Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 18
Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 18 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Íslenska ríkið lauk við erlenda skuldabréfaútgáfu í gær, fyrir einn milljarð Bandaríkjadala. Mikil um- frameftirspurn var í útboðinu, en kjörin á skuldabréfinu eru 320 punktar sem leggjast ofan á miðgildi skiptasamninga með bandarísk rík- isskuldabréf til fimm ára. Það er núna um 175 punktar þannig að ávöxtunarkrafan á skuldabréfin er um 5%. Óhætt er að fullyrða að þessi kjör séu mjög hagstæð með hliðsjón af þeim efnahagsvanda sem við er að etja hér á landi og krefjandi aðstæð- um á erlendum fjármálamörkuðum vegna skuldakreppunnar á evru- svæðinu. Í þessu samhengi má benda á að kjörin á skuldabréfinu eru lítillega hærri en krafan á spænsk ríkisskuldabréf til fimm ára um þessar mundir. Lánshæfismat spænska ríkisins er enn í efsta flokki hjá helstu matsfyrirtækjum, þannig að útboðið gefur til kynna sterkari undirliggjandi lánshæfiseinkunn hjá íslenska ríkinu. Áhersla lögð á mikilvægi neyð- arlaganna fyrir viðreisn Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var mikil umframeftirspurn í útboðinu. Í fyrstu stóð til að gefa út skuldabréf fyrir hálfan milljarð dala en upphæðin var hækkuð eftir góðar viðtökur á kynningarfundum með fjárfestum. Heimildir Morgunblaðs- ins segja að heildareftirspurnin hafi verið ríflega 2 milljarðar dala eða meira en fjórföld miðað við upphaf- legu upphæðina. Að sögn þeirra fjárfesta sem sóttu kynningarfundi með fulltrúum ís- lenskra stjórnvalda lögðu þeir mikla áherslu á að neyðarlögin á sínum tíma hefðu tryggt að íslenska hag- kerfið ætti ekki við sama vanda að etja og til að mynda það írska og hagvaxtarhorfurnar væru því mun betri en í mörgum sambærilegum hagkerfum Evrópu. Höfundur dálksins Alphaville sem birtist á heimasíðu breska blaðsins Financial Times endurómaði þessa hugsun í gær. Þar segir hann að skuldabréfaútboð ríkisins marki ákveðin tímamót, þar sem það sýni fram á kosti þess að glíma við fjár- málakreppur með því að láta al- menna kröfuhafa taka á sig skellinn fyrst, áður en ríkið axli ábyrgð á skuldunum. Fjórföld umframeftirspurn í skuldabréfaútboði Íslands  Ríkið lauk skuldabréfaútboði erlendis í gær  Álagið nemur 320 punktum AP Endurkoma Íslenska ríkið hefur nú gefið út skuldabréf erlendis, en ekki hefur verið ráðist í slíka skuldabréfaút- gáfu frá árinu 2006. Ávöxtunarkrafan í útboðinu nam tæpum fimm prósentum. Hagstæð kjör » Skuldabréfið er gefið út í Bandaríkjadal og ber 320 punkta álag ofan á áhættu- lausa vexti bandarískra rík- isbréfa. » Bréfið er til fimm ára og nemur andvirðið einum millj- arði dala. Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Agnar Hansson, forstöðumaður markaðsviðskipta Arctica Finance, segir stjórnvöld ofmeta óþolinmæði þeirra eigenda aflandskróna sem eru fastir inni vegna haftanna og þar með nauðsyn gjaldeyrishaftanna. Þetta kom fram í erindi sem Agn- ar hélt á ráðstefnu Íslandsstofu um gjaldeyrishöftin í gær. Agnar varaði við því að gjaldeyrishöftin græfu undan trausti á efnahagslífinu og það eitt og sér hefði meiri áhrif á vilja eigenda aflandskróna til þess að losa sig við þær. Agnar benti máli sínu til stuðnings á þróunina á gengi krónunnar á af- landsmarkaði. Þegar eigendur af- landskróna hefðu fundið möguleika á því að eiga tiltölulega óhindruð við- skipti með þær hefði gengi aflands- krónanna lækkað verulega og nálg- ast hið opinbera seðlabankagengi. Þetta hefði til að mynda gerst í fyrra- sumar, en þá fór aflandsgengið niður í 205 krónur gagnvart evru. Í kjölfar- ið herti Seðlabankinn á höftunum og lokaði fyrir ýmis göt sem áður stóðu opin fyrir aflandsviðskipti og í fram- haldinu fór aflandsgengið í 260. Eftir að tilkynnt var um gjaldeyrisútboð Seðlabankans í vetur hefur það hins vegar lækkað á ný og er nú í 215. Pólitíkin fælir einnig Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjalausna