Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 ✝ Jónína Alex-andra Krist- jánsdóttir, Foss- vegi 6, 800 Selfossi, fæddist á Blönduósi þann 25. nóvember 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru Kristján Júlíusson, f. 20.3. 1892, d. 28.1.1986 og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, f. 12.8. 1899, d. 8.12. 1974. Systkini Jónínu voru þessi í aldursröð: Guð- mundína Margrét, f. 1915, Helga, f. 25.12. 1916, Torfhild- ur Sigurveig, f. 28.4. 1924, Guðný Hjálmfríður Elín, f. 27.9. 1930, Ívar, f. 22.9. 1934 og Hallbjörn Reynir, f. 24.5. Sjöfn Einarsdóttir. Sigvaldi, f. 3.5. 1955, maki Íris Sigrid Guðmundsdóttir. Hugrún Elfa, f. 25.1. 1958, maki Ágúst Ingi Sigurðsson, d. 1997, sambýlis- maður Ólafur G. Jóhannsson. Ölver, f. 21.5. 1959, maki Jó- hanna Guðmundsdóttir. Barna- börnin 37, barnabarnabörnin 69 og barnabarnabarnabörnin 13. Jónína og Bjarni hófu bú- skap í Húnavatnssýslu en fluttu frá Blönduósi að Stöðl- um í Ölfusi árið 1952 og seinna bjuggu þau í Auðs- holtshjáleigu í sömu sveit eða þar til þau brugðu búi og fluttu á Selfoss 1966. Jónína vann lengi hjá Þvottahúsi KÁ en síðustu starfsárin starfaði hún á Heilsugæslustöð Suður- lands við ræstingar. Jónína söng með kirkjukór Blönduóss á meðan hún bjó fyrir norðan og söng seinna með Hörpu- kórnum, kór eldri borgara á Selfossi. Útför Jónínu var gerð í kyrrþey frá Selfosskirkju 4. júní 2011. 1936. Þau eru nú öll látin nema Hall- björn sem býr á Blönduósi. Eiginmaður Jón- ínu var Bjarni Kristinsson, f. 28.4.1915, d 18.2.1982. Börn þeirra: Gréta Svala, f. 2.10. 1941, maki Guðmundur Stein- dórsson. Kristín Erla, f. 7.10. 1942, maki Hannes Guðnason. Ingunn Hofdís, f. 29.6. 1944, maki Óli Þór Ólafsson, d. 1997. Kristján Þröstur, f. 23.8. 1945, d. 15.11. 2000, maki Lovísa G. Sigfúsdóttir, d. 1981. Viðar, f. 5.4. 1948, maki Eygló Lilja Gränz. Kristinn, f. 21.4. 1950, maki Erla Haraldsdóttir. Þor- steinn Ingi, f. 19.1. 1952, maki Með þakklæti og virðingu kveð ég tengdamóður mína Jón- ínu Kristjánsdóttur. Við höfum verið góðar vinkonur frá því að ég kom fyrst inn í fjölskylduna fyrir 37 árum. Ég dáðist að þessari konu þá, sem alið hafði í þennan heim 10 börn og komið þeim öllum til manns eins og sagt var. Hún var tæpra 16 ára þegar fyrsta barnið fæddist og fyrir tvítugt voru þau orðin fjögur. Það segir sig sjálft að lífið hlýtur stundum að hafa verið erfitt fyrir ungu hjónin með barnahópinn sinn, en á þeim tíma voru skömmtunar- seðlar og vöruskortur í landinu. Það hlýtur líka að hafa verið erfitt fyrir þau að rífa sig upp frá heimahögum og flytja ’52 suður yfir heiðar með barnahóp- inn sem þá taldi sjö börn á aldr- inum 7 mánaða til 10 ára, burt frá foreldrum, systkinum og vinum sem öll bjuggu fyrir norðan. En Jónína kvartaði ekki og hélt vel utan um sitt fólk eins og hún hefur ævinlega gert. Hún hefur alltaf verið sannköll- uð ættmóðir, vakað yfir öllum sínum og með allt á hreinu. Þó svo að í dag séu afkomendur hennar að nálgast 130 mundi hún öll nöfn og jafnvel fæðing- ardag þeirra fram á síðasta dag. Þá er ótalið tengdafólkið sem fylgir svona stórfjölskyldu. Eftir að Bjarni, eiginmaður hennar, lést langt fyrir aldur fram ’82 hefur Jónína búið ein og að mestu hugsað um sig sjálf, enda ekki vön öðru en að taka til hendinni og gera það sem þurfti. Kollurinn alveg klár alla tíð og nennan