Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 ✝ HaukurTryggvason fæddist á Ak- ureyri 31. mars 1949. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 29. maí 2011. Foreldrar hans eru Kristbjörg Pálína Jak- obsdóttir, f. 30. júlí 1913 og Tryggvi Ingimar Kjartansson, f. 4. febrúar 1927, d. 22. júlí 2005. Systkini Hauks eru: 1) Aðalsteinn, f. 9. október 1946; 2) drengur, f. 23. janúar 1948, d. 18. febrúar 1948; 3) stúlka, f. andvana 24. ágúst 1950; 4) Kjartan, f. 4. júlí 1951; 5) Jak- ob, f. 9. ágúst 1953; 6) Sig- urður Rúnar, f. 9. ágúst 1955 og 7) Halldór Ingimar, f. 6. júní 1957. Haukur kvæntist þann 10.7. 1983 Sigrúnu Kjartansdóttur, f. 18.6. 1955. Foreldrar hennar eru Kristín Aðalheiður Þórð- ardóttir, f. 6.12. 1930 og Kjart- an Jóhannesson, f. 13.10. 1925. 1967 í Melgerði, Eyjafjarð- arsveit. Hann hlaut hefðbundna skólagöngu í barna- og ungl- ingaskóla. Ungur að árum fór hann að vinna fyrir sér við ým- is sveitatörf. Árið 1977 tekur hann við búi af föður sínum í Melgerði. Haukur var mikill dýravinur og náttúrubarn, hann var bóndi af lífi og sál og vann öll sín störf af trú- mennsku og alúð. Eftir að Haukur og Sigrún hætta bú- skap flytja þau til Húsavíkur 1984 og hafa búið þar lengst af síðan á æskuheimili Sigrúnar að Þórðarstöðum (Skálabrekku 9), fyrst í sambýli við foreldra hennar. Á Húsavík vann Hauk- ur við ýmis störf, s.s. bygging- arvinnu og afgreiðslustörf en lengst af hjá Húsavíkurkirkju sem meðhjálpari og kirkju- garðsvörður eða í 9 ár. Haukur tók virkan þátt í félagsmálum, starfaði til fjölda ára í Kiwanis- klúbbnum Skjálfanda þar sem hann gegndi trúnaðarstörfum bæði sem forseti og svæð- isstjóri á Norðausturlandi. Þá tók hann virkan þátt í verka- lýðsmálum og var félagi og trúnaðarmaður í Framsýn- stéttarfélagi á Húsavík. Útför Hauks fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 10. júní 2011, og hefst athöfnin klukk- an 14. Börn Hauks og Sigrúnar eru: 1) Sólrún, f. 20.12. 1973, hana átti Sig- rún fyrir, Haukur gekk henni í föð- urstað og ættleiddi. Börn Sólrúnar eru: a) Þórey Ósk Ró- bertsdóttir, f. 25.6. 1994, hennar kær- asti er Jón Sævin Hallgrímsson, f. 3.8. 1994; b) Eyrún Lilja Ara- dóttir, f. 8.4. 2001; c) Jósavin Heiðmann Arason, f. 30.12. 2002. 2) Árný Ósk, f. 23.9. 1979, sambýlismaður Óðinn Sigurðsson, f. 10.11. 1958. Börn hennar eru: a) Alexander Örn Kristinsson, f. 23.4. 2000; b) Sigríður Lóa Víðisdóttir, f. 12.1. 2003; c) Ásþór Haukur Óðinsson, f. 30.3. 2010. 3) Kjartan Jóhannes, f. 21.3. 1985. Haukur ólst upp fyrstu árin á Akureyri, fyrst á Gler- áreyrum 35 og þá Sólvöllum til ársins 1960 að hann flytur með foreldrum sínum inn í Eyja- fjörð. Fyrst í Miðhús og síðan Mig langar að minnast tengdasonar míns með nokkr- um fátæklegum orðum. Ég kynntist Hauki fyrst þegar hann kom heim með Sigrúnu dóttur minni, svo ljúfur og elskulegur ungur maður. Sig- rún átti litla stúlku af fyrra hjónabandi og vildi hún strax koma til Hauks og spurði hann hvort hann vildi vera pabbi sinn. Það sýnir best hvaða mann hann hafði að geyma. Já, hann var sko pabbi hennar upp frá því og gerði engan mun á henni og sínum eigin börnum. Lengi vel bjuggu þau hjónin í Eyjafirði og stundaði hann þar almennann búskap, var hann mikill búmaður í sér. Eftir að þau fluttu hingað til Húsavíkur stundaði Haukur ýmsa vinnu, hann var handlaginn, duglegur og vinsæll. Þau keyptu gamla húsið af okkur hjónunum. Gerði hann það upp og varð það sem nýtt. Í níu ár var hann kirkju- vörður, meðhjálpari og kirkju- garðsvörður. Lengi barðist Haukur hetju- lega við