Morgunblaðið - 09.06.2011, Síða 25

Morgunblaðið - 09.06.2011, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 „Ég var að tala við Magga…“ er setning sem ég hef heyrt nán- ast á hverjum degi, þar sem hann og Svenni töluðust við daglega og stundum oft á dag. Það er stórt skarð sem hann skilur eftir í okkar lífi, þó að ég hafi sjálf hitt hann mun sjaldnar en ég hefði viljað. Þegar ég hugsa til baka þá stendur það upp úr það sem Svenni sagði svo oft um Magga vin sinn, „Ef það myndi springa hjá mér á Akureyri og ég bæði Magga um að koma og hjálpa mér þá myndi hann gera það“. Ég held að þetta lýsi hjartalaginu hans, góður alla leið í gegn. Hann var vinur vina sinna og ég mun sakna „kveðju til gömlu“. Synir okkar missa af miklu að fá ekki að kynn- ast honum betur. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðs- son.) Sigríður Lára Haraldsdóttir. „Hvar áttu heima?“ var það fyrsta sem ég sagði við Magga, síðla kvölds veturinn 1979, eftir ball í Ölduselsskóla. Ég og Hinni drösluðum Magga heim, þannig hófst vinátta okkar, óslitin til dagsins í dag. Maggi var mikill keppnismaður og talnaglöggur, gat reiknað út ótrúlegustu dæmi í huganum. Við brölluðum margt saman, ég og Maggi, ekki er það nú allt prenthæft, en mér er minnisstæð Spánarferð árið 1996. Við vorum á leið til Barcelona, á leik Barce- lona-Madrid, eftir mikið djamm á Benedorm og vorum á litlum Peu- geot. Þegar ég sofnaði vorum við á 120 km hraða og vaknaði svo við það að Maggi hendir í mig kókdós og segir mér að kveikja í fyrir sig, því bíllinn var kominn í 170 og hann varð að halda honum á veg- inum. Maggi gerði allt fyrir vini sína. Þegar ég var að byggja mína fyrstu íbúð tók það þrjá mánuði og hann var þar öll kvöld með mér. Ég held að allir beri Magga vel söguna, nema kannski einn í Iðn- skólanum árið 8́3 sem Maggi rot- aði eftir að sá gaur var að stríða minnimáttar. Maggi var driver í brúðkaupi okkar Siggu Láru og stóð sig sem hetja þar en bílar voru hans ær og kýr í leik sem og í starfi. Undanfarin 10 ár reyndi ég að fá hann í vinnu en hann taldi það myndi hafa áhrif á vinskap okkar, því allir sem hann þekkja vita hversu ósérhlífinn Maggi var til vinnu og honum fannst allt of margir frídagar á ári. Og svo að láta skikka sig í sumarfrí! Svona var Maggi, hvers manns hugljúfi. Síðustu árin tók að halla undan fæti vegna veikinda og svo fór sem fór, en Magga er sárt saknað á mínu heimili. Far vel minn kæri vinur, þinn vinur að eilífu Sveinn Rúnar Þórarinsson. Elsku fallegi engillinn minn, ég sakna þín svo sárt. Ég horfi yfir til þín á hverjum degi, bíð eftir að sjá þig koma heim, bíð eftir að þú Magnús Hákonarson ✝ Magnús Há-konarson fæddist í Reykjavík 29. október 1966. Hann lést á gjör- gæsludeild LHS í Fossvogi 30. maí 2011. Útför Magnúsar fór fram frá Sel- tjarnarneskirkju 7. júní 2011. hringir í mig eftir vinnu. Betri vin hef ég aldrei átt. Þú varst alltaf til staðar, að nóttu sem að degi, og voru ófá skiptin sem við hringdum í hvort annað ef erfitt var að festa svefn, þá trítlaðir þú yfir til mín, eða ég til þín. Ljósið sem þú kveiktir á veturna fyrir mig, sem ég sá þegar ég horfði yfir til þín fyllti mig öryggi. Litlu jólin okkar eftir mat með ættingjum, gamlárskvöldin okkar. Þegar ég kom til þín varstu alltaf búinn að kveikja á kertum og það var ekki síður kósí að hitta þig í kaffi út á Dekkjó á kvöldin. Við gátum rætt um allt milli himins og jarðar. Það verður erfitt að keyra framhjá Dekkjó og sjá ekki bílinn