baka birt- ast ævibrot frá barnæsku minni og fram til síðustu daga með þér og um leið blasir við hvað líf okk- ar hér á jörðu er stutt. Hér verður ekki skráð ævisaga þín þó að merk sé en vert er að minnast þess að þremur drengj- um komst þú á legg. Því áorkuðuð þið, ástkærir foreldrar okkar, við erfiðar aðstæður og lítil efni í alvörukreppu sem ríkti á þeim ár- um. Snemma á síðustu öld lá leið þín til borgarinnar frá Blönduhlíð í Skagafirði og líf þitt var óskrifuð bók. Þú áttir þín uppvaxtarár ásamt systur þinni Ingunni í torf- kofanum í Hjaltastaðahvammi ásamt ömmu minni Helgu og Gísla afa. Í borginni tók lífið við með gleði og sorg sem þú tókst á við með bros á vör. Störfin voru fjölbreytt; sauma- skapur, umönnun aldraðra, hjúkrun, fiskvinnsla og lengi vel rekstur ykkar eigin fyritækis. Fyrir mig sem ungan dreng var minnisstætt að sofna við stöðug- an söng í saumavélinni. Hjá þér blundaði listgáfa sem naut sín í ljóðlist og myndlist. Margir hafa notið afraksturs þess og við lestur ljóða þinna vakna bros og falla tár. Aldrei féll þér verk úr hendi og allt til síðustu missera stóðst þú meðal fólks á fjölförnum stöðum og seldir mál- verkin þín og ljóðabækur. Það var aðdáunarvert af konu sem var komin á þinn aldur. Okkur báðum var ávallt minn- isstæð ferð okkar á síðustu öld, þegar við tvö lögðum Kaup- mannahöfn og nágrenni að fótum okkar og fórum út á lífið. Þar kom vel fram hversu vel þú naust þess sem augnablikið gaf og þú baðst ekki um mikið. Góðærið birtist þér aldrei enda hefur þú ekki lifað í vellystingum og helst gefið öðrum afrakstur þess sem þú vannst sjálf fyrir í sveita þíns andlits. Engu að síður bjóstu okkur fallegt heimili þar sem umgörð og innanstokksmun- ir báru smekkvísi þinni fagurt vitni. Þú lifðir alltaf í samfélagi við guð og minntir okkur á tilvist hans, án þess að predika yfir okk- ur. Hjartagæska þín og góðsemi er öllum minnisstæð. Marga góða siði og háttalag hef ég lært af þér og enn er í heiðri haft að nýta það sem fellur til, hvort sem það eru munir eða matvæli. Elsku mamma, hér staðnæm- ist ég og við felum þig guði til varðveislu um alla eilífð. Baldur Jónsson. Mamma. Alúðleg varstu. Viðmótið blítt. Lundin listræn. Máttug og hvatvís. Hugurinn frjór. Höndin skapandi. Olían dró sig á strigann árdegis. Ljóð ortu sig sjálf í hádeginu. Bundin, laus- bundin, fyndin, dramatísk. Skraddarasaumur í formið- daginn til heimabrúks, síðdegis til viðurværis. Leikhneigð til af- þreyingar. Menn og málefni urðu að eftirhermum. Fréttir að rím- aðri skopstælingu. Kímnigáfan leiftrandi, tilsvörin snaggaraleg. Áhugamálin óþrjótandi, verk- efnalistarnir óendanlegir, eljan óbilandi. Trúmennska og dyggð. Haukur í horni. Raungóð og líkn- söm. Í þungamiðju: Að koma drengjunum á legg. Elskuleg og ástrík. Elskuð og dáð. Þín verður minnst. Gísli Rúnar. Elsku mamma, það er skrítin tilfinning að vera að kveðja þig í síðasta sinn. Það verður erfitt að venjast því að geta ekki komið til ykkar pabba og tekið utan um þig, kysst og fengið svo fingur- kossinn góða sem þú gjarnan sendir og þitt hlýja bros. Kaffið, kleinurnar og jólabrauðið sem var ómissandi um hver jól. Það verður erfitt að venjast því að fara að veiða og geta ekki komið með silung til þín sem þér þótti svo góður. „Ertu að fara í Brúar- ána,“ spurðir þú gjarnan ef þú hafðir á tilfinningunni að ég væri að fara til veiða og bættir við: „Ég fæ kannski eina litla bleikju ef vel gengur.