Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Ný mynd er komin út eftir Þorfinn Guðnason sem er höfundur meist- arastykkisins Hagamúsin: með lífið í lúkunum. Hann gerði einnig þekktar heimildarmyndir eins og Lalla Johns og Draumalandið. Nýja heimild- armyndin hans heitir Bakka-Baldur og verður frumsýnd á hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði, Skjaldborg, sem fram fer um helgina. Gáfaðri en Bakkabræður Spurður um hvað myndin sé segir Þorfinnur að söguþráðurinn sé eig- inlega þannig að hann megi ekki tala um hann. „Það er tvist í sögunni og óvænt endalok,“ segir Þorfinnur. „Hún fjallar um Baldur frá Bakka og sveitina hans en það sem keyrir sög- una áfram er draumur hans um að hitta vin sinn eftir langan viðskilnað. Það sem dregur Baldur áfram er stórkostlegt atvik úr fortíðinni. Eig- inlega er þetta vegamynd. Þetta er tour de force-mynd, hörkukeyrsla í gegnum svarfdælska sveitamenn- ingu og fjallar um draum sem sögu- persónan eltir. Baldur hefur alið þann draum í brjósti í um áratug að hitta vin sinn hinum megin á hnett- inum, í Kyrrahafi. En það eru mörg ljón í veginum frá Svarfaðardal til Kyrrahafsins. Bakka-Baldur er Bald- ur Þórarinsson, goðsagnakennd per- sóna í Svarfaðardal. Menn hafa sagt það og það hefur verið skrifað í bæk- ur að þetta sé fallegasti dalur á Ís- landi. Baldur kemur frá Bakka, þeim sama og Bakkabræður koma frá. En öfugt við þá bræður er Baldur djúp- vitur maður og hvers manns hugljúfi, svo mjög að mér hefur oft dottið í hug að hann sé helgur maður. Það er samt merkilegt að Svarfdælingar telja sig ekki vera Eyfirðinga heldur telja þeir sig margir með Skagfirð- ingum enda lá þjóðvegur þarna á milli yfir Heljardalsheiði og stutt yfir í Hóla í Hjaltadal. Skagfirðingar eru miklir gleðimenn og söngur er þar í hávegum hafður, þeir yrkja vísur og kvæði hver um annan, þannig að lík- indi milli Skagfirðinga og Svarfdæl- inga eru mikil. Þegar ég var í Skaga- firði sem unglingur voru þar fjórar helstu dyggðirnar að vera hestamað- ur, söngmaður, drykkjumaður og kvennamaður. Í Svarfaðardal er líka mikið sungið og þar er enn spilað spil sem annars hefur dagað uppi og heit- ir brús. Í Svarfaðardal er haldin heimsmeistarakeppni á hverju ári í brúsi. Síðan dansa allir svarfdælskan mars, sem er dans sem er mitt á milli þessa írska dans sem ég man ekki hvað heitir og þessarar skandinav- ísku danshefðar. Það hafa verið skrif- aðar lærðar greinar um þetta. Það var mikil reynsla fyrir mig að koma í þennan fjallasal sem Svarfaðardalur er, sjálfur kem ég úr grösugustu sveit landsins; Biskupstungum í Ár- nessýslu, Toscana Íslands. En eftir þessa reynslu langar mann mest að verða Svarfdælingur,“ segir Þorfinn- ur sem frumsýnir myndina á Pat- reksfirði klukkan 16:00 á sunnudag- inn. Endurfundir vina  Ferðalag úr Svarfað- ardal til Kyrrahafsins Heimildamyndahátíð Þorfinnur Guðnason mun frumsýna nýju heimild- armyndina sína á hátíðinni á Patreksfirði um helgina. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Poppoli kvikmyndafélag frumsýnir heimildarmyndina Land míns föður á heimildarmyndahátíðinni Skjald- borg á Patreksfirði um helgina. Leikstjóri hennar er Ólafur (de Fleur) Jóhannesson sem leikstýrði til dæmis bíómyndunum The Amaz- ing Truth about Queen Raquela, Stóra planið og Kurteist fólk. Eins og í fyrri myndum Poppoli er Kristín Andrea Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Poppoli, framleiðandi þessarar heimildarmyndar. „Þetta er mynd um bændur í Dölunum,“ segir Kristín. „Hún varð til þegar við vorum að þróa bíómyndina Kurteist fólk sem gerist í Dölunum. Þegar við vorum að gera rannsóknarvinnu fyrir hana kom hugmyndin að því að gera heimildarmynd í leiðinni; taka raunveruleikann líka inn í mengið. En samlíkingin með þessum tveimur myndum endar eiginlega þar. Í þessari heimildarmynd tökum við fyrir þrjár kynslóðir, unga bónd- ann, bjartsýnismanninn, miðaldra bóndann sem er búinn að vera lengi að og svo er það aldraði bóndinn sem ætti að vera sestur í helgan stein en hann vill ekki fara af jörð- inni, vill enda sína ævidaga þar.