Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Síðastliðið sunnudagskvöldlauk Listahátíð í Reykja-vík með síðasta atriði há-tíðarinnar, ljóðatónleikum sópransöngkonunnar Barböru Bonney ásamt undirleikara henn- ar. Barbara er reyndar jafnvíg á ljóðasöng og óperur. Hún hefur sungið í stóru A-húsunum víðs- vegar um heiminn síðan 1985 en sjálf skilgreinir hún sig sem ljóða- söngkonu, sem syngur í óperum. Hún bjó í Svíþjóð um skeið, er hún var gift barítónsöngvaranum Håk- an Hagegård og hefur lagt sér- staka áherslu á flutning norrænn- ar ljóðlistar, líkt og við fengum að njóta á sunnudagskvöldið. Dagskrá kvöldsins var skemmtilega uppbyggð, þýskur rammi utan um norska sönglaga- hefð. Fyrst hlýddum við á Dich- terliebe, þar sem lýst er ást- arsælu og sorg ungs manns. Verkið er því nær alltaf flutt af karlröddum en Barbara segist syngja fyrir hönd stúlkunnar, sem ljóðin voru samin til. Síðan heyrð- um við undurfalleg sönglög Griegs við ljóðatexta ýmissa norskra skálda, meðal annars fé- laga hans og vina Björnstjerne Björnson og Henriks Ibsen. Að lokum söng Barbara síðustu ljóð Richards Strauss, sem hann samdi skömmu fyrir andlát sitt 1949. Þar þurfti Barbara að taka rödd sína sannarlega til kostanna, og það gerði hún með glæsibrag. Barbara Bonney stóð sig óað- finnanlega þetta kvöld, tækni, túlkun og útgeislun voru með ólík- indum, jafnt í fínlegum strófum Grieg sem í voldugum línum Strauss. Við hljómborðið sat Schu- back og stóð sig ekki síður í að skapa hina réttu stemningu með nákvæmum og blæbrigðaríkum leik sínum. Þó að mest hafi e.t.v. reynt á í Strauss var það Grieg, sem heillaði mest. Þar brá oftast fyrir þessum ógleymanlegu augna- blikum, þar sem listamennirnir hitta á töfrastund. Þessar töfrastundir voru þó of fáar þetta kvöldið og þar tel ég við val á húsakynnum að sakast. Eld- borg er vafalaust frábær tónleika- salur en hún er alltof stór fyrir ljóðasöng af þessu tagi nema hægt sé að breyta hljómburðinum til mótvægis. Ljóðasöngur þarfnast nándar og hún næst einfaldlega ekki við þessar aðstæður. Tónleikaskrána má ég til með að minnast á, hún var til mikillar prýði. Þar mátti finna grein- argóðar upplýsingar um flytjendur og tónskáld og einnig texta ljóðanna, bæði á frummálinu og í íslenskri snörun Reynis Axels- sonar. Gott framtak! Nándin náðist ekki Barbara Bonney bbbmn Robert Schumann: Dichterliebe op.48, Edvard Grieg: Ýmis ljóð, Richard Strauss: Vier letzte Lieder. Barbara Bonney sópran. Thomas Schuback pí- anó. Sunnudaginn 5. júní kl. 20:00. Snorri Valsson TÓNLIST Frum-tónlistarhátíðin fer fram á Kjarvalsstöðum í dag og hefst kl. 20.00. Hátíðin er haldin ár hvert og er helguð nútímatónlist en það er Kammerhópurinn Adapter sem stendur að hátíðinni í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Tónleikarnir í ár bera yfirskriftina Complexity og skírskotar nafnið í „new-complexity“ tónlistarstefnuna sem kom fram á Englandi í kringum 1980. Stefnan fæst við fjölraddað samspil mismunandi tónmáls í tón- myndum verka og er leikið með hefð- bundna nótnaskrift og farið með hana í öfgar. Adapter mun beina sjónum sínum að þessum öfgum í nýrri tónlist og berjast við flókna nótnaskriftina í anda stefnunnar. „Þetta eru tæknilegar öfgar í nótna- ritun og fingrasetningu og stundum reynir á röddina. Þetta er flókin tón- list,“ segir Kristjana Helgadóttir flautuleikari. Hún segir eitt verk geta haft bæði flókna nótnaskrift og takt auk þess sem fleira geti bæst við og sjálf fari hún t.d. með ljóð á meðan hún spilar. „Þetta eru orðin mörg lög af erfiðleikum svo maður er búinn að vera að æfa mánuðum saman, þetta er svona að skríða saman.