Morgunblaðið - 09.06.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 09.06.2011, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Nauðungarsala Uppboð www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurströnd 8, 206-6905, 50% ehl., Seltjarnarnesi, þingl. eig. Guðlaugur Pétur Pétursson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 14. júní 2011 kl. 10:30. Leiðhamrar 52, 203-8482, Reykjavík, þingl. eig. Hulda Þorbjarnardóttir, gerðarbeiðandi B.M. Vallá hf., þriðjudaginn 14. júní 2011 kl. 13:30. Sóleyjarimi 5, 227-1655, Reykjavík, þingl. eig. Þuríður Svanbjörns- dóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 14. júní 2011 kl. 14:00. Öldugrandi 15, 202-3952, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Jóhann Steinsson, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 14. júní 2011 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. júní 2011. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Jaðarsbraut 35, mhl. 01-0201, fnr. 210-0965, Akranesi, þingl. eig. Guðni Jónsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 15. júní 2011 kl. 10:00. Kirkjubraut 17, skrifstofa, mhl. 01-0101,fnr. 210-1827, Akranesi, þingl. eig. Arnþór Gylfi Árnason og Propagator ehf., gerðarbeiðandi Sjóvá- Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 15. júní 2011 kl. 10:00. Tindaflöt 4, mhl. 01-0402, fastanr. 227-5010, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið Skjól ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðviku- daginn 15. júní 2011 kl. 10:00. Tindaflöt 6, mhl. 02-0301, 03B-11, fastanr. 227-5025, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið Skjól ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 15. júní 2011 kl. 10:00. Tindaflöt 6, mhl. 02-0502, 03B-07, fnr. 227-9901, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið Skjól ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðviku- daginn 15. júní 2011 kl. 10:00. Æðaroddi 8, hesthús, mhl. 01-0101, fnr. 210-0010, Akranesi, þingl. eig. Elísabet Halldóra Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðviku- daginn 15. júní 2011 kl. 10:00. Ægisbraut 15, mhl. 01-0101, fnr. 210-0154, Akranesi, þingl. eig. Gunnar Þór Jóhannesson, Björn Gústaf Hilmarsson og Haukur Sigurbjörns- son ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akranesi, miðvikudaginn 15. júní 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 9. júní 2011. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Reynivellir 6, íb. 01-0201, bílsk. 01-0102 (214-9986) Akureyri, þingl. eig. Hanna Hlíf Bjarnadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 15. júní 2011 kl. 10:00. Strandgata 49, geymsla 02-0103 (225-4639) Akureyri, þingl. eig. Björgvin Ólafsson, gerðarbeiðandi BYR sparisjóður, útibú 1145, miðvikudaginn 15. júní 2011 kl. 10:20. Strandgata 49, geymsla 02-0104 (225-4640) Akureyri, þingl. eig. Björgvin Ólafsson, gerðarbeiðandi BYR sparisjóður, útibú 1145, miðvikudaginn 15. júní 2011 kl. 10:20. Sýslumaðurinn á Akureyri, 8. júní 2011. Halla Einarsdóttir, ftr. Raðauglýsingar Í dag verður hann Pétur jarðsettur en hann lést 6. janúar sl. og útför hans fór fram 19. janúar. Hann kaus að verða brenndur og hefur