illvígan sjúkdóm, með karlmennsku og rósemi háði hann þá baráttu en tapaði henni að lokum. Ég bið góðan Guð að vaka yfir og vernda aldraða móður hans, Kristbjörgu Jakobsdótt- ur, sem dvelur á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri, sem og fjölskyldu hans alla. Guð geymi ykkur öll. Hjartans þökk fyrir allt elsku Haukur og góða ferð vin- ur minn. Nú er sólin vermir vota grund vorvindar leika um dalinn. Þá færðu þér vinur væran blund svo angandi og grænn er balinn. Lömbin leika um hól og haga svo létt og lipur alla daga. Það gleði vekur í bóndans hjarta og gerir tilveruna svo unaðs bjarta. (KÞ) Kristín Þórðardóttir. Það er erfitt að vera langt í burtu á svona degi og geta ekki kvatt kæran mág minn, Hauk Tryggvason. Haukur var svo mikið ljúfmenni, rólegur og nærgætinn. Hann og Sigrún hugsuðu fyrst og fremst um fjölskylduna og vini og voru mjög frændrækin. Haukur og Sigrún keyptu Þórðarstaði, húsið sem afi Þórður byggði 1932, af foreldrum okkar Sig- rúnar og hófu að taka húsið í gegn og gera á því miklar breytingar, þá kom vel í ljós hvað Haukur var verklaginn og natinn. Hann hafði næstum því lokið verkinu, þegar veikindin fóru að gera vart við sig, hann hafði ekki orku til að ljúka því sem hann ætlaði sér, en góðir vinir komu til og kláruðu verk- ið, en timbrið sem hann var bú- inn að kaupa og ætlaði í sólpall handa Sigrúnu sinni er sunnan við húsið undir segldúk. Hauk- ur var bóndi í eðli sínu, hann hefur alltaf átt kindur og núna í vor var hugur hans mikið í fjárhúsunum, hann fékk að sjá myndband af ánum og lömbum þeirra, og gat þannig fylgst með, þó fársjúkur væri. Hauk- ur hafði yndi af að vinna í garð- inum og blómabeðin hans Hauks eru farin að blómstra. Haukur fékk ekki lengri tíma hér með okkur en hann var búinn að sá fræjum, hann á sex vænleg barnabörn sem hann unni mikið, m.a. ársgaml- an nafna sem veitti honum mikla gleði. Það er svo sorglegt þegar fólk er burtu kvatt á besta aldri, akkúrat þegar tím- inn var að koma til að setjast niður og njóta. Sem betur fer höfðu þau Sigrún og Haukur notið þess að ferðast svolítið saman, en mest er nú talað um og hlegið að sólarlandaferðun- um sem þau fóru með Ásdísi systur og Vigfúsi. Þetta voru miklar gleðiferðir, þau gerðu svo margt skemmtilegt og gátu séð spaugilegu hliðina á öllu, allt var svo spennandi og dásamlegt, þau komu svo glöð og ánægð heim og alltaf sögðu þau: „Heiða, þið verðið að koma með í næstu ferð“ og ég hélt að ég færi með í ferð, en bara seinna. Eftir að Haukur greindist með krabbameinið voru þau hjónin bjartsýn og jákvæð og voru viss um að hægt væri að lækna meinið, því sem betur fer er það oft hægt, en því mið- ur ekki alltaf, sama hvernig barist er. Haukur barðist sem hetja, hann kvartaði ekki og bar sig alltaf vel. Haukur fékk að vera heima á Þórðarstöðum í veikindunum, í húsinu sem hann var búinn að vinna við í mörg ár, Sigrún hjúkraði hon- um og reyndi allt til að gera honum lífið eins bærilegt og hægt var. Við getum verið þakklát fyrir öll góðu árin sem Sigrún og Haukur hafa átt saman, því sambúð þeirra, vin- átta og virðing hvors fyrir öðru var einstök. Haukur hafði gam- an af að dansa og þau Sigrún sóttu oft böll, til að dansa gömlu dansana. Núna á meðan Haukur hefur átt í veikindun- um hefur hann notið þess að hlusta á tónlist, lygnt aftur augunum og örugglega dansað í huganum við Sigrúnu. Haukur er nú farinn úr þessu jarðlífi, en hann á eflaust eftir að halda utan um Sigrúnu sína og leiða hana áfram, svo lítið beri á. Elsku systir og fjölskylda, Guð veri með