Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Samkvæmt nýrri rannsókn hreyfa ís- lenskir framhaldsskólanemar sig meira en áður en lestur þeirra er á hröðu undanhaldi. Niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2010-Framhalds- skólanemar“ voru kynntar í gær í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Rannsóknin var lögð fyrir í öllum framhaldsskólum landsins í október 2010 og er í sex liðum sem miða að því að kanna líðan, menntun, menn- ingu, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna. Að rannsókninni stóð mennta- og menningarmálaráðuneytið í sam- starfi við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir og greiningu við Háskól- ann í Reykjavík. Í skýrslunni eru nið- urstöður sambærilegra rannsókna frá árunum 2004, 2007 og 2010 born- ar saman, en mennta- og menningar- málaráðuneytið hefur staðið fyrir reglulegum rannsóknum á högum barna og ungmenna frá árinu 1992. Aukin hreyfing Við samanburð á fyrri rann- sóknum kom í ljós að framhalds- skólanemar hreyfa sig meira en áður. Árið 2004 var hlutfall stúlkna sem hreyfðu sig aldrei 27% en það var einungis 18% árið 2010. Helmingur allra stráka í framhaldsskólum landsins æfði fjórum sinnum í viku eða oftar árið 2010. Stúlkur hafa því tekið stórt stökk í því að hreyfa sig á síðustu 7 árum. Athyglisvert er að sjá að lestur er á hröðu undanhaldi hjá framhalds- skólanemum og hefur þeim fjölgað verulega sem verja ekki neinum tíma í bóklestur. Árið 2007 sögðust 30,6% stráka á höfuðborgarsvæðinu ekki eyða neinum tíma í bóklestur, nú er þessi tala komin í 43,5%. Sömu þróun má sjá hjá stúlkum, en samkvæmt skýrslunni snerta um 40% kvenna ekki bækur. Það sama má segja um annað prentverk eins og dagblöð, en verulega hefur dregið úr lestri meðal framhaldsskólanema. „Eins og myndin sýnir í sögulegu samhengi þá telja flestir framhalds- skólanemar andlega heilsu sína vera góða eða mjög góða, þó er slíkt mat á andlegri heilsu örlítið algengara meðal stráka. En þó má sjá að mun- urinn er lítill á milli ára. Þetta verða að teljast ansi jákvæðar niðurstöður, sérstaklega í ljósi allrar umræðunnar um fíkniefnaneyslu ungmenna að undanförnu,“ segir Hrefna Páls- dóttir, lífheilsufræðingur hjá Rann- sóknum og greiningu. Vantreysta Alþingi Rannsóknin leiddi ýmsa aðra at- hyglisverða þætti í ljós um fram- haldsskólanema, s.s. að stelpur verji miklu meiri tíma í heimanám en strákar, að lögreglunni sé treystandi en Alþingi sé vantreyst, að framhaldsskólanemar borði miklu meira af ávöxtum en áður og drekki minna af gosdrykkjum. Aðra þætti má finna í skýrsl- unni sem birt er á vef- svæðinu www.rann- sóknir.is. Lestur nema á hröðu undanhaldi  Flestir framhaldsskólanemar telja andlega heilsu sína góða Hlutfall stelpna og stráka í framhaldsskóla á landinu öllu, árin 1992, 2004 og 2010 eftir því hversu góða eða slæma þau telja andlega heilsu sína vera. Andleg líðan framhaldsskólanema á Íslandi 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Strákar Stelpur Strákar Stelpur Strákar Stelpur 1992 2004 2010 Mjög góð eða góð Sæmileg Léleg 82,3% 77,2% 15,4% 2,3% 3,0% 19,8% 82,2% 14,8% 3,0% 73,9% 