aska hans verði geymd í krukku uppi á hillu til dagsins í dag, en hann hefði orðið níræð- ur í dag. Hans verður því minnst af fjölskyldunni í dag jafnhliða því að hann verður ✝ Pétur Jónssonfæddist í Reykjavík 9. júní 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. janúar 2011. Útför Péturs fór fram frá Fossvogs- kirkju 19. janúar 2011. jarðsettur hjá henni Dúnu sinni og það meira að segja ofan á henni eins og hann sagði glottandi. Pétri kynntist ég fyrst árið 1995 þegar ég tengdist fjölskyldu hans og fór að vinna í að fjölga afkomendum hans. Mér tókst það ágætlega og áður en yfir lauk hafði ég fjölgað þeim um þrjá. Dætur mínar nutu þess að umgangast langafa sinn. Hann var skemmtilegur karl og hafði gaman af að fá afkomendur sína og fylgifiska í heimsókn. Það var stutt í gleðina og stríðnina hjá honum Pétri og oft á tíðum tók hann undir þeg- ar stríða þurfti Möggu, dóttur hans, tengdamömmu minni. Hann átti sex misstjórnsamar dætur og oftar en ekki þóttist hann vera „fórnarlamb“ þeirra. Þegar ég kynntist Pétri fyrst var Dúna enn lifandi en sjúk- lingur. Hann var því sá sem sá um allt á heimilinu. Hann eld- aði og bakaði. Eitt af því sem ég hef notið og nýt vonandi um ókomin ár er uppskrift að brauði sem bakað er um jól og haft með hangikjötinu. Hann hélt þó fyrir sig uppskriftinni að brúnu sósunni með sunnu- dagslærinu og fór hún líklega með honum í gröfina. Þar fór góð sósa forgörðum. Eitt af því sem ég tók að mér síðustu árin var að minna hann á að endurnýja ökurétt- indin sín. Hann var ágætlega duglegur að fara á milli staða innan borgar þó svo að umferð- armannvirkin væru nú orðin heldur flóknari en áður. Ekki man ég til þess að kvartað hafi verið yfir aksturslagi hans þó svo að hann hafi verið gamall maður með hatt í umferðinni og ekki var hann að villast eða týnast. Þegar hann lést var hann enn með ökuréttindin í gildi en hann ákvað síðasta haust að hætta að aka sjálfur. Einhvern veginn finnst mér eins og hann hafi séð fyrir sér að endalokin væru að nálgast. Það var eitt og annað sem gaf það til kynna að hann sæi fyrir sér að hverju stefndi. Enda var hann svo sem búinn að bíða eft- ir því að hitta hana Dúnu sína aftur. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Pétri og kveð hann með söknuði. Ég er þakklátur fyrir það að dætur mínar fengu að kynnast langafa sínum og eiga þær góðar minningar um hann. Þær kveðja hann líka með söknuði. Hvíldu í friði. Guðmundur Fylkisson. Pétur Jónsson ✝ SigurbjörgOttesen fædd- ist á Ytra-Hólmi í Innri-Akranes- hreppi 25. maí 1924. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 29. apríl 2011. Sigurbjörg var dóttir Péturs Otte- sen, bónda og al- þingismanns, f. 2.8. 1888, d. 16.12. 1968 og Petrínu Helgu Jónsdóttur hús- freyju frá Káraneskoti í Kjós, f. 5.12. 1889, d. 2.9. 1972. Bróðir Sigurbjargar var Jón Ottesen, f. 4.11. 1927, d. 12.11. 1988. Uppeldisbróðir Sigurbjargar var Oddgeir Ottesen, f. 18.12. 1922, d. 8.6. 2010, einnig ólst upp hjá foreldrum Sig- urbjargar Anton Ottesen, f. 9.12. 1943, báðir synir Mortens Ottesen, föðurbróður Sig- urbjargar. Árið 1946 giftist Sigurbjörg Eggert, f. 1970, b) Sigurrós, f. 1972 og c) Heiða, f. 1974. 