Morgunblaðið - 10.06.2011, Page 27

Morgunblaðið - 10.06.2011, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Elsku vinum okkar, Dóra, Ásdísi, Úlla, Birgi og öðrum ástvinum Ingu biðjum við bless- unar Guðs og að trúin á ljósið og allt hið góða verði ykkur styrkur til að halda áfram. Nú kveðjum við elskuna okk- ar, gleðigjafann okkar, hinstu kveðju með sömu orðum og hún kvaddi okkur ætíð; við elskum þig. F.h. saumaklúbbsins, Sigurjóna Sigurðardóttir. Inga Birgisdóttir var fjör- kálfurinn í jógahópnum okkar, hópi MS-greindra, sem hittist þrisvar til fjórum sinnum í viku allan ársins hring. Við, sem sóttum jógatíma saman af elju- semi, komum hvert úr sinni átt- inni, en urðum miklir vinir á þeim átta árum, sem við hitt- umst við æfingar og hugleiðslu. Við þessar kringumstæður bundumst við óneitanlega sterkum tryggðarböndum og var oft mikið rætt um tilgang lífsins, líf eftir dauða og jóga- heimspeki. Inga var sú okkar, sem æv- inlega fylgdi líf og fjör. Hún var gleðigjafinn í þessum vinahópi. Þar sem Inga var, ríkti ekki þögn, heldur spruttu þvert á móti upp líflegar samræður um lífið og tilveruna, einkum hið já- kvæða í lífinu. Henni var ekki um vesen og vandamál, heldur var hún konan sem lagði ávallt ósjálfráða áherslu á gleðina, fjörið og léttleikann. Síðast en ekki síst var Inga trúuð. Hún trúði á líf eftir dauð- ann, hún trúði á ljósið. Núna er Inga farin frá okk- ur. Núna nýtur nærveru hennar ekki lengur við og það á eftir að taka okkur hin í jógahópnum dágóðan tíma að venjast tóma- rúminu, sem hún skilur eftir sig. Það er oft sagt, að maður komi í manns stað. Við, sem höfum stundað Anandajóga með Ingu, getum varla tekið undir það. Við sjáum engan koma í hennar stað, því hún var ein- stök. Við verðum að sætta okk- ur við að Inga mætir ekki í næsta tíma. En við munum samt örugglega finna fyrir nær- veru hennar. Ótímabært fráfall Ingu Birg- isdóttur, vinkonu okkar, er mik- ið áfall. Það verður erfitt fyrir allan hópinn og kennarann að sjá á bak henni. Við kveðjum Ingu í dag, en hún mun ávallt lifa í hjörtum okkar. „Namaste“ („Við heiðr- um ljósið í þér“). Himneski faðir, kenndu okkur að skilja. Við lifum aðeins sem þín vitund; án fæðingar, án dauða, erum við aðeins alda af þínu óendanlega hafi lífsins; af þinni ódauðlegu orku og ómetanlegu vitund. (Parmhansa Yogananda.) Fráfall Ingu er fjölskyldu hennar erfitt: Halldóri, eigin- manni Ingu, Ásdísi og Úlfari, börnum hennar, Birgi, eftirlif- andi föður, og öðrum aðstand- endum og nánum vinum hennar vottum við dýpstu samúð okkar. Jógahópurinn, Edda Stefánsdóttir, Gerður Gunnarsdóttir, Guðrún Arnarsdóttir, Guðrún Axelsdóttir, Ingibjörg G. Tómasdóttir, Lilja Þórðardóttir, Sigrún Bjartmarz, Sigrún Þorsteinsdóttir og Birgir Jónsson, jógakennari. Elsku Inga mín. Því fæst ekki lýst með orðum hversu mikill söknuðurinn er. Nú ertu farin eftir harða baráttu við erf- ið veikindi. Það er mér minn- isstætt þegar við Ásdís vorum að velta fyrir okkur hvort við ættum að búa hjá ykkur í fjóra mánuði núna síðastliðið haust, en ég var með bakþanka. En eftir að hafa komið og búið með þér og Dóra er sá tími ómet- anlegur. Á þeim tíma náði ég að kynnast þér betur og þá sá ég hvað þú varst einstaklega lífs- glöð, orkumikil, alltaf