Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 ✝ Pálmi Jónssonfæddist á Blönduósi 10. febr- úar 1917. Hann lést 3. júní 2011. For- eldrar hans voru Jón Lárusson og Halldóra Margrét Guðmundsdóttir. Pálmi var næst- elstur sex systkina. 24. júní 1944 giftist Pálmi Ingi- björgu Daníels- dóttur, f. 3. mars 1922. Börn þeirra eru 1) Hjálmar, maki Guðlaug Sigurðardóttir, þau eiga tvær dætur og fimm barna- börn. 2) Gylfi, hann á sex börn og átta barnabörn. 3) Hólmgeir, maki Ingibjörg Þorláksdóttir, þau eiga sjö börn og ellefu barnabörn. 4) Reynir, látinn. 5) Bergþór, maki Sigrún Mar- inósdóttir, þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. 6) Ásgerður, maki Guðjón Gúst- afsson, þau eiga sex börn og sjö barna- börn. 7) Svanhild- ur, maki Sigurður Ámundason, þau eiga sex börn og fjögur barnabörn. 8) Sigurbjörn, lát- inn. Pálmi fluttist tíu ára gamall með for- eldrum sínum að Hlíð á Vatnsnesi frá Refsteinsstöðum í Víðidal. Pálmi og Ingibjörg fluttu frá Hlíð að Bergsstöðum á Vatnsnesi 1947 ásamt tveimur elstu börnum sín- um og bjuggu þar til ársins 1972, en þá brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Pálmi vann síðustu starfsárin hjá Pósti og síma sem birgðavörður. Útför Pálma fer fram frá Grensáskirkju í dag, 10. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi. Þá er komið að leiðarlokum hjá þér í jarðneska lífinu. Við sem eftir sitjum og söknum huggum okkur við það að þú áttir gott og farsælt líf og ekki hægt að segja annað en heilsan hafi verið þér ágætlega hliðholl í þessi 94 ár. Einn hjúkr- unarfræðingurinn sem sá um þig sagði mér að hún hefði spurt þig einn daginn hverju þú þakkaðir háan aldur þinn. Þú svaraðir að þú þakkaðir konunni þinni, henni Immu, fyrir hann. Það hefur verið gaman fyrir okkur að fylgjast með ykkur mömmu í gegnum árin, þið vor- uð svo náin og auðséð að þið átt- uð gott líf saman. Það var mikið lán að þið gátuð verið saman í íbúðinni ykkar á Nesinu og séð um ykkur sjálf. Þú sást um að draga björg í bú með því að fara á bílnum þínum í búðina. Já pabbi, það eru ekki margir sem leika það eftir að keyra bíl, komnir á þennan aldur. Og þú varst sko ekkert á leiðinni að hætta að keyra þegar þú seldir gamla bílinn í vetur og fékkst þér nýlegan bíl í staðinn, við vor- um nú stundum svolítið smeyk um þig í umferðinni. Þakka þér fyrir allar skemmtilegu sögurnar sem þú hefur sagt okkur af veiðiskap þegar þú lást á grenjum, veiddir mink og rjúpur. Fróðlegar sögur af búskapnum í gamla daga, ferðinni úr sveitinni til Reykja- víkur þegar þú ásamt Maríu og Kristínu systrum þínum fórst með pabba ykkar (Jóni Lárus- syni kvæðamanni) að kveða rím- ur í Gamla bíói, Bárunni og fleiri stöðum þegar þú varst ellefu eða tólf ára. Einn daginn leikur allt í lyndi, en næsta dag eru allt í einu kom- in ský yfir sem dökkna sífellt. Á tíu dögum fórstu í gegnum dimman dal, en komst þá út í birtu æðri heima. Pabbi, takk fyrir allar gleði- stundirnar og kærleikann. Hvíl í friði. Bergþór og Sigrún. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til afa míns sem nú er dá- inn, 94 ára gamall. Mér fannst hann ekki vera svona gamall því hann bar sig alltaf svo vel. Minn- ið var óbilað, kjarkurinn í lagi sem og húmorinn og áhuginn á hinum ýmsu málefnum. Þau amma voru líka svo lánsöm að hafa hvort annað og gátu búið í sinni eigin íbúð og hugsað um sig sjálf alla tíð. Fallegri hjón eru sjaldséð og það var yndislegt að fylgjast með ástúðinni og virð- ingunni sem einkenndi þeirra samband. Það er þess vegna erf- itt að hugsa sér ömmu án afa. Frá því ég man eftir mér og þangað til afi treysti sér ekki lengur til að keyra á lengri leið- um komu hann, amma og Bjössi árlega í lok sauðburðar heim að Bergsstöðum til u.þ.b. vikudval- ar. Mikið voru það skemmtilegar heimsóknir því þau voru alltaf svo kát og hress. Afi var alla tíð mikill bóndi í sér þótt hann hafi hætt búskap upp úr 1970 og í þessum vorferðum hafði hann yndi af að fylgjast með öllu sem var að gerast og taka þátt í bú- störfunum eftir því sem hægt var. Eitt er það sem mér finnst að hann hafi gert í hverri einustu ferð en það var að tína grjót, hvar sem það var að finna. Hann tíndi grjót af hlaðinu, úr réttinni við fjárhúsin, úr hestahólfinu og sjálfsagt víðar. Yfirleitt tók hann hjólbörur til að keyra grjótinu burtu og voru þær oft ansi léleg- ar eftir þær ferðir. Auk þessara vorferða sinna norður komu afi og amma yf- irleitt í heimsókn a.m.k. einu sinni á hverju sumri og stundum kom afi einn um eða eftir réttir til að sjá lömbin og dást að þeim. Eftir að ég flutti að heiman og fór að búa í Hrútafirðinum varð það að föstum lið hjá afa og ömmu að koma við hjá okkur Gunnari þegar þau áttu leið hjá og við fórum líka oftast til þeirra þegar við áttum leið suður. Átt- um við þá góðar stundir saman eins og alltaf þegar við hittumst. Eitt sinn fyrir örfáum árum fékk afi far með okkur Gunnari suður og er það ógleymanleg ferð því á leiðinni sagði hann frá ferðum sínum þegar hann var við grenjavinnslu á Tvídægru og víðar. Það var magnað að hlusta því hann rakti ferðir sínar eins og hann hefði verið á staðnum daginn áður en ekki áratugum fyrr. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast afa mín- um svona vel. Ég kveð hann með söknuði og vonast til að hitta hann aftur þegar minn tími kem- ur. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég elsku ömmu minni sem nú hefur ekki lengur sinn lífs- förunaut sér við hlið. Matthildur Hjálmarsdóttir. Pálmi Jónsson ✝ KristbjörgJónsdóttir fæddist 11. mars 1936 í Lækjarholti í Reykjavík, þar sem nú liggur Lágmúli. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 3. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Jón Jóns- son frá Hlíð undir Eyjafjöllum, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1881, d. 14. ágúst 1953, og Jóhanna Ólafía Vigfúsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja og vinnukona, f. 21. ágúst 1899, d. 22. apríl 1975. Kristbjörg var einkabarn Jóns og Jóhönnu. Jóhanna var seinni eiginkona Jóns, en áður var hann kvæntur Steinunni Sigurð- ardóttur og áttu þau saman drenginn Magnús Júlíus Jóns- son, f. 1905. Jón og Steinunn fluttust til Kanada með Magnús. Jón undi ekki hag sín- um þar og sneri aft- ur heim, en mæðg- inin ílentust ytra. Kristbjörg gekk í Laugarnesskólann og fluttist með móður sinni að Urðarstíg 2 