Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 36
Hallur Már hallurmar@mbl.is Það verður engin bílskúrshljómsveit sem stígur á svið í Laugardalshöll- inni í kvöld. Hljómsveitin Eagles hefur unnið til sex Grammy- verðlauna, er eina hljómsveitin sem selt hefur meira en 10 milljónir ein- taka af þremur mismunandi plötum og safnplatan Their Greatest Hits 1971-1975 var árið 1999 viðurkennd sem söluhæsta plata allra tíma, en hún kom fyrst út árið 1976 og árið 2009 höfðu hvorki meira né minna en 42 milljónir eintaka verið seldar af skífunni á heimsvísu. Flestir myndu ætla að Ernirnir gætu verið nokkuð sáttir við það og hefðu borið mikið úr býtum. Margur verður þó af aurum api og hljómsveitarmeðlimum hefur reynst erfitt að halda friðinn. Gít- arleikarinn Bearnie Leadon sem gekk til liðs við hljómsveitina árið 1971 hætti með látum þegar hann sturtaði bjór yfir höfuðið á söngv- aranum og gítarleikaranum Glenn Frey árið 1975. Leadon var að sögn ósáttur við þá stefnu sem tónlist sveitarinnar var að taka en hann hafði átt stóran þátt í að skapa hljóm sveitarinnar. Málaferli Árið 2001 var gítarleikarinn Don Felder svo rekinn úr sveitinni eftir að hafa starfað með henni frá árinu 1974. Felder sem var ekki sáttur við hlutskipti sitt brást við að amerísk- um hætti, höfðaði mál þar sem hann krafðist 50 milljón dollara í skaða- bætur, m.a. fyrir ólögmæta uppsögn. Frá og með árinu 1994 höfðu Frey og Henley farið fram á hærra hlut- fall af tekjum sveitarinnar sem Fel- der var einnig ósáttur við. Henley og Frey gerðu hið eina rétta í stöðunni og fóru í mál við Felder fyrir að ætla sér að skrifa bók um málið. Málinu lauk svo árið 2007 þegar dómstóll í Los Angeles staðfesti sátt þeirra fé- laga. 65 manna fylgdarlið ferðaðist með hljómsveitinni til landsins en of- an á það bætist 30 manna hópur ís- lenskra tæknimanna sem vinnur í kring um tónleikana. Hljómsveitin er þekkt fyrir að leggja mikið í tón- leika sína og að sögn var afar fag- mannlega staðið að verki í Höllinni í gær. Því má búast við vönduðum hljómi og búið er að koma stórum bíótjöldum fyrir bæði í A- og B- svæði. Hljómsveitin tók tveggja klukkustunda langa æfingu í gær en tónleikarnir í Laugardalshöllinni eru þeir fyrstu á ferðalagi sem lýkur í Las Vegas í október. Ernirnir eru lentir  The Eagles leika í Höllinni í kvöld  Ein söluhæsta hljómsveit allra tíma  65 manna fylgdarlið  Snæddu á veitingastað með fjölskyldum sínum 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Gömlu pönkararnir gefa út hljómdisk Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í dag klukkan 18:00 verður haldið út- gáfu- og hlustunarteiti Hnotubrjót- anna á Jómfrúnni, í tilefni útgáfu hljómdisksins Leiðin til Kópaskers. Hnotubrjótarnir eru Heimir Már Pétursson og Þór Eldon. Þeir hafa unnið að upptökum frá því í ágúst 2009 og lauk þeim og hljóðblöndun í apríl 2011. Þór er þekktur fyrir gít- arleik sinn í Sykurmolunum, Unun og fleiri hljómsveitum en Heimir Már Pétursson er þekktur fyrir flest annað en tónlistargáfur sínar, enda hefur hann verið áberandi fjölmiðla- maður í áratugi. Færri vita að sem ungur maður var hann í pönk- hljómsveitinni Reflex frá 1982 til 1984. Þeir gáfu aldrei út plötu en heyra má tvö af lögum Reflex á þess- um hljómdiski í útgáfu Hnotubrjót- anna, það eru lögin „Að takmörkuðu leyti“ og „Myrkir atburðir“. Allir textar á diskinum að einum und- anskildum eru eftir Heimi Má. Lögin koma aftur á móti úr ýmsum áttum og þótt sum þeirra séu frumsamin eru þarna lög eftir John Lennon, Paul McCartney og Jónas Jónasson. Lögin eru skemmtilega ólík eins og sést á pönklaginu Myrkum atburð- um sem segir frá 16 ára unglingi sem hengdi sig nóttina áður og síðan hið fræga væmna lag Jacques Brels, Ne Me Quitte Pas. En pönkið er reyndar dempað mjög í Myrkum atburðum, rétt eins og dregið er verulega úr væmninni í lagi Brels. Báðir voru þeir götuskáld Spurður hvað hafi komið til að þeir Þór Eldon fóru að semja og spila saman segir Heimir Már að þeir hafi þekkst í tæpa tvo áratugi. „Við höf- um reyndar aldrei unnið saman mús- ík en vorum báðir götuskáld í kring- um 1980,“ segir Heimir Már. „Þá var hann í Medúsuhópnum, með Sjón, Einari Melax og fleirum. Svo fór Þór í Sykurmolana og ég úr tónlistinni þannig að leiðir okkar lágu ekki sam- an í tónlist nema fyrir tilviljun fyrir nokkrum árum að við fórum að taka eitt lag upp í gamni. Það þróaðist síð- an þannig að við fórum að taka upp fleiri og þegar við vorum komnir með níu lög ákváðum við að gefa út hljóm- diskinn.