Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 SVIÐSLJÓS Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Ný orkusýning verður opnuð í stöðv- arhúsi Búrfellsvirkjunar á sunnudag og verður opin í allt sumar. Þar geta gestir og gangandi fræðst um vatns- aflsvirkjanir, orkugjafa framtíð- arinnar, jarðfræði Íslands, orku- notkun heimilistækja og jafnvel virkjað sitt eigið vatnsfall. „Við lögðum áherslu á það við hönnun sýningarinnar að hún væri gagnvirk, að fólk hefði tækifæri ekki eingöngu til að lesa sér til eða hlusta á heldur að það fengi að prófa. Ein hugmyndin sem kom út úr því var að leyfa fólki að stífla vatnsfall og sjá hvort það nái einhverri orku út úr vatninu,“ segir Ragna Sara Jóns- dóttir, talsmaður Landsvirkjunar. Vatn flæðir þar niður litla brekku en gestir geta stíflað sprænuna á þremur stöðum og stýrt vatnsflæði gegnum tvö stöðvarhús. Á skjá sést svo orkuframleiðslan og hvernig hún stemmir við orkuþörf samfélagsins. Í þeim hluta sýningarinnar er að- eins einblínt á orkuhlutann, en einn- ig er farið yfir sögu virkjanagerðar á Íslandi með tímaási, ljósmyndum og hreyfimyndum, allt frá Einari Bene- diktssyni fram til þess er Ómar Ragnarsson sigldi Örkinni frægu á Hálslóni. Stefna á vind- og sólarorku Ragna Sara segir áhuga útlend- inga á orkunotkun hér mikinn og Landsvirkjun fái reglulega fyrir- spurnir erlendis frá, í kjölfar eldgos- anna í Eyjafjallajökli og Gríms- vötnum, um hvort Íslendingar noti „eldfjallaorku“. Hún segir orku- ferðamennsku í fæðingu á Íslandi. „Fyrir Íslendinga er þetta ekki síður áhugavert vegna þess að við erum að setja fram upplýsingar um nýja orkugjafa, til dæmis vindorku og sólarorku og velta því fyrir okkur hvort við eigum að skoða það. Þetta er eitthvað sem Landsvirkjun er að skoða og ætlar að skoða í auknum mæli og tengist aukinni áherslu fyr- irtækisins á nýsköpun,“ segir hún og vonast eftir þúsundum gesta á sýn- inguna í sumar. Skrifstofum í enda stöðvarhússins hefur verið breytt til að hýsa sýn- inguna og hefur aðgengi fatlaðra verið bætt svo allir hafi aðgang. Morgunblaðið/RAX Straumurinn taminn Hringur Hafsteinsson, yfirhönnuður sýningarinnar, og Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, reyna sig við orku- framleiðsluna. Aðgengi fyrir fatlaða hefur verið stórbætt að stöðvarhúsinu og kemst fólk í hjólastólum nú auðveldlega þangað inn og um húsið. Snertiskjár Gagarínmenn fínstilla gagnvirkt kort af virkjunum landsins. Í baksýn sést líkan af Búrfellsstöð, sem smíðað var 1965 en hefur nú verið endurgert og sýnir flæði vatns í gegnum fjallið þangað sem túrbínurnar snúast. Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð  Gestir fá að reyna sig við stíflugerð og miðlun vatns til að anna orkuþörf ímyndaðs byggðarlags  Fræðsla um virkjanir og orkugjafa framtíðarinnar  Endurbætt líkan frá 1965 af Búrfellsstöð Hringur Hafsteinsson, yf- irhönnuður sýningarinnar hjá hugbúnaðar- og hönnunarfyr- irtækinu Gagarín, vakti athygli blaðamanns á líkani af Búr- fellsvirkjun sem sett var upp þegar stöðin var ný. Ljósa- og hreyfibúnaður þess bilaði svo á áttunda áratugnum og hefur það ekki verið notað lengi. Það var tekið aftur fram fyrir sýn- inguna og endurgert, með ljós- um og hljóði. Hringur segir áhuga fólks aftur að aukast á „raunverulegum“ sýning- argripum en ekki eintómum tölvuskjám og gagnvirkum hugbúnaði, enda mikið til af honum núorðið. Endurgerðu gamalt líkan NÝTT OG GAMALT Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Með því að stækka eða byggja sjálf- stæða virkjun við hliðina á Búrfells- stöð, er hægt að virkja um 70 mega- vött með hagkvæmum hætti,“ segir Helgi Bjarnason, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun. Yrði þetta 20-30 millj- arða króna fjárfesting og umhverfis- áhrif í lágmarki. Sunnlenska frétta- blaðið greindi fyrst frá þessu í gær. Almenna verkfræðistofan fer nú yfir áætlanir frá árinu 1985 um að reisa viðbót við þá Búrfellsvirkjun sem nú er. Hún myndi taka það yf- irfallsvatn sem rennur framhjá stöð- inni, niður gamla Þjórsárfarveginn um Tröllkonuhlaup og Þjófafoss. Sem slík yrði hún þá ekki keyrð á fullum snúningi jafnstóran hluta árs- ins og til dæmis Búrfellsstöð sjálf, sem gengur í um 8.500 tíma á ári. Jafnast á við Holtavirkjun Raforkuframleiðslan í viðbótar- stöðinni yrði líklega á bilinu 400-500 gígavattstundir á ári. Það jafnast engu að síður á við framleiðslu fyr- irhugaðrar Holtavirkjunar neðar í Þjórsá, sem Landsvirkjun hefur lengi beðið eftir að hefja fram- kvæmdir við. Nýtingin á viðbótar- stöðinni yrði mest þegar Sultar- tangastöð er á fullum snúningi og rennslið að Búrfelli er í hámarki. En hví er komið fram með þetta fyrst núna, en ekki fyrir löngu? Helgi segir að skömmu eftir að farið var að huga að þessu á níunda áratugnum hafi Búrfellsstöð verið stækkuð úr 210 MW upp í 270. Eftir það varð minni þörf á þessari viðbót. Nú þarf meiri orku en ekki er hægt að stækka gömlu stöðina því að- rennslisgöng hennar takmarka það. Átak sem Hörður Arnarson forstjóri setti af stað innan Landsvirkjunar, í fyrra, um að nýta sem best orkuna við núverandi virkjanir, skilaði þess- ari hugmynd aftur upp á borðið. Virkja orkuna úr dreggjum Búrfells Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Afl Ekki þarf ný göng heldur pípu niður hlíðina að nýja stöðvarhúsinu.  Landsvirkjun skoðar gamlar áætlanir um 70 MW aukastöð við Búrfell  20-30 milljarða framkvæmd  Segja umhverfisáhrifin í lágmarki og að orkuframleiðslan jafnist á við hina fyrirhuguðu Holtavirkjun Skannaðu kóðann og horfðu á frétt um sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.