Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 20
Þetta er allt gott og blessað, en þó er tilfinn- anlegur missir að titlinum „sokkabuxna- stúlkan“. Þegar hér er komið sögu gæti einhver lesandi þessa pistils greint háðstón og spurt með réttu: „Hvers vegna slökktirðu bara ekki á sjónvarp- inu fyrst þér finnst þetta svona ömurlegt?“ Vissulega hefði ég vel getað gert það, því að blessunarlega ber hvorki mér né öðrum nokkur skylda til að horfa á þetta. En framkvæmd feg- urðarsamkeppninnar stjórnast ekki af því hvort ég horfi á hana eða ekki. Varla hefði keppnin verið blásin af ef ég hefði slökkt á sjónvarpinu? Einhverra hluta vegna reyna aðstandendur slíkra keppna sífellt að telja fólki trú um að í keppninni skipti flest meira máli en útlitið og þá er gjarnan talað um hina rómuðu „innri fegurð“. Þannig segir á vefsíðu keppninnar Ungfrú Ís- land að verið sé að leita að metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingum. Ekkert er minnst á að viðkomandi þurfi að vera þokkalega útlítandi. Það er engu líkara en að fólkið sem heldur keppnirnar skammist sín og sé á laumulegan hátt að reyna að hylma yfir hvað um sé að ræða. En þetta heitir fegurðarsamkeppni og þá hlýtur keppnin fyrst og síð- ast að snúast um einhverja skilgreinda fegurð. Þar fyrir ut- an geta keppendur búið yfir ómældu magni af innri fegurð. Þetta er álíka rökrétt og að segja að maður þurfi ekkert að vera fyndinn til að vinna keppnina um fyndnasta mann landsins, en gott sé að vera liðtækur bakari eða afburða- spretthlaupari. annalilja@mbl.is E inu sinni mátti ekki ljúka upp munninum til að gagnrýna fegurðarsamkeppnir kvenna, án þess að fá meinlegar at- hugasemdir þess efnis að gagn- rýnandinn væri bara öfundsjúkur, of ljótur til að fá að taka þátt og fengi því útrás fyrir vonbrigði sín yfir eigin ófrýnileika á þennan hátt. Svo var hinu ógurlega skammaryrði „femínisti“ gjarnan bætt við til áhersluauka. Kannski eru ennþá einhverjir sem býsnast yfir þeim sem gagnrýna fegurðarsamkeppnir. En líklega eru þeir þó fleiri sem þykir fyr- irbærið keppni í fegurð helber tímaskekkja, í besta falli ankannalegur viðburður sem höfðar til fárra. Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan fegurðarsamkeppnum var gert talsvert hærra undir höfði. Þá fjölluðu dagblöð og tímarit ít- arlega um keppendurna. Þó skömm sé frá að segja var þetta lengi vel nánast eini vettvangurinn þar sem konur voru sýnilegar í fjölmiðlum. En nú er öldin önnur og sem betur fer hefur hlutur kvenna í fjölmiðlaumfjöllun aukist til muna. Þá fjölmiðla má líklega telja á fingrum annarrar handar sem fjalla um Ungfrú Ísland og áþekk fyrirbæri að einhverju ráði, það eru einna helst vefsíður sem standa í þeirri trú að þær höfði einstaklega mikið til kvenna. Keppt var í íslenskri fegurð fyrir skömmu. Fyrir utan tit- ilinn ungfrú Ísland, var meðal annars hægt að hreppa titl- ana ungfrú Ellingsen, Ice Cold-stúlkan og símastúlkan. Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Ungfrú innri fegurð 2011 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hagtölureru vand-með- farnar. Þær geta stundum gert ákveðið gagn í höndum þeirra sem kunna úr að lesa og hafa jafnframt vilja til að túlka þær á réttan hátt. Á hinn bóg- inn geta þær gert mikið ógagn séu þær rangtúlkaðar. Þetta á ekki síst við þegar um vísvitandi og skipulega rang- túlkun er að ræða. Ríkisstjórnin og stuðnings- menn hennar hér og þar í samfélaginu hafa hampað nýjum tölum Hagstofunnar um þróun landsframleiðslu og túlka þær sem svo að hér sé allt á uppleið í efnahagslífinu. Röksemdin er sú að lands- framleiðslan hafi vaxið um 2% á fyrsta fjórðungi ársins, en látið