til staðar. Alltaf með eitthvað á prjónun- um og féll aldrei verk úr hendi. Fjölskylda hennar hefur allt- af verið mjög samstillt, söngelsk með eindæmum og hefur haft gaman af því að hittast, stilla saman strengi og taka lagið, enda hljóðfæraleikarar í fjöl- skyldunni taldir í tugum. Í fjöl- skyldunni tíðkast að halda spila- vist, jólaböll og þorrablót og svo má nú ekki gleyma útilegu sem farið er í árlega og kallast ömm- ustuð. Þá er farið í leiki, sprell- að og spilað og sungið langt inn í nóttina og leikið á allt upp í 12 gítara í einu, auk harmónikku og annarra hljóðfæra. Og ef ein- hver þarf að bregða sér frá, þá tekur bara næsti við. Á öllum þessum uppákomum hefur Jón- ína aldrei látið sig vanta, er allt- af mætt með þeim fyrstu og vildi aldrei missa af neinu. Það verður skrýtið í ár að hafa hana ekki með okkur, en svona er gangur lífsins og ég er þess fullviss að hún heldur áfram að fylgjast með, halda ut- an um sitt fólk og vera með okkur í anda. Jónína hefur verið heilsuhraust alla tíð og það var ekki fyrr en núna undir það síð- asta að hún fór að kenna sér meins. Fannst hún vera eitthvað svo orkulaus og með ónot í brjósti. Hún var svo í rannsókn á Landspítalanum í Fossvogi þegar að kallið kom skyndilega, okkur öllum að óvörum. Við sáum reyndar að það var farið að draga af henni og erum þakklát almættinu fyrir að hún hafi ekki þurft að heyja langa og stranga baráttu við erfið veikindi og að hún gat kvatt lífið með reisn, södd eftir ævistarfið. Nú er Jónína komin í faðm eiginmanns síns og sonar, en eftir sitjum við fjölskyldan sorg- bitin og kveðjum nú stórkost- lega ættmóður sem kenndi okk- ur öllum svo margt. Með sínu æðruleysi og þakklæti fannst henni hún vera rík kona og undi glöð og sátt við sitt hlutskipti. Ættum við öll að taka hana til fyrirmyndar og þakka fyrir það sem okkur hefur verið úthlutað í lífinu, og fyrir að hafa átt hana Jónínu. Blessuð sé minning Jón- ínu Kristjánsdóttur. Eygló Lilja Gränz. Elsku tengdamamma. Þú varst meira en bara tengda- mamma mín, þú varst líka mamma mín. Þegar við Sigvaldi fórum að vera saman tókstu mér strax vel og frá upphafi gátum við talað saman um allt og ég gat alltaf leitað til þín með hvað sem var. Þér var um- hugað um velferð allra, hvort sem þeir voru tengdir þér blóð- böndum eða ekki. Þú spurðir til dæmis oft um börnin mín, hvernig þau hefðu það og hvað þau væru að gera. Þær eru ógleymanlegar stundirnar sem við áttum sam- an uppi í Galtalækjarskógi, þeg- ar þú dvaldir hjá okkur Sig- valda þar sem við unnum nokkur sumur. Þá sátum við og spjölluðum um heima og geima, prjónuðum, fórum í göngutúra um skóginn og ýmislegt fleira skemmtilegt. Einnig eru ferð- irnar til Danmerkur ógleyman- legar. Þrátt fyrir flughræðslu skemmtir þú þér konunglega og mest fannst þér gaman að ferðast í lestinni. Það lék allt í höndunum á þér, hvort sem það var að prjóna eða baka. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki kíkt í morgunkaffi til þín um helgar og knúsað þig. Minning er mild og góð man ég alúð þína, stundum getur lítið ljóð, látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði líka hinstu hvílu bjó, dýrð sé yfir dánarbeði, dreymi þig í frið og ró. (Bjarni Kristinsson) Elsku tengdamamma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Íris Sigríd Guðmundsdóttir. Elsku amma mín, núna hefur þú kvatt þennan heim. Þín verð- ur sárt saknað en við eigum yndislegar minningar sem aldr- ei gleymast. Alveg frá því að ég var lítil stelpa höfum við átt einstakt samband; þó svo að það liði stundum smá-tími á milli þess sem við hittumst var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Ég man svo vel eftir því þeg- ar ég var 12 ára í vist hjá Hug- rúnu á Selfossi að ég kom til þín á hverjum degi, þú varst alltaf snögg að rífa kræsingar út úr skápnum og alltaf það sem mér fannst best: sama hvað þú áttir mörg börn, barnabörn og barnabarnabörn vissirðu alltaf hvað öllum þótti best. Þú minnt- ir mig líka stanslaust á það að ég borðaði ekki fiskibollur og sultu og mundir svo vel eftir því þegar ég kom til þín í blokkina og þú varst að sjóða rabarbara- sultu, ég rauk út án þess að segja hæ eða bæ, alveg blá í framan og þú vissir ekki fyrr en daginn eftir þegar ég kom til þín haldandi fyrir nefið að ég gat engan veginn fundið þessa „hræðilegu“ sultulykt. Við höf- um hlegið mikið af þessu í gegn- um árin og þá sérstaklega þeg- ar ég kom til þín síðastliðið haust með tvær sultukrukkur sem ég hafði soðið sjálf. Því hafðirðu sko gaman af. Okkur Begga þótti einstaklega vænt um þegar þú hittir prinsana hans fyrst, þá Ólaf Einar og Ar- on Snæ, þú tókst þeim eins og þínum nánustu og varðst yfir þig glöð þegar þeir spurðu þig í einni af fyrstu heimsóknunum hvort þeir mættu líka kalla þig ömmu eins og allir hinir, þú hélst það nú og minntist þess fram á síðustu stundu hversu mikið þetta gladdi þig. Þessi minning snertir okkur djúpt. Þú tókst þátt í öllum stórum stundum í okkar lífi, þú varst við skírnir Þóris og Patreks, fermingar hjá stóru strákunum og einnig með okkur á brúð- kaupsdeginum okkar, við erum einstaklega þakklát fyrir nær- veru þína. Elsku besta amma mín, hér kveð ég þig. Við munum hugsa stöðugt til þín og ég veit að þú munt vaka yfir okkur og vera með okkur öllum stundum í anda. Að lokum vil ég senda þér kveðju, ljóð sem Bjarni afi sem nú hefur endurheimt þig samdi og er í ljóðabókinni hans Átt- hagatryggð. Minningin er mild og góð, man ég alúð þína, stundum getur lítið ljóð látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði, líka hinstu hvílu bjó, dýrð sé yfir dánarbeði, dreymi þig í friði og ró. Erla Hanna Hannesdóttir, Þorbergur Skagfjörð Ólafsson, Ólafur Einar Þorbergsson, Aron Snær Þorbergsson, Þórir Bjarni Þorbergsson, Patrekur Guðni Þorbergsson. Mér er það ennþá minnis- stætt þegar ég var kynntur fyr- ir ömmu fyrir 23 árum. Ég var nýbúinn að kynnast konunni minni, nöfnu hennar og stuttu seinna var ég dreginn á þorra- blót fjölskyldunnar og kynntur fyrir Jónínu. „Við köllum hana öll bara ömmu,“ sögðu allir á þorrablótinu. Á þessu þorrablóti var ég vígður inn í fjölskylduna. Amma faðmaði mig og knúsaði og bauð mig velkominn í fjöl- skylduna sem og einnig aðrir gerðu og eftir það kallaði ég hana alltaf ömmu. Annað eins þorrablót hafði ég aldrei komið á, 6 gítarar og bræðurnir skiptust á að spila og hinir sungu hástöfum og amma hrókur alls fagnaðar. Svona voru þorrablótin hjá fjölskyld- unni og á hverju sumri kemur fjölskyldan saman á Ömmustuði sem er útihátíð fjölskyldunar á einhverju tjaldstæði til að syngja og skemmta sér með öll börnin, barnabörnin, barna- barnabörnin og barnabarna- barnabörnin. Já, afkomendur ömmu eru margir eða um 130 manns