Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 15
15Hamskipti lífríkis og landslags MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 „Það er spennandi að sjá landið sem jöklarnir hafa ráðið, en að sjá svo mikinn mun á hverju ári er fullmikið af því góða,“ sagði Helgi Björnsson, bóndi og jöklamælingamaður á Kví- skerjum í Öræf- um, þegar hann var spurður um mikla bráðnun jökla þar um slóð- ir. Helgi er fædd- ur 1925 og hefur orðið vitni að gríðarmikilli breytingu á jökl- unum. Jón Eyþórsson veðurstofustjóri og Helgi H. Eiríks- son verkfræðingur hófu reglu- bundnar mælingar á jökulsporðum árið 1930. Jón fékk Björn Pálsson, bónda á Kvískerjum og föður Kvís- kerjasystkina, sama ár til að mæla jökulsporða á nokkrum stöðum í Öræfunum. „Eftir því sem ég kemst næst voru það fyrstu jöklamælingarnar hér,“ sagði Helgi um mælingar föður síns. „Hann mun hafa mælt jöklana frá Kvískerjafjöllum að að Jökulsá á Breiðamerkursandi.“ Flosi, elsti sonur Björns, tók við mælingunum af föður sínum og síðar tók Helgi við af Flosa og hefur stundað jöklamæl- ingar síðan. Samfelld jöklamæl- ingasaga þeirra Kvískerjafeðga spannar því meira en 80 ár. „Ég gerði ekkert annað en að fylgjast með því hvað þetta breyttist,“ sagði Helgi hógvær. „Jöklarnir voru ógn hér áður fyrr, en nú hefur maður farið margar skemmtilegar ferðir um jöklana.“ Helgi sagði að Breiðamerkurjök- „Fullmikið af því góða“ Helgi Björnsson ull hefði teygt sig alveg niður í flæð- armál undir lok 19. aldar svo Atl- antshafið gat snert jökulsporðinn þegar hásjávað var. Helgi telur að árið 1893 hafi verið tvísýnt um hvort jökullinn gengi alveg til sjávar og lokaði leiðinni fyrir jökulinn. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi byrjaði að myndast 1934. Á bernsku- árum Helga náði Breiðamerkurjök- ull langleiðina til sjávar. Jökulsáin rann í tveimur álum og var talsvert straumhörð. Um tíma var hægt að fara yfir vestari álinn á spöng við jökuljaðarinn en yfir eystri álinn þurfti að fara á ferjubáti. Svo brast spöngin og þá þurfti ferju yfir báða álana. Ferjustaðurinn var upp undir jökli. Það var hlutverk þeirra á Kví- skerjum að ferja ferðamenn yfir Jökulsá eða lóðsa þá yfir jökulinn eftir því sem hentaði. „Hann var oft erfiður að ganga og erfitt að finna leiðir – sprunginn og sundurtættur eins og venja er þegar jöklar ganga hratt fram,“ sagði Helgi. Mörk merkir skógur og Breiða- mörk því stór skógur. Helgi segir að jökullinn hafi skilað birkileifum sem sýnir að skógur fór undir þegar jök- ullinn ruddist fram. „Það hafa líka flotið frá honum móstykki, allt upp í þrjú fet og birkileifar í þeim. Mórinn var notaður sem eldiviður og mikil hitaorka í honum,“ sagði Helgi. Sögulegar ljósmyndir Á Kvískerjum eru til merkilegar ljósmyndir frá fyrri hluta 20. aldar. Helgi heldur einna mest upp á mynd sem Flosi bróðir hans tók á Kví- skerjafjöru 9. júní 1937. Helgi er þar tólf ára gamall um borð í ósbáti sem m.a. var notaður við selveiðar. Breiðamerkurfjallið er í baksýn. „Hérna sér maður hvað jökulinn ber hátt við Breiðamerkurfjall,“ sagði Helgi. Fjallsjökull og Breiða- merkurjökull náðu þá saman. Jökl- arnir hopuðu þegar hlýnaði og telur Helgi að slitnað hafi á milli þeirra um árið 1945. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins gerðu sér ferð á Kvískerjafjöru í fylgd Helga á dög- unum. Farið var austur tangann sunnan við Fjallsá þar til afstaða fjallanna var svipuð og á myndinni frá 1937. Myndirnar tvær bera því ótvírætt vitni hve mjög jöklarnir hafa rýrnað á 74 árum.  Kvískerjafeðgar hafa sinnt jöklamælingum á sínu svæði allt frá því að þær hófust 1930 eða í meira en 80 ár  Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi tók að myndast árið 1934 en um tíma gekk jökullinn nær alveg fram að sjó Morgunblaðið/RAX Árið 2010 Fjallsárlón er fremst þar sem áður var jökull. Jökulsárlón teygir sig yfir sandinn. Árið 1938 Horft af heiðinni ofan við Kvísker austur yfir Fjallsjökul og Breiðamerkursand. Feðgar Björn Pálsson og Flosi Björnsson á Kvískerjum mældu jök- ulsporðana áður en Helgi tók við. Morgunblaðið/RAX 4. júní 2011 Breiðamerkurfjallið blasir allt við þegar horft er frá svipuðum slóðum og eldri myndin var tekin fyrir 74 árum. Jöklarnir hafa rýrnað mjög. Fjallsjökull teygir sig fram með fjallinu vestanverðu og Breiðamerkurjökull rétt nær að beygja fyrir austurendann. Athygli skal vakin á því að neðanverðir skriðjöklarnir voru krímóttir af ösku úr Grímsvötnum þegar myndin var tekin. Jöklarnir minnka og stækka Jöklar hafa vaxið og minnkað frá því land byggðist. Talið er að út- breiðsla jökla hafi verið mun minni við landnám en síðar varð. Mestri útbreiðslu frá landnámi náðu þeir um árið 1890. Eftir það fóru þeir að minnka og hopuðu jöklarnir mjög ört á hlýindakaflanum frá 1920 og fram yfir 1960. Þeir gengu aftur fram eftir kuldakast á 6. og 7. áratug 20. aldar og fram yfir 1990 þegar hlýnunar tók að gæta á ný, að því er fram kemur í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar (um- hverfisráðneytið, Reykjavík 2008). Morgunblaðið/RAX Öræfajökull Þeir jöklar sem ganga lengst niður bráðna fyrr en þeir sem hærra standa. Hæsta jökli landsins, Öræfajökli, ætti því að vera óhætt um sinn. Gróður landsins brást vel við hlý- indunum sem byrjuðu á 10. ára- tug síðustu aldar. Mikil gróska er í skógum og öðrum jarðargróða. Á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.