og ráðgjafar Arion banka, hélt einnig erindi á fundinum. Fram kom í máli hans að það væru ekki eingöngu gjaldeyrishöftin sem fældu erlenda fjárfesta, heldur einnig pólitísk áhætta og pólitískur óstöðugleiki. Halldór sagði að fjöldi erlendra einkafjárfestingasjóða hefði á sínum tíma sýnt áhuga á því að fjárfesta í Högum. Óstöðugleiki og pólitísk áhætta hefðu hins vegar fælt þá frá þátttöku í söluferli bankans vegna verslunar- keðjunnar. Höftin eru vandinn en ekki lausnin  Agnar Hansson segir menn ofmeta óþolinmæði eigenda aflandskróna Morgunblaðið/Júlíus Krónur Sumar krónur eru komnar til að vera þrátt fyrir allt. Seðlabankinn hefur sent frá sér at- hugasemd vegna umræðu um ný gögn um stöðu þjóðarbúsins. Segir hann gæta nokkurs misskilnings í þeirri umræðu, enda sé uppgjör greiðslujafnaðar og erlendrar stöðu þjóðarbúsins unnið í samræmi við staðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í þeirri vinnu sé fylgt aðferðafræði sem tíðkast um allan heim. „Eins og fram kemur í frétt með birtingu talnanna 1. júní var í fyrsta sinn hægt að aðgreina beina erlenda fjárfestingu í eigu gömlu bankanna frá annarri erlendri fjárfestingu inn- lendra einkaaðila. Á undanförnum mánuðum hefur veruleg tilfærsla átt sér stað á eignaraðild að erlendri fjárfestingu íslenskra aðila yfir til gömlu bankanna. Seðlabankinn hef- ur búist við þessum tilfærslum, en upplýsingar um þær hafa ekki legið fyrir fyrr en nú,“ segir m.a. í athuga- semd bankans. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu birti Seðlabankinn fyrir rúmri viku nýjar tölur um erlenda stöðu þjóðarbúsins, þar sem bein er- lend fjármunaeign Íslendinga er- lendis var lækkuð afturvirkt um sem nemur fjórðungi af landsframleiðslu. Rifjaði blaðið upp, að bankanum hefði verið bent á, að umræddar eignir væru komnar í eigu gömlu bankanna, sem eru í erlendri eigu. Blaðið birti fyrst fréttaskýringu þessa efnis, um ofmat erlendrar eign- ar þjóðarbúsins, í janúar 2010. ivar- pall@mbl.is Í samræmi við staðla Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins  Seðlabanki svarar umræðu um nýjar tölur um stöðu þjóðarbúsins Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki „Seðlabankinn hefur búist við þessum tilfærslum, en upplýs- ingar um þær hafa ekki legið fyrir fyrr en nú,“ segir í athugasemd bankans.                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/.-0, ++0-11 22-2,+ 2+-3,, +/-,34 +,0-2, +-4+/4 +/2-1, +.0-/2 ++,-1 +/.-1/ ++.-,, 22-21. 2+-310 +/-,0/ +,0-.+ +-4220 +/,-4/ +..-2/ 223-5+40 ++4-+5 +/5-4, ++.-.5 22-,.+ 2+-+05 +/-4+2 +,0-11 +-42.. +/4-3, +..-54 Tekjuhalli hins opinbera minnkaði um 7,4 milljarða króna milli ára á fyrsta ársfjórðungi, en hann nam 13,3 milljörðum króna. Á fyrsta árs- fjórðungi 2010 var hann 20,7 millj- arðar, samkvæmt tölum Hagstofu. Á gjaldahliðinni skýrist batinn að mestu af því að vaxtakostnaður lækkaði um 2,6 milljarða króna og fjárfesting hins opinbera minnkaði um 1,5 milljarða. Þá lækkuðu „önnur útgjöld“ um 800 milljónir króna. Á tekjuhliðinni hækkuðu skatttekjur um 3,4 milljarða króna, skattar á vöru og þjónustu um 1,2 milljarða og tryggingagjöld um 1,9 milljarða. Önnur gjöld en hin fyrrnefndu voru lítið breytt milli ára. Mest hækkun útgjalda var í liðnum fé- lagslegar tilfærslur til heimila, en hún nam 1,5 milljörðum króna. Laun hækkuðu um 400 milljónir króna og námu 54 milljörðum. Kaup á vöru og þjónustu jukust um 700 milljónir, en framleiðslustyrkir og fjárframlög stóðu nokkurn veginn í stað. Hið opinbera skiptist í ríkissjóð, sveitarfélög og almannatryggingar. Langmesti tekjuhallinn skýrist af rekstri ríkissjóðs eða 10,3 milljarðar króna. ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Hið opinbera Rekið með 13,3 millj- arða tekjuhalla á fyrsta fjórðungi. Tekjur upp og gjöld niður  Tekjuhalli hins op- inbera 13,3 milljarðar á fyrsta fjórðungi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.