fyrir utan maka, tónlist og söngur er alltaf ríkur þáttur á samkomum hjá fjölskyldunni. Það er sagt um Auði djúp- úðgu að hún hafi verið ættmóðir mikil og það var sannarlega amma líka. Amma hafði þá ein- stöku hæfileika að vera sérstak- lega góður mannþekkjari og gerði aldrei upp á milli neinna barnanna sinna eða afkomenda og fylgdist með hverjum og ein- um afkomanda, talaði aldrei illa um neinn og var með afmæl- isdaga allra á hreinu. Amma tók mér eins og ég væri eitt af börnunum hennar og var hún einstaklega hjartahý og góð kona. Aldrei tókst mér að æsa hana upp eða stríða henni. Hún sagði bara: „Æ, Kiddi minn, láttu ekki svona, þér tekst ekki að æsa mig upp.“ Amma sagðist ekki hafa áhuga á pólitík, en hafði sterkar skoðanir á öllu. Amma var einnig mikill húm- oristi. Eitt skiptið þegar ég kom í heimsókn til hennar var hún að horfa á sjónvarpið þegar ný- byrjað var að sjónvarpa frá Al- þingi og var að fylgjast með umræðunum. Hún var með gamalt litasjónvarp og skjárinn var allur rauður og litirnir ekki rétt stilltir. Ég gerði smá grín að henni og stillti sjónvarpið fyrir hana svo litirnir voru eðli- legir. Mánuði seinna kom ég aftur í heimsókn og skjárinn aftur orðinn rauður og ég spurði hana hvers vegna þetta væri svona. „ Æ, ég vil heldur hafa alþingismennina rauða en bláa,“ sagði hún og kímdi. Svona var amma. Það var mikið um heimsóknir hjá ömmu og varla leið sá dagur að ekki væri einhver í heimsókn hjá henni og það var hægt að ræða við hana um hvað sem var, enda sálfræð- ingur af Guðs náð og maður kom aldrei að tómum kofunum hjá ömmu. En nú er amma horfin frá okkur og mikill sökn- uður og sorg, en gleði og fögn- uður fyrir handan þar sem Bjarni maður ömmu, Þröstur tengdapabbi, Lovísa, Gústi, Drífa, Óli Þór og fleiri fagna henni og nú verður ömmustuð á báðum stöðum. Elsku amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín og þinnar nærveru. Þakka þér fyrir allt. Kristinn T. Haraldsson (Kiddi Rót.) Jónína Alexandra Kristjánsdóttir Rekið er í rogastans, alltof fljótt, og alltof snemma er fall- inn frá, vinur og samstarfs- félagi. Tekinn burt og alla setur hljóða. Magnús, tryggðatröll og heillavinur, félagi og samstarfs- maður um áratugi. Þegar ég ungur tók við rekstri föður míns á Hjólbarðaviðgerðum Vestur- bæjar hafði hann starfað þar um nokkur ár, og í mörg ár unnum við þar saman. Þegar ég hvarf frá þeim rekstri hélt hann áfram með hendur um stjórn- völinn og varð vaktin um 24 ár. Magnús Hákonarson ✝ Magnús Há-konarson fæddist í Reykjavík 29. október 1966. Hann lést á gjör- gæsludeild LHS í Fossvogi 30. maí 2011. Útför Magnúsar fór fram frá Sel- tjarnarneskirkju 7. júní 2011. Ávallt trúr og tryggur, samvisku- samur og áreiðan- legur. Í raun stór- merkilegur samferðamaður, jafnlyndur, glett- inn, pínu stríðinn og umfram allt öll- um velviljaður. Hann var mér og öðrum til eftir- breytni, aldrei hall- mælti hann, aldrei dró hann nið- ur og með jafnlundargeði stjórnaði hann, var í huga allra samstarfsmanna virðingarverð- ur og góður félagi. Og í huga viðskiptavina þóknunarverður, áreiðanlegur og sjálfum sér til sæmdar. Magnús var hlaðinn mannkostum, eftirbreytnarleg- um mannkostum. Magnús var þyngdar sinnar virði í gulli, og þar heggur við. Barátta, átök og álag. Heilsan gefur eftir og líf endar. Að óvörum er Magnús tekinn burt. Alltof snemma, alltof