brosandi, falleg og góð manneskja. Einnig rifjast upp fyrir mér allar gleði- og fallegu stundirnar sem þið Viktor Matti áttuð saman og hversu mikið þú elskaðir hann og dáðir. Ég gleymi því ekki hversu mikið þú kenndir honum, eins og til dæmis að bursta í sér tennurnar, sálminn Vertu yfir og allt um kring og svo mætti lengi telja. Það var alltaf til- hlökkun hjá okkur þegar við komum í heimsókn til þín því við gátum gengið að því vísu að fá góðar móttökur og góðan mat. Þú lagðir hjarta þitt og sál í eldamennskuna og varst alltaf svo mikið ljós. Þú gafst mér líka svo mikið og fyrir það vil ég þakka. Þú átt ætíð eftir að eiga stað í hjarta mínu. Hvíl í friði. Guðmundur Finnbogason. Fyrir hönd móður minnar, Guðbjargar Bjarnadóttur, og bræðra minna, Ragnars og Sverris, vil ég minnast Ingu „frænku“ í nokkrum orðum um leið og ég votta fjölskyldu henn- ar okkar dýpstu samúð. Fjöl- skylda mín og fjölskylda Ingu frænku eru tengdar nánum böndum þótt ekki séu þær blóð- skyldar en þau tengsl má rekja til þess þegar móðuramma mín ólst að miklu leyti upp á heimili móðurforeldra Ingu. Þá urðu til bönd sem aldrei hafa brostið heldur styrkst í áranna og ára- tuganna rás. Mamma og Inga voru vinkon- ur í innilegasta skilningi orðsins og Inga var mömmu að mörgu leyti eins og systirin sem hún eignaðist aldrei. Þær voru æskuvinkonur sem léku sér, ærsluðust og áttu saman leynd- armál. Þær voru líka vinkonur á unglingsárum í allri þeirri dramatík sem einkennir þau ár og fylgdust náið með og tóku þátt í því þegar þær, hvor um sig, stofnuðu fjölskyldur og eignuðust börn. Áfram héldu þær stöllur saman þegar börnin fullorðnuðust, fóru að heiman og með nokkurra ára millibili urðu vinkonurnar báðar ömmur. Vinkonurnar áttu margar góðar stundir saman sem verða því miður ekki fleiri. Inga var okkur systkinunum allt það sem góð frænka getur verið. Sjálf minnist ég hennar sem frænkunnar síhlæjandi sem sat við eldhúsborðið hjá mömmu og sagði skemmtilegar sögur. Um leið og ég hafði ald- ur til fékk ég að setjast niður með þeim og vera með og alltaf kom Inga mér til að hlæja – eins og öllum öðrum – og ávallt kom hún fram við mig sem jafn- ingja og af virðingu. Bræðrum mínum leið ekki síður vel í ná- vist hennar. Ekki skemmdi heldur fyrir að hún kom iðulega við í bakaríinu á leið til okkar og ávann sér þá viðurnefnið „Inga snúður“ og bar það með stolti í mörg ár, jafnvel löngu eftir að bakarísferðir og snúða- át heyrðu sögunni til. Ingu verður sárt saknað og enga konu hef ég þekkt sem geislaði jafnmikið af lífsgleði – og smitaði þessari gleði til vina og ættingja. Slík kona gleymist aldrei. Um hana verða sagðar sögur, sögur sem hægt verður að brosa að þegar sorgin hefur dvínað. Þannig hefði Inga örugglega viljað að við minnt- umst hennar. Helga Birgisdóttir. ✝ Eysteinn Guð-mundsson fæddist á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 12. nóv- ember 1924. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 2. júní 2011. Foreldrar hans voru Sigríður Helga Gísladóttir, f. 16.12. 1891, d. 6.8. 1970, og Guðmundur Ari Gíslason, f. 8.12. 1880, d. 2.6. 