eftir að faðir hennar lézt. Þar bjuggu móð- ursystkini hennar Valgerður Signý Vigfúsdóttir, sem var vinnukona hjá Sturlubræðrum, og Jón Kristinn Vigfússon, sem var verkamaður hjá Símanum. Kristbjörg var alin upp af þeim og móður sinni. Ætíð var mjög kært milli Kristbjargar og móð- ursystkina sinna, sem hún kall- aði einlægt frænda og frænku. Kristbjörg verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 10. júní 2011, kl. 13. Góð vinátta er yfir allt hafin. Ég kynntist Kiddu vorið 2003 þegar ég byrjaði á leigubíl. Okk- ur varð vel til vina og þráðurinn slitnaði aldrei. Mér þótti hún af- ar sérstök og sama þótti henni um mig. Við áttum margt sam- eiginlegt, vorum ekki allra, höfð- um sterkar skoðanir á þjóð- félagsmálum, svo sem stjórnmálum og vandræðum mannkynsins. Fljótt uppgötvuð- um við aðaláhugamálið, sem var Ísland í allri sinni dýrð. Fyrst um sinn skruppum við í stutta bíltúra í kringum borgina, áður en innkaupum var sinnt. Mér fannst svo magnað að hún hefði aldrei séð landið og lét að ósk hennar að fara lengra. Það var aðallega fyrir hana sem ég skipti nýja bílnum mínum í betri ferða- bíl sem ræki ekki upp undir á malarvegum. Mér leið eins og stoltum eiginmanni að bjóða frúnni betri bíl, svo það var dá- lítið satt, þegar okkur var strítt, að við værum eins og hjón. Vinir hennar urðu mínir og mínir vinir hennar. Einn þeirra sagði: „Hvert farið þið nú, turtil- dúfurnar?“ og við hlógum. Inn- kaupin voru fastur liður, en á sumrin bættust við langferðir. Júlí 2007 lögðum við í fyrstu hringferðina. Ég hafði sjálfur ekki komið á marga staði sem hún var að sjá í fyrsta sinn. Hún tók ótal myndir af þorpum, sveitabæjum, dölum og fjöllum. Þegar við skoðuðum myndirnar seinna, gat ég ómögulega munað helminginn af þessum stöðum. Hún mundi hins vegar hvern einasta þeirra með nafni og leiðalýsingu. Ég spurði hana hvort hún vildi ekki taka bílpróf, því hún væri svo ratvís. Eitt það áhugaverðasta við Kiddu, var ómenguð íslenzka frá því fyrir stríð, sem hún talaði. „Heldurðu að það sé nú ómynd!?“ ef henni mislíkaði eitt- hvað. „Áttu vanalegan vanilíuís í kramarhúsi?“ var ungu af- greiðslufólki gjörsamlega óskilj- anlegt. Ég hafði lúmskt gaman af að sjá viðbrögð annarra. Eins og þegar við fórum í sund, hvort sem var í Reykjavík, úti á landi eða Bláa lóninu. Hún átti áber- andi himinbláan sundkjól með ásaumuðum stórum liljum sem flutu á yfirborðinu þegar mín læddist rólega út í vatnið. Augun á fólki hættu ekki að stara, eins og það yrði vitni að gamaldags þögulli mynd, nú í lit. Já, Kidda fór vel með alla hluti, það var engin ástæða til að henda því sem gat komið til góðs brúks. Við fínkembdum Vestfirði og heimsóttum vini, fórum í gömlu laugina á Patreksfirði, gáfum okkur drjúga stund til að skoða Hrafnseyri og borðuðum víða nesti. Nammi var í það miklu uppáhaldi, að ég gat ekki keppt við hinn helminginn af okkur. Ég laumaði skammtinum mínum í hliðarhólfið, sem við áttum þá til góða þegar hún var orðin óró- leg á löngum köflum, þar sem menningin var hvergi sjáanleg. Kidda hugaði ekki bara að nestinu, heldur bjó hún mér líka heilbrigt veganesti fyrir lífið. Hún vildi að ég forðaðist í lengstu lög