Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 ✝ Kristján FriðrikKristinsson fæddist í Reykjavík 26. október 1935. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 2. júní 2011. Hann var son- ur hjónanna Ein- bjargar Ein- arsdóttur og Kristins Pálmason- ar. Hann var fimmti af sjö börnum þeirra hjóna en þrjú þeirra eru látin, þau Jón, Pálmi og Klara. Eftirlifandi systkini eru Ein- ar, Kristinn og Sigurður auk hálf- systur þeirra bræðra, Dóru. Kristján var tvígiftur og með fyrri eiginkonu sinni átti hann dótturina Maríu Sif sem lést 11. febrúar 2002. Sonur Maríu Sifjar er Júlíus Brynjar. Seinni eiginkona Kristjáns er María Lúðvíksdóttir, fædd á Ísafirði. Þau giftust 7. október 1961 og eignuðust þau tvö börn saman, þau Sigríði Rósu, gift Jónasi Péturssyni, og Örvar Þór. Barna- börnin eru sex; Kar- ólína Andrea, Krist- jana Dögg, Kristþór Ingi, Júlíus Brynjar, Róbert Salvar og Sindri Máni. Kristján fór kornungur til sjós og starfaði á sjónum og í kring um fiskvinnslu í tugi ára þar sem hann var lengst af starfsmaður Sjö- stjörnunnar sem vörubílstjóri. Síð- ustu ár starfsævinnar starfaði hann hjá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli. Kristján verður jarðsunginn frá Y-Njarðvíkurkirkju í dag, 9. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku besti Stjáni minn. Ég kveð þig að sinni með þessu fallega ljóði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín eiginkona, María. Elsku pabbi. Þín er sárt sakn- að. Við systkinin erum fyrst og fremst full þakklætis fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Dugnaður- inn og samviskusemi þín í öllum þeim störfum sem þú tókst þér fyrir hendur gaf þér afar gott orð- spor sem þú ert stoltur af enda lagðir þú ríka áherslu á að fólk stæði sig vel í vinnu. Við nutum ávaxta þessa dugnaðar hjá þér enda skorti okkur aldrei neitt. Þú ert hjartahlýr, heiðarlegur og ein- staklega góður maður enda erum við afar stolt af þér gamli. Veik- indin sem hafa hrjáð þig undan- farin ár hafa reynst okkur öllum erfið en þessa síðustu daga sýndir þú ótrúlegt hugrekki og tókst ör- lögum þínum eins og sannkölluð hetja. Við erum ekki síður þakklát fyrir að hafa átt með þér síðustu dagana, það verður okkur dýr- mætt um alla ævi þrátt fyrir að sorgin sé erfið þessa dagana. Ávallt stóðstu við bakið á okkur eins og klettur enda var það eitt af þínum einkennum að hugsa um alla aðra á undan sjálfum þér. Það flæða um ótal minningar þessa dagana og t.d. eru allar frábæru Spánarferðirnar okkar fjölskyld- unnar ógleymanlegar og færa bros á andlit okkar á þessum erf- iðu tímum. Þér leiddist það ekki að fara til Spánar, borða rækjukok- teilana þína og bara njóta lífsins. Ferðirnar hefðu mátt vera fleiri en þú ert eflaust núna á einhverri ströndinni að hafa það gott með þitt einstaka stríðnisglott. Allar ferðirnar með þér á hjallana þar sem við fengum appelsín og mat- arkex í græna benz-vörubílnum þínum og ósvikni svarti húmorinn þinn, þetta er brakandi snilld. Það er hægt að rifja upp endalaust af góðum minningum en fyrst og fremst erum við eins og fyrr segir gríðarlega þakklát fyrir að þú skulir vera pabbi okkar og fyrir allt sem þú hefur gert. Við ljúkum þessu á fallegu broti úr ljóðinu þakklæti eftir Birnu Rún. Takk fyrir okkur pabbi, þú ert algjör snillingur og átt engan þinn líka. Hafðu svo ekki áhyggjur, við sjáum vel um mömmu í þinni fjar- veru, það geturðu bókað. Þú mátt vita það að þú ert demantur bjartur. Ég veit ég hef sagt það áður, en ég bara verð að segja það aftur. Það sem þú hefur gert fyrir mig er svo ótrúlega margt. Ég get ekki þakkað þér nóg, hvað get ég meira sagt? Ég veit þó að þakklæti mitt er mjög svo breitt, góðir hlutir hafa einungis af þér leitt. Þín börn, Örvar Þór Kristjánsson og Sigríður Rósa Kristjánsdóttir. Kæri bróðir, nú þegar komin er kveðjustund, þú