“ Engir tónleikar verða á út- gáfuhátíðinni í kvöld heldur verður bara diskurinn spilaður og gestum boðið upp á léttar veitingar. En Heimir Már segir að þeir muni taka tvö lög á opnunarhátíð Hinsegin daga. „Það er reyndar verið að ræða það að taka kannski lög með GRM, teyminu sem bróðir minn Rúnar Þór er að túra með, þeim Gylfa Ægis og Megasi. Það er kannski ábyrgð- arlaust að tala um það, þar sem þær pælingar eru á algjöru byrj- unarstigi,“ segir Heimir Már. „En það verður að minnast á þetta góða fólk sem hjálpaði okkur við gerð disksins, eins og Vilberg Viggósson sem spilar á píanó í einu laganna, hann er hámenntaður tónlistarkenn- ari og var fyrsti hljómborðsleikari Grafíkur. Svo kemur Eldon- fjölskyldan mikið að gerð disksins. Ari Eldon og kona hans, Riina Finns- dóttir, eru með í nokkrum lögum og Örnólfur Eldon, sonur Þórs, spilar líka með okkur. Það er mikið af sómafólki sem kom að þessu.“  Hljómsveitin Hnotubrjótarnir gefur út plötu Engir tónleikar verða haldnir en hlustunarteiti verður í dag á Jómfrúnni  Sum lögin frumsamin  Margir úr Eldon-mafíunni komu að disknum Ungskáldin Fyrir ansi mörgum árum voru þessir tveir félagar, þeir Heimir Már og Þór ungskáld. Nú gefa þeir kumpánar út hljómdisk saman. Leikfélagið Silfurtungið fer sífellt vaxandi og hefur félagið nú tryggt sér rétt að söngleiknum Spamalot eftir Monty Python sem er söng- og grínleikur. Silfurtunglið fjárfesti í þessum vinsæla söngleik nú í vikunni og mun setja söngleikinn upp árið 2012, en fyrir áramót er einnig á dagskrá nýtt íslenskt leikrit og fleiri uppákomur sem leikfélagið mun tilkynna síðar. Spamalot vann bandarísku leik- listarverðlaunin Tony árið 2005 sem besti söngleikurinn og hefur verið verið sýndur oftar en 1500 sinnum á Broadway. Leikfélagið er um þessar mundir með lokasýningar á Hárinu sem hefur vakið mikla lukku. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hárið Úr söngleik Silfurtunglsins. Monty Python flýgur til Silfurtunglsins Pétur Ben og Elín Ey munu sam- eina krafta sína í kvöld, fimmtudag, á Café Rosenberg. Þar munu þau flytja nýtt efni í bland við eldra. El- ín Ey tekur upp gítarinn og það gerir Pétur Ben líka en meðlimir eru Pétur Ben sjálfur, Anna Krist- ín, Óttar Sæmundsen, Sigtryggur Baldursson og Hannes Pétursson. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krónur við dyrnar og byrja þeir klukkan 21:00. Gítarsnillingur Elín Ey og Pétur Ben spila saman á Rosenberg í kvöld. Pétur Ben og Elín Ey koma fólki í stuð í kvöld Hljómsveitin lenti í fyrradag og tékkaði sig inn á hótel. Heim- ildir Morgunblaðsins herma að sumir hljómsveitameðlima hafi komið með fjölskyldur sínar með sér til landsins. Sumir nýttu tækifærið og skoðuðu borgina og nágrenni hennar. Einhverjir fóru í Bláa lónið og hópurinn snæddi svo saman á ónefndum veitingastað í mið- bænum. Að sögn eru þeir afar ánægðir með dvölina og eru spenntir fyrir tónleikunum í kvöld. Húsið verður opnað kl. 18:30. Magnús og Jóhann stíga á svið kl. 20. og klukkustund síðar telja Eagles í. Svamlað í Lóninu KROPPAÐ Í ÝMISLEGT Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið með Eagles á tónleikum Eagles Timothy B. Smith, Joe Walsh, Glenn Frey og Don Henley. Síðasta platan, Long Road Out of Eden, fékk góðar viðtökur þegar hún kom út árið 2007.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.