ykkur. Aðalheiður (Heiða) og fjölskylda. Elskulegur frændi minn, vin- ur og æskufélagi hefur kvatt þetta líf, eftir snarpa glímu við illvígan sjúkdóm. Eftir erfiða aðgerð birti til og allt virtist á réttri leið og ástæða til bjart- sýni eftir góða skoðun. En eftir áramót syrti að er sjúkdómurinn hafði tekið sig upp að nýju og eirði engu. En æðruleysi og kjarkur Hauks var engu líkur. Mig langar í ör- fáum orðum að þakka Hauki fyrir allar ánægjustundir í lífi okkar, og sem betur fer voru þær margar. Hann gerðist ung- ur vinnumaður í nágrenni við mig til margra ára. Og ein- kunnarorðin sem hann hlaut fyrir þau störf voru: „Duglegur – samviskusamur – ósérhlíf- inn“. Mig langar einnig að þakka honum fyrir hvað hann var duglegur að standa fyrir alls konar ferðum og skemmtileg- heitum að sumri sem vetri þeg- ar við vorum ungir. En lánið í lífi Hauks var þeg- ar hann kynntist henni Sigrúnu sinni og þau stofnuðu til fjöl- skyldu og hófu búskap í Mel- gerði, þar sem þau bjuggu í nokkur ár, áður en þau fluttu til Húsavíkur. Þar komu þau sér upp mjög notalegu og fal- legu heimili, enda einstaklega samrýnd og samstiga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þeg- ar barnabörnunum fjölgaði fann ég að Hauki leið vel. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég bið Guð að styrkja fjöl- skyldu Hauks á þessum erfiðu tímum. Þinn frændi og vinur, Þröstur Jóhannesson. Látinn er langt um aldur fram Haukur Tryggvason, fv. kirkjuvörður á Húsavík, góður vinur minn, nágranni til margra ára og félagi í Kiwanis- hreyfingunni. Ég kynntist Hauki ekki fyrr enn eftir að hann flutti til Húsavíkur með Sigrúnu frænku minni, en vissi vel af honum eftir að þau tóku saman. Þau voru nágrannar okkar Pálínu í Skálabrekkunni í mörg ár, það var gott að hafa Sigrúnu og Hauk sem næstu granna og erum við þakklát fyrir það. Kæri vinur, nú er komið að kveðjustundinni, síðustu mán- uðir hafa verið þér og fjölskyld- unni erfiðir, en í nær tvö ár hefur þú tekist á við erfið veik- indi af miklum hetjuskap. Þið voruð svo vongóð og bjartsýn um bata í lok síðasta árs og að framundan væri betri tími. Það var svo eftir skoðun í febrúar sem þú sagðir manni slæmu fréttirnar um að hinn illvígi sjúkdómur krabbameinið hefði tekið sig upp aftur og þú værir orðinn mikið veikur. Við þær fréttir varð maður sleginn og fannst það ekki rétt- látt af almættinu að leggja þetta á þig og fjölskyldu þína. En við þær aðstæður sýndir þú, með stuðningi Sigrúnar þinnar og fjölskyldu, mikinn styrk og æðruleysi og maður fann í nálægð þinni hvað þú varst sterkur og lagðir mikið á þig við að miðla öðrum af trú þinni og yfirvegun. Ég þakka þér fyrir mikilvægar samveru- stundir sem við áttum nú síð- ustu vikurnar er ég heimsótti þig í Þórðarstaði og við rædd- um lífið og tilveruna, áhuga- málin, ekki síst um landbúnað, dýrin og náttúruna sem voru þér svo hugleikin. Haukur gekk til liðs við Kiw- anisklúbbinn Skjálfanda 1996 og hefur síðan verið einn af máttarstólpum klúbbsins. Haukur var mikill Kiwanis- félagi og ef unnið var að styrktarverkefnum var Haukur á staðnum. Eitt verk hafði hann fast í félagsstarfinu, að standa fyrir heimsóknum í Hvamm – heimili aldraðra og spila bingó við heimilisfólkið. Hann hafði gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbb- inn, verið ritari, forseti og einn- ig svæðisstjóri Óðinssvæðis. Síðustu vikurnar hafa verið erfiðar og þú þurft að þola mik- ið, en aldrei heyrði maður þig kvarta. Þrátt fyrir sársaukann og veikindin síðustu dagana heima á Þórðarstöðum, þar sem þú vildir vera þar til yfir lyki, sýndir þú ótrúlegt þrek og þrautseigju. Á þessum erfiðu tímum hefur fjölskylda þín staðið þétt saman og stutt þig og var aðdáunarvert að sjá dugnað og þrek Sigrúnar þinn- ar sem aldrei vék af vaktinni. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar komið er að kveðjustund, margar góðar minningar, en fyrst og fremst þakklæti fyrir kynnin og sam- fylgdina. Ég veit að þú varðst tilbúinn eftir allar raunirnar síðustu vikur og ert nú kominn á annað tilverustig þar sem þú ert laus við þrautirnar. Góður félagi er nú fallinn frá allt of snemma, Hauks verður sárt saknað í kiwanisstarfinu. Við sendum Sigrúnu, börnum og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Guð blessi Hauk Tryggvason og minningarnar um hann. Egill Olgeirsson. Með sorg í hjarta kveð ég vin minn og félaga Hauk Tryggvason. Við Haukur höfum þekkst frá því að hann fluttist með Sigrúnu sinni til Húsavík- ur og settist að í Skálabrekku þar sem þau stofnuðu kærleiks- ríkt heimili. Þrátt fyrir að sam- skipti okkar hafi ekki verið mikil framan af áttu þau eftir að aukast verulega þar sem við félagarnir höfðum báðir brenn- andi áhuga á verkalýðsmálum og velferð svæðisins. Áður en Haukur flutti til Húsavíkur starfaði hann hjá Sambandsverksmiðjunum á Akureyri, m.a. sem trúnaðar- maður starfsmanna. Þetta rifj- aði hann upp fyrir mér nýlega þegar við sátum saman og spáðum í lífið og tilveruna. Ég bað hann um að líta yfir drög af blaði Framsýnar sem félagið ætlaði að gefa út í tilefni af 100 ára afmæli félagsins í vor. Hon- um leist vel á blaðið og hvatti til þess að Framsýn héldi áfram á sömu braut. Hann minntist einnig á það, hvað það hefði verið ánægjulegt að geta tekið þátt í hátíðarhöldunum 1. maí þrátt fyrir að veikindin hefðu verið farin að taka sinn toll. Dagskráin hefði verið glæsileg og forsetinn Ólafur Ragnar gefið sér tíma til að spjalla við hann. Honum þótti greinilega vænt um það. Hauk- ur tjáði mér einnig að hann hefði átt erfitt með að taka þátt í stefnumótunarfundi Framsýn- ar sem haldinn var um framtíð félagsins eftir áramótin en ekki viljað missa af honum. Sárs- aukinn vegna veikindanna hefði verið það mikill að hann hefði ekki getað setið. Þess vegna hefði hann orðið að standa meðan á fundinum stóð. Þetta vissum við ekki sem skipulögð- um fundinn fyrr en nú. Það var aldrei ætlunin hjá honum að gefast upp, hann sá framtíðna fyrir sér og vildi taka þátt í að móta hana þrátt fyrir veikindin. Því miður hefur enn ekki tekist að lækna alla sjúkdóma, þannig að við sitjum fátækari eftir nú þegar Haukur Tryggvason er horfinn á braut. Haukur var mjög virkur í starfi Framsýnar fram á síðasta dag. Hann sat í trúnaðarmannaráði og mætti á flesta fundi sem fé- lagið boðaði til. Hann sat einnig í stjórn sjúkrasjóðs félagsins sem er mjög krefjandi starf. Í stjórnina veljast aðeins þeir sem njóta mikils trausts innan félagsins enda oftast verið að fjalla um viðkvæm og erfið mál er snerta félagsmenn. Haukur fór einnig nokkrum sinnum sem fulltrúi Framsýnar á þing og ráðstefnur. Við sem fórum með honum í þessar ferðir vilj- um þakka góðum ferðafélaga fyrir gefandi og frábærar stundir, ekki síst þegar við fór- um saman á þing Starfsgreina- sambandsins á Selfossi 2009. Þá var Noregsferðin fyrir tveimur árum einnig ógleym- anleg en þá fór félagi Haukur á kostum, það er þegar við heim- sóttum verkalýðshreyfinguna í Noregi. Þrátt fyrir að Haukur fari ekki með okkur í fleiri ferðir verður hann áfram með okkur í anda. Góðir drengir eins og Haukur gleymast aldrei. Ég vil fyrir hönd