Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 34
34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand KOM EITTHVAÐ FYRIR ÞIG EÐA FÆDDISTU BARA SVONA LJÓTUR? MAMMA ÞÍN ER SVO FEIT... ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ KOMIÐ GOTT ÞAÐ ER GAMAN AÐ FYLGJAST MEÐ ÞOTUM ÞEGAR ÞÆR RJÚFA HLJÓÐMÚRINN FYRIR- GEFÐU HVAÐ ÉG KEM SEINT Í MAT, HELGA MÍN! EN FALLEGT AF YKKUR... ...AÐ VAKA EFTIR MÉR SVO VIÐ GETUM ÖLL BORÐAÐ SAMAN ÉG GRÍP EKKI FRISBÍ, ÉG ER MEÐ VIÐKVÆMAR TENNUR ÞETTA ER ALMENNILEG FRÉTTALJÓSMYND SANDMAN AÐ KÆFA KÓNGULÓARMANNINN Í SANDI ÞAÐ ER GOTT AÐ EINHVER GETUR HAFT GAMAN AF ÞESSU ÆTLI ÉG GETI EKKI DREGIÐ ÚR ÚTGJÖLDUNUM MEÐ ÞVÍ AÐ FARA SJALDNAR Í SPAIÐ OG HÁRGREIÐSLU ÉG GÆTI TIL DÆMIS SÉÐ UM NEGLURNAR MÍNAR SJÁLF. LITAÐ Á MÉR HÁRIÐ SJÁLF OG JAFNVEL FARIÐ Í HÁRGREIÐSLU Á ÓDÝRARI STOFU ÞAÐ MYNDI ÖRUGGLEGA HJÁLPA HEILAN HELLING ÞÚ VERÐUR AÐ LÁTA MIG VITA EF ÉG FER AÐ LÍTA ÚT EINS OG RÓNI ÉG GERI ÞAÐ ELSKAN MÍN Hvað á að gera við svona fólk? Það er alltof oft sem almenningi berast fjölmiðlafréttir af illri meðferð dýra. Nú síð- ast af 17 hundum sem réðust á konu, sem gat forðað sér í bílinn sinn en dýrin náðu samt að bíta hana og særa á sál og líkama. Það fylgdi frétt- unum að það væri kona sem bæri ábyrgð á hundunum og eng- inn virtist vera í taumi, enda varla hægt að hafa stjórn á öllum þessum skara í „skemmtigöngu“. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég heyrði að þessi kona hefði verið með fleiri hunda og svo kisur. En hvaða orsakir liggja til þessa hörmungaratburðar? Jú, ill meðferð á hundunum sem fjölmiðlar sögðu að hefðu bæði verið slasaðir og hungraðir! Það er nú næg ástæða til að gera dýr brjáluð. Ég spyr því í fullri alvöru: Því gera dýralæknar og dýravernd- unarfélög Íslands, dýravinir, ná- grannar og bara allir sem vita um níðingsskap á skepnum aldrei neitt í þessum málum? Manneskja sem lætur kindur og kannski fleiri dýr drepast úr illum aðbúnaði og hungri á að mínu mati ekki hafa skepnur. Hvers vegna er ekki tekið í taum- ana af alvöru? Hvað á þetta að þýða? Er aldrei hugsað um velferð dýr- anna? Hestanna sem eru barðir áfram í tamningu o.fl. o.fl. Við almenningur fáum auðvitað ekki að vita um illa meðferð, sem er ábyggilega miklu al- gengari en vitað er um, nema ef mann- eskjan sjálf verður fórnarlambið. Hvað verður svo um dýrið? Það er búið að skemma það andlega og líkamlega, eigand- inn fær kannski skamm á handarbakið, dýrinu er lógað! Eig- andinn fer og fær sér annað dýr! Góða fólk. Farið vel með dýrin ykkar. Sýn- ið þeim ástúð og at- hygli. Ég veit að flestir gera það. Þið vitið líka að þið fáið það margfalt til baka. Ég óska þeim sem hafa orðið fyrir áföllum góðs bata. Ég hef frá barnæsku haft dýr í kringum mig og varð ævifélagi í Dýravernd- unarfélagi Íslands níu ára. Hvers vegna hætti blaðið Dýra- verndarinn að koma út? Kennið börnunum að vera góð við dýrin; það góða sem er sáð í litlum hjörtum gleymist ekki. Grætið aldrei þá aumustu mús angrið ei fuglinn sem hvergi á sér hús. Ef skepnunum sýnið þið vinsemd og vörn verðið þið lángefin höfðingja börn. Dýravinakveðjur, Álfheiður Bjarnadóttir. Ást er… … að hanga saman. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Bingó kl. 13.30. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16. Eftirlaunadeild símamanna | Sum- arferðin verður 13.