þinn. Bangsinn þinn er kominn í bílinn minn og hann mun fylgja mér hvert sem ég fer, eins og hann fylgdi þér. Ég vildi að ég gæti komið á blað öllu því sem mig langar að segja, en sem betur fer var ég búin að segja þér það allt. Ég get ekki ímyndað mér lífið án þín, því þú varst mér allt. Ég er svo þakklát fyrir síðustu stundirnar okkar, þegar við spjölluðum og hlógum saman, hvorugt okkar grunaði að stóra knúsið og kveðjukossinn yrði lokakveðjan. Við vorum búin að ræða ef þessi stund rynni upp hjá öðru hvoru okkar, og því veistu hversu erfitt þetta er mér. Elsku hjartans engillinn minn, ég ætla ekki að kveðja þig, heldur segja við þig það sem þú sagðir við mig á hverju kvöldi: „Sweet dreams and everything beib.“ Þín Hrafnhildur (Habba). Við kveðjum í dag kæran sam- starfsmann okkar og félaga, Magnús Hákonarson. Við þökkum Magnúsi samstarfið, félagsskap- inn og vináttuna. Megi hann hvíla í friði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Fjölskyldu Magnúsar færum við okkar dýpstu samúðarkveðju, megi Guð veita ykkur huggun og styrk á erfiðum tímum. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá N1, Kolbeinn Finnsson. Elsku Maggi, þegar við hitt- umst fyrst þá var ég aðeins 11 ára gutti, ég bjóst aldrei við því að þú yrðir svona stór partur af mínu lífi, ég get fullyrt það að alltaf þeg- ar ég hitti þig þá varstu alltaf brosandi, þetta stóra og hlýja bros sem ég sakna rosalega núna. Þú varst alltaf flottur á Bimmanum með litla sæta bangsann sem mamma gaf þér, þú varst alltaf með hann uppi á mælaborðinu og einkenndi það þig þegar maður sá bílinn bakvið sig í umferðinni eða þegar ég kom á dekkjó til þín. Þú hjálpaðir mér alltaf þegar ég var í veseni með bílinn eða þegar ég þurfti á þér að halda eins og í eitt skiptið. Það er og verður alltaf sárt að fara á dekkjó og geta ekki séð þig bakvið borðið eða inni á skrifstofunni, ég mun alltaf muna það sem þú sagðir við mig þegar ég kom á dekkjó eða þegar ég hringdi í þig, alltaf var það „Hva, bara vöknuð!“ og ég brosti alltaf eða fór að hlæja þegar þú sagðir þetta við mig, bara ef ég gæti heyrt þig segja þetta einu sinni enn við mig. Ég man ennþá eftir veðmálinu sem við gerðum aðeins tveimur dögum áður en þú fórst frá okkur, þú sagðir mér hvað þér fyndist bíllinn minn skítugur, og ég sagðist ætla að þrífa hann seinna um daginn, þú veðjaðir við mig uppá kippu af bjór, að bíllinn minn yrði ekki jafn hreinn og bíll- inn þinn og að ég ætti að koma morguninn eftir og sýna þér bíl- inn, ég fór að sofa svo seint að ég kom ekki á tímanum sem við ákváðum, en Maggi, ég tapaði, bíllinn minn var ekki hreinni en þinn bíll, svo að næst þegar ég fæ mér bjór, þá mun ég drekka hann fyrir þig og minnast þín, alltaf. Ég ætla að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og þakka þér fyrir að hafa komið inn í líf mitt. Reynir Örn Einarsson. Elsku Maggi okkar. Leiðir okkar lágu saman fyrir um fimmtán árum síðan, þegar þú fluttir í sama hús og við á Skelja- grandanum í Reykjavík. Með okk- ur tókust strax frá fyrsta degi góð kynni sem hafa varað alla tíð síð- an. Þú varst manngæskan upp- máluð, góður drengur sem vildir alltaf allt fyrir alla gera og varst virkur þáttakandi í lífi okkar sem búum á Skeljagranda 7. Þú varst alltaf í góðu skapi og þá skipti engu máli þó að stundum kæmi það fyrir að þú ættir erfitt með að komast út úr íbúðinni þinni fyrir hjólahrúgu sem börnin í hús- inu höfðu skilið eftir fyrir utan úti- dyrnar hjá þér. Eitthvað sem