Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Stökkkraftur Háskóli unga fólksins hefur verið í Háskóla Íslands þessa viku og verður lokahátíðin í dag. Á þemadegi var valið nemenda og þá létu sumir reyna á atgervi sitt. Kristinn Flestir vita að blóð er notað til að hjálpa sjúkum að ná bata. Kannski leið- um við ekki oft hug- ann að því hversu mikilvægt það er að eiga stóran og traustan hóp blóð- gjafa sem eru fúsir og ávallt reiðubúnir að gefa blóð, hluta af sjálfum sér, til þess að hjálpa öðrum. Það eru ekki allir svo lánsamir að vera við góða heilsu og sá hópur stækkar eftir því sem með- alaldur þjóðarinnar færist upp á við. Það er mikilvægt að ávallt sé til nægt blóð til þess að mæta áföllum. Blóð þarf svo unnt sé að sinna aðgerðum á sjúkrahúsum, bæði vegna slysa og annars. Ým- iss konar lyfjameðferð kallar á það að sjúklingar fái blóð eða blóðhluta eins og blóðflögur sem hjálpa til við storknun blóðs. Það skiptir þá sem berjast við krabbamein miklu að framboð blóðs sé nægt og blóðgjafar heimsæki Blóðbankann bæði að Snorrabraut 60 í Reykjavík og í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri að Eyrarlandsholti þar í bæ, að ógleymdum Blóð- bankabílnum sem fer vítt og breitt um Suðurland, Suðurnes, Vesturland og Norðurland. Alls staðar er tekið vel á móti blóð- gjöfum, nýjum sem gömlum. Blóðgjafar geta menn orðið 18 ára og gefið til 65 ára aldurs ef heilsa leyfir. Hægt er að gerast blóðgjafi til 60 ára aldurs. Bæði karlar og konur gefa blóð og fjölgar kon- um í hópi blóðgjafa frá ári til árs. Blóðgjafafélag Ís- lands heldur úti heimasíðu og þar er ýmsar upplýsingar að fá fyrir þá sem vilja kynna sér blóðgjöf og hvað þarf til að maður geti gerzt blóðgjafi. Um aldur hefur þegar verið getið. Blóðgjafar verða vera hraustir og það eru allnokkur atriði sem kunna að útiloka þá frá blóðgjöf tímabundið eða varanlega. Blóðgjafir eru stór þáttur í heilbrigðiskerfinu, sem ekki má gleymast. Lætur nærri að virkir blóðgjafar á Íslandi séu nærri 10 þúsund. Þeir leggja sitt af mörk- um með því að gefa um 15 þús- und blóðgjafir ár hvert. Þetta er mikilvægt framlag veitt af fúsum og frjálsum vilja, öðrum til gagns. Ungt fólk er hvatt til þess að gerast blóðgjafar enda er það gott merki um heil- brigðan lífsstíl. Fyrir áhugasama fylgir tengill á heimasíðu Blóð- gjafafélagsins www.bgfi.is/. World Health Organization WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin með meira en 190 aðild- arríki, Alþjóða Rauði krossinn með meira en 180 landssamtök, International Federation of Blo- od Donor Organizations, Al- þjóðasamtök blóðgjafafélaga með tæplega 60 landssamtök blóðgjafafélaga og International Society of Blood Transfusion, Alþjóðasamtök blóðgjafar, ásamt þúsundum sérfræðinga um blóð- gjafir láta sig málefni blóðgjafa og blóðgjafar varða, auk heil- brigðisyfirvalda. Mikilvægt er að heilbrigt fólk á aldrinum 18 til 65 ára gefi blóð. Sérstakt fagnaðarefni er fjölgun ungra kvenna í hópi blóðgjafa. Sýnum samstöðu með blóðgjöfum og -þiggjendum og mætum með góða skapið í Blóð- bankann. Blóðgjafar! Ykkur er þakkað ómetanlegt, sjálfboðið og óeigingjarnt framlag ykkar til betra lífs og heilbrigðis á Ís- landi. Eftir Ólaf Helga Kjartansson » Blóð er nauðsynlegt heilbrigðiskerfinu til lækninga, vegna að- gerða og lyfjameð- ferðar. Mikilvægt er að ungt fólk gerist blóð- gjafar og blóð sé gefið. Ólafur Helgi Kjartansson Höfundur er sýslumaður á Selfossi og formaður Blóðgjafafélags Íslands. Af hverju skiptir máli að gefa blóð? Í kjölfar frétta í vik- unni reyndu stjórn- málamenn í eldhúsdags- umræðum að slá pólitískar keilur með skuldara að vopni. For- maður Sjálfstæðisflokks- ins hélt því meðal annars fram að „einungis 22 af 2.800 umsækjendum hafa fengið greiðsluað- lögun“. Frá því embætti um- boðsmanns skuldara var komið á fót í ágúst á síðasta ári hafa 950 umsóknir um greiðsluaðlögun verið afgreiddar. Þar af hafa 790 umsóknir verið sam- þykktar, 76 umsóknum hefur verið synjað eða átta prósentum afgreiddra mála og 83 umsóknir hafa verið aft- urkallaðar. 790 heimili hafa því fengið heimild til greiðsluaðlögunarumleit- ana, en ekki 22. Að auki hafa verið af- greidd um 500 önnur greiðsluerf- iðleikamál, þar sem leitað er vægari lausna en felast í greiðsluaðlögun. Eftir að umsókn hefur verið sam- þykkt tekur við nokkurra mánaða ferli hjá umsjónarmönnum, sem eru starfandi lögmenn, við að kalla eftir kröfum, reyna að selja eignir ef ein- hverjar eru umfram hóflegt heimili og bifreið, gera tillögu að samningi og fá kröfuhafa og skuldara til að sam- þykkja samninginn. Skuldamálin eru oft flókin og getur það því tekið nokk- urn tíma að leysa úr þeim flækjum þannig að bæði skuldarar og kröfu- hafar séu sáttir. Einnig hefur tafið afgreiðslu samn- inga að fjármálafyr- irtæki hafa krafist þess að áður en hægt sé að ganga til samninga verði þeir búnir að afgreiða umsóknir yfirveðsettra fasteignaeigenda um 110% niðurfærslu. Hrað- inn á afgreiðslu 110% leiðar fjármálafyrirtækj- anna og lífeyrissjóða hefur ekki staðið undir væntingum. Fjölmargar fjöl- skyldur eru í sárum vegna þess að þær ráða ekki við greiðslubyrði skulda sinna. Úr því verður að leysa, meðal annars með því að fólk leiti til umboðsmanns skuldara. Með afvegaleiðandi upp- hrópunum um afgreiðsluhraða hjá embættinu eru þeir skuldarar sem þurfa á aðstoð að halda fældir frá því að leita sér hjálpar. Ef stjórnmála- menn hafa áhuga á að kynna sér hvernig ferli greiðsluaðlögunar geng- ur fyrir sig og hvernig greiðsluaðlög- un aðstoðar skuldara í vanda eru þeir ávallt velkomnir í heimsókn til að kynna sér málið. Þriðjungur um- sókna afgreiddur Eftir Ástu S. Helgadóttur Ásta S. Helgadóttir » Frá því embætti um- boðsmanns skuldara var komið á fót í ágúst á síðasta ári hafa 950 um- sóknir um greiðsluaðlög- un verið afgreiddar. Höfundur er umboðsmaður skuldara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.