allan hugsanlegan ólifnað og ég sannfærði hana um hreinlífisstefnu mína. Hún varp- aði skýru ljósi á hlutina. Siglufjörður beið okkar í sum- ar, þegar síðasta daginn bar fjótt að eftir erfið veikindi. Ég flýtti mér upp á spítala til að vera við hlið hennar, hélt í hönd- ina og lét hana vita af mér, hjá sér. Daníel Orri Einarsson. Stundum á lífsleiðinni lokast vegurinn sem við ætluðum að ganga og þá verðum við að ganga annan veg. Stundum er það vegna veikinda eins og gerðist hjá Kiddu. Ég held að það hafi verið á fermingaraldri. Valla og Kiddi, móðursystkini hennar, að- stoðuðu foreldrana við umönnun hennar. Hún flutti á Urðarstíg 2 og bjó þar til dánardags. Valla og Kiddi önnuðust hana af alúð og umhyggju en skólaganga og at- vinnuþátttaka var úr sögunni. Ég kynntist Kiddu í gegnum Kidda frænda hennar og þegar leiðin lá í borgina heimsótti ég hana á Urðarstíginn. Eftir að Kiddi dó fóru þær frænkur að hringja í mig einu sinni á ári og því hélt Kidda áfram eftir lát frænku sinnar. Kynni okkar voru því mest í gegnum símann. Það er aldrei gott þegar stein- ar eru lagðar í götu manns en stundum verður það til mestu gæfu. Kidda fékk gigt og þurfti að fara í þjálfun hjá gigtarfélag- inu. Við það breyttist mikið hjá henni og varð allt annað að tala við hana. Hún varð mun víðsýnni og fékk að njóta þeirra gáfna sem hún var að upplagi með. Og svo kynntist hún Danna, sem var hennar mesta gæfa í lífinu. Hann fór með hana í ferðalög um land- ið, ferðir sem hún naut til fulln- ustu. Alla ævi hafði hún lifað í gamla tímanum en Danni færði hana inn í nútímann. Í fyrsta sinn átti hún félaga og vin. Kidda mín, ég kveð þig og þakka þér fyrir samveruna í gegn um lífið. Danni minn, þér þakka ég fyrir allt sem þú gerðir fyrir Kiddu af svo miklum kær- leik. Guðrún Sigurðardóttir. Kristbjörg Jónsdóttir ✝ Páll Gíslasonfæddist í Reykjavík 7. des- ember 1936. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 4. júní 2011. Foreldrar hans voru Gísli Sigurðs- son, f. 1. apríl 1896 á Yrpuhól, Vill- ingaholtshreppi, d. 24. ágúst 1978, og Katrín Kolbeinsdóttir, f. 18. ágúst 1897 í Hlíð í Grafningi, d. 6. maí 1982. Systkini hans voru Ásdís, f. 1928, d. 1931, Ásgeir, f. 1931, Alexía Margrét, f. 1932, og Kolbeinn, f. 1935. Páll starfaði lengst af við timb- ursölu, fyrst hjá Timburverslun Árna Jónssonar í rúm 20 ár og síðan hjá Húsasmiðjunni í um 14 ár eða þar til hann veiktist 1999. Síðustu þrjú og hálft árið dvaldist hann á Hjúkrunarheimilinu Grund. Útför Páls fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 10. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Páll frændi hefur veifað bless í síðasta sinn. Síðustu árin átti hann erfitt með mál en hlustaði af mikilli athygli og alltaf var stutt í brosið ef eitthvað skemmtilegt var til umræðu. Ég man fyrst eftir Páli í sveit- inni þegar foreldrar mínir voru að byggja sér sumarbústað. Á þeim árum voru takmark- anir á því hvað litlir strákar máttu fara langt frá bústaðnum einir, en alltaf var hægt að fá Pál til koma með í langar gönguferðir. Páll var mjög fróð- ur um allan gróður og kunni nöfn á öllum fuglum enda mikill áhugamaður um íslenska nátt- úru. Sérstaklega