Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is V ið höfum lengi haft áhuga á rými og því hvernig fólk setur merkingu í umhverfi sitt og hvernig um- hverfið verður merkingarfullt með öllum þessum sögum sem eru svona eins konar draugar sem leynast í umhverfinu. Við erum öll með okkar persónulegu reynslu af borginni. Þegar við löbbum um borgina man maður eftir því að þarna gerðist þetta og hérna ger- iðist hitt og þar fram eftir göt- unum. Okkur langaði að rannsaka það hvernig fólk býr til borgina sína og hvaða sögur eru til dæmis á bak við gangstéttarhelluna og á bak við húsin eða veggjakrotið eða bara hvað sem er í borginni. Okkur datt í hug að það væri góð nálgun að búa til vefsíðu og fá fólk til þess að deila með okkur sinni upplifun af borginni,“ segir Sigrún Þor- grímsdóttir, einn af aðstandendum síðunnar. Draga sál borgarinnar fram í dagsljósið Á síðunni getur fólk deilt upp- lifun sinni og komist að því hvernig aðrir hugsa um borgina. Markmið síðunnar er að draga sál borgar- innar fram í dagsljósið, gera hana aðgengilega almenningi og jafn- framt búa til vettvang fyrir já- kvæða, uppbyggilega og skapandi umræðu um borgarrýmið. Sigrún hvetur fólk til þess að birta sögur eða myndir á síðunni. „Við viljum hvetja fólk til þess að vera ófeimið við að birta sögur á Borgin er uppfull af minningum Í síðustu viku settu þjóðfræðinemarnir Sigrún Þorgrímsdóttir og Katrín Guð- mundsdóttir heimasíðuna urb.is á laggirnar. Urb.is er vefur þar sem fólk getur komið á framfæri sínum persónulegu upplifunum og sögnum af Reykjavík. Fann- ar Ásgrímsson, vefhönnuður og nemi í japönsku, sá um uppsetninguna og tækni- mál á síðunni, jafnframt því að koma að hugmyndavinnu. Morgunblaðið/Ómar Koss Margir eiga minningar um sinn fyrsta koss á götum borgarinnar. Hún Kandee Johnson er svo miklu meira en verulega fær snyrtifræð- ingur sem vill deila með heiminum öllum förðunartrixunum. Hún er sannur gleðgjafi, full af hvatningu og jákvæðni. Enda stendur á forsíðunni hennar: Welcome to the happiest place on the Internet. Hún er skemmtileg þessi rúmlega þrítuga stelpa sem fæddist í Ameríkunni og hefur unnið fyrir stjörnurnar og MTV, CNN, ABC og fleiri virta miðla. Hún fær verulega miklar „flettingar“ á síðuna sína, og hún er líka á Youtube og Facebook. Svo er hún með annað blogg: Kandeeland.com, þar sem fólki gefst tækifæri á að skyggnast inn í líf hennar. Tékkið á þessari stelpu, hún er ekki aðeins frábær í snyrtifaginu, hún er líka lífskúnstner sem deilir með heiminum matarupp- skriftum og öðru sem hana langar að gleðja fólk með. Vefsíðan www.kandeej.com Fagurt fljóð Hún Kandee er fjörug og nennir ekki að eyða dögunum í leiðindi. Kandee káta og hvetjandi Um þessa fyrstu ferðahelgi er tilvalið að skella sér austur á Egilsstaði og mæta á rokktónleika sem þar verða á morgun, laugardag. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir nafninu vegaREIÐI, verða í Bragganum og fram koma Cliff Clavin, Myrká, Chino Gunslinger, Made By Mud og Deaf Happiness. Tónleik- arnir vegaREIÐI hafa verið undir væng Vegahússins sem er ungmennahús til húsa í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar hafa komið fram þær sveitir sem eru starfandi á svæðinu og stundum stærri nöfn. Þetta er í fimmta skiptið sem vegaREIÐI er haldin en tilgang- urinn er að bjóða upp á góða rokk- tónleika á Héraði og gefa ungu fólki kost á að vera með og njóta. Endilega … … Tékkið á rokkveislunni Sem krakki hafði ég mikið gaman af teiknimynda-bókunum um kúrekann Lukku-Láka og rann-sóknarblaðamanninn Tinna. Í einhverri af