Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 ✝ Steinunn Karól-ína Ingimund- ardóttir fæddist í Grenivík 29. mars 1925. Hún lést á Droplaugarstöðum 7. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Árnadóttir frá Reykjum í Lýtings- staðahreppi og Ingimundur Árna- son frá Grenivík, söngstjóri og fulltrúi á Akureyri. Systkini Steinunnar voru: Árni, f. 1918 (lést í barnæsku), Árni, f. 1921, d. 1998, Magnús, f. 1923, d. 2000, Þórgunnur, f. 1926, Jóhann Gunnar Ragúels f. 1931, d. 1988 (hálfbróðir, samfeðra). aðist vítt og breitt um landið og hélt námskeið á vegum þess. Ár- ið 1961 varð Steinunn skólastjóri Húsmæðraskólans á Varmalandi í Borgarfirði og gegndi því starfi þar til skólinn var lagður niður 1987. Steinunn flutti þá til Reykjavíkur og starfaði um ára- tug á Leiðbeiningastöð heim- ilanna hjá Kvenfélagasambandi Íslands. Steinunn tók virkan þátt í starfi íslenskra og norrænna hús- stjórnarkennara og ritstýrði m.a. ásamt öðrum norrænni mat- reiðslubók, Matkultur i Norden. Þá var Steinunn mjög áhugasöm um þjóðlega íslenska matargerð, tók þátt í söfnun heimilda víða um land og átti m.a. aðild að gerð sjónvarps- og útvarpsþátta um hana. Steinunn var ógift og barn- laus. Útför Steinunnar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 10. júní 2011, og hefst at- höfnin kl. 11. Steinunn ólst upp á Akureyri; lauk gagnfræðaprófi frá MA 1942. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi 1945- 1946 og hússtjórn- arkennaranám í Stabekk í Noregi og lauk prófi þaðan í desember 1948. Hún kenndi við Húsmæðraskólann á Laugalandi 1949-1952; stundaði framhalds- nám við háskólann í Århus í Dan- mörku 1952-1953. Heim komin kenndi hún aftur við Húsmæðra- skólann á Laugalandi til 1956; réðst þá til Kvenfélagasambands Íslands sem ráðunautur og ferð- Ég kynntist Steinunni Ingi- mundardóttur hússtjórnar- kennara þegar ég réðst sem kennari að Hússtjórnarskólan- um á Varmalandi, þá ung að ár- um. Ég fann fljótt að við stjórnvölinn á Varmalandi var mikil kostakona sem stjórnaði skólanum af festu og dugnaði. Hún var kjarkmikil, þrautseig, ákveðin og hafði ráð undir rifi hverju. Steinunn var rúmlega í meðallagi há, grannvaxin og bein í baki, gekk léttstíg um húsakynni skólans, hljóp gjarn- an við fót og raulaði lagstúf. Í kennslunni lagði hún áherslu á góðan og hollan heimilismat og veisluborð voru fallega skreytt og mikill og góður matur á þau borinn, þar sem listrænir hæfi- leikar Steinunnar komu vel í ljós. Þessa listrænu hæfileika mátti líka sjá í hennar fallegu og vel gerðu handavinnu, eink- um í útsaumsmunum. Af og til greip hún í kennslu í útsaumi, ef ekki fékkst kennari, og leysti það vel af hendi. Í veislum og öðrum mannfagnaði, sem hald- inn var á Varmalandi, átti Steinunn mjög auðvelt með að kalla fram glaðværa og skemmtilega stemningu. Hún var vakin og sofin yfir velferð nemenda sinna og hafði marg- vísleg mótandi áhrif á þá og skilaði þeim vel í stakk búnum til að takast á við lífið að skóla loknum og ég veit að fyrir það eru þeir henni ævinlega þakk- látir. Í heimavistarskóla myndast