farinn yfir móð- una miklu eins og sagt er, reikar hugur okkar bræðra aftur til þess tíma er við vorum í foreldrahús- um. Þú varst einstakur því dugn- aður þinn kom snemma fram. Þú varst hrifinn af sveitinni og oft tal- aðir þú um veru þína hjá Valda í Lundi í Þverárhlíð. Ungur fórstu til sjós, á togaranum Bjarna Ólafs- syni frá Akranesi. Þar varðstu fyr- ir miklu slysi sem sleit vöðva í upphandlegg, og ekki tókst að lækna. En það kom ekki í veg fyrir að þú gengir í öll störf hjá Sjö- stjörnunni. Það var sama hvenær hringt var í Stjána bróður og sagt að þessi eða hinn báturinn væri að koma, alltaf var hann mættur og til taks. Fyrstur á bryggjuna að taka á móti þeim og sjá um löndun á aflanum. Aldrei var kvartað, en víst var að María þurfti oft að bíða með matinn. Hvernig þú tókst á veikindum þínum og gafst okkur tækifæri til að ræða hin ýmsu mál. Þú vissir hvað tæki við. Til þess þarf hugrekki og það hafðir þú, kæri bróðir. Af alhug þökkum við þér allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við söknum þín. Ástvinum öllum vottum við innilega samúð. Nú kveða klukknahljómar í kvöldblæ yfir dal, og berast bænar ómar að bláum himinsal. En vestrið reifast roða, og rökkurskuggar boða, að nálgast næturró. Og senn fær sál þín fró í hljóðri ró, í hljóðri ró. Á næturhimni heiðum nú hópast stjörnu mergð. Á blámans vegum breiðum er bleikur máni á ferð. Allt starf að lokum líður og ljúfleg hvíldin bíður í þögn og þráðri ró. Og senn fær sál þín fró, í hljóðri ró, í hljóðri ró. (Þýð. Freysteinn Gunnarsson) Einar Kristinsson, bræður og fjölskyldur. Kristján Friðrik Kristinsson Þegar ég hugsa um pabba renna í gegnum huga minn ótal góðar og ljúfar minningar og söknuðurinn er mikill. Ég er óendanlega þakklát og stolt yfir að hafa átt hann fyrir pabba. Hann gaf okkur systkinunum gott veganesti út í lífið sem hefur reynst okkur heilladrjúgt. Að vera heiðarleg, traust, bera virð- ingu fyrir sjálfum sér og standa við orð sín, var innprentað í okkur frá blautu barnsbeini. Hann var traustur vinur sem alltaf var hægt að leita til ef eitthvað bjátaði á og til hans sótti maður hvatningu, uppörvun og staðfestingu á að maður geti tekist á við hvaða mót- byr sem er í lífinu. Honum pabba mínum var margt til lista lagt. Hann var mik- ill hagleikssmiður, vandvirkur, út- sjónasamur og ráðagóður þannig að allt lék í höndunum á honum. Hann hjálpaði mér mikið þegar ég flutti til Þorlákshafnar fyrir þremur árum að dytta að húsinu og lagfæra það sem aflaga var far- ið. Þá var hann aldeilis í essinu sínu, flautandi glaður yfir að fá tækifæri til að smíða, saga og negla eins og áður fyrr. Pabbi var ekki einungis góður smiður, held- ur bjó líka í honum góður bifvéla- virki. Hann gat gert við hvaða bil- un í bíl sem var, svo framarlega sem hægt var að gera við inni í skúr eða úti á bílastæði. Honum var mjög umhugað um að bílarnir okkar væru í lagi, öruggir. Hann kenndi manni ungum að hlusta á bílinn, hlusta eftir aukahljóðum, það áttu engin aukahljóð að heyr- ast. Verst þótti honum hvað bílar í dag væru orðnir tölvuvæddir, orðnir verkstæðismatur. Ekkert hægt að fást við þá. Pabbi var mikill veiðimaður í sér og þótti afskaplega gaman að renna fyrir fisk. Voru farnar margar veiðiferðirnar og þar kenndi hann okkur systkinunum að hnýta rétta hnúta og þræða maðk á öngul, rota fisk og gera að Oddgeir Steinþórsson ✝ Oddgeir Há-rekur Stein- þórsson fæddist í Ólafsvík 13. apríl 1931. Hann and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 31. maí síðastliðinn. Útför Oddgeirs fór fram frá Þor- lákshafnarkirkju 8. júní 2011. þegar heim var kom- ið. Hann var einnig mikill dýravinur, mátti ekkert aumt sjá. Sérstaklega var hann hrifinn af kis- um. Hann talaði oft um kisuna sína, hana Rósmarý, sem hann átti sem stráklingur. Síðasta kisan sem hann átti var hann Saxi. Hon- um