Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups trú- ir mikill meirihluti Ís- lendinga, alls 71 pró- sent, á Guð eða æðra máttarvald. Það eru ánægjulegar fréttir. Hitt er athygli vert að einungis 22 prósent trúa því að Guð hafi skapað alheiminn. 68 prósent telja þess í stað að alheimurinn hafi orðið til í Mikla- hvelli sem svo er nefndur. Af þessu mætti ætla að kenningin um Mikla- hvell og trúin á Guð sem skapara al- heimsins væru andstæður. (Þannig var möguleikunum raunar stillt upp í könnuninni.) Þetta vekur upp ýmsar spurn- ingar. Ein er sú hvernig Guð getur verið Guð í réttum skilningi þess orðs en ekki verið ábyrgur fyrir tilvist al- heimsins. Miklihvellur er sú viðtekna kenn- ing að alheimurinn eigi sér upphaf. Samkvæmt henni er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á til- greindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvell- ur notað um þann atburð sem mark- aði upphaf tímans og alls rúms, efnis og orku. Samkvæmt því var alheim- urinn alls ekki til fyrir Miklahvell. Miklahvellskenningin hefur verið svo ríkulega staðfest með athugunum og mælingum að „í dag trúa nánast allir því að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli“, svo vitnað sé til orða hins þekkta eðlisfræðings Stephen Hawking. Hvaða þýðingu hefur þetta? Segjum að þú sért í gönguferð með vini þínum og heyrir allt í einu gríð- arlega mikinn og háværan hvell. Þú lítur skelfingu lostinn á vin þinn og spyrð hvað í ósköpunum hafi gerst. Vinurinn horfir á þig af nokkurri undrun og segir síðan af stillingu: „Vertu nú ró- legur. Ekkert gerðist. Það var ekkert sem or- sakaði þennan hvell. Þú þarft ekki að hafa nein- ar áhyggjur. Hann kom upp úr engu.“ Þú mundir ekki fall- ast á jafnfráleitt svar. Þú veist mætavel að af engu kemur ekkert og að allt sem verður til á sér orsök. Það sem gildir um lítinn hvell á líka við um mikinn hvell. Að alheimurinn eigi sér upphaf merkir að hann á sér orsök. Sú orsök er eðli málsins samkvæmt utan og of- an við alheiminn sjálfan því hún or- sakaði alheiminn. Hún er því handan tíma, rúms, efnis og orku. Orsökin er utan og ofan við hinn náttúrulega veruleika sem alheimurinn er og því er hún í réttum skilningi yfirnátt- úruleg. Sem orsök tíma, rúms og efn- is er hún jafnframt óbundin af tíma, rúmi og efni og þar af leiðandi eilíf, rýmislaus og óefnisleg. Hvað svo sem slík orsök er kölluð er síður en svo óviðeigandi að kalla hana Guð. Raunar er það í hæsta máta skynsamlegt. Ummæli breska eðlisfræðingsins Arthurs Eddington koma hér til hug- ar: „Upphaf alheimsins felur í sér slíka erfiðleika að þeir eru óyfirstíg- anlegir nema við séum tilbúin til að líta á það sem hreint og beint yf- irnáttúrulegt.“ Margir vísindamenn hafa tekið undir það, meðal annars eðlisfræðingurinn Robert Jastrow, sem gekk enn lengra í ummælum sín- um: „Stjörnufræðingar hafa málað sig út í horn. Með eigin aðferðum hafa þeir sýnt að alheimurinn varð til fyrir sköpun sem leiddi til alls sem fyrir augu ber … Að hér sé eitthvað að verki sem ég og aðrir myndum kalla yfirnáttúrulegt tel ég vís- indalega sannaða staðreynd.“ Hvers vegna gera sumir jafn skarpan greinarmun á sköpun al- heimsins og Miklahvelli og áðurnefnd könnun ber vitni um? Ef til vill vegna sköpunarfrásögu Biblíunnar. Mikli- hvellur kemur þar hvergi beint við sögu svo sem von er. Sköpunarfrásaga Biblíunnar er margslungin frásaga sem allt of sjald- an er lesin á sínum eigin forsendum og í eðlilegu og réttu samhengi. Þeg- ar það er gert kemur hins vegar í ljós að ekki er um að ræða tilraun til að útskýra tilurð alheimsins í vísinda- legum skilningi. Markmið sköp- unarfrásögunnar er fyrst og síðast að bera fram með sínum hætti þá játn- ingu að Guð er skaparinn og enn- fremur að miðla þeirri trúarsannfær- ingu að ástæða þess að alheimurinn er til er sú að Guð ákvað að skapa hann. Hér er engin mótsögn á ferð! Í stað þess að grafa undan bibl- íulegri sköpunartrú skýtur kenningin um Miklahvell mjög svo sterkum vís- indalegum stoðum undir þá skyn- samlegu sannfæringu kristins fólks frá upphafi að „í upphafi skapaði Guð himin og jörð [þ.e. alheiminn]“ (1Mós 1.1). Það er sannarlega umhugsunar- vert hvað sem öðru líður. Guðstrú og Miklihvellur Eftir Gunnar Jóhannesson »Hvers vegna gera sumir jafn skarpan greinarmun á sköpun al- heimsins og Miklahvelli og áðurnefnd könnun ber vitni um? Gunnar Jóhannesson Höfundur er sóknarprestur. Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska að kristn- um sið. Á jólum fögnum við kristnir menn fæð- ingu frelsarans Jesú í heiminn. Á páskum gleðjumst við yfir upp- risu hans, sigri hans á dauðanum sem gefur okkur von um eilíft líf okkur til handa. En hvað með hvítasunnu? Maður nokkur svaraði því fyrir sitt leyti á þennan veg, þegar hann var spurður af fréttamanni á förnum vegi: „Hvíta- sunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa hvað það varðar að það er mikið djammað um þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. Hvítasunnan á marga strengi í hörpu sinni. Meðal annars er hún vor- og sumarhátíð kristinnar kirkju. Um hvítasunnu fögnum við sumri, lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga og biðjum þess, að land og haf beri ríkulegan ávöxt það miss- eri, sem nú fer í hönd. Upp- risuboðskap páskanna fögnum við líka um hvítasunnu. Tilveran öll rís upp þessa daga. Lífið hefur sigrað dauðann og sérhver skepna skap- arans á hlutdeild í þeim sigri. Vet- urinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar all- an sólahringinn. Við þökkum Guði og biðjum hann að vera með okkur á komandi sumri. Árstíðirnar allar hvíla í hendi hans. Íslendingar hafa löngum beðið vorsins með óþreyju. Langar skamm- degisnætur og enn lengri útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi sumars. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Þann fögnuð eigum við öll sameiginlega. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunn- unnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heims- trúarbrögð, sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvíta- sunnudagur er fæðingardagur kirkj- unnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drott- inn Jesús Kristur um meðal læri- sveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi. Tíu dögum síðar voru læri- sveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru „hvítasunnuundrið“. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og í Post- ulasögunni segir. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist. Hin hliðin grundvall- ast á sköpunarmætti Guðs og krafti Guðs. Án Guðs væri því engin kirkja. Hvað það var, sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag, hefur verið mönnum hugstætt á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunn- unnar að finna. Postularnir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla, segir í Postulasögunni. En hver er þessi kraftur sem Post- ulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bæn- arinnar, lætur þig verða varan við nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er er- indi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra kristinna manna á þessari helgu hátíð og hverja stund árið um kring. Vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnann í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Öll okkar verk, orð og æði á að einkennast af þessu. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vaxandi, eiginhagsmunasemin ræður ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið. En um leið kallar hann okkur til að sækja fram og takast á við myrkrið og sigra það undir merkjum krossins – ótta- laus. Það er kjarni þess boðskapar sem hvítasunnan flytur okkur. Guð gefi þér gleðilega hvítasunnuhátíð. Hvítasunna Eftir Þórhall Heimisson » „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma“ Þórhallur Heimisson Höfundur er sóknaprestur. Á nýafstöðnum landsfundi Lands- sambands eldri borgara (LEB) sem haldinn var í Stykkishólmi dagana 10.