Morgunblaðið - 09.06.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.06.2011, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Það er samt merkilegt að Svarfdælingar telja sig ekki vera Eyfirðinga 34 » Á föstudag opnar Anna María Sig- urjónsdóttir ljósmyndasýninguna Herrar, menn og stjórar á Norður- bryggju í Kaupmannahöfn. Á sýningunni eru myndir af 35 konum ásamt hugleiðingum þeirra um starf sitt eða um lífið og til- veruna, en þær konur sem mynd- aðar voru fyrir sýninguna eiga það sameiginlegt að starfsheiti þeirra endar á „herra“, „maður“ eða „stjóri“ eða að þær gegna eða gegndu starfi sem hér áður fyrr var álitið karlmannsstarf. Konurnar voru myndaðar á vinnustöðum sín- um við sem eðlilegastar aðstæður. Sýningin er tileinkuð Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta. „Herrar, menn og stjórar“ var sett upp á nokkrum stöðum á Íslandi á síðasta ári. Anna María Sigurjónsdóttir er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og býr í Reykjavík. Hún stundaði nám í ljósmyndun í Bandaríkjunum og útskrifaðist með BA í ljósmyndun árið 1993 og MFA árið 1995 frá Savannah College of Art and De- sign. Anna María hefur haldið 25 sýn- ingar hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Myndir eftir hana hafa birst í bókum og erlend- um tímaritum. Sýningin á Norður- bryggju í Kaupmannahöfn er fyrsta sýning Önnu Maríu í Danmörku. Herrar, menn og stjórar til sýnis á Norðurbryggju  Myndir af konum í „karlmannsstörfum“ Hugleiðing Ein mynda Önnu Maríu Sigurjónsdóttur á sýningu hennar á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Skáldsagan Svörtuloft eftir Arnald Indriðason var kjörin glæpasaga ársins af dómnefnd blaðamanna hollenska tímaritsins Vrij Neder- land, en það gefur árlega út sérrit um glæpasögur. Í umsögn sinni um bókina gaf dómnefnd tímaritsins henni fimm stjörnur af fimm mögulegum og sagði meðal annars: „Með sínum yf- irvegaða en afar áhrifaríka stíl hef- ur Arnaldur Indriðason enn einu sinni sent frá sér afburðagóða bók. […] Styrkur hans er fólginn í sam- skiptum sagnapersónanna. Í þeim ber hann höfuð og herðar yfir aðra.“ Aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunna voru Jussi Adler-Olsen, Michael Connelly, Umberto Eco, R.J. Ellory, Phillip Kerr og S.J. Watson. Bók Arnaldar, sem heitir Doodskap á hollensku, kom út í Hollandi í maí og hefur selst í ríf- lega 17.000 eintökum. Svörtuloft kom út á íslensku árið 2009. Svörtuloft glæpasaga ársins  Afburðagóð að mati Vrij Nederland Áhrifarík Svörtuloft er glæpasaga ársins að mati dómnefndar blaða- manna tímaritsins Vrij Nederland. Sumarjazz á Jómfrúnni, sum- artónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, hófst sl. laugardag og verður fram haldið nk. laugardag með tónleikum Kvintetts Reynis Sigurðssonar. Hann hyggst flytja dagskrá helgaða píanóleikaranum og hljómsveit- arstjóranum George Shearing sem lést fyrr á þessu ári, níutíu og tveggja ára að aldri. George Shearing var blindur og ólst upp í mikilli fátækt í Lundúnum þar sem hann fór snemma að spila á píanó á hverfiskránni. Hann fluttist til Bandaríkjanna á fimmta áratugn- um og bjó þar upp frá því. Shearing var meðal annars þekktur fyrir að flétta saman klassík, sving- og bop- djass í lagasmíðum og gaf út grúa hljómplatna. Hann fékk Grammy- verðlaun 1982 og 1983 fyrir plötur sem hann gerði með Mel Torme. Meðlimir kvintettsins eru Reynir Sigurðsson á víbrafón, Jón Páll Bjarnason á gítar, Agnar Már Magnússon á píanó, Tómas R. Ein- arsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00. Leikið er utandyra á Jómfrú- artorginu. Aðgangur er ókeypis. Sumarjazz Breski píanóleikarinn George Shearing. Til heiðurs George Shearing  Sumarjazz á Jóm- frúnni á laugardag Í sumar heldur Reykjavík Art Gallery tvær sýningar sam- tímis í