Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 9
VIÐTAL Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þegar upp kemur vandamál, er í fyrstu nauðsynlegt að bregðast við þeim vanda með því að hindra frek- ari útbreiðslu hans. Sé ekki fylli- lega hægt að hindra tiltekinn vanda, tekur næsta skref við sem er meðferð,“ segir doktor Jag Khalsa, aðspurður hvað sé nauðsyn- legt skref í að hefta rítalínnotkun fullorðinna einstaklinga hér á landi. Khalsa er yfirmaður bandarísku fíkniefnarannsóknarstofnunarinnar, NIDA, og er staddur hér á landi vegna ráðstefnu sem haldin er á vegum SÁÁ. Að hans mati er mikilvægt að fræða bæði almenning og lækna um hin skaðlegu áhrif sem misnotkun á rítalíni hefur í för með sér. „Sé ekk- ert viðhafst, mun þessi mikla notk- un á rítalínefnum, sem viðgengist hefur á Íslandi, hafa í för með sér skaðleg áhrif fyrir samfélagið allt,“ segir Khalsa og bendir á að vana- lega er rítalín ætlað börnum er glíma við athyglisbrest þó lyfið sé einnig gefið fullorðnum einstakling- um, og því sé óvenjulegt hve hátt hlutfall lækna hér á landi ávísar lyf- seðlum fyrir rítalíni til fullorðinna einstaklinga. „Það kemur mér á óvart hve mikið læknar virðast ávísa lyfseðlum til fullorðinna hér á landi. Ofneysla lyfsins virðist því vera mikil,“ segir Khalsa og „að nauðsynlegt sé að sporna gegn því.“ Vafasamt heimsmet Khalsa segir Íslendinga eiga heimsmet í notkun rítalíns og að Bandaríkin fylgi á eftir í öðru sæti. „Það sem er einna merkilegast við þá staðreynd er að munurinn á milli Íslands og Bandaríkjanna í notkun rítalíns er gríðarlegur og stökkið á milli fyrsta og annars sætis er mjög stórt,“ segir Khalsa. „Þegar ein- staklingur sprautar sig með rítalíni, ferðast efnin hratt með blóðrásinni um líkamann og til heilans. Þetta veldur mikilli vímu og er mjög ávanabindandi fyrir hvern þann sem á í hlut. Þess utan hefur lang- varandi misnotkun lyfs á borð við rítalín mjög skaðleg áhrif á líkama og nauðsynleg líffæri á borð við hjartað sem og ónæmiskerfið í heild sinni,“ segir Khalsa. Eru þessir ein- staklingar því í miklum áhættuhópi fyrir hinum ýmsu heilsukvillum sem bæði hafa langvarandi og al- varleg áhrif á líðan og heilsu fólks. „Ég hef tekið eftir öðrum mjög al- varlegum vanda hér á landi og það er hin mikla aukning HIV-smita meðal sprautufíkla,“ segir Khalsa. Nýverið hafa tíu einstaklingar greinst með veiruna á Íslandi vegna sýktra sprautunála. Sláandi tölur á Íslandi „Þegar ég var á Íslandi fyrir fjór- um árum, voru skráð tilfelli yfir ný smit meðal sprautufíkla eitt en nú eru tíu skráð tilfelli á þessu ári. Þessi mikla aukning myndi jafn- gilda því að tíu þúsund einstakling- ar smituðust í Bandaríkjunum,“ segir Khalsa og bendir á að töl- urnar séu sláandi og mikilvægt að gripið verði til aðgerða sem fyrst. „Sé ekkert gert til að sporna gegn útbreiðslu smita, mun tilfellunum einungis fjölga og verða að um- fangs- miklu vanda- máli sem erfitt verður að ráða við.“ „Mikilvægt að bregðast skjótt við“  Yfirmaður bandarísku fíkniefnarannsóknarstofnunarinnar er staddur hérlendis á vegum SÁÁ og flutti ávarp á ráðstefnu Morgunblaðið/Eggert Einbeittur Jag Khalsa flytur fyrirlestur sinn á ráðstefnu SÁÁ. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 „Nú um þessar mundir erum við í samstarfi við SÁÁ með það að markmiði að finna leið til að finna lausn á lyfjafíkn og hefur þetta samstarf gengið einkar vel. Að mínu mati er SÁÁ ein besta meðferðarstofnun í heimi,“ segir doktor Jag Khalsa. „Ef gengur sem horfir í samstarfi okkar við SÁÁ vonast ég til að geta aukið það samstarf enn frekar á fleiri sviðum í framtíðinni.