-17. ágúst. Sprengi- sandur, Mývatnssveit, gist á Stöng. Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi, Ak- ureyri (2 n.). Eyjafjarðarsveit – Svarf- aðardalur, Héðinsfjörður, Síldar- minjasafnið á Siglufirði, Bakkaflöt (gist). Uppl. gefur Ragnhildur í síma 551-1137 eða 898-4437. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, bossía kl. 9.30, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Spila- og vinnustofur opnar, félagsvist kl. 13, opið til kl. 16. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30, m.a. prjónakaffi kl. 10 og staf- ganga kl. 10.30. Frá hádegi er spilasal- ur opinn. Ferðalag 15. júní fellur niður. Uppl. á staðnum og síma 575-7720. Háteigskirkja | Bridsaðstoð kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Hárgreiðslustofan er opin, sími 894- 6856. Hraunsel | Brids kl. 12.30, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Mat- ur. Bingó kl. 13.30, kaffisala í hléi. Böð- un fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrt. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50, listasmiðja kl. 9, félagsvist alla mánudaga, bíó alla föstudaga og bóka- bíllinn, Bónus á þriðjudögum. Matur og kaffi virka daga. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðir. Uppl.í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Námskeið í pútti 16. júní á vellinum við Kópavogslæk. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod- .is. Norðurbrún 1 | Sölu- og handverks- sýning í Norðurbrún 1 kl. 14-18. Veit- ingar og harmonikkuleikur. Skemmtifélag eldriborgara | Óvissu- ferð 15. júní, kaffi. Farið frá Hraunbæ kl. 13, Mjódd kl. 13.05, Aflagranda kl. 13.20, Vesturgötu kl. 13.25, Lækjartorgi 13.30. Uppl. í síma 775-1340. Vesturgata 7 | Skartgripagerð, korta- gerð og enska kl. 9, tölvukennsla kl. 12, sungið við flygilinn kl. 13.30, dans í að- alsal kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bingó kl. 13.30. Sumarferð verður frá Vitatorgi fimmtudaginn 16. júní kl. 13.30. Farið um Heiðmörk að Hafravatni, Mosfells- heiði að Meðalfellsvatni og Hvalfjörð að Hlöðum. Matur og dans. Fararstjóri er Helga Jörgensen, uppl. í síma 411- 9450. Hárgreiðslu- og fótaaðgerð- arstofur opnar. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30. Það er dásamlegt í Flatey oghvergi er andinn yfir, ef ekki þar. Í Eylendu eru rifjaðar upp vís- ur sem hafa verið ortar um þessa paradís á jörðu. Er þar fyrst nefnd- ur Matthías Jochumsson, sem fór- ust þannig orð, er hann kom til Flateyjar á gamals aldri og hafði ekki komið þangað í marga ára- tugi: Fögur eins og forðum fyrst, er veldisorðum Guð þér blómann gaf, skikkjan græn í skorðum skín þér undir borðum græðis gullið haf. Og Þórbergur Þórðarson orti: Í Flatey var ég í fjóra daga, fann þar yndi margt. Eyjan er eins og aldingarður. alla daga hlýtt og bjart. Í Flatey vil ég ævi una á eintali við náttúruna. Þá Vatnsenda-Rósa: Væri eg tvítugs aldri á og ætti von til þrifa, Mér eg kjósa myndi þá að mega í Flatey lifa. Gísli Konráðsson settist að í Flat- ey árið 1852, sagður einn mesti fræðimaður óskólagenginna manna, en orti einnig rímur og lausavísur. Hann orti: Aldraður að Flatey fer fjörs á degi liðnum. Og kem með það sem kærast er konu mína úr Sviðnum Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Flatey og kveðskap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.