þótti óskaplega vænt um hann og voru þeir mjög miklir vinir í 17 ár. Það voru alltaf kisur á heim- ilinu, öll mín uppvaxtarár. Pabbi bar að mestu ábyrgðina á því. Hann átti það til að koma heim úr vinnunni með heimilislausar kis- ur, sem hann vorkenndi mikið. Þessi kisuást erfðist til okkar systkinanna, öll höfum við átt og eigum kisur og það margar í einu. Eftir að pabbi flutti í drauma- aðstöðu sína í Þorlákshöfn, hús með stórum bílskúr, þá kom í ljós að í honum bjó líka hinn besti garðyrkjumaður. Eyddi hann mörgum sumardögum í að betr- umbæta garðinn og útbúa mat- jurtakassa, því hann ætlaði að fara að rækta grænmeti til heima- brúks, eins og hann orðaði það. Með honum fór mikill mann- vinur, hógvær og lítillátur. Hans verður sárt saknað. Megi Guð blessa minningu hans. Margrét. Það var alltaf stutt í grínið hjá honum elsku afa mínum og mikið hlegið. Bestu minningar mínar um hann eru meðal annars úr jólabakstrinum öll síðustu ár. Síð- an ég var lítil stelpa hef ég bakað fyrir jólin með ömmu og afa, þar sem afi hafði það mikilvæga hlut- verk að taka mynd af okkur ár hvert í einkennissvuntunum og passa upp á að við tækjum okkur matartíma. Einnig kíkti hann reglulega á hvernig baksturinn gengi og ef eitthvað hafði brunnið við, þá kölluðum við þær kökur Svarta-Pétur en þær voru uppá- haldið hans afa. Ég mun alltaf baka Svarta-Pét- ur um jólin fyrir elsku afa minn og brosa við baksturinn með hlýjar minningar. Þín er sárt saknað elsku afi. Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, barnabarn. Fáein fátækleg orð í minning- ar- og þakklætisskyni um vin minn Oddgeir H. Steinþórsson: Við kynntumst þegar hann stóð á fimmtugu og ég á þrítugu. Ég var endurskoðandi og hann smiður sem leit við á skrifstofu minni og leitaði aðstoðar vegna máls sem hvíldi þungt á honum. Hann hafði stofnað fyrirtæki og byggði rekst- ur þess, meðal annars, á upplýs- ingum frá skattstjóra sínum um það hvernig haga bæri skilum á söluskatti. Þegar á reyndi var skoðun skattstjórans allt önnur en embætti hans hafði kynnt hon- um áður. Ríkisskattanefndin stóð með sjónarmiðum Oddgeirs, en þegar dómur í Kjarnborunarmál- inu féll í Hæstarétti var rekstri fyrirtækisins sjálfhætt. Og eftir að sá dómur féll bar málið ekki á góma milli okkar Oddgeirs. Hann var okkur hjónum innan handar með smátt og stórt í gömlu húsi. Nýtt baðhús í kjall- ara, nýjar tröppur og dyrapall við útidyr. Allt var þetta svo listavel gert. Það var tilhlökkunarefni að koma heim frá vinnu þegar Odd- geir var við störf; undur og gleði fylgdi verkum hans. Margt það fallegasta sem hann gerði er ósýnilegt. Vísa ég þá til gamalla hluta sem voru skemmdir eða á vantaði hluta, t.d. skrautlista á gamlan skáp, eða part í aldagamla þilju í húsi undir Jökli. Viðgerðir Oddgeirs eru þannig að enginn fær séð að hluturinn hafi áður ver- ið skemmdur eða að góðan bút úr skrautlista eða þilju hafi einhvern tíma vantað. Fyrir 100 árum þrumaði sr. Friðrik yfir ungum piltum uppi á Lágafelli: „Verslunarmaðurinn, handiðnarmaðurinn, námsmaður- inn, vinnupilturinn, – hvað sem þú ert þá áttu fyrir Jesú skuld að keppa að hinni mestu fullkomnun í verki þínu og þú verður að beita að því allri alúð, öllum kröptum og allri trúmennsku þinni. Þú mátt ekki standa að baki neinum þeim, sem jafna hefur hæfileika og tæki, heldur skara fram úr.