bók-unum um Láka birtist persóna farandsölu- manns sem reynir að pranga lífselixír sem á að vera allra meina bót upp á auðtrúa borgara í hverju plássi sem hann kemur til. Töfralyfið var að sjálfsögðu ekkert meira en handahófskennt samsull sölumannsins og gerði lítið annað en að særa bragðlauka þeirra sem féllu fyrir fag- urgala hans. Í bókinni (umdeildu) um Tinna í Afríku bjargar sögu- hetjan íbúum lítils þorps frá galdralækni sem heldur þeim í heljargreipum með því að hóta þeim yfir- skilvitlegum refsingum ef þeir hlýða ekki. Í báðum sögunum fá þessir svikarar makleg málagjöld og eru opinberaðir sem loddararnir sem þeir eru. Í raunveruleikanum komast hins vegar þvælu- sölumenn af þessum toga yfirleitt upp með belli- brögð sín. Alltaf virðist vera til nóg af fólki sem er tilbúið til að gabba samborgara sína, oft þá sem eiga við veikindi eða erfiðleika að stríða. Þá er ekki síður til fólk sem er tilbúið til að ganga á lag sírenusöngva alls kyns kuklara, hvort sem það eru hómópatar, heilarar, detoxarar eða prestar. Nýlega birti DV heila opnu um hó- mópatíu, gervivísindin sem ganga út á að selja fólki vatn og sykur dýrum dómum, án einnar einustu örðu af gagnrýni. Hinar svokölluð remedíur sem notast er við eru þynntar út að svo miklu marki að þær eru ekkert annað en lyfleysur. Ekki nóg með það heldur er því haldið fram að því útþynntari sem lausn- in er því sterkari sé hún. Samkvæmt þeirri speki ættu úthöfin væntanlega að vera ban- eitruð ef svo mikið sem dropi af eiturefni hefði fallið í þau. Til þess að fá eina einustu sameind af hinu meinta virka efni í algengustu remedí- unum þyrfti að innbyrða öll atómin í sólkerfinu af þeim. Ef þetta virkaði í raun væri væntanlega olíuvandi heims- ins leystur að eilífu! DV hefði ekki þurft að leita lengra en á heimasíðu Organon, „fag“-félags hómópata á Íslandi, til fá þetta staðfest. „Remedíur eru það mikið þynntar að ekki er lengur talað um eiginlegt efni heldur hvata,“ stendur þar kinnroðalaust. Enda gæta hómópatar sín á því að lofa engum lækningum heldur aðeins að „aðstoða“ við heilsu fólks. Þeir hafa að minnsta kosti vit á því að láta ekki hanka sig á tæknilegum atriðum eins og vörusvikum … Virðulegar stofnanir eins og apótek taka jafnvel þátt í plokka fé af ginnkeyptu fólki með því að bjóða upp á tilgangslaust glund- ur í hillum sínum. Til að nefna eitt dæmi er í mörgum apótekum selt „fæðubótaefni“ sem kennir sig við lengingu lífsins. Ég hef það frá lyfjafræðingi að það eina sem fólk fær úr töflunum séu þúsund milligrömm af C-vítamíni. Dollan af töflunum selst á hátt í fimm þúsund krónur. Sjónhverfingamaðurinn James Randi sem hélt fyrirlestur hér á landi síðasta sumar hefur lengi barist ötullega gegn alls kyns gervivísindum í gegnum tíð- ina. Það er mikið til í því sem hann segir að einu sjúkdómseinkennin sem kukl eins og hómópatía getur lagað í einum hvelli er bólgið peningaveski. »Það er mikið til í því sem Randi segirað einu sjúkdómseinkennin sem kukl eins og hómópatía getur lagað í einum hvelli er bólgið peningaveski. HeimurKjartans Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Eiðismýri, Tjarnarmýri, Kolbeinsmýri, Suðurmýri, Granaskjól, Lambastaðabraut, Sólbraut, Sæbraut. Óskum eftir á Seltjarnarnesi Domusnova fasteignasala - Turninum 12 hæð - 201 Kópavogur - Sími 527 1717 - Axel Axelsson löggiltur fasteignasali Heimir og Domusnova leita eftir einbýli rað/parhúsi fyrir ákveðinn viðskiptavin í eftirfarandi götum: Upplýsingar gefur Heimir í síma 822 3600 eða heimir@domusnova.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.