“ Yrkja sömu jörð og feður þeirra „Hún heitir Land míns föður af því að þeir eru í raun allir að yrkja jörðina sem feður þeirra höfðu verið að yrkja. Við ákváðum að nálgunin yrði frekar ljóðræn innsýn í líf ís- lenska bóndans, en ekki nálgast efn- ið á tölulegan hátt með því að fara yfir staðreyndir í landbúnaði eða eitthvað slíkt. Í svona verkefni er aðalatriðið að ná trausti fólksins sem maður er að ryðjast inn í lífið hjá. Að vera með heimamann í verkefninu skiptir miklu máli. Óli er í raun Dalamaður í húð og hár en faðir hans ólst upp á jörðinni Saurum þótt almennur bú- skapur hafi lagst þar af fyrir nokkr- um árum, og mamma hans er prests- dóttir frá Kvennabrekku og sjálfur ólst Óli upp í Búðardal. Þannig að hann á tengsl þarna úti um allt,“ segir Kristín. „Við vorum með rosa gott teymi í tökumanninum okkar Bjarna Felix Bjarnasyni og leikstjór- anum Guðna Páli Sæmundssyni sem voru orðnir hálfgerðir heimamenn líka þegar verkefninu lauk og gott ef þeir eiga ekki báðir hrúta nefnda í höfuðið á sér þarna fyrir vestan.“ Aðspurð hvernig samstarf þeirra Óla hafi byrjað segir hún að það hafi byrjað árið 2007 en hún er B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc. í markaðs- fræði í Viðskiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn en hefur síðan nær ein- vörðungu unnið við bíómyndir frá því að hún kom heim. „Kvikmynda- gerð á afar vel við mig og starfið er fjölbreytt og krefjandi, og námið nýtist mér í því á hverjum degi þó það sé ekki endilega til þess fallið“ segir Kristín. En núna eru þau að leggja lokahönd á bíómyndina Borg- ríki sem frumsýnd verður í haust. Dalamenning  Frumsýning Lands míns föður Kristín Andrea Þórðardóttir Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin í tí- unda sinn í haust, hefst miðvikudaginn 7. sept- ember og stendur til 11. september. Að þessu sinni er þema hátíðarinnar norrænn sagnaarf- ur, lifandi samtímabókmenntir. Hún er til- einkuð minningu Thors Vilhjálmssonar sem var einn af upphafsmönnum Bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 1985. Fjölmargir erlendir og innlendir gestir sækja hátíðina heim, höfundar og útgefendur. Dag- skráin fer fram í Norræna húsinu og í Iðnó. Í Norræna húsinu verða hádegisviðtöl, málstofur og fyrirlestrar, en á dagskránni þar eru líka Íslendingasagnaþing og útgefendamálþing. Í Iðnó munu höfundar lesa úr verkum sínum á kvöldin auk þess sem haldið verður bókaball í Iðnó laugardagskvöldið 10. september. Þá verða dagskráratriði tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík í Háskóla Íslands og í Borg- arbókasafninu. Erlendir höfundar sem taka þátt í hátíðinni eru eftirtaldir: Herta Müller (1953), þýskumælandi rithöfundur frá Rúmeníu sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2009. Skáldsaga hennar Enn- islokkar einvaldsins kom út í íslenskri þýðingu árið 1995. Í haust er væntanleg íslensk þýðing nýjustu skáldsögu hennar, Atemschaukel, hjá Ormstungu. Nawal El Saadawi (1931), egypsk skáldkona, höfundur yfir fimmtíu skáldverka og einn af nafntoguðustu mannréttindafrömuðum Egyptalands. Hún kemur hingað í sameiginlegu boði Bókmenntahátíðar og Rannsóknarstofn- unar í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Ís- lands. Horacio Castellanos Moya (1957), smásagna- og skáldsagnahöfundur frá El Salvador. Skáldsaga hans, Insensatez, er væntanleg í íslenskri þýð- ingu í haust hjá Bjarti. Pia Tafdrup (1952), dönsk skáldkona sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabók sína Dronningporten 1999. Ein þekkt- asta ljóðabók hennar er Krystalskoven, sem kom út árið 1992, en auk ljóðabóka hafa frá henni komið skáldsögur og leikrit. Vikas Swarup (1963), indverskur rithöfundur, þekktastur fyrir metsölubókina Viltu vinna milljarð sem varð síðar að margverðlaunaðri kvikmynd. Önnur skáldsaga hans, Sex grun- aðir, kom út í íslenskri þýðingu árið 2009. Alexis Wright (1950), áströlsk skáldkona af frumbyggjaættum. Hún gaf út bókina Carpen- teria árið 2006 sem hlaut fjölda bókmennta- verðlauna í Ástralíu árið 2007. Denise Epstein (1929), sem kemur í sameig- inlegu boði Bókmenntahátíðar og Alliance Française og kynnir verk móður sinnar, frönsku skáldkonunnar Irène Némirovsky. Í haust kemur út hjá Forlaginu bók eftir Ném- irovsky í íslenskri þýðingu og einnig verður sett upp ljósmyndasýning. Ingo Schulze (1962), einn nafntogaðasti skáld- sagnahöfundur Þýskalands af yngri kynslóðinni en hann fjallar gjarnan um togstreituna sem myndaðist eftir sameiningu Þýskalands. Hann gaf út sína fyrstu bók árið 1995 og hlaut fyrir hana þýsku bókmenntaverðlaunin. Í haust kemur út hjá Forlaginu bókin Adam und Evelyn. Schulze var áður gestur Bókmenntahátíðar árið 2000. Karl Ove Knausgård (1968), norskur rithöfundur sem hefur slegið í gegn með sjálfsævisögulegu verki sínu Min kamp sem kom út í sex bindum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, meðal annars norsku Brage-verðlaunin og norsku gagnrýnendaverðlaunin auk þess sem hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Kristof Magnusson (1976), þýsk-íslenskur rit- höfundur og þýðandi. Hann hefur þýtt fjölda ís- lenskra bóka, m.a. Grettissögu, verk Einars Kárasonar og Steinars Braga. Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 2005 og önnur skáldsaga hans frá árinu 2010, Das was ich nicht, er væntanleg í íslenskri þýðingu hjá Forlaginu á næsta ári. Matt Haig (1975), breskur blaðamaður og rit- höfundur. Hann skrifar í gamansömum tón og hefur fært tvö verka Shakespeares í annan bún- ing í skáldsögum sínum. Hjá Bjarti er vænt- anleg í íslenskri þýðingu í haust bókin The Rad- leys. Paolo Giordano (1982), ítalskur rithöfundur og öreindafræðingur sem sló í gegn með fyrstu bók sinni Einmana prímtölur sem kom út í íslenskri þýðingu hjá Bjarti. Fyrir þá bók hlaut hann ítölsku bókmenntaverðlaunin. Í fyrra kom út kvikmynd byggð á sögunni. Sara Stridsberg (1972), sænskur rithöfundur og þýðandi. Hún hefur skrifað þrjár skáldsögur og hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Drömfakulteten árið 2007. Steve Sem-Sandberg (1957), sænskur rithöf- undur og gagnrýnandi. Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1976 og hefur síðan skrifað bæði skáldsögur og ritgerðir. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina De fattiga i Lódz og hlaut jafnframt fyrir hana Augustpriset í Svíþjóð. Bókin er vænt- anleg á íslensku hjá Uppheimum. Uwe Timm (1940), þýskur rithöfundur sem gefið hefur út fjölda skáldsagna. Hann er afar vinsæll í Þýskalandi fyrir bók um uppruna karrýpyls- unnar (Die Entdeckung der Currywurst). Timm hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín. Stjórn Bókmenntahátíðar í Reykjavík skipa Sigurður G. Valgeirsson, Einar Kárason, Hall- dór Guðmundsson, Max Dager, Pétur Már Ólafsson, Óttarr Proppé, Sjón, Þorgerður Agla Magnúsdóttir og Örnólfur Thorsson. Bókmenntahátíð í Reykjavík í tíunda sinn  Þema hátíðarinnar verður norrænn sagnaarfur, lifandi samtímabókmenntir Herta Müller Ingo Schulze Pia Tafdrup Nawal El Saadawi Paolo Giordano Matt Haig Horacio Castellanos Moya Vikas Swarup Karl Ove Knausgård Alexis Wright Steve Sem- Sandberg Sara Stridsberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.