Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Fæðingardeild Landspítalans hefur fengið að gjöf tæki sem mælir blóð- þrýsting, púls og súrefnismettun. Verðmæti tækisins er um 400 þús- und krónur. Þau sem gáfu gjöfina voru Björn Jóhannsson og Inga Ív- arsdóttir og synir þeirra, Snorri, Ívar Örn, Björn Ingi og Finnur. Björn varð fimmtugur í janúar sl. og bað um að í stað þess að fá gjafir yrðu peningar lagðir inn á reikning sem fæðingardeildin nyti góðs af. „Við hjónin eigum fjóra stráka sem allir fæddust á Landspít- alanum á árunum 1990 til 2003. Við, eins og ábyggilega allir sem þangað koma, nutum einstakrar umönnunar og fagmennsku hjá öllu starfsfólki,“ segir Björn í frétta- tilkynningu. „Við höfum oft rætt það okkar í milli að við vildum gjarnan þakka fyrir þessa frábæru þjónustu með einum eða öðrum hætti og þar sem ég átti afmæli í vetur ákváðum við að beina því til gesta í afmælisboð- inu að leggja fæðingardeildinni lið með frjálsum framlögum,“ segir Björn ennfremur. Afþökkuðu fimmtugsafmælisgjafir og gáfu í staðinn til fæðingardeildar Landspítalans Gjöf Gefendur ásamt fulltrúum Landspít- alans er tóku við gjöfinni frá fjölskyldunni. Á morgun, laugardag, kl. 14:00 stendur Minjasafnið á Akureyri fyr- ir gönguferð um hinn forna kaup- stað Gásir þar sem saga staðarins verður kynnt. Gangan hefst á bíla- stæðinu og tekur um klukkustund. Leiðsögumaður verður Herdís S. Gunnlaugsdóttir. Þátttökugjald er 500 krónur sem greiðist á staðnum. Þá verða árlegir Miðaldadagar á Gásum haldnir dagana 16.-19. júlí þar sem líf í miðaldakaupstaðnum Gásum verður sviðsett fyrir gesti og gangandi. Nánari upplýsingar má finna á vef Gásakaupstaðar, www.gasir.is. Gönguferð um Gásakaupstað með leiðsögn og árlegir miðaldadagar haldnir í sumar Gásir Frá fyrri Miðaldadögum á Gásum þar sem vaskir víkingar tókust á. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Um 50 ára þátttaka íslenskra lista- manna á Feneyjatvíæringnum var fyrir skömmu í uppnámi vegna fjár- mögnunar en hún hefur nú verið tryggð með þátttöku einkaaðila. Stuðningsaðilar eru VÍB, eigna- stýringaþjónusta Íslandsbanka, Landsvirkjun, CCP, Vilhjálmur Þorsteinsson og Jakob Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. Verkefnið nýtur einnig stuðnings utanrík- isráðuneytisins, Reykjavík- urborgar og Íslandsstofu. Fulltrúi Íslands í ár verður spænsk-íslenska listatvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson. Sýning Libiu og Ólafs á Tvíæringnum, Under Deconstruction, flettir ofan af félagshagfræðilegum málefnum samtímans, á Íslandi sem annars staðar, með myndbandsverkum, gjörningum, skúlptúrum o.fl. Stuðningur Fulltrúar styrktaraðila Íslend- inga á Feneyjatvíæringnum í ár. Styðja við Fen- eyjatvíæringinn Við skólaslit Tónlistarskóla Skaga- fjarðar á dögunum var í níunda sinn afhentur styrkur úr minning- arsjóði Jóns Björnssonar tónskálds þeim nemanda sem skarað hefur fram úr í tónlistarnámi á árinu. Að þessu sinni hlaut Guðfinna Olga Sveinsdóttir styrkinn en hún hefur lokið grunnstigi á bæði fiðlu og pí- anó. Stofnað var til sjóðsins með ágóða af sölu geisladisks með úr- vali laga eftir Jón Björnsson sem kom út 2002 í tilefni 100 ára afmæl- is tónskáldsins og kórstjórans. Níundi styrkur úr sjóði Jóns Björnssonar Tónlist Guðfinna Olga Sveinsdóttir ásamt Eiði Guðvinssyni, fulltrúa gefenda. Aðalfundur Hollvinasamtaka Bif- rastar var haldinn í vikunni. Í máli ræðumanna kom fram að umskipti hefðu orðið í starfi skólans og fjölg- un nemenda væri umtalsverð frá síðasta ári. Á fundinum var sam- þykkt ályktun þar sem sérstakri ánægju var lýst yfir þeirri jákvæðu þróun sem orðið hefði í málefnum skólans eftir að hætt var við sam- einingu við annan háskóla. Þá fagna samtökin því að forráðamenn skólans skuli hafa ákveðið að stefna að öflugu framhaldi á störfum sjálf- stæðs skóla á Bifröst. Ánægja með um- skipti á Bifröst Styrktarfélagið Göngum saman, sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini, fékk í vikunni afhentan styrk að upphæð 1.080.000 krónur. Fénu