3) Erla, f. 1947. Sonur hennar er a) Sigurbjörn Orri, f. 1978, eig- inkona Brynhildur Steindórs- dóttir. Börn þeirra eru Arna Sól og Brynja Sól. Sigurbjörg sleit barns- skónum á Ytra-Hólmi. Hún bjó í Reykjavík með eiginmanni sín- um. Eftir skilnað hennar og Hauks flutti hún á ný á Ytra- Hólm. Síðar flutti hún aftur til Reykjavíkur og bjó lengst af á Laugarnesvegi 110. Sigurbjörg fór ung að vinna fyrir sér og reyndist löngum eftirsótt til vinnu fyrir dugnaðarsakir og ósérhlífni. Hún vann ýmis störf, m.a. við fiskvinnslu hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og sem ráðskona í mötuneyti Skóga- skóla. Hún vann einnig við þjónustu og umönnun, hún af- greiddi í verslun en lengst af vann hún við ræstingar og í bý- tibúri á Hrafnistu og síðast á Landspítalanum, þar sem hún lauk starfsævi sinni. Útför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu þann 6. maí sl. Hauki Magnússyni frá Reykjavík, f. 8.1. 1922, d. 12.1. 1995. Foreldrar hans voru Sveina Oddsdóttir hús- freyja og Júlíus Magnús Guð- mundsson, bak- arameistari frá Reykjavík. Sig- urbjörg og Haukur hófu búskap í Reykjavík, þau slitu samvistir. Börn Sigurbjargar og Hauks eru: 1) Pétur, f. 1945, eiginkona Halldóra Árnadóttur, f. 1941, þau skildu. Þeirra sonur er a) Árni S. Pétursson, f. 1973, eig- inkona Silja Huld Árnadóttir. Börn þeirra eru Elín Kolfinna og Birta. 2) Örn, f. 1947, eig- inkona Kara Jóhannesdóttir, stjúpbörn hans eru a) Signý, f. 1972, b) Ása Kristín, f. 1975, c) Steingrímur, f. 1977 og d) Tjörvi, f. 1980. Stjúpbörn Arn- ar úr fyrra sambandi eru a) Þann 29. apríl sl. kvaddi hún Bía amma okkur. Ég var svo ánægður að hafa náð að hitta þig morguninn áður en þú skildir við okkur, þannig gafst mér tæki- færi til að kveðja þig. Fyrstu minningar mínar um ömmu má rekja til þess tíma er ég bjó í New York með for- eldrum mínum. Þá var ég 6 ára og hún heimsótti okkur þangað. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á kóngafólki og forsetum Banda- ríkjanna enda tók hún þá af skarið í þeirri heimsókn og ferð- aðist á eigin vegum með rútu frá New York til Washington. Í Washington fékk hún ósk sína uppfyllta og kynnti sér þar Hvíta húsið. Mér er einnig minnisstætt úr bernsku minni hversu mikill dugnaðarforkur hún var. Ég gleymi því heldur ekki þegar hún bauð mér á sýn- ingu hjá Ladda á Hótel Sögu þegar ég var 11-12 ára. Hún hafði fengið boðsmiðann frá Morgunblaðinu þar sem hún starfaði til margra ára við að bera út blaðið. En þannig hófst dagurinn hjá henni eldsnemma, við að bera út blöðin, en það var bara rétt byrjunin. Því næst var haldið niður í bæ og aukablöðin sem hún átti seld til fastra við- skiptavina og því næst lá leiðin á Hringbrautina þar sem hún starfaði á Landspítalanum við ræstingar og í býtibúri. Þeirri vinnu lauk kl. 16 en þá sá hún enga ástæðu til að láta staðar numið því eftir það fór hún ým- ist í aukavinnu á Landspítalan- um eða tók að sér heimilisþrif. Það er því óhætt að segja að það hafi verið nóg að gera hjá henni frá morgni til kvölds. Þegar ég var 19 ára og hafði nýlokið framhaldsskóla fékk ég enn betra tækifæri til að kynn- ast ömmu. Þá lauk ég stúdents- prófi í desember og hafði ákveð- ið að fara í Háskólann haustið