Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenskudeild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada hefur verið starf- rækt í 60 ár og af því tilefni verður blásið til veislu sem hefst með ljós- myndasýningu Jóhanns Páls Valdi- marssonar, útgáfustjóra JPV-útgáfu, í Safni íslenskrar menningar- arfleifðar á Gimli (New Iceland Her- itage Museum). „Ljósmyndasýningin hringir inn afmælisárið og með henni vottum við íslenskum skáldum og gamla landinu virðingu okkar,“ segir dr. Birna Bjarnadóttir, forstöðumaður ís- lenskudeildarinnar. „Þetta gerum við í minningu þeirra sem stofnuðu deild- ina og allra þeirra sem hafa stutt hana með ráðum og dáð í gegnum tíð- ina.“ Á sýningunni verða myndir af skáldum og landslagsmyndir frá Ís- landi og verður hún í safninu í allt sumar. Fjölbreytt dagskrá í haust Í september verða síðan tvennir tónleikar, afmælisfyrirlestur, kvik- myndasýningar og önnur ljós- myndasýning. Helga Brekkan sýnir tvær heim- ildamyndir, aðra um Guðberg Bergs- son og hina um sköpunina, sem verð- ur síðan sýnd á bókamessunni í Frankfurt í október. Blásarasveit Sigurðar Ingva Snorrasonar kemur fram og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngur með sveitinni. Annars vegar er um kirkju- tónleika að ræða þar sem flutt verður klassísk tónlist og hins vegar tónleika þar sem frumflutt verður tónlist eftir íslensk tónskáld vestanhafs. Guðni Þorbjarnarson, ljósmyndari og grafískur hönnuður, sýnir ljós- myndir frá Vestfjörðum á sýningu sem verður opnuð á Gimli. Guðbergur Bergsson flytur síðan fyrirlestur í tilefni tímamótanna. Leiðtogar „Þetta er okkar hlutverk,“ segir Birna um dagskrána, en hún var ráð- in yfirmaður íslenskudeildarinnar sumarið 2006 eftir að hafa kennt við hana frá því haustið 2003. Fyrirrenn- ari hennar frá 1999 var David Arna- son, Kirsten Wolf var á undan honum frá 1988, Haraldur Bessason stjórn- aði deildinni frá 1956 til þess tíma og Finnbogi Guðmundsson tók fyrstu skrefin með deildina 1951 til 1956. Birna hefur látið mikið að sér kveða í Winnipeg og í liðnum mánuði fékk hún sérstaka viðurkenningu (The YMCA-YWCA Women of Dist- inction Awards) fyrir menningarstörf sín í Manitoba. Mikil gróska hefur verið í deildinni síðan Birna tók við og í ár útskrifar hún til dæmis fimm framhaldsnema en einn þeirra byrjar í doktorsnámi við Háskóla Íslands í haust. Um 70 nemendur stunduðu nám við deildina í vetur en auk Birnu kenndu tveir kennarar við deildina. Veisluhöld í Winnipeg  Ljósmyndasýning Jóhanns Páls Valdimarssonar hringir inn 60 ára afmæli íslenskudeildar Manitobaháskóla Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Sköpun Birna Bjarnadóttir, for- stöðumaður við Manitoba-háskóla. Hin árlega tónlistarhátíð IsNord verður haldin dagana 10.-12. júní í Borgarfirði. Á heimasíðu hátíð- arinnar segir að markmiðið sé að gera ungum tónskáldum skil auk þess að flytja sígild verk eldri tón- skálda sem mættu heyrast oftar. Lögð er áhersla á norræna tónlist og leikin verk íslenskra tónskálda í bland við verk frá hinum Norð- urlandaþjóðunum til að gera þann- ig sameiginlegan tónlistararf að- gengilegan almenningi. Áhersla er á að í hópi flytjenda og tónskálda séu listamenn búsettir í Borgarfirði eða ættaðir þaðan. Þrennir tónleikar eru á dagskrá; í Borgarnesi, Reykholtskirkju og Stefánshelli. Hátíðin hefst á föstu- dag kl. 20.30 í Borgarneskirkju með tónleikunum „Er sumarið kom yfir sæinn“ en þeir eru helgaðir tónlist Sigfúsar Halldórssonar. Kynnir verður sonur hans, Gunn- laugur, og mun hann fræða gesti nánar um tónskáldið og verk hans. Auk þess koma fram Guðrún Ingi- mars sópran, Bergþór Pálsson bari- tón og Jónína Erna Arnardóttir pí- anóleikari. Á laugardag kl. 16.00 verður Ást- ríður Alda píanóleikari með ein- leikstónleika í Reykholtskirkju og á sunnudag kl. 16.00 mun sönghóp- urinn Voces Thules flytja miðalda- tónlist í Stefánshelli. