Morgunblaðið - 09.06.2011, Side 29

Morgunblaðið - 09.06.2011, Side 29
DAGBÓK 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 8 2 9 3 1 7 5 5 9 8 7 2 2 7 9 1 5 5 1 2 4 7 9 1 3 7 5 2 3 3 1 8 7 5 6 2 9 6 9 2 1 7 7 3 1 8 8 6 9 7 7 3 9 9 3 2 8 8 6 9 2 5 9 2 5 3 8 1 2 5 7 9 6 5 8 7 6 3 5 1 9 6 8 4 2 7 3 6 2 3 9 1 7 5 8 4 7 4 8 3 2 5 6 9 1 4 9 2 5 6 3 7 1 8 3 7 5 1 4 8 9 2 6 1 8 6 7 9 2 3 4 5 9 6 7 4 5 1 8 3 2 2 5 1 8 3 9 4 6 7 8 3 4 2 7 6 1 5 9 8 6 1 4 9 2 7 5 3 9 2 3 6 5 7 1 4 8 5 7 4 1 8 3 6 9 2 4 3 2 9 6 1 5 8 7 7 9 8 3 4 5 2 6 1 6 1 5 7 2 8 9 3 4 2 4 9 8 7 6 3 1 5 3 5 6 2 1 4 8 7 9 1 8 7 5 3 9 4 2 6 2 4 5 8 9 3 7 1 6 9 3 7 6 4 1 5 8 2 8 6 1 5 7 2 3 9 4 4 9 2 7 3 6 8 5 1 7 1 3 4 5 8 6 2 9 6 5 8 2 1 9 4 3 7 3 7 4 9 2 5 1 6 8 5 8 9 1 6 7 2 4 3 1 2 6 3 8 4 9 7 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 9. júní, 160. dag- ur ársins 2011 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Víkverja varð ekki um sel þegarhann sá í upphafi mánaðar við- vörun Alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) um að farsímar gætu valdið krabbameini. Ráðlagði stofnunin fólki að senda smáskilaboð og nota handfrjálsan búnað fremur en að bera farsímann að höfði sér. x x x Víkverja létti aðeins við lesturgreinar á heimasíðu The New York Times þar sem farið var ofan í það hver hættan væri í raun. Þar kom fram að WHO hefði metið 900 áhættuþætti. 107 væru krabbameins- valdandi, þar á meðal asbest og tóbak. 59 væru sennilega krabbameinsvald- andi, til dæmis vinna á næturvöktum. 266 væru mögulega krabbameins- valdandi, þar á meðal kaffi og nú far- símar. Í greininni kemur fram að tengingin á milli farsíma og krabba- meins er mjög veik. Geislunin, sem farsímar gefi frá sér, sé óveruleg og ekki nógu sterk til að eyðileggja efna- sambönd eða skemma DNA. x x x Stærsta könnunin, sem gerð hefurverið, svokölluð Interphone- könnun, bendi jafnvel til þess að far- símar verndi fyrir krabbameini, en því trúi enginn. Fimm milljarðar far- síma eru skráðir í notkun í heiminum og væru þeir krabbameinsvaldandi ætti að hafa brotist út faraldur. „Ef horft er til þróunar krabbameins í heila þau 25 ár, sem farsímar hafa verið í notkun, sjást engar vísbend- ingar um aukningu,“ hefur blaðið eftir Meir J. Stampfer, prófessor við læknaskóla Harvard-háskóla. „Ólíkt stærðfræði er í vísindum ekki hægt að tala um algera vissu, en í samhengi hlutanna er hér ekki á ferðinni heil- brigðisvá, sem ég myndi hafa áhyggj- ur af.“ x x x Ígreininni segir þó að ekki megi af-skrifa hættuna af farsímum með öllu. Nú hafi heil kynslóð verið ber- skjölduð fyrir farsímum frá barnæsku og enginn viti hvaða áhrif það hafi á heilsu að nota farsíma alla ævi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 drottningu, 8 tert- an, 9 náin, 10 megna, 11 glataði, 13 óhreinkaði, 15 korntegundar, 18 ísbrú, 21 blóm, 22 siðprúð, 23 kjánar, 24 einvígi. Lóðrétt | 2 tréð, 3 gleypi, 4 reka í gegn, 5 borða, 6 afkimi, 7 sögustaður, 12 atorku, 14 knöpp, 15 kvennamaður, 16 jafnaðargeð, 17 tottuðum, 18 vísa, 19 sterk, 20 gleðikona. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rusla, 4 fegin, 7 kopps, 8 ölæði, 9 aur, 11 alin, 13 óaði, 14 ýfing, 15 skýr, 17 nekt, 20 und, 22 rausn, 23 ísing, 24 klaga, 25 linan. Lóðrétt: 1 rekja, 2 seppi, 3 ausa, 4 fjör, 5 glæða, 6 neiti, 10 ur- inn, 12 nýr, 13 ógn, 15 skrök, 16 ýsuna, 18 efinn, 19 tigin, 20 unna, 21 díll. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ólík nálgun. A-NS. Norður ♠9 ♥1076 ♦ÁD53 ♣109872 Vestur Austur ♠G102 ♠KD74 ♥32 ♥KD984 ♦KG1086 ♦9742 ♣543 ♣– Suður ♠Á8653 ♥ÁG5 ♦– ♣ÁKDG6 Suður spilar 1♠. Austur opnar létt í þriðju hendi á 1♥ og suður á leikinn. Einhverjar til- lögur? Þetta virðist vera upplagt tækifæri til að beita „Michaels“-innákomu: segja 2♥ og lýsa þannig í einni sögn minnst 5-5 í spaða og láglit. Um styrk- inn má alltaf tala síðar. Spilið er úr margræddum úrslitaleik Bandaríkjamanna um keppnisréttinn á HM. Öðrum megin var aldursforset- inn í suður, Fred Gitelman (46). Hann sagði 1♠ og þar dóu sagnir! Í sama sæti á hinu borðinu sat yngsti spil- arinn, Justin Lall (24). Hann sagði 2♥. Makker hans, Joe Grue, spurði um láglitinn með 2G. Svarið er uppbyggj- andi samkvæmt kerfinu og því gat Lall stokkið í 6♣, þar og þá. Giltelman fékk 9 slagi í 1♠ (140); Lall fékk 12 slagi í 6♣ (1370). 9. júní 1741 Ferming barna var lögboðin hér á landi, en hún hafði þó tíðkast um aldir. 9. júní 1943 Hæstaréttardómur var kveð- inn upp í Hrafnkötlumálinu, sem fjallaði um heimild til út- gáfu fornrita án svonefndrar samræmdrar stafsetningar fornrar, en Halldór Laxness og fleiri höfðu þá gefið út Hrafnkels sögu Freysgoða með nútímastafsetningu. Út- gefendur voru sýknaðir. 9. júní 1964 Höggmyndin Útlagar eftir Einar Jónsson var sett upp við Suðurgötu í Reykjavík. Undir myndinni er stór steinn úr Öskjuhlíðinni. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Planið er nú bara að vera með fjölskyldunni og fara út að borða,“ segir Ólafur Örn Ingólfsson, hagfræðingur og starfsmaður Fjármálaeftirlits- ins. Tilefnið er ákveðin tímamót en hann er 60 ára í dag. Ólafur Örn segir afmælið sitt ekki efst í huga sér um þessar mundir heldur dóttir hans, sem hef- ur verið í framhaldsnámi við Háskólann í Reykja- vík og útskrifast 18. júní næstkomandi. „Ég er að rifna úr stolti, það er mikilvægara að halda út- skriftarveislu heldur en afmæli að mínu mati. Ég mun þó að sjálfsögðu slá á létta strengi,“ segir Ólafur kátur. Ólafur er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur og eiga þau eina dóttur. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1976 og þaðan lá leið hans í framhaldsnám til Uppsala í Svíþjóð. Ólafur segist þakklátur fyrir hvern dag sem hann sé við góða heilsu. „Ég er við góða heilsu þó ég sé farinn að finna fyrir aldrinum í speglinum heima hjá mér. Maður þorir vart að líta í spegilinn lengur,“ segir Ólafur hlæjandi og bætir því við að hann finni ekki fyrir aldr- inum að öðru leyti. janus@mbl.is Ólafur Örn Ingólfsson er 60 ára í dag Breytt andlit í speglinum Hlutavelta Margrét Jóna Stefánsdóttir hélt tombólu í verslunarmið- stöðinni Gler- ártorgi og safn- aði með því 4.060 krónum sem hún styrkti Rauða krossinn með. Flóðogfjara 9. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.57 0,8 12.14 3,2 18.25 1,0 3.06 23.49 Ísafjörður 1.27 1,9 8.01 0,5 14.14 1,7 20.28 0,6 1.59 25.06 Siglufjörður 3.49 1,2 10.10 0,2 16.45 1,1 22.37 0,3 1.34 24.56 Djúpivogur 2.59 0,7 9.10 1,9 15.26 0,7 21.42 1,9 2.22 23.31 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Leitaðu að öruggum farvegi fyrir atorku þína en mundu að enginn er annars bróðir í leik. Það getur kostað nokkur óþæg- indi að leita nýrra leiða til lausnar vanda- málum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ákvörðun eða dómur stjórnvalds hefur áhrif á fjölskyldu þína eða eignir þínar. Vinir átta sig alls ekki á því hvað þú ert frökk/ frakkur núna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér finnst einhverjir vera að seilast inn á valdsvið þitt. En hlutirnir ganga vel og fólk hugsar jákvætt um þig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er ekki til neins að stinga höfðinu í sandinn. Betur sjá augu en auga og margar hendur vinna létt verk. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ef þú lítur í kringum þig sérðu að marg- ur er mun verr staddur en þú og að þú hefur í raun ástæðu til þess að una glaður við þitt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Láttu ekki undan minnstu löngun til lausungar í fjármálum því allt slíkt hefnir sín. Gættu þess að bregðast aldrei aðdáendum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú er rétti tíminn til að eiga samskipti við fólk. Lærðu að sjá undir yfirborðið og upplifðu þá fölskvalausu gleði sem svo oft felst í því smáa. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að skipuleggja hlutina miklu betur því aðeins þannig geturðu bætt afköst þín bæði heima fyrir og í vinnunni. Veittu þá handleiðslu sem þér er unnt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Stundum er allt í lagi að fara eftir fyrstu tilfinningu þótt yfirleitt sé skynsamlegt að tékka hana af til öryggis. Ykkur ætti að reynast auðvelt að telja aðra á ykkar band. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Notaðu daginn til þess að ljúka fasteignasamningum eða kaupa eitthvað fyrir heimilið eða fjölskyldumeðlim. Þér er hætt við að gera of miklar kröfur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gættu þess að tala skýrt og skil- merkilega við fjölskyldumeðlimi. Segðu sjálf- um þér að hverju þú dáist og nýtur í eigin fari. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú getur bara ekki stillt þig um að kaupa eitthvað fallegt í dag. Daginn í dag ætt- irðu að nota til læra, stunda tilraunir, spyrja spurninga og æfa þig. Stjörnuspá Ragna Kristín Árnadóttir frá Hafnarhólmi við Steingrímsfjörð, nú til heimilis í Æsufelli 6, verð- ur áttræð í dag, 9. júní. Af því til- efni er öllum vin- um, ættingjum og nágrönnum boð- ið til veislu laugardaginn 11. júní milli kl. 16 og 20 í Seljakirkju. 80 ára 1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. f4 Rc6 4. Rf3 g6 5. Bb5 Bd7 6. 0-0 a6 7. Bxc6 Bxc6 8. d3 Bg7 9. De1 Dd7 10. a4 f5 11. Rd5 fxe4 12. dxe4 Hb8 13. Rg5 Bxd5 14. exd5 Df5 15. Re6 Bf6 16. De2 h5 17. Ha3 Rh6 18. Hg3 Kd7 Staðan kom upp í atskákhluta Am- ber-mótsins sem lauk fyrir nokkru í Mónakó. Magnus Carlsen (2.815) frá Noregi hafði hvítt gegn Búlgaranum Veselin Topalov (2.775). 19. Hg5 Bxg5 20. fxg5 Dxd5 svartur hefði einnig staðið höllum fæti eftir 20. … Dg4 21. Dd3 Rf5 22. Hf4. Framhaldið varð eft- irfarandi: 21. Rf4 Dd4+ 22. Be3 De4 23. gxh6 Hxh6 24. Rd5 Hhh8 25. Dd2 Hhf8 26. He1 Hf5 27. Rb6+! Kc6 28. Bxc5! Hbf8 29. Bd4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.