var honum annt um vaðfugla og fórum við ófáar ferðir í mýrarfláka til að fylgjast með jaðrökunum. Páll hafði mjög gaman af ferðalögum og sleppti aldrei slíku ef það stóð til boða. Lík- lega hefur eitt hans fyrsta stór- ferðalag verið á Lónsöræfi upp úr miðri síðustu öld. Það ferða- lag var honum æ minnisstætt og vísaði hann oft til þess þegar mikilvægi náttúruverndar bar á góma. Hin síðari ár breyttust ferðalögin, en þá voru tveir staðir honum hugleiknir. Það voru Rauðaskriða í Aðaldal og Flatey á Breiðafirði og naut hann þess að heimsækja frænk- ur sínar á þessum stöðum. Það var nær öruggt að þegar maður hitti Pál á árum áður þá var hann með bók meðferðis sem hann hafði keypt og vildi sýna manni. Þessar bækur vor- ur gjarnan með fróðleik um ís- lenska náttúru og með fallegum ljósmyndum. Páll vann lengst af sem versl- unarmaður við timbursölu. Í því starfi kynntist hann fjölda fólks á fjórum áratugum og ef maður fékk Pál með sér í efnisöflunar- leiðangur þá brást það ekki að hann heilsaði a.m.k. tveimur ef ekki öllum þar sem maður kom. Manni varð fljótt ljóst að Páll var vel kynntur og allir hugs- uðu hlýtt til hans. Páll var mikill göngumaður og honum þótti ekki tiltökumál að skjótast úr Miðtúni og vest- ur á Granda. Þar var spjallað við smiði sem byggðu bústaði, drukkinn einn kaffibolli og svo arkað til baka. Þegar hann var sextugur reiknaði ég út með honum að líklega væri hann bú- inn að ganga yfir 100.000 km eða sem svaraði þremur ferðum fram og til baka til Ástralíu. Páll fór sína fyrstu utan- landsferð árið sem hann varð fimmtugur og ferðaðist þá frá Danmörku alveg niður til Ítalíu. Honum þótti ferðin mjög skemmtileg og sérstaklega fannst honum Bæjaraland góð- ur staður að koma til. Eflaust hefði Páll lagt fyrir sig frekari ferðalög erlendis ef tungumála- þekking hefði boðið upp á það. Páll var mjög ættrækinn og áhugamaður um ættfræði. Hann gat rakið fyrir manni ýmsan fróðleik úr ættfræði eftir minni og skipti þá litlu máli hversu langt var síðan hann var uppfræddur, þá brást minnið aldrei. Það var hans ósk að þekkingu á ættfræði yrði við- haldið og hún skráð fyrir kom- andi kynslóðir. Síðastliðið sumar kom Páll í heimsókn í sumarbústað fjöl- skyldunnar við Álftavatn. Til stóð að endurtaka það í sumar, en sú ferð verður aldrei farin. Ég mun ávallt minnast góðra stunda með Páli og minning hans mun lifa með okkur öllum. Haukur Þór Haraldsson. Páll Gíslason Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, GUNNLAUGUR JÓNSSON, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 31. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýndan stuðning og hlýhug. Rósa Gunnlaugsdóttir, Birgir Már Þorgeirsson, Magnús Paul Korntop, Bjarnheiður Guðrún Birgisdóttir, Gunnlaugur Hrafn Birgisson, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, fóstra, amma og langamma, ERLA ÓLAFS, Hlíðarvegi 3, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar sunnudaginn 29. maí. Útförin fer fram í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. Júní kl. 15.00. Guðlaug Steingrímsdóttir, Hákon J Antonsson, Róbert Guðfinnsson, Steinunn Árnadóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.