-11. maí sl. voru ýmsar ályktanir samþykktar. Margar voru um kjara- mál, enda sífelld barátta að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara, sem hafa mátt sæta margföldum skerðingum á lífeyri sínum á síðustu árum. Hafa þær verið sendar viðeig- andi stjórnvöldum. En ályktanirnar sneru einnig að þjónustu við aldr- aða, hvernig að þeim eldri borg- urum er búið sem þurfa á þjónustu samfélagsins að halda. Heimaþjón- usta hefur staðið öldruðum til boða um áraraðir. Áður fyrr var hún framkvæmd af konum sem kunnu vel til verka og margar höfðu stund- að nám í húsmæðraskólum. Sam- kvæmt upplýsingum þar um þarf sá sem sækir um að vinna við heima- þjónustu að vera 20 ára og kunna ís- lensku. Engar kröfur aðrar eru gerðar, ekki þarf t.d. að sýna saka- vottorð. Gera þarf störf í þágu aldraðra meira aðlaðandi, bæði fyrir þá sem þjónustuna veita og þá sem eru þiggjendur. Því samþykkti lands- fundurinn að veita beri félagsliðum lögverndað starfsheiti og að sem fyrst verði hafist handa við að skipu- leggja viðurkennt nám fyrir heima- þjónustu líkt og er í nágrannalönd- um okkar, svo að allir sem annast þjónustu við aldraða hafi til þess til- skilin réttindi. Námið gæti verið hluti af félagsliðanámi. Ofbeldi gegn öldruðum Þegar fyrst var byrjað að tala um kynferðislegt ofbeldi gegn konum fyrir allmörgum árum, þótti það nánast ekki við hæfi að ræða slíkt á opinberum vettvangi. Umræðan hefur þó sýnt að mikil þörf var á því og að slíkt ofbeldi birtist í mörgum myndum. Kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi er líka staðreynd. Minna hefur verið rætt um það hvort ofbeldi gegn öldruðum við- gengst í okkar ágæta samfélagi. Er- lendar rannsóknir sýna að slíkt mein er að finna í vestrænum sam- félögum og því má ætla að svo sé einnig hérlendis. Þá hafa nýlegar fréttir fjölmiðla sýnt fram á að það er einnig að finna hér. Ofbeldi í hvaða mynd sem er þarf að uppræta eins og kostur er, en fyrst þarf að koma umræðunni af stað, svo við vitum meira hvar og hvernig ofbeldi gegn öldruðum kemur fram. Matthías Halldórsson, fyrrver- andi aðstoðarlandlæknir, flutti áhugavert erindi um ofbeldi gegn öldruðum í júní 2006. Það erindi má finna á heimasíðu landlæknisemb- ættisins og er afar fróðlegt. Hann segir þar að samkvæmt erlendum rannsóknum sé til margskonar of- beldi gagnvart öldruðum. Það getur ýmist verið líkamlegt eða andlegt ofbeldi, einnig fjárhagslegt ofbeldi eða vanræksla sem felst í því að umönnun og hjúkrun er ábótavant. Jafnvel kynferðislegt ofbeldi var til staðar í þeirri erlendu rannsókn sem hann vitnar til, þó erfitt sé að trúa því. Landsfundur LEB beinir því til landlæknisembættisins að gerð verði rannsókn á því hvort of- beldi og valdbeiting eigi sér stað gagnvart öldruðum hér á landi. Nauðsynlegt er að kortleggja það hvernig það birtist og hversu mikið það er og hvar það er að finna. En við þurfum líka öll að vera meðvituð og fylgjast með í okkar nánasta umhverfi. Aðstandendur fylgjast með sínum, en það eiga ekki allir aðstandendur og þeir geta ver- ið misjafnlega virkir. Þjónustunefnd LEB hefur í vetur skrifað bréf til allra FEB-félaga innan Lands- sambands eldri borgara þar sem fé- lögin eru hvött til þess að fylgjast með því að þjónustuhópur aldraðra starfi í þeirra nærsamfélagi. Slíkur þjónustuhópur á að vera til sam- kvæmt lögum um málefni aldraðra. Þjónustuhópurinn gæti sinnt þessu eftirlitshlutverki og jafnvel mætti stækka hann, fá til liðs við hópinn fólk frá ýmsum félagasamtökum sem vinna að hagsmunum eldri borgara eins og kvenfélögin, kirkj- una, Rauða-kross deildir, einnig fólk frá heilsugæslustöðvum o.fl. Með grein þessari viljum við einn- ig vekja athygli á að til eru Alþjóða- samtök gegn ofbeldi á öldruðum, INPEA (International Network for Prevention of Elder Abuse) sem hafa tileinkað 15. júní sem alþjóð- legan forvarnardag gegn ofbeldi á öldruðum. Ofbeldi gegn öldruðum – heimaþjónusta Eftir Bryndísi Steinþórsdóttur, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, Ragnheiði Stephensen. » Alþjóðasamtök gegn ofbeldi á öldruðum, INPEA, hafa tilnefnt 15. júní sem alþjóðlegan forvarnadag. Bryndís Steinþórsdóttir Höfundar eru eftirlaunafólk og sitja í þjónustunefnd LEB Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Ragnheiður Stephensen - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.