“ Svo kom ég við hjá ykk- ur pabba á Selvogsgrunni með fisk í soðið og sagði ykkur veiði- sögur við eldhúsborðið. Það voru ógleymanleg augnablik. Við áttum líka okkar ljúfu sam- verustundir við veiðar og minnist ég þess sem lítill drengur þegar þú leiddir mig um Hólmsána þar sem við áttum sumarbústað. Það- an á ég ljúfar minningar um ykk- ur pabba. Þú varst ótrúlega dug- leg, kraftmikil og skapandi. Þess bera vitni allar myndirnar sem þú málaðir og ljóðabækurnar sem þú gafst út. Dugnaðurinn í þér að fara ein með allar myndirnar inn í Mjódd eða Fjörð til að selja. Þú varst svo hreykin þegar þú komst heim og hringdir í mig og spurðir: „Hvað heldur þú að ég hafi selt mikið í dag?“ Og ekki slepptirðu úr degi ef sundlaugarnar í Laug- ardal voru opnar. Þangað gekkst þú í hvaða veðri sem var. Ferðirnar sem þú, ég og pabbi fórum í Skagafjörðinn og Húna- vatnssýsluna voru ómetanlegar. Þú varst alltaf svo spennt og full tilhlökkunar þegar við ætluðum norður á þínar æskuslóðir. Við tókum með okkur nesti og stopp- uðum alltaf í Ólafslundi í Vatns- dal og drukkum kaffi og þá gat líka pabbi aðeins sagt okkur það helsta um sveitina. Svo þegar í Skagafjörðinn var komið heim- sóttum við þá bæi sem þér þótti vænt um; Hjaltastaðahvamm, Hjaltastaði, Minni-Akra o.fl., og svo gistum við á Bakkaflöt. Þú hafðir orð á því hvað þetta væri góður staður að gista á. Það var eins og þú yngdist upp um mörg ár við að komast norður. Við skruppum líka í Jólahúsið sem ykkur pabba fannst mikið ævin- týr. Þær voru líka ófáar vísurnar sem þú gafst mér í afmælis- og jólagjafir. Alltaf kom ein vísa á hverju korti og í öllum tilvikum voru þær um vor, veiði og blóm í haga. Nú þegar ég skrifa þessar línur til þín sé ég þig ljóslifandi fyrir mér sitjandi við lyftudyrnar á Hrafnistu í Hafnarfirði, bros- andi og svo ánægð að sjá mig og svo fingurkossinn sem þú sendir mér þegar ég stóð í lyftunni og kvaddi þig eftir heimsókn og kannski einn kaffibolla. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið mér. Ég mun varðveita og geyma minningu þína. Þinn Björn. Þín hlýju bros er veröld vekja af svefni og veita gleði, yl og nýjan þrótt. Og þegar skáldin finna yrkisefni, það orðið getur mörgum vökunótt. Þín hlýju bros þau vekja von í hjarta og verma lítið blóm, sem áður kól. Þau veita inn í vitund geisla bjarta vissu um – það koma aftur jól. Þín hlýju bros oft hafa þerrað tárin, og huggað barn er missti gullin sín. Þau gleymast ei þó áfram líði árin og ellin rati veginn – heim til þín. Þín hlýju bros er það sem Guð oss gefur, gjöfin er í hendi sérhvers manns. Hið sterka afl er sigrað heiminn hefur þín hlýju bros á vegi kærleikans. (Guðrún V. Gísladóttir) Við kveðjum þig með miklum söknuði. Hvíl í friði. Guðný. Guðrún mín þú gladdir hjörtu, góð við alla og brosin björtu birtu upp þína slóð. Listakonan leikna varstu, listilega pensil barstu og ljúf voru þín ljóð. Með þessum orðum kveð ég Guðrúnu Gísladóttur og þakka henni fyrir ánægjulega samfylgd á lífsins leið. Ég mun ávallt minn- ast hennar með virðingu og hlýju og er þakklát fyrir að hafa kynnst svo mikilhæfri og hjartahlýrri konu. Fjölskyldu hennar allri sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur vegna fráfalls hennar. Íris Dungal. Elsku amma mín. Við áttum svo sérstakt samband þú og ég. Frá því að ég fæddist hefur þú verið stór partur af lífi mínu og mínar fyrstu minningar eru tengdar þér og afa. Þú passaðir mig ófáum stundum þegar ég var lítill drengur og kenndir mér svo ótrúlega margt. Þú kenndir mér faðirvorið og innrættir mér kristileg gildi sem hafa fylgt mér alla tíð. Þegar ég fór að eldast varstu alltaf til staðar og á mínum unglingsárum áttum við oft mikil og djúp samtöl. Í seinni tíð þegar ég sjálfur var kominn með mína litlu fjölskyldu var ávallt gaman að koma til þín í heimsókn. Þú varst alltaf svo hlý og ég er þakk- látur fyrir að strákarnir mínir fengu að kynnast þér. Þú varst svo góð kona amma mín. Um- hyggjusöm og sanngjörn, svolítið þrjósk og svo ótrúlega dugleg. Þú varst með eindæmum hæfileika- rík. Listmálari. Stórskáld. Spek- ingur. Já, þegar ég hugsa til baka