Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 14
14 Hamskipti lífríkis og landslags MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 JÖKLAR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Áhrif hlýnunar á íslenska jökla sjást best við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, að mati Odds Sigurðssonar, sérfræðings á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Ís- lands. Hann hef- ur haft umsjón með árlegum jöklamælingum um árabil. „Þar eru breytingarnar mestar af ýms- um ástæðum,“ sagði Oddur. Hann sagði loftslagið ekki vera eitt að verki í Jökulsárlóni, heldur hafið líka. Sjórinn rennur inn í lónið og hjálpar við að bræða jökulinn. Oddur segir að Breiða- merkurjökull hafi fjarlægst ströndina um eina fimm kílómetra frá því um 1930. Jökullinn gekk fram á ströndina um 1890 og fór ekki að hopa að ráði fyrr en upp úr 1930. Breiðamerkurjökull er fram- hlaupsjökull og hljóp síðast fram á ystu garða árið 1933. Þá var jök- ullinn farinn að þynnast en ekki farið að örla fyrir lóninu. Lónið byrjaði að myndast skömmu síðar og nú er Jökulsárlón á Breiða- merkursandi dýpsta vatn landsins og um 300 metra djúpt. Þegar skriðjöklarnir hopa myndast víða jökullón og þeim hefur fjölgað undanfarið. Slíkum sporðalónum er að fjölga við sunn- anverðan Vatnajökul. Oddur benti á að kort Helga Björnssonar jöklafræðings af landslagi undir Skeiðarárjökli sýni að jökullinn hafi grafið sig langt niður fyrir landið umhverfis. „Sveinn Pálsson sagði fyrir um þetta þegar árið 1793-4. Þegar jökullinn styttist er landið sem kemur undan jöklinum lægra en landið framan við og þá myndast lón,“ sagði Oddur. Ný jökullón verða til Í fyrra fór að myndast jökullón framan við Hoffellsjökul í Nesjum í Hornafirði. Oddur var raunar bú- inn að segja fyrir um það. Skrið- jökullinn þar er klofinn af fjalls- hryggnum Öldutanga. Svínafellsjökull, sem er vestan við Öldutanga, hefur styst um eina fjóra kílómetra frá því í byrjun 20. aldar. Austanmegin við Öldutanga hafði jökullinn ekki styst nema um nokkur hundruð metra þar til í fyrra. Þá fór jökullinn skyndilega að leysast upp og myndaðist lón á skömmum tíma. „Þar mun verða mjög djúpt lón í náinni framtíð og nokkuð stórt með jökum á, ekki ósvipað því sem er í Jökulsárlóni,“ sagði Odd- ur. Lónið verður stutt frá Horna- firði og mjög aðgengilegt ferða- mönnum og öðrum. Fyrrgreindir staðir eru allir við sunnanverðan Vatnajökul, en ein- mitt þar eru breytingarnar stór- fenglegastar, að sögn Odds. Ástæðan er sú að þar gengur jök- ullinn lengst fram. Hæðarbilið er einnig mest og spannar allt frá 2.000 metra hæð á Öræfajökli og niður að sjávarmáli við Jökuls- árlón. Þegar jöklar rýrna þá stytt- ast þeir í hlutfalli við lengd sína. Því verða breytingarnar tröllsleg- astar þar sem jökullinn er lengst- ur líkt og í sunnanverðum Vatna- jökli. Jöklar rýrna mishratt Allir íslensku jöklarnir eru að minnka um þessar mundir, en hver með sínu lagi. Margir þættir hafa áhrif á rýrnunina. Oddur sagði að Snæfellsjökull og Lang- jökull muni t.d. örugglega rýrna mjög ört ef áfram heldur að hlýna. Langjökull spannar hæðarbilið frá rúmlega 400 m.y.s. og upp í 1.450 m.y.s. sem þykir frekar lágt fyrir jökul. Mikil úrkoma hefur bjargað Langjökli frá því að hverfa enn hraðar en raun ber vitni. Hofsjök- ull spannar hæðarbilið frá 600 - 1.800 m.y.s. Hlýindin leika hann því ekki jafn hart og Langjökul. „Hofsjökull mun lifa kannski 50- 100 árum lengur en Langjökull,“ sagði Oddur og vitnaði þar til lík- ana sem vísindamenn hafa gert um bráðnun jökla. Bersýnileg áhrif bráðnunar jökla  Jökullón við sporða skriðjökla Vatnajökuls eru afleiðing bráðnunar  Stórfenglegustu breytingarnar vegna bráðnunar jökla eru við sunnanverðan Vatnajökul  Hætt er við að Langjökull og Snæfellsjökull rýrni hratt Ljósmynd/Flosi Björnsson 9. júní 1937 Helgi Björnsson á Kvískerjum, þá 12 ára, undir árum á ósbáti á Kvískerjafjöru. Í baksýn sést Breiðamerkurfjallið og Fjallsjökull, sem gengur fram vinstra megin við fjallið og Breiðamerk- urjökull sem gengur fram hægra megin. Jöklarnir náðu þarna saman fyrir framan fjallið og segir Helgi að slitnað hafi á milli þeirra í kringum árið 1945. Breiðamerkurjökull var miklu hærri þá en nú. Vatnajökull sunnanverður – sporðalón Fjallsárlón Breiðárlón Jökulsárlón „Heinabergslón“ „Svínafellslón“ Skeiðarárjökull Öræfajökull Breiðamerkur- jökull Fellsár- jökull Skálafellsjökull Heinabergsjökull Fláajökull Hoffellsj. Esjufjöll Snæhetta Ska fta fell sjö kul l Svínafe llsjökull Fjallsjökull Kárasker Mávabyggðir Skaftafell Svínafell Hnappavellir Fagurhólsmýri Kvísker Breiðabólsstaður Kálfafell Borgarhöfn Vagnstaðir Miðfell Svínaf. N „Skeiðarárjökulslón“ „Hoffellslón“ Oddur Sigurðsson Ef spár um loftslagsbreytingar ganga eftir munu margir helstu jöklar Íslands hverfa eftir 100-200 ár, að því er Helgi Björnsson jöklafræðingur skrifar í bók sinni Jöklar á Íslandi (Reykjavík 2009). „Afrennsli frá svæðum sem nú eru hulin jökli ykist um 25-50% á næstu 30-100 árum en minnkaði síðan og þeg- ar jöklaforðinn væri uppurinn yrði það eingöngu vegna úrkomu sem þá félli á landið. Aukið afrennsli og breyt- ingar í farvegum munu hafa mikil áhrif á hönnun brúa, vega, virkjana sem nýta vatn af hálendi og rekstur þeirra,“ skrifar Helgi (bls. 86). Óhætt er að mæla með bók Helga fyrir alla sem áhuga hafa á afdrifum jöklanna. Helstu jöklar landsins hverfa Morgunblaðið/RAX Jökulsárlón Lónið við enda Breiðamerkurjökuls varð til á síðustu öld. Það tók að myndast árið 1934 þegar um einn kílómetri var frá jökuljaðrinum til strandar. Jökulsporðurinn er nú meira en sex kílómetra frá sjó. Skannaðu kóð- ann til að sjá myndskeið um hverfandi jökla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.