félagsmanna Fram- sýnar þakka honum fyrir vel unnin störf í þágu verkafólks í Þingeyjarsýslum um leið og ég votta eiginkonu hans Sigrúnu Kjartansdóttur og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Megi guð hjálpa þeim í gegnum sorg- ina. Minning um góðan mann mun lifa áfram. Aðalsteinn Á. Baldursson. Eftir hetjulega baráttu hefur Haukur vinur minn í Melgerði látið í lægra haldi í baráttu sinni gegn krabbameini. Þrátt fyrir að Haukur hafi flust til Húsavíkur stuttu eftir að ég hætti í sveit hjá honum og Sig- rúnu, var hann alltaf Haukur í Melgerði í mínum huga. Þegar ég hugsa til baka finnst mér eins og ég hafi verið fleiri sum- ur í sveitinni en þau þrjú sum- ur og vetrarparta sem ég dvaldist þar. Fyrsta sumarið mitt var ég hjá Tryggva og Kristbjörgu, foreldrum Hauks. Strax á fyrsta degi fannst mér ég vera eins og heima hjá mér í Melgerði. Það breytti síðan engu þó hlutverkaskipti yrðu á bænum þar sem Haukur tók við búinu. Haukur var þá mað- ur einsamall en var svo hepp- inn að Sigrún Kjartansdóttir sem tengdist fjölskyldunni í gegnum systur sína og bróður átti það til að koma í heimsókn. Heimsóknunum tók að fjölga og fljótlega fann ég að það voru straumar í loftinu enda urðu dagarnir sífellt fleiri sem Sig- rún varði í Melgerði. Þá hafði hún Sólrúnu dóttir sína með sér en hún naut þess að vera innan um dýrin. Þegar línur tóku að skýrast fundu allir sem komu í Melgerði hversu lánsöm Haukur og Sigrún voru að hafa fundið hvort annað. Mér er minnisstætt þegar ég hitti Hauk í fyrsta sinn. Þá var ég orðinn vinnumaður í Mel- gerði en Haukur var þá bú- stjóri á öðrum bæ. Allt í einu rennir gulur Ford Taunus í hlaðið og músíkin dundi úr bílnum. Þegar ég leit inn í bíl- inn tók á móti mér glaðlegt andlit Hauks en við hlið hans í framsætinu lá stærsta sam- byggða ferðaútvarp með seg- ulbandi sem ég hafði augum lit- ið. Ég þykist muna eins og gerst hafi í gær að lagið Miss- issippi ómaði. Upp frá þessu áttum við margar stundirnar þar sem bíllinn og tækið góða komu við sögu. Músíkin sem við gátum sameinast um var gjarnan flutt af hljómsveitum eins og Brunaliðinu, Brimkló, Mannakornum og svo Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Það var þó eng- inn þessara flytjenda sem Haukur notaði til þess að ná mér fram úr á morgnana, held- ur setti hann hinn danska John Mogesen í botn og þá gjarna lagið „Det er noget galt i Dan- mark“. Hann vissi að ég þoldi ekki Danann og gat ekki legið lengi undir hans undirspili. Það leið samt ekki á löngu þar til náðum saman um hann líka. Gestagangur í Melgerði var mikill enda voru þeir fimm bræðurnir og var Haukur næstelstur þeirra. Fjölskyldur bræðranna komu í heimsókn um helgar. Þá var líf og fjör í litla bænum. Alltaf voru allir velkomnir og aðdáunarvert að sjá hvernig samvinna þeirra Sigrúnar og Kristbjargar gekk fyrir sig þrátt fyrir allan gesta- ganginn. Algengt var að grípa í spil og stundum spilað fram á nótt með tilheyrandi keppnis- anda allra viðstaddra. Þegar ljóst var hvert stefndi í veikindum Hauks sagði Sig- rún mér hversu þakklát hún væri fyrir að hafa fengið þessi góðu ár með Hauki sem miðlaði svo miklu til barna sinna, þeirra Sólrúnar, Kjartans og Árnýjar Óskar. Að sama skapi er ég þakklátur fyrir árin mín í Melgerði. Rétt eins og Miss- issippi og Eyjafjarðará renna til sjávar hefur ævi Hauks runnið sitt skeið á enda langt fyrir aldur fram. Við fjölskyld- an vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ármann Kr. Ólafsson. Haukur Tryggvason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.