koma endalausar minningar upp í hugann. Ég man þegar ég var lít- ill snáði og fékk að gista hjá ykk- ur afa. Minn svefnstaður var á dýnu við hliðina á rúminu þínu, öruggur hjá ömmu. Ég man eftir græna sófanum í stofunni sem ég fékk að kúra í með sælgæti og horfa á laugardagsbíó. Ég man eftir sundferðunum með þér í Laugardalinn á sólríkum sumar- degi og líka eftir girnilegum pönnsum, kleinum og ástarpung- um. Alltaf leið mér svo vel hjá þér amma mín. Svo var það litli guli sumarbú- staðurinn þinn. Í minningunni var þetta heilmikið ferðalag, að heimsækja afa og ömmu upp í bú- stað. Það var síðan auðvitað ekki ýkjalöng bílferð út fyrir bæjar- mörkin en þvílík sveitasæla. Spenningurinn að fara yfir stífl- una og komast svo loksins á áfangastað. Fara í berjamó, henda steinum í ána og leika sér í ævintýragarðinum sem umlukti bústaðinn. Ég á eina uppáhaldsminningu tengda bústaðnum góða. Það var þegar ég var í kringum átta ára aldurinn og gisti hjá þér uppi í bú- stað. Eins og fleiri í ættinni á ég það til að tala aðeins of mikið og í þessari tilteknu bústaðarferð var ég alveg í essinu mínu. Ég elti þig á röndum allan liðlangan daginn og las brandara upp úr gömlum tímaritum. Þú varst svo skiln- ingsrík og þolinmóð og hlustaðir á allar gamansögurnar með áhuga. Já, ætli þú hafir ekki bara haft gaman af því hvað ég sór mig vel í ættina. Þetta höfum við rifj- að upp saman af og til í gegnum tíðina og brosað mikið að. Síðasta skiptið sem við rifjuðum þetta upp var aðeins nokkrum dögum áður en þú kvaddir okkur. Þegar ég var í miðri frásögn um tímarit- in og brandarana stoppaðir þú mig og leiðréttir söguna: „Það var ekki tímaritið Vikan sem þú last upp úr Binni minn, það var tíma- ritið Úrval.“ Já, alveg rétt amma mín, þú mundir þetta alveg. Hug- urinn var greinilega í lagi en lík- aminn var farinn að gefa sig. Nú er svo komið að líkaminn er allur en þú amma mín lifir þó enn. Þú lifir í hjarta okkar. Þú lifir í huga okkar. Þú lifir í minning- unni. Ég finn fyrir nærveru þinni og það veitir mér styrk. Ég elska þig amma mín. Guð geymi þig. Brynjólfur Jón Baldursson. Amma Guðrún var listamaður. Hún málaði myndir og orti ljóð. Hún prjónaði á okkur peysur og sokka. Hún eldaði góðan mat og gerði bestu kjötsúpu í heimi. Kleinurnar og pönnukökurnar hennar ömmu voru líka ótrúlega góðar. Amma var alltaf svo falleg og fín, svo hlý og góð og hafði alltaf nægan tíma fyrir alla. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þínir Jón Gunnar og Helgi Rúnar. Guðrún Valgerður Gísladóttir ✝ Ólína Jóns-dóttir Forman fæddist á Þórs- götu 8 í Reykjavík 5. apríl 1927. Hún lést 29. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru Kristín Guðmundsdóttir, fædd að Hofs- stöðum í Helga- fellssveit 14. sept- ember 1893 og Jón Ágúst Guðmundsson, fæddur að Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal, Önundarfirði, 7. ágúst 1890. Ólína var þriðja í röð fimm barna þeirra hjóna. Elstur var Einir, f. 23. janúar 1923, d. 1995. Hann var kvæntur Guðrúnu Jörg- ensdóttur og áttu þau fimm börn. Næstur var Guðmundur Ásgeir, f. 21. jan. 1926, d. Lína kynntist fyrri manninum sínum, Conrad Francy For- man, þegar hún vann hjá Ha- milton-félaginu á Keflavík- urflugvelli. Conrad var Bandaríkjamaður og ólst upp í New York. Þau voru gefin saman í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík seinnipart vetrar 1948 og fluttu til New York fljótlega eftir það. Saman eignuðust þau þrjú börn, dreng sem fæddist í júní 1949 og lést fljótlega eftir fæðingu, hann var skírður Jón, þá Con- rad Steven sem var fæddur 22. apríl 1953, hann lést 10. júní 1973 og síðast Lawrence Forman, f. 18. nóvember 1954, kvæntur Gayl Forman. Þau eiga tvö börn, Noah, f. 19. desember 1980 og Zoe, f. 5. júlí 1992. Ólína og Conrad slitu samvistum. Ólína kynnt- ist seinni manni sínum Vin- cent A. Golio 1974. Hann lést fyrir nokkrum árum. Minningarathöfn um Ólínu fer fram í Keflavíkurkirkju í dag, 9. júní 2011, og hefst at- höfnin kl. 17. 