er eiga sig að líta til ann- arra þátta. Þegar þróun landsfram- leiðslu er skoðuð skiptir ekki síst máli að horfa til þess hvernig einstakir þættir hennar hafa þróast. Þetta getur skipt meira máli en lokaniðurstaðan og þegar hin- ar nýju tölur Hagstofunnar eru kannaðar er ljóst að sú er einmitt raunin nú. Tveir undirþættir lands- framleiðslunnar sem skipta miklu þegar hugað er að því hvort íslenskt efnahagslíf er á uppleið eða ekki eru einka- neysla og fjárfesting. Þessir þættir þróuðust því miður báðir á neikvæðan hátt á fyrsta fjórð- ungi ársins. Einkaneysla dróst saman um 1,6% og fjárfesting um 6,8%. Þetta eru óneitanlega váleg tíðindi og benda til þess að ástandið í efnahagsmálum fari versn- andi hér á landi en ekki batn- andi eins og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar reyna nú að halda fram. Í viðtölum eftir birtingu talnanna sýnir forsætisráð- herra efnahagsmálum sama skilning og fyrr og telur þá gagnrýni stjórnarandstöð- unnar sem fram kom í eldhús- dagsumræðum aðeins „öf- ugmælavísur“ og „hefðbundið nöldur“. Staða efnahagsmála hafi batnað verulega. Um leið reynir forsætisráðherra að kenna því um að ríkisstjórnin hafi tekið við erfiðu búi. Sá tími er að sjálfsögðu lið- inn að forsætisráðherra geti varpað ábyrgðinni af slæmri stöðu efnahagsmála á aðra. Hún hefur setið í meira en tvö ár og ber fulla ábyrgð á stöð- unni í dag. Hins vegar er skiljanlegt, þó að það sé ekki stórmannlegt, að hún skuli reyna að varpa ábyrgðinni á aðra. Með því viðurkennir hún í raun að nýjar hagtölur eru mikill áfellisdómur yfir þróun og horfur í efnahags- málum landsins. Rangtúlkun talnanna getur engu breytt um þá staðreynd. Nýjar tölur um landsframleiðslu sýna neikvæða þró- un efnahagsmála} Váleg tíðindi Ekki eru til neinskjalfest um- mæli eftir Jóhanni risa, þar sem hann hnýtir í menn fyrir að vera hávaxnir. En væru þau til myndu menn vafalaust muna þau. En í eldhúsdags- umræðum var Steingrímur J. að kveinka sér undan að- finnslum frá þeim sem hann kallaði „niðurrifsmenn.“ Það var skrítið skot frá manni eins og Steingrími J. Sigfússyni. Hann sleppti því reyndar að geta þess hverjir þeir væru niðurrifsmennirnir sem setja hann út af laginu. Sagði þó að þeir væru „fyrrverandi þetta og fyrrverandi hitt.“ Til þess hefur verið tekið hve Stein- grímur J. Sigfússon talar mik- ið um sjálfan sig upp á síðkast- ið. En varla hefur hann átt við sig með þessum orðum á eld- húsdegi. Eða hvað? Stein- grímur er fyrrverandi ESB- andstæðingur. Hann er fyrr- verandi AGS-andstæð- ingur. Hann er fyrrverandi and- stæðingur einka- væðingar banka. Hann er fyrr- verandi andstæðingur árása á íslenskan sjávarútveg og fylgdi í því Lúðvík foringja sínum Jósepssyni. Hann er fyrrver- andi andstæðingur for- ingjaræðis. Hann er fyrrver- andi andstæðingur þess að Magma eignaðist íslensk orku- ver. Hann er fyrrverandi and- stæðingur þess að íslenskur al- menningur axlaði skuldir óreiðumanna. Hann er með öðrum orðum heldur betur „fyrrverandi þetta og fyrrver- andi hitt.“ Það er á hinn bóginn eftirtektarverð nýlunda sem Steingrímur fitjar upp á með ræðu á eldhúsdegi. Þar hefur ekki tíðkast að menn tali undir rós um sjálfan sig. En kannski gat hann ekki stillt sig. Efnið er orðið honum svo hugleikið. Einkennileg tilþrif á eldhúsdegi }Niðurrifsmaður í ræðustól STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is E ndurskipulagning fyr- irtækja hefur tekið of langan tíma og flest þeirra fyrirtækja sem voru með góða fjár- hagsstöðu árið 2007 voru einnig vel stödd árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samkeppn- iseftirlitsins, SE. Skýrslan heitir „Samkeppnin eftir hrun“ og byggir á rannsókn eftirlitsins á fjárhagsstöðu og fjárhagslegri endurskipulagningu 120 stórra fyrirtækja á völdum sam- keppnismörkuðum á árunum 2007- 2010. Skýrslan var kynnt á fjölsóttum morgunverðarfundi í gærmorgun og þar sagði Páll Gunnar Pálsson, for- maður SE, að ekki hefði undir nokkr- um kringumstæðum verið hægt að ætlast til þess að endurreisnin gengi snurðulaust fyrir sig eða að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ein- hver teldi sig órétti beittan. Skýrslan sýnir að í um helmingi fyrirtækjanna urðu engar breytingar á eignarhaldi og að eignarhald breyttist mest hjá þeim fyrirtækjum sem stóðu mjög illa í kjölfar hrunsins. Bankar reki ekki fyrirtæki „Alþjóðleg samstaða ríkir um að bankar séu ekki vel til þess fallnir að reka fyrirtæki. Það er vegna þess að fjármálaþjónusta fyrir fyrirtæki og eignarhald á þeim fer ekki vel sam- an,“ sagði Páll. Páll vék að skilanefndum og slitastjórnum bankanna. „Það liggur fyrir að þetta eru tímabundin störf og þetta fólk þarf að finna sér ný störf þegar tiltektinni lýkur.“ Að mati Páls hefur endur- skipulagning atvinnulífsins tekið of langan tíma, vegna rangra hvata. Hann segir stöðnun fyrirsjáanlega, verði ekki tekið á þessum hvötum og á meðan óvissa ríkti væru fyrirtæki síður í stakk búin til að taka ákvarð- anir. „Endurskipulagning atvinnulífs- ins tekur of langan tíma og fyrirtæki koma of skuldsett út úr fjárhagslegri endurskipulagningu,“ sagði Páll. Hann sagði að fyrirtæki teldu al- mennt að samkeppnisstaða þeirra væri mikilli óvissu háð. Hann sagði að Samkeppniseft- irlitið hygðist draga upp á yfirborðið tilvik, þar sem bankar færu með yf- irráð í fyrirtækjum, án þess að hafa tilkynnt það til eftirlitsins. „Tryggja þarf að raunveruleg yf- irráð banka yfir fyrirtækjum séu uppi á borðum,“ sagði Páll. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, svaraði þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á bankana varðandi endurskipulagningu fyr- irtækja. „Eru þrjú ár óeðlilega langur tími?“ spurði Birna. Lærum af endurreisninni „Bankarnir voru með blönduð lánasöfn, skuldsetningarhlutfall heimila og fyrirtækja var mjög hátt og bankarnir voru án efnahagsreikn- ings í ár eftir hrunið. Drögum ekki að- eins lærdóm af hruninu, heldur einnig af endurreisnarstarfinu,“sagði Birna. „Við þurfum að búa til raunveru- lega eigendur, sem hafa raunveruleg- an hag af því að reka banka vel,“ sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Það er engum til góðs að skilanefndir verði til sjálfs síns vegna.“ Hann vill að sett verði sólarlags- ákvæði um skila- nefndir bankanna, þannig að starf- semi þeirra falli undir slitastjórn- irnar. Bankar stundi ekki fyrirtækjarekstur Morgunblaðið/Sigurgeir S. Samkeppniseftirlitið Ný skýrsla sýnir að það sé samfélagslega hag- kvæmt að brugðist sé hratt við skuldavanda rekstrarhæfra fyrirtækja. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði að rót þess vanda, sem við atvinnu- lífinu blasti, væri einkum þrenns konar. Í fyrsta lagi tæki end- urskipulagning atvinnulífsins of langan tíma og ástæður þess mætti meðal annars rekja til banka og stjórnvalda. Þá benti margt til þess að fyrirtæki, sem hafa farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, komi of skuldsett út úr henni. Einnig telja mörg atvinnufyrirtæki mikla óvissu ríkja um samkeppn- isstöðu sína. Fyrirtækin segja endurskipulagninguna ómark- vissa, ósann- gjarna og ógagn- sæja. Einnig telja skuldlítil fyr- irtæki fyr- irhyggju sína lítils metna, þegar skuldir keppinauta þeirra eru felld- ar niður. Þrenns konar vandi „ÓSANNGJARNT FERLI“ Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.