Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  135. tölublað  99. árgangur  UPPLIFANIR OG MINNINGAR UM REYKJAVÍK KAFFIÐ BARA FRÍTT FYRIR SINFÓ YFIR 40% NEMA SEGJAST EKKI LESA BÆKUR AF TÓNLISTARHÚSI 39 UNGT FÓLK 2010 6SÖGUR Á VEFSÍÐU 10 AP Áhugi Íslenska ríkinu var tekið vel á er- lendum fjármálamörkuðum í gær.  Mikil umframeftirspurn var í út- boði vegna skuldabréfaútgáfu ís- lenska ríkisins í gær en alls voru seld bréf fyrir milljarð dollara, um 113 milljarða króna. Ávöxtunar- krafan á íslensku skuldabréfin er tæplega 5%. Kjörin geta talist hagstæð með hliðsjón af efnahagsvandanum hér- lendis og krefjandi aðstæðum á er- lendum fjármálamörkuðum. »18 Skuldabréfaútboði ríkisins vel tekið Ekkert til sveitarstjórna » Felld verða burt öll ákvæði í litla kvótafrumvarpinu um ráð- stöfun á veiðigjaldi til sveitar- stjórna. » Óbreytt er hins vegar ákvæði um að svigrúm fyrir byggðakvóta og strandveiðar skuli tekið bæði frá bolfisk- kvótum og uppsjávarkvótum. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Allt benti til þess í gærkvöldi að samkomulag væri að nást um þinglok á morgun, laugardag, en stjórnarflokkarnir munu að sögn heimildarmanna hafa gefið eftir í stærstu málunum sem enn er eftir að afgreiða. Gjaldeyrisfrumvarpi Árna Páls Árnasonar efnahags- og viðskipta- ráðherra verður frestað fram á haustið, hætt við ákvæði í band- orminum um skatt á lífeyrissjóðina og loks verður litla kvótafrum- varpið útvatnað mjög. Ef allt var talið með var ætlunin með minna kvótafrumvarpi Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að úthluta nær 13 þúsund þorsk- ígildistonnum í svonefnda potta en gangi samkomulagið eftir verður magnið aðeins um 4.500 tonn. Fyr- irhugað var að hækka veiðigjald um 70% en hækkunin verður að- eins 40%. Lögfesting gjaldeyrishaftanna bíður fram í september en bráða- birgðaráðstafanir um höftin, sem ella hefðu fallið úr gildi í sumar, verða framlengdar fram á haustið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður hvort sátt hefði náðst um litla kvótafrumvarpið. „Nei, við erum enn á móti því og það kemur aftur hingað í þingið til umræðu,“ svar- aði Bjarni. „Það verður farið í heildstæða úttekt á áhrifum þess- ara byggðatengdu aðgerða og strandveiðanna. Þingið mun fá skýrslu um það hvaða árangri menn hafa náð með þeim,“ segir hann. Stóru málunum breytt  Hætt við lífeyrissjóðaskattinn  Veiðigjaldið hækki um 40% en ekki 70%  Gjaldeyrisfrumvarpi frestað fram á haustið  Búist við þinglokum á laugardag Morgunblaðið/RAX Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Öll Íslandssagan, nánast frá landnámi, er geymd í jöklum landsins,“ segir Oddur Sigurðs- son, jöklasérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann óttast að þessi saga kunni að fara for- görðum. „Elsti ísinn sem nú er að bráðna er sennilega í Brúarjökli. Hann hefur fallið sem snjór á há- bungu Vatnajökuls um það leyti sem landnáms- maðurinn Ingólfur Arnarson kom til landsins. Jökullinn varðveitir sögu loftslags, það er að segja sögu úrkomu og hitafars, eldfjallasöguna og eflaust sitthvað fleira. Nú er því spáð að jökl- arnir hverfi að meira eða minna leyti á næstu 200 árum. Það þýðir að fimm ár af þessari sögu, sem við eigum eftir að rannsaka, hverfa á hverju ári.“ Oddur telur orðið mjög brýnt að kjarnabora í jöklana þar sem þeir eru hæstir og elstir, t.d. í Bárðarbungu, Hofsjökli, Kverkfjöllum og víðar, til þess að ná í þessar sögulegu heimildir áður en þær bráðna og hverfa. Hann segir að sam- bærilegar heimildir séu hvergi annars staðar til. Verkefnið er byrjað og er búið að gera prufu- boranir á Vatnajökli og Hofsjökli. Hönnun nýrr- ar gerðar af ískjarnabor, sem hentar fyrir ís- lenska jökla, er að mestu lokið. Oddur sagði að kjarnaborar sem hentuðu á Grænlandsjökli dygðu ekki á íslenskum jöklum því ísinn væri svo ólíkur. Ísinn í Grænlandsjökli er þurr en hér er hann blautur því hitastig íslenska jökulíssins er við frostmark. Óvíst er um framhald verkefn- isins því það er kostnaðarsamt og eftir er að finna fjármagn í það, að sögn Odds. Íslandssaga náttúrunnar er að bráðna  Elsti ísinn í Brúarjökli sennilega frá tíma Ingólfs Arnarsonar Mikil stemning var á tónleikum Eagles í gær- kvöldi en uppselt var á tónleikana. Aðeins voru tíu þúsund miðar í boði. Tónleikaferðalag sveit- arinnar hófst hér á landi og kom hún með 65 manna fylgdarlið með sér. Hljómsveitin á tvær af 10 mest seldu plötum allra tíma og er hún söluhæsta bandaríska hljómsveit allra tíma og hefur meðal annars unnið 6 Grammy-verðlaun og 5 American Music-verðlaun. mep@mbl.is Eagles stigu á svið í Laugardalshöllinni í gærkvöldi Morgunblaðið/Golli  Landsvirkjun gerir nú forathug- anir á þeim möguleika að reisa 70 megavatta viðbót við Búrfellsstöð. Myndi nýja stöðin taka það vatn sem nú rennur framhjá Búrfells- virkjun um gamla farveginn og nýta hina miklu fallhæð sem þar er til að framleiða á bilinu 400 til 500 gígavattstundir af raforku á ári hverju. Sú orka jafnast á við áætl- aða framleiðslu Holtavirkjunar sem áformað er að byggja í neðri hluta Þjórsár. Átak innan Landsvirkj- unar um betri nýtingu vatns við nú- verandi virkjanir leiddi þessa gömlu hugmynd frá 1985 aftur upp á teikniborðið. »12 Hægt að virkja 70 megavött í Búrfelli Bersýnileg áhrif bráðnunar jökla 14 Fullmikið af því góða 15 5. hluti af 7 Hamskipti lífríkis og landslags  Samninganefnd Starfsgreina- sambands Íslands og Flóafélaganna sleit í gær viðræðum við samn- inganefnd sveitarfélaganna. Segir félagið að deilt sé um launatöflu sem sveitarfélögin hafi boðið. Fjöl- mennasti hópur starfsmanna innan SGS-félaganna hjá sveitarfélög- unum starfi í leik- og grunnskólum. Slitu samninga- viðræðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.