Morgunblaðið - 09.06.2011, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.06.2011, Qupperneq 40
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 160. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Átti í kynferðislegu sambandi... 2. Alvarlega slasaður eftir slys 3. Kjánar finnast við Ísland 4. Íhugað var alvarlega að loka... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dagana 10.-12. júní verða Pólskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís. Sýnd- ar verða fjórar kvikmyndir frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Óp- erusöngkonan Gabriela de Silva kem- ur fram á opnunarkvöldinu 10. júní kl. 19:00 og er frítt inn. Myndirnar verða sýndar með enskum texta. Frítt inn á Pólska kvikmyndadaga  Þýska frétta- veitan Zeit Online fjallaði um ís- lensku hljómsveit- ina Retro Stefson á heimasíðu sinni í gær. Þar er tónlistarstefnu Retro Stefson lýst og hljómsveitin ásamt nýrri plötu sinni Mama Angola fær góðar undirtektir hjá veitunni. Þýsk fréttaveita lofar Retro Stefson  Starfsfólk kanadísku sjónvarps- stöðvarinnar MTV kom til Íslands í tilefni af hátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin var á Ísafirði. MTV hitti þar meðlimi Prins Póló og elti þá meðal ann- ars í afmælispartí þar sem þeir átu, drukku og spiluðu óvænt fyrir afmæl- isbarnið. Hægt er að skoða MTV- myndbandið á Youtube- .com. MTV elti Prins Póló um allan Ísafjörð Á föstudag Norðaustan 8-13 m/s og rigning vestast á landinu fram yfir hádegi, en annars mun hægari og stöku skúrir. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast suðvestan- og sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bætir smám saman í vind, 10-18 síðdegis með rigningu eða slyddu norðaustanlands, en yfirleitt bjartviðri suðvestanlands. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐUR Afturelding mætir til leiks með nýtt kvennalið í blaki á Íslandsmótinu næsta vetur og ætlar sér stóra hluti. Mosfellingar hafa samið við þjálfarann sigursæla frá Íslands- meisturum Þróttar í Neskaupstað, Apostol Apostolov, og fá jafn- framt til liðs við sig eiginkonu hans, Mig- lenu Apostolovu, og væntanlega einnig dæt- ur þeirra, þær Kristinu og Velinu. »1 Afturelding fær blakfjölskylduna „Leikurinn við Austurríki á sunnu- daginn er klárlega upp á líf og dauða í keppninni fyrir bæði lið. Við mætum þeim í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppninni og það er að mörgu leyti draumaverkefni að fá tækifæri til þess að spila á heimavelli svo mik- ilvægan leik sem hann er. Ég vona bara svo sannarlega að við fáum fulla Laugardalshöll,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, eftir sigur lands- liðsins á Lettum í undankeppni Evr- ópumótsins í handknattleik í gær, 29:25. »3 Hreinn úrslitaleikur um EM-sæti á sunnudag Nýliðar ÍBV héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í knatt- spyrnu í gær þegar þeir unnu 2:0 sig- ur á hinum nýliðunum, Þrótti. ÍBV hefur unnið alla fjóra leiki sína og á enn eftir að fá á sig mark en hefur skorað 14. Stjarnan vann KR 2:1, Fylk- ir vann Aftureldingu 3:1 og Breiðablik vann Grindavík 5:1 þar sem þrenna var skoruð á 13 mínútum. »2 Eyjakonur með fullt hús stiga og markatölu 14:0 ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á „VIÐ ERUM EKKI Í LÖGFRÆÐILEGUM LOFTFIMLEIKUM“ Eiga oft á brattann að sækja Haukur Guðmundsson, einn liðsmanna íslenska liðsins, segir hið ímynd- aða mál sem tekist verður á um að þessu sinni eiga einkar vel við sé litið til nýliðinnar þjóðfélagsumræðu. Álitaefnið er að hans mati bæði krefj- andi og áhugavert í senn. Haukur segir það vera mikil forréttindi að fá að taka þátt í keppni sem þessari. „Að fá að flytja mál fyrir dómurum Mannréttindadómstóls Evrópu eru mikil forréttindi og í raun ekki hægt að búast við að geta gert það aftur,“ segir hann. „Það er oft á brattann að sækja fyrir okkur Íslendingana og er það aðallega tungumálið sem veldur því. Þrátt fyrir það erum við orðn- ir ansi sleipir í dönskunni,“ segir Haukur og reiknar ekki með erfiðleikum hvað það varðar. Er því ljóst að íslenska liðið ætlar sér að ná langt í keppninni. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Allir helstu háskólar á Norður- löndum eru um þessar mundir að undirbúa lið sín fyrir Norrænu mál- flutningskeppnina sem að þessu sinni verður haldin í húsnæði hæsta- réttar Finnlands í Helsinki um næstkomandi helgi. Alls taka ellefu lið þátt í keppninni og mun íslenska liðið verða skipað sex einstaklingum frá lagadeild Háskóla Íslands. Liðs- menn í ár eru þau Benedikt Hall- grímsson, Hjalti Geir Erlendsson, Haukur Guðmundsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Daði Ólafsson og Víðir Smári Petersen. Reynir á dönskukunnáttu Að venju munu keppnisliðin þurfa að flytja mál sitt á einu af eftirfar- andi skandinavísku tungum: dönsku, sænsku og norsku og ákvað íslenska liðið að notast við dönsku í málflutn- ingi sínum að þessu sinni. „Það er ótrúlegt hversu vel það hefur gengið, eftir að hafa lesið og skrifað á dönsku í nokkra mánuði er þetta ansi fljótt að koma,“ segir Haukur Guðmundsson, aðspurður hvernig tekist hafi til á æfingum að flytja mál á dönsku. Hann bætir þó við að framburðurinn gæti komið upp um hópinn. Keppninni er háttað á þann veg að liðin fengu senda til sín máls- atvikalýsingu sem tengist ætluðu broti á Mannréttindasáttmála Evr- ópu og í ár snýst hið ímyndaða mál um menntun barna í skólum og hvaða takmarkanir eru á trúarlegri kennslu þar á bæ. Að venju er lið- unum skipt í sókn og vörn þar sem annað liðið sér um að sækja hið ímyndaða mál fyrir hönd hins meinta brotaþola á meðan hitt liðið sér um að svara fyrir hönd ríkisins. Lagt er upp með að gera máls- atvik og aðbúnað sem raunveruleg- astan og mun t.a.m. dómnefndin vera skipuð dómurum er starfa við Mannréttindadómstól Evrópu sem og hæstaréttardómurum frá öllum norrænu ríkjunum. Undanfarnar vikur og mánuði hafa staðið yfir stíf- ar æfingar við undirbúning fyrir keppnina og naut íslenska liðið að- stoðar tveggja lögmanna hjá Laga- stoð lögfræðiþjónustu, Guðmundar Óla Björgvinssonar hrl. og Kristínar Benediktsdóttur hdl. Jafnframt fer Guðmundur með formennsku í liðinu Club Lögberg sem keppir fyrir hönd lagadeildar Háskóla Íslands. Í und- anförnum keppnum hefur íslenska liðið staðið sig með sóma og má nefna að í fyrra hafnaði þáverandi lið lagadeildar Háskóla Íslands í þriðja sæti. Vel stemmdir fyrir Nor- rænu málflutningskeppnina  Í keppninni í ár mun lið lagadeildar HÍ takast á um trúmál barna í skólum Morgunblaðið/Golli Keppnisfólk Lið lagadeildar Háskóla Íslands heldur utan í dag og ætlar sér góðan árangur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.