oft sterk vináttubönd milli nemenda og það sama má segja um kennara sem eiga þar heim- ili. Á milli okkar Steinunnar myndaðist vinátta sem aldrei átti eftir að slitna. Þar sem ég var tvítug þegar ég kom í Varmaland og Steinunn tuttugu árum eldri var það hún sem setti mun meira á vináttuvog- ina með margvíslegum hætti, svo sem með því hvernig hún höndlaði hlutverk sitt sem skólastjóri og kennari og hafði sem slík mótandi og gæfurík áhrif á mig. Steinunn var sann- ur vinur í raun, hún var traust, heiðarleg, skemmtileg, hlý, glaðsinna, andlega sterk og þrautseig. Þessara eiginleika Steinunnar hef ég fengið að njóta frá okkar fyrstu kynnum og þegar ég kynntist eigin- manni mínum, Guðbrandi Brynjúlfssyni, var hann strax velkominn í vináttusambandið. Steinunn var mjög barngóð og börn hændust að henni og það gerðu drengirnir okkar Guð- brandar, Brynjúlfur Steinar og Guðmundur Ingi, sem nutu ást- ar hennar og umhyggju alla tíð og kölluðu hana ömmu Stein- unni. Þegar Brynjúlfur kynnt- ist eiginkonu sinni, Theresu Vilstrup, var henni sýnd sama vináttan og ég tala nú ekki um þegar Dóra Karólína Brynjúlfs- dóttir kom í heiminn, þá var hún strax tekin í hennar hlýja faðm. Heimili Steinunnar stóð okkur opið alla tíð, þar var tek- ið á móti okkur af hlýju og mik- illi gestrisni, góður og mikill matur á borð borinn á einu augabragði. Þegar sjúkdómur sá sem Steinunn átti við að stríða síðustu árin gerði vart við sig tók hún honum af miklu æðruleysi, hló oft og gerði grín að gleymskunni. Ég og fjöl- skylda mín erum þakklát fyrir vináttu Steinunnar, sem var mikilhæf kona er hafði margt til brunns að bera og jós þeim sem með henni voru á lífsleið- inni af þeim brunni. Minning- arnar um trygga og góða vin- konu munu lifa með okkur. Snjólaug Guðmundsdóttir. Húsmæðraskólarnir á Ís- landi voru lengi vel að ýmsu leyti ígildi fagháskóla síns tíma. Þar fengu ungar konur þá menntun sem lagði traustan grunn að öllu sem tengdist hagnýtu heimilishaldi en mót- uðust jafnframt af hugmynda- fræði samtímans um barnaupp- eldi, heilbrigðismál og næringarfræði svo eitthvað sé nefnt. Steinunn Ingimundardóttir var tvímælalaust, ásamt öðrum skólastjórum húsmæðraskóla á Íslandi, öflugur þátttakandi í því mikla verkefni að leggja grunn að því samfélagi þekk- ingar sem við teljum sjálfsagt á Íslandi í dag. Steinunn var í forystusveit í þessum hópi kvenna sem voru í raun merk- isberar og brautryðjendur í því mikilvæga starfi að mennta konur og gefa þeim sjálfstraust til að taka í auknum mæli ákvarðanir á eigin forsendum um eigin tilveru og um framtíð barna sinna. Það var einhvern tíma vet- urinn 1982 að mér varð litið út um vesturgluggann á húsinu sem við fjölskyldan bjuggum í á Varmalandi í Borgarfirði og ég sá Steinunni Ingimundar- dóttur ganga fyrir húshornið. Erindið var að fá Ólöfu sem menntaðan snyrtifræðing til að kenna námsmeyjum í Hús- mæðraskólanum á Varmalandi. Strax þennan dag fundum við glöggt hvaða manneskju hún hafði að geyma. Steinunn var hefðarkona í öllu fasi og fram- göngu. Hún var traust, einbeitt og fylgin sér en