Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Ragnar Arnalds skrifar áVinstri vaktinni: „Ákafir ESB-sinnar hafa lengi reynt að telja fólki trú um að við Íslend- ingar getum sætt okkur við afsal sjálfstæðis og fullveldisréttinda á fjölmörgum sviðum vegna þess að í stað skerðingar fullveld- isins fengjum við hlutdeild í löggjaf- arstarfi ESB.    En þá ber aðhafa í huga að áhrif smáríkja í ESB fara síminnkandi en völd hinna stóru vaxandi. Ráðherraráð- ið er tvímælalaust valdamesta stofnun ESB og þar gátu smáríki af svipaðri stærð og Ísland átt 3 at- kvæði af um 350 eða tæp 0,9% at- kvæðanna. En með nýrri stjórnar- skrá ESB skv. Lissabon-sáttmál- anum er nú stefnt að meirihluta- ákvörðunum í stórauknum mæli með hliðsjón af íbúafjölda aðild- arríkjanna.    Atkvæðamagn Þýskalands vexúr rúmum 8% í rúm 16%, Frakklands úr rúmum 8% í tæp 13% og atkvæðastyrkur Bretlands og Ítalíu úr rúmum 8% í rúm 12%. Staða miðlungsstóru ríkjanna, Spánar, Póllands og Rúmeníu, breytist lítið. En atkvæðamagn tuttugu fámennari ríkja minnkar að sama skapi. Mest minnka áhrif Möltu sem er fámennasta ríkið með um þriðjungi fleiri íbúa en Ís- land; áhrif Maltverja hrapa úr 0,9% í 0,08%, Áhrif Möltu verða sem sagt innan við 1/10 af því sem áður var. Og hlutur Íslands við að- ild yrði enn smærri.“    Ragnar bendir á þá skerðingusjálfstæðis minni ríkja sem í þessu felst og að sú skerðing yrði mest hér vegna fámennis þjóð- arinnar en einnig vegna þess hve mikil afskipti ESB myndi hafa af stjórn landsins, þar eð sjávar- útvegur vegur svo þungt í efna- hagslífi okkar. Ragnar Arnalds Upplýst umræða STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.6., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 4 rigning Akureyri 3 rigning Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað Vestmannaeyjar 11 léttskýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 8 þoka Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 23 heiðskírt Lúxemborg 17 skýjað Brussel 18 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 12 skýjað London 13 léttskýjað París 18 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 19 skýjað Moskva 20 skýjað Algarve 21 heiðskírt Madríd 22 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 16 léttskýjað Montreal 25 alskýjað New York 31 heiðskírt Chicago 16 alskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:04 23:52 ÍSAFJÖRÐUR 1:50 25:15 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:20 23:34 Fyrstu tvö síldarskip sumarsins lönduðu í Neskaupstað í fyrrakvöld Norðfirðingum til mikillar gleði. Bjarni Ólafsson AK kom með um 60 tonn af síld og makríl til hafnar og síðar um kvöldið kom færeyska skip- ið Fagraberg með 650 tonn. „Falleg síld,“ sagði Eyðun Gull- aksen, 1. stýrimaður á Fagraberg- inu, um síldina sem þeir veiddu í færeyskri lögsögu. Að sögn Gunnþórs Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar hf., lítur síldin ágætlega út. „Það eru smá átuskemmdir í henni en að öðru leyti lítur hún ágætlega út,“ segir Gunnþór. Meiri síld á leiðinni Gunnþór segir ennfremur að tvö skip séu úti á miðunum og hann eigi von á meiri afla í land á morgun. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Norðfirðingar fagna fyrstu síldinni í sumar Íbúar við Skólavörðustíg, Lokastíg og nágrenni afhentu Jóni Gnarr borgarstjóra ályktun og mótmæli í gær vegna lóðasameiningar að Skólavörðustíg 42 og Lokastíg 23. Deiliskipulag sem samþykkt var árið 2009 veldur því að öll aðkoma að Hótel Adam sem stendur við Skóla- vörðustíg 42 hefur verið beint inná eina þrengstu íbúagötu borgarinnar, Lokastíg. Hafa búið við truflanir frá 2009 Að mati íbúa svæðisins er sam- þykkt deiliskipulags sem þessa í hróplegu ósamræmi við þróunar- áætlun miðborgarinnar. Í þróunar- áætlun segir að breytt lóðanotkun verði eingöngu heimil ef: „Notkun hafi ekki neikvæð áhrif á nærliggj- andi íbúðir vegna lyktar, hávaða, sorps eða af öðrum ástæðum,“ skv. fréttatilkynningu íbúa. Eggert Ó. Jóhannsson, einn af forsvarsmönn- um íbúa, segir mikla truflun vera af sorpbílum og hótelgestum á öllum tímum sólarhrings. Hafa íbúar þurft að lifa við þessar truflanir síðan 2009. Um eitt ár er síðan ákvörðunin var kærð en annað ár getur liðið áður en niðurstaða í málinu verður ljós. Íbúahópurinn hefur ítrekað óskað eftir fundi með skipulagsráði til að útskýra mál sitt án árangurs. Eggert segir brotið á rétti íbúa miðborgar þegar atvinnubyggð og íbúabyggð eru nánast óaðskilin eins og þetta til- felli sýni. Lóðasameiningunni var mótmælt á sínum tíma en að mati Eggerts hefur skipulagsráð kosið að bíða eftir niðurstöðu kærunnar áður en afstaða verður tekin. mep@mbl.is Íbúar segja lóðanotkun hafa mjög truflandi áhrif Morgunblaðið/Eggert Miðborgin Eggert Ó. Jóhannsson, Bjarni Rúnar Bjarnason, Sverrir Þ. Sverr- isson og Magnús Skúlason afhenda Jóni Gnarr ályktun og undirskriftalista. Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R SUMAR 11 Hin stórbrotnu Klettafjöll skarta sínu fegursta á þessum árstíma og taka á móti okkur með fjölbreyttu dýra- og plöntulífi, ásamt áhugaverðum áfangastöðum og tignarlegum þjóðgörðum. Við fræðumst um sögu svæðisins og ekki síst kynnumst við lífinu eins og það er í dag. Einn af hápunktum ferðarinnar er heimsóknin til Markerville þar sem Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephanson bjó. Flogið er með Icelandair til Seattle og síðan ekið til ólympíuborgarinnar Vancouver. Aðrir áfangastaðir ferðarinnar eru m.a. Kamloops, gljúfrið „Hell’s Gate“, hinn stórbrotni þjóðgarður Jasper, vetrarólympíubærinn Calgary, fjallabærinn Banff þar sem hægt er að taka kláf upp á fjallið Sulphur Mountain og njóta stórkostlegs útsýnis yfir fjöllin, eitt fallegasta fjallavatn í heimi Lake Louise, bærinn Golden, Roger’s Pass, Okanagan vatn, Kelowna, Okanaga dalurinn og að sjálfsögðu stórborgin Seattle. Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson Verð: 321.700 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, 6 morgunverðir, allar skoðunarferðir með rútu, aðgangur að þjóðgörðunum í Jasper og Banff og íslensk fararstjórn. 20. ágúst - 3. september Klettafjöllin í Kanada Allarskoðunarferðirinnifaldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.