“ Já – alúð, kraftar, trúmennska og fullkomið handverk, þessar eru minningar mínar um Oddgeir. Hann var í hópi bestu smiða. Afleiðing þeirra kosta sem ég hef nefnt er gæfa; því fátt er lík- legra til gæfu en kunnátta, hæfi- leikar og gleði til að vinna vel þau verk sem manni eru falin. Odd- geir var gæfumaður og heima beið hans Ingibjörg Sólrún. Þau voru falleg saman og heimili þeirra, nú síðast í Þorlákshöfn, andaði gestrisni og hlýju sam- lyndra hjóna. Aldursmunur spillti í engu vin- áttu okkar Oddgeirs. Ég leitaði til hans með fleira en smíðar. Það var gott að eiga hann að. Hann var ráðagóður og leiðbeindi jafnt með þögn og orðum. Guð blessi minningu Oddgeirs og guð blessi Ingibjörgu Sólrúnu og afkomend- ur þeirra. Þorsteinn Haraldsson. Elsku afi. Ég vildi hafa getað hitt þig oftar síðustu árin þín hér á jörðu. Það er erfitt að búa svona langt í burtu og geta ekki hitt ást- vini sína oftar. En þið amma hafið alltaf verið í huga mínum, þrátt fyrir fjarlægðina. Mín besta minning um þig er þegar ég fékk að fara með þér í róður á trillunni þinni. Það var vaknað eldsnemma og brunað til Reykjavíkur á Skódanum. Við byrjuðum daginn á að fara í áhaldahúsið, til að taka saman Jón Trausti Jónsson ✝ Jón TraustiJónsson fæddist 24. mars 1945 á Deildará í Múlasveit í Austur-Barða- strandarsýslu. Hann lést á gjörgæslu Landspítalans 29. maí 2011. Jón Trausti Jóns- son var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 6. júní 2011. græjurnar. Svo var siglt út á trillunni og ég man mjög vel hversu rosalega skemmtilegt mér þótti það. Við fiskuð- um vel og dagurinn var frábær í alla staði. Það var líka alltaf svo skemmtilegt að vera hjá þér og ömmu í Vogunum. Margar af mínum bestu æsku- minningum eru þaðan. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Við erum öll að hugsa til þín, ég, Hjördís og börnin mín. Hvíldu í friði elsku afi. Þorbjörn Anton Eiríksson. Okkur langar til að minnast Trausta frænda. Trausti frændi var yngsta syst- kinið af þremur á Deildará. Elst er mamma, Ásta, svo Helga sem lést árið 2002 eftir baráttu við krabba- mein og svo Trausti frændi. Þau systkinin misstu móður sína úr krabbameini mjög ung og tóku þá mamma og pabbi hann Trausta að sér, eða frá 12 ára aldri. Trausti og foreldrar mínir voru mjög nánir vinir og eru þetta þeim þung spor að fylgja honum hinstu hvílu. Ég þekki ekkert annað í lífinu en að hafa Trausta þar. Það voru ófáar stundirnar sem við spjölluð- um hér í eldhúsinu og fengum okkur ristað brauð með berjasult- unni hennar mömmu og þú vildir jú hafa svolítið vel af smérinu. Það var alltaf gaman þegar þú komst úr löngu túrunum á Hofsjökli og laumaðir þá alltaf að okkur systk- inum flottum gjöfum sem ekki fengust hérlendis. Ég var svo heppin að fá að vinna með Trausta á Hrafnistu hér í bæ þar sem hann vann sem vaktmaður þar til heilsan gaf sig, fyrir um einu og hálfu ári. Trausti hafði mjög gaman af vinnu sinni sem vaktmaður og þekkti hann meirihlutann af heimilisfólkinu og spjallaði mjög mikið við það enda er það enn að spyrja mig frétta af honum ásamt starfsfólkinu sem var honum margt góðir félagar. Trausti var mjög gjöfull maður og kom nær aldrei tómhentur þar sem hann fór, hann var t.d. alltaf með einhver sætindi til að gefa þeim sem voru að vinna með hon- um. Við spjölluðum oft um vinn- una og eigum okkar góðu leynd- armál þaðan, við gátum oft spjallað lengi. Fjölskylda mín, börnin mín og eiginmaður fengu sem betur fer að kynnast Trausta frænda, hann var mjög glettinn maður, broshýr og fannst gaman að segja sögur og brandara sem hann átti hafsjó af. Börnin hittu hann ýmist hér heima en þó oftast heima hjá ömmu og afa á Herjólfsgötunni. Trausti sagði þeim sögur af sjón- um og veiðiferðum og gaf þeim ýmislegt sniðugt eins og syngj- andi ísbjörn, syngjandi mýslur og hann Trausta bangsa, sem þú gafst þeim og fékk að sjálfsögðu þitt nafn. Elsku Trausti minn. Takk fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar, það var oftast mikið hlegið þegar við hittumst og þú gafst svo mikið af þér. Nú ertu kominn til ömmu, afa og Helgu frænku og örugglega glatt á hjalla. Ástvinum öllum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur, guð veri með ykkur öllum. Elsku Trausti, takk fyrir allt. Hvíl í friði. Dóra María, Jónatan og börn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.