jafnframt hlý og með sérlega góða og bjarta nærveru. Hún kenndi okkur margt hagnýtt og þjóðlegt eins og laufabrauðsgerð og fleira. Hún kunni nánast öll húsráð sem reynslubanki þjóðarinnar hefur þróað og vissi upp á hár hvernig átti að nota þau. Vegna þeirrar þekkingar fékk hún síðar heiðursnafnið Steinunn ráðagóða í spjallþáttum hjá Bjarna Degi á Bylgjunni. Þótt Steinunn ætti ekki börn sjálf var hún ótrúlega lagin við þau. Börnin okkar fjögur hafa í raun alltaf litið á hana sem ömmu sína. Við áttum í gegn- um tíðina mikil samskipti við Steinunni og mikill samgangur var á milli. Eitt sinn þegar við bjuggum á Varmalandi hringdi síminn hjá okkur um sexleytið að morgni og þar var Steinunn sem sagði: „Nú er ástand hjá mér. Hér fæddist barn í morg- un.“ Og þar sem við vorum í æfingu við að eignast börn þá hringdi hún og bað Ólöfu að koma og aðstoða sig þar til aðrir kennarar kæmu á stað- inn. Steinunn var mikil og áheyrileg sögukona og hafði frá mörgu áhugaverðu að segja sem hún hafði upplifað á við- burðaríkum ferli. Nú er ferillinn á enda en við sem eftir sitjum minnumst sagna hennar frá tímum mik- illa mannlífsbreytinga og tækniþróunar í íslensku sam- félagi. Æviskeiðs sem ein- kenndist af því að koma ungu fólki til þroska, innleiðingu tækninnar í störf kvenna með vélvæðingu heimilisstarfanna, svo sem strits við þvotta, mat- argerð og geymslu matvæla, en tilkoma tækninnar létti til muna það álag sem konur þurftu að standa undir í sínum verkum. Umfram allt minn- umst við konu sem var stór og mikil persóna en jafnframt ljúfur lærimeistari og vinur sem hefur haft mikil og var- anleg áhrif á líf allra þeirra sem kynntust henni og nutu leiðsagnar hennar. Blessuð sé minning Steinunnar. Ólöf, Sigurður og börn. Meira: mbl.is/minningar Það eru ekki margar persón- ur sem hafa skilið eftir sig jafn sterkar og fallegar minningar og Steinunn Ingimundardóttir gerir í mínum huga. Ég var sextán ára þegar ég ákvað að hefja nám við Húsmæðraskól- ann á Varmalandi. Þau voru óörugg sporin sem ég tók inn um kjallarainnganginn á Hús- mæðraskólanum. Farin úr öruggu umhverfi föðurhúsanna og setjast að á heimavistar- skóla í fyrsta sinn. Steinunn heilsaði með ákveðnu handtaki og gaf strax til kynna með sínu brosi að þarna væri ég velkom- in. Núna þegar Steinunn er fall- in frá hverfur hugur minn til veru minnar á Varmalandi. Minningin um Steinunni þegar hún var að kenna okkur til verka. Hún hafði alveg einstakt lag á að kenna og vekja áhuga okkar nemendanna á námsefn- inu. Það er ekki átakalaust að stjórna rúmlega fjörutíu stúlk- um. Stúlkum með ólíkan bak- grunn, ólíka getu og kunnáttu. Steinunn kunni að vera ákveð- in, blíð og góð í öllum verkum. Á þeim árum skildum við ekki af hverju við máttum ekki fara lengra en fram að Ástarbeygju, af hverju húsinu var lokað klukkan átta á kvöldin, af hverju við máttum ekki bjóða gestum inn á herbergi til okk- ar. Lög voru lög á Varmalandi. Nú þegar ég sem heimilis- fræðikennari reyni að halda at- hygli fárra nemenda hugsa ég oft til Steinunnar og met hana enn meira fyrir þá góðu