þar á eftir. Ekki voru mörg störf í boði á þeim tíma en þá fær amma þá hugmynd að sækja um starf fyrir mig á Landspítalan- um við ræstingar á skurðdeild spítalans. Hún útvegaði mér því vinnu en þar starfaði ég við vaktavinnu á sumrin og með skóla. Ég hef ávallt verið henni mjög þakklátur fyrir það, því á þeim tíma gafst mér tækifæri til að vinna á sama vinnustað og hún til nokkurra ára. Þar kynnt- ist ég henni mjög vel. Hún var mjög röggsöm og mikill dugnað- arforkur sem allir sóttust eftir að hafa í vinnu. Mér er sér- staklega minnisstætt að ég nýtti oft vinnupásur mínar til að heimsækja hana í býtibúrið þar sem hún starfaði og þar spjöll- uðum við mikið saman og tengd- umst vel. Amma fylgdist alltaf gríðar- lega vel með því sem var að ger- ast í þjóðfélaginu og hafði sterk- ar stjórnmálaskoðanir. Það var því alltaf gaman að spjalla við ömmu enda lá hún sjaldan á skoðunum sínum. Amma var ávallt góð við mig og henni þótti mjög vænt um barnabarnabörnin sín. Mér þyk- ir miður að eftir að ég flutti er- lendis þá missti ég aðeins niður sambandið við ömmu en engu að síður þá ræddi ég og Silja, kon- an mín, reglulega við hana. Silju þótti alltaf gaman að spjalla við ömmu og meðan við bjuggum erlendis þá áttu þær oft löng samtöl í gegnum síma. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum kraftmikla konu. Ég bið guð um að styrkja pabba, Erlu, Örn og Orra og að- standendur í þeirra sorg. Guð verði með ykkur. Árni Sigurður Pétursson. Elsku amma mín, ég á þér svo margt að þakka. Þegar ég var sex ára gamall flutti ég ásamt mömmu minni á þitt heimili og bjó þar í 11 ár. Þú mótaðir mig og gafst mér mikilvægt vega- nesti inn í framtíðina. Margar eru minningarnar um þig sem ég kem til með að geyma um aldur og ævi. Þú varst eitt mesta hörkutól sem ég hef á ævi minni kynnst. Þú varst vöknuð alla daga fyrir klukkan fimm á morgnana til þess að bera út blöð. Þegar því var lokið fórstu til vinnu á Land- spítalanum þar sem þú varst að fram á kvöld. Þessari vinnu- hörku hélst þú allt þar til lík- aminn gat ekki meir. Þú áttir alltaf erfitt með að þiggja, þér var afar umhugað um að allir skyldu fá jafnt og sýndi það sig í lifnaðarháttum þínum allt þitt líf. Við gátum rætt um allt milli himins og jarðar, ávallt varstu góður hlustandi og ég gat alltaf treyst á þig enda varstu einn af mínum bestu vinum. Núna ertu komin á betri stað og allir verkir horfnir. Ég kveð þig, elsku amma mín, og um leið þakka ég þér fyrir allan þann kærleik og hlýju sem þú veittir mér og minni fjölskyldu. Að lokum vil ég kveðja þig með bæn sem þú fórst oft með fyrir mig þegar ég var lítill. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Hallgrímur Pétursson Þitt barnabarn, Sigurbjörn Orri Úlfarsson. Sigurbjörg Ottesen ✝ Ingibjörg Jó-hanna Þórð- ardóttir Hansen fæddist á Kjart- ansstöðum á Lang- holti í Skagafirði þann 3. sept. 1927. Hún lést á Sjúkra- húsi Skagfirðinga á Sauðárkróki þann 22. maí 2011. Foreldrar hennar voru Þórleif Sig- ríður Benediktsdóttir hús- freyja f. 17. ágúst 1899, d. 27. maí 1931 og Þórður Jóhanns- son bóndi á Kjartansstöðum f. 3. sept. 1892, d. 21. sept. 1950. Ingibjörg var einbirni. Hún giftist Jóhannesi Frið- rik Hansen vöruflutningabíl- ur Eddu Lúðvíksdóttur f. 1. júní 1955. Börn þeirra eru Jó- hannes Friðrik, Ingibjörg Huld og Ragnhildur. Barna- börn Þórðar og Eddu eru fjög- ur. 3) Elín Jósefína f. 5. maí 1952, gift Ingimundi Tóm- assyni f. 16. mars 1949. Börn Elínar og Ingimundar eru Ólafur Þór og Katrín Sif, fyrir átti Elín soninn Inga Frey Ágústsson. 