Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand OG Í KVÖLD MUNUM VIÐ SÝNA... „KÓNGULÆR TAKA YFIR JÖRÐINA” STRÁKAR, EIGIÐ ÞIÐ ÞESSA EKKI Á DVD? ÉG FANN HANA! ÉG FANN BÓKA- SAFNSBÓKINA! ÉG OPNAÐI ÍSSKÁPINN OG ÞAR VAR HÚN! ÞAÐ ER FRÁ- BÆRT! ÉG FANN HANA! HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA! ÉG TRÚI ÞESSU EKKI! ÉG FANN BÓKINA! ÞETTA ER FRÁBÆRT! FÓLK ER SJALDAN JAFN FEGIÐ EINS OG ÞEGAR ÞAÐ SLEPPUR VIÐ REFSINGU VIÐ ÞURFTUM ÞVÍ MIÐUR AÐ LOKA HLAÐBORÐINU KLUKKUTÍMA FYRR EN VENJULEGA HA? HVAÐ KEMUR TIL? HRÓLFUR KOM Í HÁDEGINU EF ÞÚ HEFUR ÁHYGGJUR AF ÚTGJÖLDUM OKKAR ÞÁ ÆTTIRÐU KANNSKI AÐ EYÐA MINNI PENINGUM Í DEKUR ÞAÐ VÆRI EKKI AUÐVELT NUDDARINN SEM ÉG FER TIL ER SÁ EINI SEM KANN ALMENNILEGA AÐ LOSA UM VÖÐVABÓLGUNA MÍNA HANN VIRÐIST GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ FARA SJALDNAR TIL HANS? ÉG HJÁLPAÐI ÞÉR AÐ RÆNA BANKANN ÉG VIL FÁ DÓTTUR MÍNA AFTUR VERTU RÓLEGUR, HÚN ER ÖRUGG HVENÆR MÁ ÉG FARA HEIM? ÉG SLEPPI HENNI UM LEIÐ OG ÞÚ HJÁLPAR OKKUR MEÐ RÁN SEM TEKST VEGNA ÞESS... AÐ EF ÉG FÆRI MEÐ ÞIG ÞANGAÐ ÞÁ VÆRI ÞAÐ VARLA EINVERUBYRGI Aukum byggða- kvótann úr 8% í 30% Breytingar eru á fisk- veiðistjórnun. Lögð er af sala eða leiga fisk- veiðiheimilda. Í stað- inn fá menn fiskveiði- heimildirnar eða veiðireynslu og 8% byggðakvóta og strandveiðikvóta, sam- tals 15%. Mér finnst úr því sem komið er, að horfið er frá innköllun á veiðiheimildum (kvóta) 5% á ári næstu 20 ár, að það ætti að stærstum hluta að miða við veiði- reynslu en byggðakvótinn yrði auk- inn úr 8% í 30%. Byggðakvótinn sé á kostnað heild- arfiskveiðiheimilda. Svo línutvöföld- un báta og skipa frá 12 brúttótonnum til 100 brúttótonna vegna gæða af veiðunum. Til greina kæmi að það yrði nokkurs konar uppbót ef heildar- veiðin gengi illa. Þá minni bátar. Strandveiðar minni báta eru góðar og þeim ber að viðhalda og auka ef eitthvað er. Það þarf að meta og skoða hvað hentar veiðunum vegna veðurs fyrir minni báta. Mér finnst aukning á byggða- kvóta nauðsyn vegna þess að það er sanngjarnt að nýir menn komist inn í greinina. Þá á ég að sjálfsögðu við að það séu menn sem starfa á sjó. Minni bátar þurfa að fá sinn skerf af heild- arkökunni (fiskveiðiheimildum). Taka mætti upp kerfi fyrir minni báta sem tæki mið af stærð bátanna, veðráttu og svo hvaða fisk menn væru að veiða, t.d. lúðu á Breiðafirði eða stærri báta að veiðum í land- grunnskantinum þá á lúðuveiðum. Hugs- anlega ættu minni bátar sem stunduðu handfæraveiðar að fá að stunda þær sem frjálsast í júní, júlí fram í miðjan eða endaðan ágúst ef veður leyfa í ágúst. Stór þorskur gengur t.d. upp á Sel- vogsbanka í byrjun ágúst og þurfa menn þá helst tveggja eða þriggja daga blíðu- veður ef vel á að vera svo mönnum sé óhætt við færaveiðarnar. Þá þurfa menn gott ferðaveður fram og til baka af bankanum. Í ágústmánuði er heppilegast að stærð báta sem róa á Selvogsbanka sé ekki undir 12 brúttótonnum. En veður geta oft verið válynd í ágúst- mánuði. Þá er töluvert af lúðu á bank- anum, m.a. á þessum tíma líka. Einn- ig er töluvert af færafiski á sjö mílna horninu svokallaða sem er sjö sjómíl- ur suðvestur af Eldey. Þar er töluvert rek vegna straums og þarf oft að kippa eða sigla upp á sama punkt. Í Reynisdýpi, syðra og vestara hrauni, Látraröst, Breiðafjarðarfláka er mik- ill færafiskur á sumrin. Kristján Snæfells Kjartansson skipstjóri. Ást er… … að horfa á sólina setjast, hægt og rólega. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30. Opinn púttvöllur. Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, kaffi/ dagblöð, ferðalag verður kl. 13. Bingó á morgun kl. 13. Dalbraut 18-20 | Valborg Ólafsdóttir söngkona syngur við undirleik Orra Guð- mundssonar kl. 15. Samverustund með Erlu Björk Jónsdóttur guðfræðingi eftir kaffi. Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl. 8-16. Stólajóga kl. 10.15. Boccia kl. 10.45. Eftirlaunadeild símamanna | Sum- arferðin verður 13.-17. ágúst. Upplýs- ingar gefur Ragnhildur í síma 551-1137 eða 898-4437. Félagsheimilið Boðinn | Handavinna kl. 13. Hugleiðsla kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.05, handavinnustofan opin og hádegisverður. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi Gong kl. 8.10, síðasti tími fyrir frí, handavinnuhorn kl. 13, spila- og vinnu- stofur opnar. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30 m.a. perlusaumur eftir hádegi. Miðvikud. 15. júní ferðalag um Árnes- sýslu „ævintýralandið“, skipulag og leið- sögn Jóhann Davíðsson, lagt af stað kl. 10, áætluð heimkoma kl. 18, skráning á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, Boccia kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30. Hraunsel | Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20, félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 13.30, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50, listasmiðja kl. 9. Matur og kaffi. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðir. Uppl.í síma 411-2790. Norðurbrún 1 | Sölu- og handverkssýn- ing 9. og 10. júní kl. 14-18. Veitingar og harmonikkuleikur kl. 15.30. Skemmtifélag eldriborgara | Óvissu- ferð verður 15. júní, kaffi. Farið frá Hraunbæ kl. 13, Mjódd kl. 13.05, Afla- granda kl. 13.20, Vesturgötu kl. 13.25, Lækjartorgi 13,30. Uppl. í síma 775- 1340. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður (Tiffany’s), ganga kl. 9.15. Kertaskreyt- ingar kl. 13. Kóræfing kl. 13. Leikfimi kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Fé- lagsmiðstöðin opin. Hárgreiðslu- og fóta- aðgerðarstofur opnar. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fíaá Sandi í Aðaldal, var að koma af dansleik á Akureyri klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags og lýsir því sem fyrir augu bar: „Þá gat að líta þá rauðustu sól- aruppkomu sem ég hef séð, risa- vaxna skál á hvolfi að þokast upp úr sortanum hátt yfir heiðinni. Ég hafði því miður ekki myndavél, en tók mynd þegar ég kom heim en þá var hún farin að lýsast og minnka.“ Og auðvitað fylgir vísa: Auð er jörð og einnig Víkurskarðið öskuskaflar hátt á fjallatindum. Eldrauð sól sést yfir rofabarðið öskusól er glæsileg á myndum. Sigrún Haraldsdóttir gefur ekki mikið fyrir sumarið: Illa þori út á hlað, að mér hroll þar setur, ég trúi því og treysti að tíðin skáni í vetur. Ágúst Marinósson tekur í sama streng: Þjóðin hnípin þráast við þunglynd vegna skulda Ekki batnar ástandið allir skjálfa úr kulda. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af „sumri“ og öskusól Öskusól Hólmfríður Bjartmars- dóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.