stjórn- un sem hún gat haldið á stórum hópi nemenda og kennt okkar það sem hún kunni svo vel. Steinunni var annt um okkur og vildi að við höguðum okkur eins og hefðarmeyjar. Ég minnist oft stundarinnar á sal Húsmæðraskólans fyrir dansleik á Bændaskólanum á Hvanneyri þegar hún lét okkur fletta upp á síðu 353 í sálma- bókinni og syngja „Við freist- ingum gæt þín, og falli þig ver, því freisting hver unnin til sig- urs þig ber“ áður en við fórum út í rútuna hans Sæmundar. Ég sendi fjölskyldu Stein- unnar mínar innilegsutu sam- úðarkveðjur. Guðrún Þóra Hjaltadóttir. Kveðja frá Kvenfélaga- sambandi Íslands Gengin er athafna- og hug- sjónakonan Steinunn Ingi- mundardóttir. Heiðurskona sem setti svip á samtíð sína um miðja síðustu öld. Hún ólst upp á Akureyri við leik og störf og að lokinni hefð- bundinni skólagöngu stundaði hún nám við Kvennaskólann að Laugalandi. Stóð hugur hennar til frekari menntunar á sviði heimilisfræða og hélt hún til Noregs, þar sem hún lauk hús- mæðrakennaraprófi og síðan framhaldsnámi í Danmörku. Eftir heimkomuna starfaði hún við kennslu og gerðist heimilisráðunautur hjá Kven- félagasambandi Íslands árið 1956. Þar starfaði hún í 5 ár þar til hún réð sig sem skóla- stjóra Húsmæðraskólans á Varmalandi, þar sem hún átti farsælt starf í 26 ár. Steinunn lét mikið til sín taka fyrr á árum á sviði kennslu og kvenréttindamála í samfélaginu og hafði óþrjót- andi áhuga á fræðslu kvenna, m.a. við heimilisstörf og mat- reiðslu. Störf kvenfélags- kvenna voru henni hugleikin og starfaði hún að félagsmálum þeirra um margra áratuga skeið. Hún var félagskona í Kvenfélagi Stafholtstungna og gegndi þar formennsku um tíma auk þess að beita sér fyrir námskeiðum af ýmsu tagi. Það var mikill fengur fyrir Kvenfélagasamband Íslands, þegar hún gaf aftur kost á sér til starfa fyrir sambandið árið 1988. Þar starfaði hún í 10 ár og annaðist Leiðbeiningastöð heimilanna sem enn starfar með ýmiss konar neytenda- fræðslu, rak skrifstofu KÍ og Húsfreyjunnar og ófáar eru fræðslugreinar hennar í Hús- freyjunni á þeim tíma. Störf hennar fyrir Kven- félagasamband Íslands ein- kenndust af ósérhlífni, já- kvæðni og trúmennsku og naut hún mikilla vinsælda í störfum sínum. Að leiðarlokum þökkum við Steinunni samfylgdina og vottum ástvinum hennar sam- úð. F.h. Kvenfélagasambands Íslands, Sigurlaug Viborg, forseti. Steinunn Karólína Ingimundardóttir V i n n i n g a s k r á 6. útdráttur 9. júní 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 2 7 5 1 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 0 7 5 8 2 7 5 4 0 4 3 1 8 5 7 8 8 1 3 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1467 6923 42832 55112 63620 65676 4258 33576 51020 60443 65235 70013 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 4 4 5 7 6 1 8 1 5 4 6 9 2 6 0 9 5 3 8 8 8 8 4 7 4 8 3 5 5 7 9 6 6 3 1 7 2 5 7 9 7 7 2 5 1 6 3 8 7 2 6 2 8 5 3 9 6 3 1 4 9 5 7 5 5 6 0 2 9 6 5 6 6 6 1 0 8 8 8 3 8 5 1 8 1 3 3 2 9 1 5 5 4 0 4 9 1 5 0 4 6 4 5 6 1 3 1 6 8 5 5 4 1 8 9 5 8 7 6 2 1 9 5 8 9 3 0 7 3 0 4 1 7 8 6 5 1 4 1 5 5 6 1 5 7 7 2 3 9 9 2 0 8 2 