söfnuðu fé- lagsmenn Landssambands bak- arameistara með sölu á brjóstaboll- um í bakaríum um mæðra- dagshelgina. Bakarar gáfu styrk Bakarar Jói Fel afhenti styrkinn. STUTT STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kuldakast síðustu vikna hefur reynt á marga, og stangveiðimenn þar á meðal. Þegar lofthitinn rétt skríður yfir frostmarkið og vatnshitinn er einhvers staðar á bilinu þrjár til fimm gráður, þá er ekki líklegt að fiskur fari eftir agni veiðimanns. Það hafa urriðaveiðimenn í Þingeyjarsýslu reynt síðustu vikur. Mjög rólegt hef- ur verið yfir veiðinni í Laxárdal en svolítið kropp í Mývatnssveitinni. Þó má stundum sjá ljós í myrkrinu, eins og Jón Eyfjörð reyndi við Breið- eyri í Laxá í Aðaldal í fyrradag. Hann var þá að kasta svörtum Nobbler í þeirri von að urriði tæki, en stór lax rauk á straumfluguna; 92 cm hrygna, sem hann landaði 35 mínútum síðar. „Þetta var óvænt“ „Ég hafði verið við leiðsögn í Lax- árdal og lánaði veiðimanni stöngina mína. Þegar ég fékk hana aftur var taumurinn ónýtur á henni, ég fann ekki átta punda taumefnið sem ég er vanur að nota í urriðaveiðinni og setti því 15 punda taum á línuna,“ segir Jón. Það átti eftir að koma sér vel. Jón annast sölu veiðileyfa í urriða- veiði á svæðum Laxárfélagsins, þar til laxveiðin hefst í ánni 20. júní, en þar sem takan hefur verið dræm í kuldanum hafa hann og aðrir veiði- menn á svæðinu verið að reyna hér og þar, til að sjá hvort fiskur sé í töku. Hann kastaði svörtum Nobbler nokkrum sinnum við Breiðeyri. „Fiskurinn tók ekki heldur skellti sér á fluguna sem festist undir kjálk- anum. Þetta var óvænt,“ segir Jón. „Dagur sonur minn var með mér og við höfðum rætt að ef fiskur tæki myndi hann draga inn. Ég lét hann fá stöngina og við komum okkur upp á bakka en þá stökk þetta stóra skrímsli. Okkur brá báðum. Dagur rétti mér stöngina aftur.“ Jón segir lúsuga hrygnuna hafa verið dauðuppgefna eftir viðureign- ina. Hann giskaði á að hún hefði verið tvo sólarhringa í ánni. Síðustu vor hafa nokkrir laxar veiðst í silungsveið- inni. Einn mjög stór sást á fossbreiðunni við Núpa fyrir nokkrum dögum. „Ef það er sett í þessa fiska þá sleppa þeir yfirleitt, því menn eru með léttar græj- ur í urriðaveiðinni,“ segir Jón. Laxinn kom veiði- manninum á óvart  Stór hrygna renndi sér á straumflugu urriðaveiðimanns Ljósmynd/Dagur Eyfjörð Jónsson Óvæntur fengur Jón Eyfjörð með 92 cm lax sem hann veiddi við Breiðeyri í Laxá í Aðaldal, þar sem hann var á urr- iðaveiðum, en laxveiðin hefst ekki formlega fyrr en 20. júní í ánni. Urriðinn hefur verið tregur í kuldanum nyrðra. Opnunarholl stjórnarmanna SVFR á aðalsvæði Norðurár end- aði með tólf laxa. Á sama tíma voru veiðimenn í Norðurá II, í Stekknum og Munaðarnesi. Þeir urðu nokkuð varir við laxa og náði Elvar Örn Friðriksson einum í Lækjarhyl, 80 cm hrygnu; athygli vakti að hún tók litla hitstúpu á yfirborðinu þrátt fyrir kuldann. „Laxinn var ekki mikið að sýna sig, það var svo kalt,“ segir Elvar Örn. „En síðasta morguninn sáum við fjóra í Lækjarhyl, tók- um einn af þeim og misstum annan. Þetta voru allt fal- legir tveggja ára fiskar. Ég var búinn að reyna þungar túp- ur og sökkenda en skipti í hits þegar það virkaði ekki. Þá kom hann í þetta í loftköstum.“ Tók „hits“ í kuldanum SÁ FYRSTI Í NORÐURÁ II Elvar Örn Friðriksson með laxinn. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur ákveðið að koma að fjármögnun grunnskóla SOS-barnaþorpanna í Úganda með 12 milljóna króna framlagi. Skólinn verður stað- settur í Gulu í norðurhluta landsins og í honum munu 280 nemendur, drengir jafnt sem stúlkur, stunda nám í 1-10 bekk. Um þriðjungur nemenda verður munaðar- laus og yfirgefin börn sem fengið hafa heimili í SOS- barnaþorpinu í Gulu en tveir þriðju hlutar nemenda verða börn sem búa í nágrenni SOS-barnaþorpsins. Auk framlags ráðuneytisins munu SOS-barnaþorpin á Íslandi ráðstafa rúmum fimm milljónum króna af frjálsum framlögum til byggingar skólans. Styrkja byggingu skóla í Gulu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.