4) Árni f. 22. jan. 1957. Börn Árna eru Jóhann Þór, Kristinn Björgvin og Alma Ösp. Barnabörn Árna eru tvö. 5) Sigríður Ragna f. 22. júlí 1960, gift Ingimundi Ingvarssyni f. 4. des. 1960. Börn þeirra eru Ingvar Björn og Jóhannes Friðrik, fyrir átti Ragna dótturina Margréti Björgu Guðnadóttur. Barna- börn Rögnu og Ingimundar eru tvö. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey frá Sauðárkróks- kirkju 2. júní 2011. stjóra þann 7. júní 1947. Jóhannes fæddist 23. des. 1925. Foreldrar hans voru Friðrik Hansen kennari á Sauðárkróki, f. 17. jan. 1891, d. 27. mars 1952 og Jós- efína Erlends- dóttir húsfreyja f. 2. nóv. 1894, d. 19. nóv. 1937. Börn Ingibjargar og Jóhannesar eru 1) Kolbrún f. 28. nóv. 1947, gift Guðna Pálma Oddssyni f. 3. ágúst 1947. Börn þeirra eru Ingibjörg Hrönn, Guðni Rúnar og Atli Már. Barnabörn Kol- brúnar og Pálma eru sex. 2) Þórður f. 8. júní 1949, kvænt- Ef einhver er hjá Guði, þá er það hún Ingbjörg sem á þar vís- an stað, en hún lést sunnudag- inn 22. maí síðastliðinn. Ingi- björg var einstaklega góð manneskja og mátti ekkert aumt sjá, hvorki hjá mönnum né dýrum, þó með einni undantekn- ingu, flugur voru ekki velkomn- ar inn á hennar heimili og urðu ekki langlífar ef þær voguðu sér þangað inn. Mín fyrstu kynni af Ingi- björgu voru þegar mér varð það á að bakka á bíl heimasætunnar, sem stóð fyrir utan húsið. Ég barði að dyrum, heldur lúpuleg- ur til að tilkynna óhappið. Hún tók á móti mér og bauð mér upp á kaffi og nýbakaðar kleinur, áð- ur en hún kallaði á heimasætuna sem þótti full mikið látið með dónann sem var búinn að skemma fyrir henni nýja bílinn. En þetta átti allt eftir að lagast og höfum við verið gift í rúm- lega 20 ár. Eftir þetta var ég tíður gestur á Ægisstígnum og iðulega boðið upp á kræsingar og notalegt spjall um daginn og veginn. Mér varð strax ljóst að Ingibjörg var einstaklega hjartahlý manneskja og sást það best, ef einhver var minnimáttar eða átti á einhvern hátt bágt. Einnig var hún mjög barngóð og hafði gott lag á börnum, að aldr- ei þurfti hún að skamma þau eða hækka róminn til að hafa þau góð. Stundum þegar illa gekk í barnauppeldinu var leitað til Ingibjargar og dugði oft eitt símtal við barnið til að gera kraftaverk. Ingibjörg var heima- vinnandi lengst af og ofdekraði Jóa sinn, en málin snérust við undir það síðasta en þá stóð Jói sig hetjulega í eldamennsku sem og í öðrum verkum er til féllu á heimilinu. Nú þegar ég get ekki lengur leitað til Ingibjargar með göt- ótta sokka, rifin föt, barnapöss- un eða eitthvað annað tilfallandi, get ég alltaf yljað mér við ótal góðar minningar sem ég hef eignast í kynnum mínum við hana í gegnum tíðina. Ingibjörg, þín er og verður sárt saknað um ókomin ár. Þinn, tengdasonur, Ingimundur Ingvarsson. Ingibjörg Jóhanna Þórðardóttir Hansen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.