9 0 5 4 1 9 8 1 0 3 5 1 7 6 4 2 1 8 4 5 3 6 2 9 5 6 2 0 2 7 2 8 3 8 3 2 7 8 1 0 3 6 3 1 9 8 6 4 3 5 4 9 3 4 3 1 8 3 5 4 4 7 4 5 6 5 9 7 7 6 4 6 5 4 5 4 1 1 0 8 7 3 2 3 9 4 3 3 6 7 5 0 4 4 2 7 8 5 4 5 1 2 5 8 0 3 4 7 7 1 0 0 5 2 9 3 1 3 0 1 5 2 4 8 0 8 3 7 0 3 4 4 4 6 5 7 5 4 7 0 3 6 0 9 8 5 7 7 3 7 1 6 6 3 7 1 3 2 5 1 2 5 5 5 7 3 7 2 9 5 4 6 5 2 9 5 5 0 2 8 6 2 5 7 9 7 8 5 4 3 6 9 9 0 1 4 0 9 0 2 5 8 2 2 3 7 8 3 5 4 6 6 1 9 5 5 1 5 2 6 2 7 9 7 7 9 5 1 2 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 1 0 7 7 9 1 9 2 5 8 5 3 3 5 1 5 8 4 5 1 7 3 5 5 4 9 6 6 4 0 3 3 7 4 4 7 8 7 2 3 9 7 5 1 2 6 2 9 6 3 5 4 0 0 4 5 2 5 0 5 5 9 4 1 6 4 0 9 1 7 4 7 5 7 8 7 3 1 0 3 0 5 2 6 3 0 1 3 5 7 7 3 4 5 2 8 0 5 6 1 4 7 6 4 3 0 6 7 5 0 8 4 1 4 0 7 1 0 4 5 6 2 6 6 0 4 3 6 5 0 0 4 5 4 5 5 5 6 2 8 8 6 4 6 1 3 7 5 2 9 4 1 4 2 7 1 1 6 9 4 2 6 7 0 1 3 6 6 0 7 4 6 1 0 7 5 6 5 6 1 6 4 8 3 6 7 5 3 3 9 1 8 6 8 1 2 4 3 6 2 7 3 9 3 3 7 6 5 7 4 6 1 9 5 5 7 2 1 8 6 5 2 5 1 7 5 3 8 1 2 2 1 0 1 3 7 0 0 2 7 4 6 6 3 8 3 5 0 4 6 3 2 4 5 7 4 3 1 6 5 3 4 0 7 5 4 5 5 2 2 3 6 1 4 1 1 9 2 8 3 3 8 3 8 4 4 5 4 6 6 9 9 5 7 5 3 2 6 5 5 5 1 7 5 4 8 3 2 4 1 3 1 4 2 9 3 2 8 4 1 8 3 8 9 5 5 4 6 7 0 1 5 7 8 6 1 6 5 9 1 4 7 5 5 5 2 3 0 1 1 1 5 3 6 5 2 8 7 3 2 3 9 3 7 1 4 7 5 2 2 5 8 1 6 1 6 6 4 7 3 7 5 6 4 9 3 2 0 2 1 5 9 6 4 2 8 7 9 9 3 9 6 3 6 4 8 5 3 1 5 8 2 6 0 6 7 1 9 7 7 5 8 7 1 3 2 2 6 1 6 3 1 7 2 9 3 8 3 3 9 6 5 6 4 8 9 8 3 5 8 7 4 2 6 8 2 9 5 7 6 3 2 7 3 5 7 2 1 6 6 1 7 3 0 6 9 6 3 9 7 4 2 4 8 9 9 1 5 8 9 3 3 6 8 3 3 0 7 6 3 8 5 3 6 6 0 1 7 4 9 1 3 1 2 3 1 4 0 0 7 8 4 9 7 0 7 5 9 7 1 0 6 8 4 1 6 7 6 4 1 7 3 7 1 9 1 7 5 8 6 3 2 0 1 4 4 0 1 6 9 5 0 4 4 1 5 9 9 7 8 6 8 4 2 8 7 6 8 4 2 4 3 9 2 1 8 1 3 0 3 2 1 3 6 4 0 5 3 5 5 0 7 9 1 6 0 0 0 6 6 8 7 1 3 7 7 0 9 6 4 6 4 5 1 8 4 0 2 3 2 1 5 1 4 0 7 0 2 5 0 8 5 5 6 0 1 6 2 6 9 2 2 7 7 7 5 8 3 4 6 6 3 1 8 8 7 8 3 2 5 4 0 4 0 7 5 6 5 0 8 9 4 6 0 4 0 2 6 9 7 8 3 7 7 6 3 1 4 6 6 7 1 9 1 3 7 3 2 9 0 6 4 0 8 3 5 5 1 6 3 4 6 1 3 7 5 6 9 7 9 2 7 7 8 0 0 4 7 6 4 1 9 1 5 5 3 3 0 1 2 4 0 9 0 0 5 1 8 9 2 6 1 3 9 4 7 0 0 0 0 7 8 2 5 4 4 7 8 3 1 9 9 2 1 3 3 4 7 6 4 1 7 0 5 5 1 9 5 5 6 1 4 3 2 7 0 9 4 5 7 8 4 3 7 4 8 9 7 2 0 6 7 1 3 3 5 5 2 4 2 3 5 0 5 2 0 0 0 6 1 4 6 6 7 1 5 7 3 7 8 4 4 6 4 9 3 8 2 0 9 8 7 3 3 6 3 2 4 2 6 8 1 5 2 1 1 5 6 1 6 1 8 7 1 7 1 0 7 8 8 5 9 5 0 4 2 2 1 4 5 3 3 3 6 5 9 4 2 9 2 1 5 2 2 6 2 6 1 8 6 1 7 1 7 1 2 7 8 8 8 0 5 1 8 8 2 1 8 6 8 3 3 7 2 6 4 3 0 1 3 5 2 3 0 0 6 1 9 1 1 7 2 1 3 3 7 9 1 9 5 5 4 4 9 2 1 8 9 5 3 3 8 1 1 4 3 0 5 7 5 2 4 5 6 6 2 2 8 7 7 2 3 9 6 7 9 5 8 4 5 7 0 7 2 2 4 8 7 3 3 8 3 7 4 3 5 4 4 5 2 5 9 6 6 2 3 6 5 7 3 1 1 8 6 2 3 8 2 4 6 8 8 3 4 0 6 7 4 3 6 8 6 5 3 2 9 7 6 2 3 7 9 7 3 2 7 6 6 2 6 3 2 4 7 0 0 3 4 2 2 6 4 3 9 9 7 5 3 6 7 0 6 2 5 9 3 7 3 4 0 2 6 5 6 2 2 5 0 0 9 3 4 3 3 3 4 4 4 4 8 5 3 7 9 2 6 2 6 8 6 7 3 6 9 8 7 5 2 9 2 5 0 6 0 3 4 3 5 8 4 4 4 7 8 5 4 0 5 5 6 2 8 9 5 7 3 9 0 3 7 5 3 0 2 5 0 7 9 3 4 6 9 2 4 5 1 5 8 5 5 4 2 9 6 3 6 7 4 7 3 9 2 9 Næstu útdrættir fara fram 16. júní, 23. júní & 30. júní 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.