fljótt. Sár er söknuðurinn en í nýjum heimi veit ég og er full- viss um að Magnúsi líður betur. Kæri, kæri vinur, ég og mín fjölskylda óskum þér velfarnað- ar á þeim brautum sem þú hef- ur nú lagt út á. Ég og við öll þökkum stundirnar, tímann og árin, alla hollustuna, vinskapinn og tryggðina. Hvíl í friði kæri vinur. Minn- ing þín er ljós í huga okkar, ávallt og alltaf. Arnar Jónsson og fjölskylda. Mikill gæðadrengur er nú fallinn frá allt of fljótt. Ótal minningar hafa komið upp í hugann nú síðustu daga en ekki datt mér í hug að ég væri að hitta Magga í síðasta sinn þegar ég kíkti niður á verkstæði til hans í kaffi nú í maí. Ég byrjaði fyrst að vinna á Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar hjá höfðingjanum Jóni Ólafssyni haustið 8́8 og vann þar öðru hvoru næstu 11 árin. Maggi byrjaði svo fyrst í vortörn 8́9 og réð sig í fast starf haustið eftir. Hann starfaði þar svo alla tíð síðan, fyrst hjá Jóni, svo Arnari syni hans og síðustu árin hjá N1. Maggi var skemmtilegur samstarfsmaður og vinur. Mjög þægilegur í öllum samskiptum, hvort sem var gagnvart sam- starfsmönnum eða viðskiptavin- um, traustur, duglegur, áreið- anlegur og greiðvikinn, enda var honum tiltölulega fljótlega falið það hlutverk að stýra mann- skapnum og daglegum rekstri. Aldrei man ég eftir að ágrein- ingur hafi komið upp á milli okkar öll þessi ár sem við þekktumst. Hann hafði skemmtilegan húmor og gat líka verið bæði þrælstríðinn og hrekkjóttur, ávallt þó á góðlát- legan hátt, enda var nauðsyn- legt að bregða á leik þegar ró- legt var að gera. Hann var drjúgsterkur og var vissara að forða sér hið snarasta eftir að hafa gert honum einhvern grikk til að reyna að forðast að fá þungt högg í öxlina. Hann var nefnilega ótrúlega snöggur í hreyfingum þrátt fyrir að vera ekki sá léttasti í kílóum talið, sérstaklega þegar hann þurfti að launa manni grikk. Bílaáhuginn var mikill hjá okkur báðum, ekki hvað síst þegar jeppar voru annars vegar og áttum við nokkrir breytta jeppa á tímabili sem unnið var í óteljandi kvöld á verkstæðinu við að lagfæra eða betrumbæta einhverja hluti. Ógleymanleg er ferðin okkar ásamt fleirum inn á Hveravelli með dekkjasendingu haustið 8́9 og varð það m.a. til að kveikja í jeppaáhuganum hjá mér. Íþróttaáhuginn var einnig mikill og var stundum hér áður spilaður fótbolti til skemmtunar auk þess sem Maggi fylgdist alltaf mikið með, ekki hvað síst þegar fótboltinn var annars veg- ar. Hann var líka býsna laginn í snóker og keppti á tímabili í þeirri íþrótt sér til skemmtunar. Eftir að ég hætti að vinna þarna var alltaf gott að kíkja við á gamla Hjól-Vest til að fá sér kaffi og hitta Magga og aðra gamla samstarfsmenn. Þeir hurfu smám saman á aðra vinnustaði en alltaf var Maggi þarna eins og klettur. Ávallt tók hann vel á móti manni og gaf sér tíma til að spjalla þótt stundum væri mikið að gera. Þessar ferðir verða nú víst ekki fleiri. Það er mikil synd að þessi gæðadrengur skyldi þurfa að kveðja svona fljótt, að honum er mikill söknuður. Ég sendi fjöl- skyldu Magga mínar innilegustu samúðarkveðjur, ég mun svo sannarlega alltaf minnast hans með mikilli hlýju og virðingu. Hafsteinn Jóh. Hannesson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgun- blaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og við- eigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.