1982, kvæntur Dagbjörtu Jóns- dóttur og áttu þau átta börn, næst- yngstur var Ragn- ar, f. 21. júlí 1928, d. 2002 og yngst Jófríður, f. 18. júlí 1932, gift Pálma Guðmundssyni, þau eignuðust fimm börn. Fyrir átti Jón Ágúst soninn Sigurhans Snæbjörn Sigurhansson, f. 3. des. 1920, d. 1993. Sigurhans var gefinn í fóstur. Hann var kvæntur Guðnýju Gunnþóru Guð- mundsdóttur og áttu þau fimm börn. Ólína ólst upp á Reykjanes- vita þar sem foreldrar hennar voru vitaverðir. Ólína sem alltaf var kölluð Elsku Lína mín. Ég ætla að byrja þessar línur eins og ég var vön, þegar ég skrifaði þér meðan þú varst enn á lífi. Ég skil samt ekki ennþá að þú sért raunverulega farin frá okkur, en við verðum að reyna að hugga okkur við að þú þurfir ekki lengur að stríða við veikindin. Þú varst alltaf að hjálpa öðrum og fórst að læra heimahjúkrun, eftir að Conrad lést. Það vannstu við í mörg ár. Þú áttir góðan hóp af íslenskum vinkonum sem stóðu þétt sam- an. Svo varstu í friðarhreyfing- um sem gengu út á að bæta heiminn og leggja niður styrj- aldir. Þú safnaðir undirskrifta- listum til að mótmæla Víetnam- stríðinu. Síðast fórstu til Washington með mótmælabréf sem þú afhentir í ráðhúsinu þar. Við Pálmi gleymum ekki heim- sóknunum til ykkar Jimma í fal- lega húsið þitt með blómagarð- inum á Long Island. Þaðan eigum við endurminningar sem ekki gleymast eða óteljandi ferðir sem við fórum saman um allt og syntum í sjónum á Joneś Beach. Þú kynntist fyrri manninum þínum, Conrad F. Forman, Bob, 1948. Þið giftuð ykkur í kaþ- ólsku kirkjunni í Reykjavík um veturinn og fluttuð síðan til New York. Um miðjan júní 1949 eign- aðist þú dreng sem lést fljótlega eftir fæðingu, hann var skírður Jón. Það var fyrsta áfallið sem þú þurftir að takast á við án mömmu eða fjölskyldu. Næstu þrjú árin var Bob að vinna í Ar- abíu. Þá fórstu að vinna á veit- ingahúsum og varst einnig í enskunámi. Eftir það komuð þið Bob heim og voruð í Keflavík í þrjú ár, þar sem þið eignuðust drengina ykkar, Conrad Steven og Lawrence. Manstu þegar við og Dæja hittumst í eldhúsinu hjá mömmu með öll litlu börnin sjö, þá var fjör og mikið hlegið. Fyrir okkur heima var þetta yndislegur tími sem ekki gleym- ist. Sá skuggi hvíldi þó yfir okk- ur öllum að Conrad litli var fæddur með hjartagalla sem var ólæknandi á þeim tíma. Hann átti þó mörg góð ár í æsku og gekk í barna- og unglingaskóla ásamt Larry en þeir voru báðir frábærir námsmenn og fengu styrk til að fara í háskóla. Á þessum tíma hrakaði Conrad mjög og lést hann 10. júní 1973. Þá voruð þið Bob löngu skilin og þú dreifst þig í að koma til Ís- lands og það hjálpaði þér mikið að vera hjá mömmu og var líka huggun fyrir hana og okkur öll. Þú barst alltaf með þér hlýja strauma og sameiningu innan fjölskyldunnar í heimsóknunum þínum. Manstu þegar við tylltum okkur á stein í gönguferð í Skálafellinu og nutum útsýnisins yfir fallega rauða húsið heima með burstunum tveim undir Bæjarfellinu, með vitanum sem bar svo skjannahvítan við him- ininn, það var tekið að rökkva og ljósgeislarnir tveir glömpuðu fyrir augum okkar þar sem þeir eltu hvor annan í sinni eilífu hringrás en Valahnúkarnir böð- uðu sig í kvöldsólinni við hafið. Lína mín, þú varst mér svo mikils virði og við vorum svo samrýmdar. Þegar ég var lítil og mamma þurfti að fara eitthvað frá, varstu svolítið mamma mín. Þegar ég stækkaði aðeins vorum við leikfélagar og þú varst líka besta vinkonan mín en umfram allt varstu alltaf stóra systir. Jófríður Jóna Jónsdóttir. Ólína Jónsdóttir Forman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.