“ Ráðstefnan sem hófst í gær á vegum SÁÁ og lýkur á morgun ber yfirskriftina „Alþjóðleg ráð- stefna um vímuefnafíkn og alvarlegar afleiðingar hennar með sérstakri áherslu á amfeta- mín- og rítal- ínfíkn“. Vert er að benda fólki á að öllum er frjálst að mæta. Samstarf hef- ur gengið vel „SÁÁ ER EIN BESTA MEÐ- FERÐARSTOFNUN Í HEIMI“ Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Þegar þjóðir taka sig saman um samstarf þarf að meta vel reynsluna af því hvar það kemur sér vel og svo hvar kemur upp óhagræði,“ segir Ól- ína Þorvarðardóttir alþingismaður, sem í gær var skipuð varaformaður þingmannanefndar um framkvæmd svokallaðs Hoyvíkursamnings. Fær- eyingurinn og lögþingsmaðurinn Magni Laksáfoss verður formaður fyrsta árið. Nefndin var formlega sett á fót í Þórshöfn í Færeyjum í gær og var Ólína stödd þar þegar Morgunblaðið náði tali af henni. „Það er mikil- vægt að þessi nefnd skuli nú vera orðin til, enda er þá orðinn til vettvangur til að meta reynsl- una af samningn- um. Hann getur þá tekið breyting- um í ljósi reynsl- unnar,“ segir Ólína. Alþingi skipar sex þingmenn sín megin frá og færeyska lögþingið sex menn sömuleiðis. Eru það í raun svo- kallaðar landsdeildir hvors lands í Vestnorræna ráðinu. Ólína segir það eiga eftir að koma í ljós hversu mikið starf það verði að fylgjast með fram- kvæmdinni. Hoyvíkursamningurinn er frí- verslunarsamningur sem kominn er til fyrir frumkvæði Vestnorræna ráðsins, sem Færeyingar, Græn- lendingar og Íslendingar eiga aðild að. Enn sem komið er er samningur- inn þó aðeins á milli Íslands og Fær- eyja, en Ólína segir að Grænlending- ar séu nú að koma inn í nefndina með áheyrnarfulltrúa, væntanlega með það í huga að fá dag einn fulla aðild að samningnum. Ólína skipuð varaformaður Hoyvíkurnefndarinnar  Sjá um framkvæmd vestnorræna fríverslunarsamningsins Ólína Þorvarðardóttir Jón Gnarr, borg- arstjóri í Reykja- vík, leitar nú eft- ir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur til fyrirmyndar. Ábendingarnar verða notaðar til að velja Reykvík- ing ársins. Til greina koma aðeins einstaklingar sem hafa með hátt- semi sinni eða atferli verið til fyr- irmyndar á einhvern hátt. Slíkur borgari gæti t.d. verið ein- hver sem sannanlega heldur borg- inni hreinni með því að tína upp rusl á víðavangi eða einhver sem hefur með ólaunuðu framlagi sínu, djörfung og dug gert Reykjavíkur- borg gott á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, segir í tilkynningu. Vegleg verðlaun eru í boði. Ábendingar um einstaklinga ber að senda inn ásamt rökstuðningi á netfangið hugmynd@reykjavik.is eða bréflega til skrifstofu borg- arstjóra merkt „Reykvíkingur árs- ins“ fyrir 15. júní nk. Borgarstjóri leitar að ábendingum um fyrirmyndaríbúa Jón Gnarr „Ég ætla ekki að fara með þetta mál fyrir dómstólana. Ég vil leita sátta í þessu máli og að því hefur verið unn- ið,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær er hún var spurð um niðurstöðu í máli fyrir kærunefnd jafnréttismála. Fram hefur komið að Anna Krist- ín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur hyggist sækja skaðabætur vegna ráðningar í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að ráða hefði átt Önnu þar sem hún hafi verið jafnhæf hið minnsta og sá sem var ráðinn. Forsætisráðherra sagði í óundir- búnum fyrirspurnartíma á Alþingi að málið sé í farvegi. „Ríkislögmaður ásamt lögmanni þessa aðila hafa verið að ræðast við um þetta mál. Í þeim farvegi er það núna. Það er verið að reyna að leita sátta í þessu máli,“ sagði Jóhanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu hvort hún ætlaði að semja við Önnu eða fara með málið fyrir dómstóla. Lögmaður Önnu Kristínar sendi ríkislögmanni formlegt og ýtarlega rökstutt sáttatilboð 26. maí sl. en ekkert eiginlegt sáttaboð hefur bor- ist frá ráðuneytinu. Fram kom á fréttavef Morgunblaðsins í gær að skv. heimildum hafi Önnu Kristínu aðeins einu sinni verið boðið til fund- ar í ráðuneytinu til að ræða málið. Ríkislögmanni var gefinn 10 daga frestur til að svara sáttaboði Önnu Kristínar, en því var ekki svarað inn- an tímamarkanna. Lögmaður Önnu Kristínar undirbýr stefnu sem felur í sér kröfur um skaðabætur og miska. „Vil leita sátta í þessu máli“  Ekkert svar borist við sáttatilboði Morgunblaðið/Eggert Á þingi Forsætisráðherra var spurð um mál Önnu Kristínar á Alþingi. Kvartermabolir Verð 4.900 kr. og 5.500 kr. Str. 36-56 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Sendum í póstkröfu margir litir L A U G A V E G I 1 7 8 S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 www.tk.is Tækifærisgjafir í miklu úrvali TILBOÐS VERÐ kr. 3.99 0.- ERUM FLUTT ÚR KRINGLUNNI Á LAUGAVEG 178 HÆTTU að borga yfirvigt GLÖSFISLÉTT FERÐATÖSKUVIGT Afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.