flestir hefðu átt erfitt með að sætta sig við, en ekki þú. Þú hljópst ekki til og fórst að skamm- ast í nágrönnum þínum yfir þessu heldur spurðir mig stundum þeg- ar þú hittir mig næst hvort ég vissi hver ætti eiginlega öll þessi hjól. Ég svaraði þá að það væru líklega börnin í húsinu og vissulega þyrfti nú að koma einhverri reglu á þessi hjólamál en gat síðan ekki annað en farið að hlæja þegar ég sá þig fyrir mér fastan inni hjá þér út af hjóla- hrúgu fyrir utan útidyrnar. Snjó- skafl var eitthvað sem gat varnað manni leiðina út en ekki reiðhjól. Þú hlóst bara með og sagðist nú stundum einfaldlega henda þess- um hjólum frá til að komast leiðar þinnar. Gamlárskvöldin þar sem við ná- grannarnir kvöddum gamla árið saman í garðinum okkar og fögn- uðum því nýja eru orðin mörg. Stundum sátum við saman á spjalli langt fram á nýtt ár og þá var alltaf glatt á hjalla. Heimsóknirnar til þín á „Hjól- Vest“ eru orðnar ansi margar á þessum fimmtán árum sem við höf- um þekkst. Þar varst þú á þínum stað alla daga boðinn og búinn að aðstoða viðskiptavini þína á allan þann hátt sem þú gast. Það var nánast sama hver það var sem kom á verkstæðið til þín í leit að þjón- ustu eða ráðleggingum, flestir þekktu þeir þig með nafni hvort sem þeir voru vesturbæingar eða komnir lengra að. Þú gafst þér allt- af tíma til að sinna öllum sem komu til þín og leystir úr öllum málum af yfirvegun og með bros á vör. Þegar talað er um persónulega og fram- úrskarandi þjónustu þá kemur þú alltaf fyrst upp í hugann. Dagurinn sem þú kvaddir okkur er okkur öllum sem þekktu þig mikill sorgardagur. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn en sú vissa að þú ert núna á góðum stað er huggun harmi gegn. Þú ert í okkar huga sönnun þeirra orða sem standa í textanum að „aðeins þeir góðu deyja ungir.“ Minning- arnar um vináttu þína munu lifa með okkur alla tíð. Við vottum ástvinum þínum, vinum og vinnufélögum okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku vinur. Þórarinn, Álfhildur og fjölskylda. Kær vinur okkar og frændi, Magnús Hákonarson, Maggi eins og hann var ætíð kallaður, er lát- inn og langt um aldur fram. Allir sem kynntust honum sáu að þar fór traustur maður. Hann var hægur í fasi og lét ekki mikið fyrir sér fara en lagði ætíð gott til mál- anna. Viðmótið var blítt og hann var stöðugt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Naut hann þess sýnilega sjálfur að geta orðið öðrum að liði. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar litið er til baka. Okkur er það t.d. ógleymanlegt hve vel hann reynd- ist móður sinni þegar hún lá bana- leguna, hann var vakandi og sof- andi yfir því hvernig hægt væri að aðstoða hana og létta henni stund- irnar. Þá voru það ófá skiptin sem við leituðum til hans á vinnustaðinn til að fá hjá honum góð ráð um dekk- in á bílnum. Annað okkar var eitt sinn að hafa áhyggjur af því að hálka væri svo mikil að varhuga- vert væri að keyra. „Elskan mín, þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því, þú ert á vetrardekkjum frá mér“ voru viðbrögð Magga. Það er mikill missir að þessum góða dreng. Við þökkum honum allar samverustundirnar. Hugljúf minningin um hann lifir. Það er sárt að sjá eftir traustum vini en söknuðurinn er þó mestur hjá þeim sem næstir honum stóðu, Helgu og Hildi og fjölskyldum þeirra. Við vottum þeim innilega samúð. Sigurrós (Rósa) og Þorbjörn. Í dag kveðjum við ljúfan og góð- an dreng langt um aldur fram, Magga frænda minn og æskuvin- .Við