Morgunblaðið - 10.06.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 10.06.2011, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Í tilefni af áttræðisafmæli Braga Ásgeirssonar listmálara á dögunum var opnuð sýning á myndverkum hans í Gallerí Fold en samfara henni stend- ur önnur sýning yfir í Stúdíó Stafni Ingólfstræti 6. Þar get- ur að líta ýmis verk lista- mannsins frá fyrri tímabilum, meðal annars nokkrar síðustu myndir í eigu hans frá ár- unum í München 1958-60. Einnig teikningar frá Róm og nokkur verk fundinna hluta, „objekt trouvé“. Hver fer að verða síðastur að sjá sýningu Braga í Stúdíó Stafni en henni lýkur á morgun, laugardag. Myndlist Bragi Ásgeirsson sýnir í Stafni Bragi Ásgeirsson Brasilíska tónlistarkonan Juss- anam da Silva heldur tónleika með píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni á Café Haiti á laugardag kl. 21:00. Þau Jussanam og Agnar hyggjast leika svonefnda MPB-tónlist, música popular brasileira, sem er bræðingur af brasilískri popptónlist, samba og bossanova með keim af þjóðlagatónlist, djassi og rokki og varð vinsæl í Brasilíu á sjöunda áratug síðustu aldar. Meðal tónlistarmanna sem flutt hafa slíka tón- list eru Elis Regina, Caetano Veloso, Gilberto Gil, Milton Nascimento og Jorge Ben. Tónlist Brasilískt popp á Café Haiti Jussanam og Agnar. Nú stendur í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi sýn- ingin á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Þorra- blót, eru skúlptúrar og lág- myndir unnar úr timbri og fundnum hlutum. Þorrablót er þrítugasta sýningin í fimmtíu sýninga röð á verkum Aðal- heiðar undir yfirskriftinni „Réttardagur 50 sýninga röð“. Í dag kl. 15:00 til 17:00 tekur Aðalheiður á móti gestum á sýninguna í Gerðubergi og spjallar við þá um verkin og listsköpun sína, en sýningunni fer senn að ljúka; síðasti sýningardagur er fimmtu- dagurinn 16. júní. Myndlist Aðalheiður tekur á móti gestum Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Nú stendur í Listasafni Íslands sýn- ing sem hefur yfirskriftina „Úr fór- um Jóns Þorsteinssonar og Eyrún- ar Guðmundsdóttur“, en á henni eru verk sem listasafnið fékk að gjöf úr safni Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara og Eyrúnar Guð- mundsdóttur, en Jón var listunn- andi og náinn vinur Kjarvals og eignaðist sitt fyrsta verk eftir hann árið 1937. Á sunnudag kl. 14:00 býðst gestum að fara um sýninguna í fylgd Jóns Guðmundssonar, tón- listarmanns og kennara, ásamt Ólafi Inga Jónssyni forverði. Á sýn- ingunni er lögð áhersla á að kynna kúbíska abstraksjón ásamt verkum þar sem koma fyrir fígúrur í lands- lagi, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar, alls fimmtíu verk. Kúbísk abstraksjón Leiðsögn um sýningu Kjarvalsmálverka Leiðsögn Íslandslag – Hvassárgljúfur eftir Jóhannes S. Kjarval, málað 1959. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Sýningin Myndin af Þingvöllum var nýlega opnuð í Listasafni Árnes- inga í Hveragerði. Á henni eru verk eftir ríflega fimmtíu listamenn sem samkvæmt tilkynningu eiga að varpa ljósi á þróun Þingvallamynd- arinnar allt frá upphafi 20. aldar til upprisu hennar í meðförum yngri kynslóða. Sýningarstjóri er mynd- listarmaðurinn Einar Garibaldi Ei- ríksson. Elstu verk sýningarinnar eru eft- ir erlenda listamenn og ferðalanga frá 18. og 19. öld auk nokkurra elstu ljósmynda Sigfúsar Eymunds- sonar sem teknar voru á Þingvöll- um í kringum þjóðhátíð 1874. Verk- in á sýningunni eru fengin að láni bæði hjá einstaklingum og helstu listasöfnum þjóðarinnar. Tekist á við Þingvelli á nýjan hátt Einar Garibaldi segir að þrátt fyrir að hundruð, ef ekki þúsundir, listaverka sem hafa Þingvelli sem fyrirmynd segi ýmislegt um áhuga listamanna á staðnum séu ekki allir sem hrífast af honum. „Gylfi Gísla- son sagðist t.d. ekki hafa áhuga á því að mála fjallahring Þingvalla, það væri þegar búið að gera og engu við þar að bæta. Eins hefur Georg Guðni, einn af okkar þekkt- ustu landslagsmálurum, ekki málað eina einustu mynd af Þingvöllum og fullyrt að náttúra sem sé komin upp á stall sé óáhugaverð,“ segir hann. Að sögn Einars hefur orðið ákveðin, og nokkuð mótsagna- kennd, upprisa Þingvallamynd- arinnar í meðförum ungra lista- manna sem felst m.a. í endurskoðun á merkingu Þingvalla. Einnig taki sumir listamannanna með eftirtekt- arverðum hætti á myrkari hliðum þeirrar sögu sem þjóðin hefur skilið eftir sig á Þingvöllum en í raun vísi verkin öll með einum eða öðrum hætti til sáttargjörðar og framtíðar. „Listamennirnir horfa gagnrýnum augum á sögu okkar án þess að festa sig í afturhaldssamri tákn- mynd sumarnæturinnar á Þingvöll- um,“ segir Einar. Hann bætir við að Þingvellir séu sífellt að móta fleiri ímyndir af staðnum í huga okkar. „Þingvellir hafa ævinlega þjónað okkur líkt og leiksvið fyrir þá sögu sem við vilj- um segja af sjálfum okkur. Þegar öllu er á botninn hvolft er hún okk- ur líkt og afhjúpandi spegilmynd eða eins konar sjálfsmynd af okk- ur.“ Ljósmynd/Listasafn Árnesinga Upprisa Verk eftir Júlíönu Sveinsdóttur og Kristin Pétursson á sýningunni Myndin af Þingvöllum í Listsafni Árnesinga. Þjóðin speglar sig í Þingvöllum Aldalöng saga » Á sýningunni Myndin af Þingvöllum eru verk ríflega fimmtíu listamanna » Elstu verk sýningarinnar eru eftir erlenda listamenn og ferðalanga frá 18. og 19. öld auk nokkurra elstu ljósmynda Sigfúsar Eymundssonar sem teknar voru á Þingvöllum í kringum þjóðhátíð 1874.  Sýningin Myndin af Þingvöllum opnuð í Listasafni Árnesinga Hinn tónvissi Guð- mundur stökk óðar til og verður því á hausa- skakandi rafóhljóðaorgíu 38 » Á sýningunni Hugviti í Hafnarborg í Hafnarfirði er leitast sérstaklega við að kynna hugsuðinn og rannsakand- ann Einar Þorstein Ásgeirsson og bregða upp mynd af því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur á ferli sínum. Á sunnudag kl. 15:00 ræðir Pétur H. Ármannsson arkitekt, sem er annar sýningarstjóra Hugvits, við gesti um sýninguna og hugmyndir Einars og freistar þess að setja feril hans í samhengi við samtímann og tíðarandann út frá verkunum á sýn- ingunni. Sama dag kl. 14 verður opin vinnustofa fyrir fjölskylduna í tengslum við sýninguna. Sýningarstjóraspjall um Hugvit í Hafnarborg Hugsuður Listamaðurinn Einar Þorsteinn Ásgeirsson. www.sinfonia.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 12-18 alla daga Sala nýrra áskrifta á tónleikaraðir starfsársins 2011/12 er hafin í miðasölu Hörpu og í síma 528 5050. Kynntu þér dagskrána á www.sinfonia.is. Sala Regnbogakorta hefst 16. ágúst. gula röðin rauða röðin græna röðin litli tónsprotinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.