1956. Eysteinn var einn fjórtán systkina. Vorið 1926 fluttist hann með foreldrum sínum á eignarjörð þeirra Steinholt í Staðarhreppi og síðar að Reykjarhóli í sömu sveit. Þar bjuggu þau í tvö ár en fluttu síðan aftur í Steinholt. Haustið 1939 réð Eysteinn sig sem vetr- armaður að Brautarholti í Seyluhreppi og vorið 1940 var hann sem ársmaður á Auðólfs- stöðum í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu þar sem hann var í tvö ár. Vorið 1942 flutti Eysteinn suður til Reykjavíkur og vann fyrst á Korpúlfsstöðum en veturna 1942 til 1944 stund- aði hann nám á Laugarvatni. Eysteinn hóf störf hjá heild- verslun Ásbjarnar Ólafssonar í Reykjavík árið 1945 og vann þar allt til 73 ára aldurs sem skrifstofu- og fjármálastjóri fyrirtækisins. Eysteinn gengdi ýmsum trúnaðarstörfum og sat m.a. í stjórn Minn- ingarsjóðs Vigdísar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarn- arsonar og var vörslumaður sjóðs- ins. Árið 1948 kvæntist Eysteinn Erlendu Erlends- dóttur, f. 3.8. 1925, d. 19.12. 2007. Þau hjónin bjuggu fyrstu árin á Hörpugötu í Skerjafirði og síðan í tæplega fjörutíu ár á Flókagötu. Síðustu æviárin dvöldu þau saman í þjónustuíbúð í Bólstaðarhlíð þar til Erlenda lést. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur Eysteinn dvalið á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík við góða umönnun. Börn Eysteins og Erlendu eru: 1) Erlendur Grétar Þór, f. 20.3. 1950. Börn Erlendar eru a) Árni þór Erlendsson, f. 15.5. 1976, kvæntur Hildi Elísabetu Ingadóttur, f. 8.8. 1975. Börn þeirra eru Sóldís Lilja, f. 14.12. 2003, og Glódís Hera, f. 16.2. 2009. b) Harpa Ýr Erlends- dóttir, f. 9.2. 1978, sonur henn- ar er Víglundur Hinrik, f. 11.2. 2008. 2) Ívar Eysteinsson, f. 3.7. 1953. Börn Ívars eru a) Ísak Ív- arsson, f. 7.3. 1987, og b) Ey- steinn Ívarsson, f. 5.10. 1989. Jarðarför Eysteins fer fram frá Háteigskirkju í dag, 10. júní 2011, kl. 15. Elskulegi Eydi afi minn, nú ert þú búinn að fá hvíldina og kominn til hennar ömmu. Ég veit ekki hvar ég á að byrja en það var svo margt sem þú kenndir mér sem ég bý að í dag og eflaust margir aðrir líka en þú varst mér hin besta fyrir- mynd sem ég gat fengið. Fyrst og fremst varst þú mikill prin- sipmaður og varst alltaf með allt á hreinu. Allaf var hægt að treysta á að fá aðstoð frá þér ef eitthvað kom upp á og þú varst alltaf maðurinn sem þekktir mann og annan sem reddaði hinu og þessu. En þú kenndir mér ekki bara að standa mína plikt í vinnu og öðru sem ég tók mér fyrir hend- ur heldur líka að lifa lífinu því þú varst líka mikill sprellari og gerðir svo oft eitthvað með okk- ur krökkunum. Ég held ég geti ekki talið ferðirnar sem við fór- um saman niður á höfn að dorga með rækjur frá ömmu og svo í góðu ísbúðina úti á Nesi. Mér eru líka minnisstæð fyrst ferðalögin í tjaldvagninum og svo seinna í bústaðinn og þegar vel lá á þér dansaðir þú ýmist við ömmu eða gekkst á höndum til að skemmta okkur krökk- unum. Nærvera þín var svo notaleg og við krakkarnir áttum það stundum til að deila um að fá að sitja í fanginu á þér, í hæg- indastólnum eftir matinn, á meðan þú skarst niður epli og gafst okkur. Þér var margt til lista lagt og þú varst natinn við það sem þú tókst þér fyrir hendur og alltaf svo þolinmóður gagnvart öllu og öllum. Ég á þér svo margt að þakka elsku afi minn og þín verður sárt saknað. Minningin um