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Jónína Erna Arnardóttir og með- stjórnandi Margrét Guðjónsdóttir. Hægt er að panta miða í gegnum is- nord@isnord.is og eru áhorfendur hvattir til að mæta vel skóaðir og í hlýjum fatnaði. diana@mbl.is Norræn stemning á IsNord í Borgarfirði IsNord/Remke Spijkers Norrænt Meðal atriða á IsNord í Borgarfirði er að sönghópurinn Voces Thules mun flytja miðaldatónlist í Stefánshelli. Fjórða og síðasta ljósmyndakaffi Ljósmyndasafns Reykjavíkur verð- ur haldið í dag kl. 12:00 til 13:00. Bára K. Kristins- dóttir ljósmyndari sest í sófann á safninu og segir frá ljósmyndaferli sínum, ræðir listræna ljósmyndun, sýningahald og fleira. Bára setti upp sína fyrstu ljósmyndasýningu í Gall- eríi Sævars Karls 1995 og vakti mikla athygli, fyrir það að myndefnið þótti erótískt. Bára mun sýna þessar um- deildu myndir í kaffinu og ræða frek- ar ásamt öðrum myndum sem hún hefur tekið í gegnum tíðina. Guð- mundur Ingólfsson, Leifur Þor- steinsson og Sissa munu einnig setj- ast í sófann og spjalla við Báru. Í ljósmynda- kaffi hjá Báru Bára K. Kristinsdóttir Kattarkvikindið hann De-wey, varð mér oft á aðhugsa á kvöldin þegarmér varð ljóst að hann væri sá sem ég yrði að fara með í rúmið. Það gerist ekki oft að það sé mér hálfgerð pína að lesa bækur en svo var nú samt í tilviki bandaríska bókasafnskattarins Dewey. Dewey: Litli bókasafnskött- urinn sem sneri öllu á hvolf eftir Vicki Myron ásamt Bret Wit- ter kom nýlega út í íslenskri þýð- ingu Aldísar Björnsdóttur. Í henni segir frá ævi Dewey sem finnst sem lítill kettlingur í skilalúgu almennings- bókasafnsins í bænum Spencer í Iowa árið 1988. Vicki Myron, sem skrifar bókina, var þar bókavörður og kom fyrst auga á kettlinginn. Þau náðu strax einstökum tengslum sem voru órjúfanleg í nítján ár, eða þar til Dewey var allur. Dewey hefur verið einstaklega fal- legur köttur og hefði ég líklega fallið kylliflöt fyrir honum ef ég hefði hitt hann (því ég hata ekki ketti) en eftir að hafa lesið 300 blaðsíður um ævi hans og samferða-„manna“ var ég komin með nóg. Vissulega hefur De- wey verið skapgóður og ljúfur kisi sem auðgaði líf margra en sögu hans hefði verið hægt að segja á áhrifa- meiri hátt í einni blaðagrein. Lopinn er nefnilega teygður og teygður og þegar maður er búinn að lesa kafla eftir kafla um hægðir Dewey og matvendni, hvar hann svaf og hvern- ig hann smokraði sér á milli bóka- hillnanna, var elskaður af safngest- um og hataði dýralækninn þá fékk ég nóg. Ég þakka samt fyrir og tel höfundi þessarar bókar það til hróss að hún skrifar ekki söguna frá sjón- arhorni Dewey, þ.e. gerir honum upp hugsanir og lætur hann „tala“. Samband Dewey og bókavarð- arins Vicki hefur verið einstakt og auðskilið að hún hafi viljað deila þessu fallega sambandi með öðrum en henni tekst ekki vel til í því. Sag- an er marflöt, skortir alla byggingu og aga. Það er þá helst að það lifni aðeins yfir henni þegar Vicki fer að segja frá sinni eigin ævi en konan hefur ekki átt sjö dagana sæla. Það eru góðir sprettir í bókinni en Vicki verður það á að treysta ekki lesand- anum til að muna það sem á undan fer og til að skynja hið ósagða. Hún fer því út í of miklar lýsingar og smáatriði sem draga máttinn úr sög- unni. Það er eins og hún finni sig knúna til að sannfæra lesandann um að Spencer sé æðislegur bær, að De- wey hafi ekki verið neinn venjulegur köttur, að fólkið á bókasafninu eigi engan sinn líka og lífið sé yndislegt þrátt fyrir allt. Vicky hefði stundum mátt láta vaða meira í staðinn fyrir að hljóma eins og ferðamannabækl- ingur fyrir Iowa. Það er einmitt í þeim fáu köflum sem hún lætur vaða sem sagan kemst á flug. Dewey: Litli bókasafnskötturinn sem sneri öllu á hvolf er falleg saga en dauf. Dewey: Litli bókasafnskötturinn sem sneri öllu á hvolf bbnnn Eftir Vicki Myron ásamt Bret Witter. Þýðing Aldís Björnsdóttir. Salka 2011. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Dewey Bókarkápa Dewey Vicki Myron, höfundur bók- arinnar um Dewey, fékk sér nýjan kött þegar Dewey drapst. Ekki fer frekari sögum af nýja kettinum sem heitir Page. Daufur Dewey 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 lokasýn Tveggja tíma hláturskast...með hléi. Síðustu sýningar þessa leikárs Húsmóðirin (Nýja sviðið) Fös 10/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Lau 11/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Klúbburinn (Litla sviðið) Fös 10/6 kl. 18:00 aukasýn Á Listahátíð - Dansleikhús um karlmenn - allra síðustu sýningar NEI RÁÐHERRA! – HHHH IB, Mbl Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Ferðasaga Guðríðar / The saga of Gudridur Sun 19/6 kl. 20:00 sýnd á ensku /in english Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 16:00 Sun 26/6 kl. 20:00 sýnd á ensku / in english Hetja / Hero Sun 19/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Fös 24/6 kl. 18:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.