21,1% 5,0% 81,2% 14,7% 4,1% 72,1% 21,5% 6,4% BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Aðalmeðferð í máli Sólheima í Gríms- nesi gegn íslenska ríkinu fór fram í gær, en málið snýst um þá ákvörðun Alþingis að skerða fjárveitingar til Sólheima um 4% í fjárlögum ársins 2009, eða ellefu milljónir króna. Tek- ist var á um hvort jafnræðisreglan hefði verið brotin með þeirri ákvörð- un en óumdeilt er að niðurskurðurinn náði aðeins til Sólheima en ekki ann- arra stofnana sem sinna fötluðum. Tillaga barst til Alþingis um óbreytt fjárframlög en í nefndarstarfi var ákveðið að skera fjárveitinguna niður. Guðmundur Ármann Pét- ursson, framkvæmdastjóri Sólheima, kom fyrir dóminn og sagði afleiðing- arnar verulega slæmar. Ekki hafi verið hægt að ráða í þau störf sem losna og gengið hafi á almenna þjón- ustu. Þá benti hann á að fjárveitingin hefði verið einstaklingsbundin, sam- kvæmt þjónustusamningi, og því var skorið niður hjá hverjum og einum íbúa Sólheima. „Þetta var niður- skurður á við um tvo einstaklinga. En hvað áttum við að gera, vísa tveimur á brott?“ Höfðu borð fyrir báru Lögmaður Sólheima, Karl Ax- elsson, sagði skýringu þingsins fyrir skerðingunni þá að Sólheimar hefðu tekið af framlögum ríkisins í sér- stakan varasjóð Sólheima. Hann sagði rétt að ákvæði um varasjóð væri að finna í þjónustusamningnum en um hafi verið að ræða heimildar- ákvæði um að ef hagnaður væri á rekstrinum mætti færa allt að 4% af framlagi ríkisins í sjóðinn. Þar hafi því aðeins verið um heimild að ræða til að flytja rekstrarafgang milli ára. Auk þessa hafi varasjóðurinn verið tómur þegar þingið tók ákvörðun sína. Karl sagði að með ákvörðun sinni hefði Alþingi tekið íbúa Sólheima út fyrir sviga og lækkað til þeirra fram- lög. Um klárt brot á jafnræðisreglu væri að ræða enda Sólheimar eina stofnunin sem þurfti að þola skerð- ingu af þessu tagi. Lögmaður íslenska ríkisins, Einar K. Hallvarðsson, segist ekki þekkja dæmi þess að dómstólar endurskoði fjárlög Alþingis. Samkvæmt stjórn- arskrá samþykki Alþingi fjárlög og sé það vald varið í stjórnarskrá. Auk þessa sagði Einar að í skjölum við fjárlagagerðina komi fram allar ástæðurnar fyrir skerðingunni. Þar beri hæst efnahagshrunið haustið 2008. Þó það hafi verið sársaukafullt þurfti að skera niður. Rekstur Sól- heima hafi borið þess merki að hann gæti brúað skerðingu sem nam um- ræddum fjórum prósentum. Hann benti á að um þrjátíu milljónum hafi verið ráðstafað í varasjóðinn á ár- unum 2005-2008 og því hafi Sól- heimar haft borð fyrir báru. Breyti þá engu að varasjóðurinn hafi verið tómur í árslok 2008. „Það var reynsl- an að Sólheimar gátu ráðstafað í hann. Og það var þeim ekki skylt heldur heimilt.“ Voru íbúar Sólheima teknir út fyrir sviga?  Fjárframlög Sólheima fyrir dómi Morgunblaðið/RAX Sólheimar Niðurskurður hefur haft veruleg neikvæð áhrif á þjónustuna. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 „Þetta eru í raun mjög merkilegir fundir sem við höfum verið á í fjár- laganefndinni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, um fundi nefndarinnar í gær og fyrradag. „Það var fyrst með Seðlabankanum þar sem við vorum að forvitnast um skuldastöðu þjóð- arbúsins og aðspurður segist bank- inn í rauninni ekki geta svarað því hvort hún sé að batna eða versna, þessi hreina staða,“ segir Kristján. Búast mætti hins vegar við því að staðan væri að versna. Hann segir að efnahags- og við- skiptaráðuneytið hafi á fundi fjár- laganefndar verið uppi með „rauðu blokkina“ og beðið menn um að fara varlega í allt sem kallaði á gjaldeyri. Ráðuneytið hafi verulegar áhyggjur af gjaldeyrisjöfnuðinum. Ekkert mat á áhrifum kjarasamninga „Síðan vorum við með fjár- málaráðuneytið í [gær-]morgun að fara yfir áhrifin af kjarasamning- unum meðal annars og stöðuna í rík- isfjármálunum. Þá kom á daginn að ráðuneytið er ekki enn búið að leggja mat á hver nettóáhrif samninganna eru, þau sem lúta að ríkisfjármál- unum,“ segir Kristján. Þá hafi verið upplýst að síðasta endurskoðun Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins á samstarfs- áætluninni við Íslands hafi af þessum sökum ekki tekið tillit til áhrifa kjara- samninganna. „Allt er þetta einhvern veginn á eftir, því það var ráðgert að fjár- málaráðherra legði fram skýrslu um framkvæmd áætlunarinnar um jöfn- uð í ríkisfjármálum 2009-2013, hann átti að leggja hana fram í maí. Það frestast eitthvað fram eftir sumri,“ segir Kristján. Hann segir ekki ljóst hvernig þessum málum muni vinda fram, það sem lýtur að fjárlögum, en ekki séu teknar inn í myndina stórar fjárhæðir upp á tugi milljarða eins og til dæmis framlög til Sparisjóðs Keflavíkur og Íbúðalánasjóðs. „Þetta er allt mjög sérstakt,“ segir Kristján. hjorturjg@mbl.is Ekki ljóst hvort staðan er að batna eða versna  Ráðuneyti varar við útgjöldum sem kalla á gjaldeyri Rannsóknarmiðstöðin Rann- sóknir og greining vinnur að félagsvísindum á víðum grunni. Markmið þeirra er að skoða stöðu og þróun á hag og líðan ungs fólks á Íslandi og víðar í Evrópu. Rannsóknarnið- urstöður eru nýttar til stefnu- mótunar og aðgerða í mál- efnum ungs fólks. „Við vinnum sambærilegar rannsóknir í 15 borgum í Evr- ópu og höfum gert það frá 2006. Það sem máli skiptir er að þessar rannsóknir hafa orð- ið grundvöllur stefnumótunar og aðgerða í málefnum ungs fólks og nýttar til að bæta hag og líðan þeirra hér og í Evr- ópu. Markmið þessara rannsókna er því að dýpka skilning og þekkingu hjá þeim sem starfa í þágu barna og unglinga,“ segir Jón Sigfús- son, fram- kvæmdastjóri Rannsókna og grein- ingar. Í 15 borgum í Evrópu RANNSÓKNIR OG GREINING Jón Sigfússon Fjárveitingar koma frá sveitar- félaginu Árborg eftir færslu málaflokksins til sveitarfélaga en greiðslur eru enn ákvarðaðar eftir þjónustusamningnum sem gerður var 2004. Að sögn framkvæmdastjóra Sólheima hefur þjónustumatið ekki breyst og því fái Sólheimar greiðslur fyrir íbúa sem eru látnir, en ekki fyrir nýja íbúa sem inn koma. „Það er ekkert samhengi á milli þeirrar þjón- ustu sem við höfum verið að veita og þeirrar greiðslu sem Sólheimar fá.“ Sama mat GREIÐSLA FYRIR LÁTNA IRVING ...svo allt gangi smurt Verslun Tunguhálsi 10 Mán-fim. 8:00 - 17:30 Föstud. 8:00 - 17:00 www.kemi.is Opið: SMUROLÍUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.