allar þessar dásamlegu stundir sem við áttum saman mun lifa í hjarta mér um ókomna tíð. Hvíldu í friði elsku Eydi afi. Þín Harpa. Eysteinn Guðmundsson Þegar ég kynntist Lillu tengdamóður minni fyrir hálf- um öðrum áratug mætti mér hlý og félagslynd kona sem hafði einstakt yndi af að ferðast. Hún hafði einnig gam- an af að fá gesti og var jafnan mikið skrafað og hlegið. Oft var rætt um stjórnmál og annað er tengdist málefnum líðandi stundar. Lilla hafði sterka rétt- lætiskennd og sagði gjarnan Gíslína Magnúsdóttir ✝ Gíslína Magn-úsdóttir (Lilla) fæddist í Hafn- arfirði 5. apríl 1927. Hún lést á sjúkrahúsi Akra- ness 29. maí 2011. Útför Gíslínu fór fram frá Akra- neskirkju 7. júní 2011. hug sinn. Þó voru orð hennar aldrei óvægin og endur- spegluðu ávallt hlýju og væntum- þykju. Mér finnst ómetanlegt að hafa kynnst konu af hennar kynslóð sem sat ekki við orðin tóm ef henni fannst eitthvað mega betur fara, hvort sem það snerti hana sjálfa eða fólkið hennar. Hún var ekki ein þeirra sem fjasa um hlutina án þess að aðhafast nokkuð heldur lét til sín taka og barðist fyrir sér og sínum. Þegar ég kveð Lillu minnist ég glaðværrar konu með skarpa hugsun, stórt hjarta og hlýjan faðm, konu sem ég tek mér til fyrirmyndar. Þóra Másdóttir. ✝ Móðir okkar, RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR frá Sólheimakoti í Mýrdal, lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu að morgni sunnudagsins 5. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ragnhildur Guðrún Bogadóttir, Sigrún Gerður Bogadóttir, Ragnheiður Bogadóttir, Geirþrúður Fanney Bogadóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, ELLERTS S. SVAVARSSONAR frá Ármúla, Hólabraut 8, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Bergþóra Valgeirsdóttir, Svavar Ellertsson, Gunnur Baldursdóttir, Valgeir Ellertsson, Sigríður Ellertsdóttir, Rúnar Gíslason, Hansína Ellertsdóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, RAFNS HAFNFJÖRÐ GUNNLAUGSSONAR. Kristín Björg Jóhannsdóttir, Hjördís Hafnfjörð Rafnsdóttir, Hjörtur Zakaríasson, Birna H. Rafnsdóttir, Gunnar Örn Kristjánsson, Hrafnhildur H. Rafnsdóttir, Kristján Gunnarsson, Elín Þóra Rafnsdóttir, Þyri Rafnsdóttir, Elvar Örn Unnsteinsson, Jóhann Hafnfjörð Rafnsson, Lilja Kúld, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURJÓN HÓLM SIGURÐSSON, Bylgjubyggð 27, Ólafsfirði, áður bóndi að Vermundarstöðum í Ólafsfirði, lést sunnudaginn 5. júní. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 11. júní kl. 11.00. Hulda Kristjánsdóttir, Skjöldur Gunnarsson, Kristín Emma Cordova, Sigursveinn Jónsson, Rebekka Cordova, Jakob Ásmundsson, afa- og langafabörn. ✝ Okkar ástkæri SIGURÐUR HEIÐAR JÓNSSON lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 7. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 16. júní kl. 13.30. Ingibjörg Linda Sigurðardóttir, Stefán Alfreðsson, Einar Sigurðsson, Þóra Soffía Gylfadóttir, Arna Ýrr Sigurðardóttir, Elvar Árni Lund, Bjarni Heiðar Sigurðsson, Malin Waldefeldt, Baldur Heiðar Sigurðsson, Bárður Heiðar Sigurðsson, Börkur Heiðar Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, barnabörn, systkini hins látna og aðrir ástvinir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.