“ Aðspurð segist Kristjana halda að allir geti skemmt sér á tónleikunum burtséð frá því hversu kunnugir þeir eru nútímatónlist. „Ég held að þetta verði mjög spennandi og skemmti- legir tónleikar og um leið sýnishorn af seinni hluta síðustu aldar. Þetta er skemmtileg blanda af músík og þú þarft ekki að ekki að vera fagmann- eskja til að geta notið. diana@mbl.is Hátíð flókinna öfga Morgunblaðið/Eggert Flókið Kammerhópurinn Adapter. Út er komin Morkinskinna í ritröðinni Íslenzk fornrit (23. og 24. bindi). Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson sáu um útgáfuna. Morkinskinna er mikið konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá þeim kon- ungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga á Stiklarstöðum árið 1030. Ritið mun í önd- verðu hafa náð fram að dögum Sverris kon- ungs Sigurðarsonar seint á 12. öld, en nið- urlagið er glatað. Hér er á ferð elsta varðveitta rit þar sem saga margra konunga er rakin ýt- arlega. Með þessari útgáfu er Morkinskinna í fyrsta sinn gerð aðgengileg íslenskum almenn- ingi, með ýtarlegum formála og skýringum. Í fyrra bindi útgáfunnar eru sögur Magn- úsar góða Ólafssonar og Haralds harðráða Sigurðarsonar. Segir fyrst frá því er Magnús er tekinn úr fóstri austur í Garðaríki og settur á konungsstól í Noregi. Þegar hann vex úr grasi verður hann um hríð harður stjórnandi, en mildast við áminningu Sighvats skálds Þórðarsonar og er síðan nefndur Magnús hinn góði. Á seinasta ríkisári Magnúsar kemur Haraldur Sigurðarson föðurbróðir hans í Nor- eg, og þeir frændur ríkja þá saman um hríð. Síðan deyr Magnús skyndilega, og ríkir Har- aldur einn eftir það. Haraldur er mikill æv- intýramaður sem dvaldist ungur suður í Mikla- garði og drýgði margar dáðir, en þegnum hans þótti hann öllu harðráðari en Magnús. Hann nýtur þó álits fyrir visku sína og dálæti á sagnalist og fær þá einkunn að hafa verið besti vinur Íslendinga meðal Noregskonunga. Sögu Haralds lýkur með örlagaríkri herferð hans til Bretlandseyja og falli hans í miklum bardaga við Stafnfurðubryggju árið 1066. Í síðara bindi eru birtar sögur þeirra kon- unga sem ríktu í Noregi eftir fall Haralds kon- ungs harðráða. Fyrstur réð ríkjum Ólafur kyrri sonur hans. Ríkisár hans eru friðsöm og gjöful, en litlum sögum fer af þeim. Sonur Ólafs er Magnús berfættur sem er mikill her- maður og refsivöndur nágrannanna bæði í austri og vestri. Eftir fall hans á Írlandi 1103 skiptist ríkið milli þriggja sona hans sem eru ólíkir menn. Sigurður verður frægur fyrir Jór- salaferð sína á ungum aldri, en Eysteinn bróð- ir hans reynist öflugur ríkisstjórnandi, laga- maður og ástsæll vinur þegna sinna. Noregur stendur í blóma á ríkisárum þeirra bræðra, en eftir það sígur á ógæfuhliðina. Við taka grimm- ir og óvitrir konungar, og brátt ríkir borg- arastyrjöld í Noregi. Bræður berjast, og sér ekki fyrir endann á þeirri ófriðaröld þegar rit- inu lýkur. Morkinskinna gerist einkum við norsku hirðina, og mikill áhugi er þar á hirðmenningu og hirðlífi. Konungar eru sýndir í samskiptum við þegnana, og greina má þar mikinn áhuga á konungsvaldi. Söguna má því kalla samfélags- spegil þar sem hirðlífið er skoðað í ýmsum myndum. Enn fremur ber sagan vitni miklu dálæti á framandi löndum, og drjúgur hluti hennar gerist í Austur-Evrópu og löndunum umhverfis Miðjarðarhaf. Ein höfuðprýði Morkinskinnu eru hinar mörgu frásagnir af samskiptum konunga við Íslendinga sem dveljast í Noregi, hinir svo- nefndu Íslendinga þættir. Flestir eru