Maggi ólumst upp í næsta ná- grenni hvort við annað, ég á Þórs- götunni en Maggi á Freyjugötunni í sama húsi og amma og afi. Fyrstu æviminningar mínar eru margar tengdar Magga, við að leika okkur saman á Freyjugötunni og saman tókum fyrstu skrefin í skólagöngu okkar í Austurbæjarskólanum. Daglega gengum við í skólann þar sem við ræddum allt milli him- ins og jarðar og gáfum hvort öðru styrk og þor til að takast á við nýtt og framandi umhverfi sem skólinn var. Mikið var gott að hafa Magga sér við hlið á þessum tíma. Eftir skóla fórum við oft í heimsókn til ömmu og afa, þar var ætíð tekið vel á móti okkur. Eitt sinn gaf amma okkur kaffi í bolla, mikið fannst okkur Magga við vera orðin stór, þá 7 ára gömul. Eftir því sem árin liðu varð samgangurinn minni en alltaf fannst mér gaman að hitta Magga. Nú á seinni árum leitaði ég oft til Magga á dekkjaverkstæðið, þar sem hann vann, þegar mig vantaði aðstoð með bílinn. Allir sem komu á verkstæðið fengu sama ljúfa við- mótið og góð ráð. Elsku Helga, Hildur og fjöl- skylda, minningin um Magga mun lifa með okkur um ókomna tíð. Hvíl í friði, kæri frændi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Jóhanna Guðmundsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, HAUKUR TRYGGVASON, Skálabrekku 9, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnu- daginn 29. maí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 10. júní kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir að ósk hins látna, en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Samhljóm, reikn. 0567-14-10000, kt. 521006-1880. Fyrir hönd ástvina, Sigrún Kjartansdóttir, Sólrún Hauksdóttir, Árný Ósk Hauksdóttir, Óðinn Sigurðsson, Kjartan Jóhannes Hauksson, barnabörn, Kristbjörg Jakobsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, MAGNÚS DANÍELSSON fyrrv. lögregluvarðstjóri, Strikinu 8, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 14. júní kl. 15.00. Elín Ringsted, Guðmundur Ringsted Magnússon, Þórunn Pétursdóttir, Guðríður Kristín Magnúsdóttir, Kristján G. Hálfdánarson, Daníel Þorkell Magnússon, Hrönn Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Hartvigsson, Geirlaug Magnúsdóttir, Theodór Ásgeirsson, Magnús Már Magnússon, Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Yndislega ástkæra móðir okkar, tengda- móðir og amma, ELÍN VALBORG ÞORSTEINSDÓTTIR leikskólakennari, Fljótaseli 19, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánu- daginn 6. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 13.00. Innilegar þakkir til starfsfólks á deild 11G og gjörgæsludeild Landspítalans. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Ljóssins, stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúka. Anna Steinunn Villalobos, Ricardo Mario Villalobos, Anna Helgadóttir, Þorsteinn Þór Villalobos, Ingveldur Theodórsdóttir og barnabörn. ✝ Systir mín, STEINUNN INGIMUNDARDÓTTIR fyrrv. skólastjóri Hússtjórnarskólans á Varmalandi í Borgarfirði, er látin. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. júní kl. 11.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórgunnur Ingimundardóttir. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Hjaltastaðahvammi, Akrahreppi, Skagafirði, lést á dvalarheimili aldraðra, Heilbrigðis- stofnuninni Sauðárkróki, miðvikudaginn 1. júní. Útförin fer fram frá Flugumýrarkirkju annan í hvítasunnu, mánudaginn 13. júní, kl. 14.00. Sigríður Márusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.