tveimur aðskildum söl- um í húsakynnum gallerísins á Skúlagötu 50. Í rauða salnum verða sýningar upprennandi listamanna sem eru að skapa sér nafn en í stóra salnum sýna þekktari listamenn verk sín. Nú sýnir Ásta R. Ólafs- dóttir akrýlmyndir í rauða salnum og Bjarni Sigurbjörnsson olíumálverk í þeim stóra. Sameiginleg yfirskrift sýninganna beggja er Fegurðin og fíflið. Sýningarnar standa til 26. júní. Myndlist Fegurðin og fíflið á Skúlagötunni Úr mynd eftir Ástu R. Ólafsdóttur. Í dag efnir Íslenska óperan til prufusöngs fyrir þrjú hlutverk í Töfraflautunni eftir Mozart, sem frumsýnd verður í Hörpu í haust. Um er að ræða hlutverk „drengjanna þriggja“, „Drei Knaben“, sem koma töluvert við sögu í óperunni. Leitað er að ungum drengjum eða stúlk- um með bjartar sópranraddir, þó ekki yngri en 10 ára. Nánari upplýsingar eru á opera.is. Þess má geta að sópransöngkonan Þóra Ein- arsdóttir, sem nú syngur aðalhlutverkið í Töfra- flautunni, söng einn drengjanna í uppfærslu Ís- lensku óperunnar árið 1991. Tónlist Prufusöngur fyr- ir Töfraflautuna Þóra Einarsdóttir Nemendur á öðru ári í Ljós- myndaskólanum sýna myndir sínar í húsnæði skólans á Hólmaslóð 6 í Reykjavík. Sýn- ingin verður opnuð á föstudag kl. 17:00. Sex nemendur skól- ans eiga myndir á sýningunni: tískumyndir, portrettmyndir og listrænar myndir. Sýnendur eru Björn Árnason, Brynjar Snær Þrastarson, Kolbrún Inga Söring, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Berglind Jack Guðmundsdóttir og Ragnheiður Arngrímsdóttir. Sýningin stendur til 19. júní en lokað verður mánudaginn 13. og þriðjudaginn 14. júní. Ljósmyndun Sýning nemenda á öðru ári Mynd eftir Brynjar Snæ Þrastarson. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Í dag kl. 17:00 verður opnuð sýning á verkum Kristjáns Guðmundssonar í i8 Gallery á Tryggvagötu 16. Á sýn- ingunni eru ný verk og eldri verk í nýju samhengi. Kristján Guðmundsson vakti fyrst athygli með sýningu í Gallerí SÚM 1969 sem mikið var talað um þó ekki hafi margir séð hana. Að sama skapi var mikið rætt í fjölmiðlum um verk- ið Vörðubrot 1970 sem vakti svo mikla hneykslan að lögreglan fjar- lægði það. Kristján hefur ögrað við- teknum hugmyndum um myndlist, teikningu og málverk með verkum sínum, með aðstoð einfaldra verk- færa og hversdagslegs efniviðar sem hann hefur beitt á nýjan hátt. Spurður að því við hvað hann fáist í verkum sínum segist hann hrein- lega fást við myndlist og játar því að hann sé að kljást við eðli listarinnar. „Hvaða listamaður er ekki að því?“ spyr Kristján. Hvað hann sé að gera og listina sjálfa segist hann aðeins geta skilgreint fyrir sjálfum sér og það sé einungis á milli sín og list- arinnar. Hann sé þó sjaldan að gera nákvæmlega það sama þótt það komi stundum fyrir. „Það eru auð- vitað alltaf einhverjar hreyfingar og viðbætur.“ Hvers vegna hann geri hlutina sé annað mál og erfitt að út- skýra. Á sýningunni má finna það sem Kristján kallar hljóðdrykkjumyndir og eru verk af því tagi sem hann hlaut Carnegie-myndlistarverðlaun- in fyrir árið 2009. Eru þetta gömul og ný verk í bland og segir Kristján þetta vera plötur gæddar þeirri náttúru að drekka í sig hljóð. „Verk- in draga í sig bergmálið og minnka þannig áreitið.“ Kristján sýnir einn- ig Punkta, nokkurs konar framhald af bókverki hans frá 1972 þar sem hann valdi af handahófi þrjá punkta úr ljóðum Halldórs Laxness og stækkaði þá upp. Auk þess hefur hann unnið frekar með skúlptúr sinn Kvíahnaus og sýnir svokallaða Ör- yggismynd. „Hún róar fólkið,“ segir Kristján. Hvaða listamaður fæst ekki við eðli listarinnar?  Sýning á verk- um Kristjáns Guð- mundssonar í i8 .Morgunblaðið/Eggert Viðbætur Kristján Guðmundsson sýnir ný verk og eldri verk í nýju samhengi í i8 Gallery við Tryggvagötu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.