þætt- irnir í sögu Haralds harðráða. Sumir þáttanna eru meðal meistaraverka íslenskra bók- mennta, svo sem Auðunar þáttur vestfirska, Halldórs þáttur Snorrasonar, Hreiðars þáttur heimska og Sneglu-Halla þáttur. Í Mork- inskinnu eru fleiri vísur en í nokkru öðru fornu íslensku sagnariti, og setja þær og hin íslensku skáld mikinn svip á verkið. Frá Haraldi konungi harðráða ok Brandi örva Nú er frá því sagt eitthvert sumar, þá er Brandr inn örvi kom til bæjarins. Hann var sonr Vermundar í Vatsfirði. Hann var manna vinsælastr ok örvastr. En Þjóðólfr skáld hafði sagt konungi jafnan frá Brandi hvé mikill mætismaðr hann var ok vel at sér. Ok svá hafði hann mælt, Þjóðólfr, at honum þætti eigi sýnt at annarr maðr væri betr til konungs fallinn í Íslandi fyrir sakir örleika hans ok stór- mennsku. Hann hefir sagt konungi mart frá örleikum hans, ok mælti konungr: „Þat skal ek nú reyna,“ segir hann; „gakk til hans ok bið hann gefa mér skikkju sína.“ Þjóðólfr fór ok kom inn í skemmu, þar er Brandr var fyrir. Hann stóð á gólfinu ok stikaði lérept. Hann var í skarlatskyrtli ok hafði skarlatsskikkju yfir sér, ok var bandit uppi á höfðinu. Hann hafði öxi gullrekna í handarkrikanum. Þjóðólfr mælti: „Konungr vill þiggja skikkjuna.“ Brandr helt fram verkinu ok svaraði engu, en hann lét falla af sér skikkjuna, ok tekr Þjóðólfr hana upp ok færir konungi, ok spurði konungr hversu færi með þeim. Hann sagði at Brandr hafði engi orð um. Segir síðan hvat hann hafð- isk at ok svá frá búningi hans. Konungr mælti: „Víst er sjá maðr skapstórr ok mun vera mikils háttar maðr er honum þótti eigi þurfa orð um at hafa. Gakk enn ok seg at ek vil þiggja at honum öxina þá ina gullreknu.“ Þjóðólfr mælti: „Ekki er mér mikit um, herra, at fara optarr. Veit ek eigi hversu hann vill þat virða.“ „Þú vakðir umræðu um Brand, bæði nú ok jafnan,“ segir konungr, „enda skaltu nú fara ok segja at ek vil þiggja öxina þá ina gullreknu. Ekki þykki mér hann örr nema hann gefi.“ Ferr Þjóðólfr nú til fundar við Brand ok segir at konungr vill þiggja öxina. Hann rétti frá sér öxina ok mælti ekki. Þjóðólfr færir konungi öx- ina ok segir hvé fór með þeim. Konungr mælti: „Meiri ván at þessi maðr muni vera fleirum örvari, ok heldr fénar nú of hríð. Farðu enn ok seg at ek vil hafa kyrtilinn er hann stendr í.“ Þjóðólfr segir: „Ekki samir þat, herra, at ek fara optarr.“ Konungr mælti: „Þú skalt fara at vísu.“ Ferr hann enn ok kemr í loptit ok segir at konungr vill þiggja kyrtilinn. Brandr bregðr þá sýslunni ok steypir af sér kyrtlinum ok mælti ekki. Hann sprettir af erminni annarri ok kastar braut síðan kyrtlinum, en hefir eptir ermina aðra. Þjóðólfr tekr hann upp ok ferr á fund konungs ok sýnir honum kyrtilinn. Kon- ungr leit á ok mælti síðan: „Þessi maðr er bæði vitr ok stórlyndr. Auðsét er mér hví hann hefir erminni af sprett: Honum þykkir sem ek eiga eina höndina ok þá þó at þiggja ávallt en veita aldrigi. Ok fari nú eptir honum.“ Ok var svá gört, ok fór Brandr til konungs ok þá af honum góða virðing ok fégjafar. Ok var þetta gört til raunar við hann. Af konungum og þegnum þeirra Morkinskinna kemur út hjá Hinu íslenzka fornritafélagi í tveimur bindum í ritröðinni Íslenzk fornrit. Bækurnar eru samtals um 800 síður, og þær prýða myndir, landakort og ýmsar skrár. Ritstjórar Ís- lenzkra fornrita eru Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Hér er fjallað um útgáfuna og birt kaflabrot. Aðgengileg Morkinskinna er konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá konungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.