Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 39
AF TÓNLISTARHÚSI Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Jæja, þá er Harpan okkar risin,glæsilegt tónlistarhús (já, þaðer glæsilegt) sem stendur við Reykjavíkurhöfn, borginni til mik- illar prýði. Það er búið að tala um þetta hús svo lengi sem elstu menn muna og gleðin mikil þegar það svo loksins var opnað. Íslendingar loks- ins komnir með alvöru tónlistarhús, þar sem allir geirar tónlistarinnar geta noti … nei, bíddu, það er víst ekki alveg þannig, (helvítis) popp- inu og rokkinu hefur verið tekið sem nokkurs konar olnbogabörnum og þeim sýnd sú virðing sem þau eiga skilið. Þá tilfinningu er ég a.m.k. og margir aðrir farnir að fá. Og þetta er gömul saga og ný að sjálfsögðu. Það er ótrúlegt að árið 2011 séum við enn eina ferðina að fara þennan ljóta og leiðinlega hring, að hártogast um hvaða tónlist sé merkileg og hver ekki og þessi morknuðu skil séu svo undirstrikuð rækilega af þeim aðila sem hefur einmitt tökin á að afmá þau og drepa á dreif.    Ef það sem maður er að heyrautan af sér og er að lesa um er rétt – og sumt hef ég fengið beint í eyrað frá tónlistarmönnum – þá er pottur brotinn, eða kannski streng- ur slitinn, í Hörpunni. Nú eru radd- irnar orðnar það margar og það málsmetandi að það er ekki hægt að líta framhjá þeim og afgreiða sem tuð. Það er eitthvað að, en það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að kippa því í liðinn. Tökum nokkur dæmi. Þunga- vigtarmaðurinn Bubbi segist ekki ætla að stíga fæti inn fyrir Hörpu vegna múlbindandi samninga og GusGus er farin út úr húsinu með útgáfutónleika sína vegna hljóð- kerfisins. Síðara dæmið er mjög sérstakt. Sveitinni, sem hugðist koma með eigin hljóðbúnað inn í húsið en hann má skilgreina sem eitt af hljóðfærum þessarar mögn- uðu sveitar, var meinað um slíkt af húsráðendum Hörpu. Fleiri dæmi, fáránlegri, eru þá að „poppa“ upp líka. T.a.m. ætlaði nafnkunnur trommuleikari, að vísu úr stétt dægurtónlistarmanna, að fá sér kaffi úr stórum thermos-brúsa og er þá rukkaður um 150 kr. „Kaffið Harpa, hysjaðu upp um þig Morgunblaðið/Ernir Hiti Myndin var tekin þegar eldur kom upp í Hörpu í fyrrasumar. Harpan logar líka í dag, en á annan hátt. er bara frítt fyrir Sinfó,“ var svarið sem hann fékk.    Það hefur logað sæmilega ínetheimum síðustu daga vegna þessa. Samúel Jón Samúelsson, einn mikilvirkasti útsetjari landsins og maður með ríka innsýn í íslenskt tónlistarlíf segir m.a. á Fésinu: „Eldborg er eini tónlistarsal- urinn í þessu húsi. Silfurberg er flatur ráðstefnusalur; Norðurljós sýnist manni hafa verið hannaður fyrir brúðkaupsveislur. Í hvorugum þessara sala er svið eða hljóðkerfi og þarf því að leigja það sérstak- lega. En svo má maður bara leigja af húsinu. Ekki koma með sitt eigið. Þetta gengur ekki og þarf að laga.“ Franz Gunnarsson, gítarleik- ari Ensímis og fjölda annarra sveita auk þess að vera mikill þúsund- þjalasmiður hvað viðkemur ís- lenskri tónlistarmenningu, reit beittan pistil á DV og segir enn- fremur á Fésinu: „Þetta hús hefur allað tíð verið kynnt fyrir tónlistarmönnum og Ís- lendingum sem hús sem muni rúma alla tónlist. En nú þegar það er tilbúið kemur í ljós það sem marga grunaði að þetta var bara fyrir- sláttur. Kannski er það fyrir alla en það bara gleymdist að tilkynna stjórn Hörpunnar það.“    Burtséð frá þessu öllu hafasamskipti Hörpunnar við lista- menn (poppara a.m.k.) og fjölmiðla einkennst af klaufaskap. Strax á fyrsta degi var Ríkharði Erni Páls- syni gagnrýnanda vísað úr húsi og síðan þá hefur maður orðið var við óánægju sem er fyrir löngu komin út fyrir það sem eðlilegt getur talist Eins og ég hef verið að skynja virðist einfaldlega vanta upp á grunnviðhorf til þess hvernig á að stýra svona starfsemi farsællega. Það er unnið á móti fólki en ekki með því. Það virðist vanta upp á skilning á því að mismunandi gerð- ir tónlistar kalla á mismunandi vinnubrögð. Ef þetta á að vera stað- ur fyrir alla tónlist þá þarf að gera ráðstafanir í samræmi við það. Tala saman, vinna saman, gefa athygli, breiða út faðminn. Eða hvernig get- ur þetta virkað öðruvísi?    Það vantar ekki hæfileikaríkatónlistarfólkið hér á landi og ekki skortir heldur á áhugann á tónleikum. En eitthvað virðist vanta hjá því fólki sem er í brúnni í tónlistarhúsinu okkar. Tal um byrj- unarörðugleika er hjóm eitt, þarna er her manns á góðum launum sem á að sjá til þess að hlutirnir gangi upp. Hysjið nú upp um ykkur og verið með. Við erum klár í slaginn. En þið? » „Kaffið er barafrítt fyrir Sinfó,“ var svarið sem hann fékk. MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Svo virðist sem ný plata U2 frestist um óákveðinn tíma. Félagarnir hafa undanfarin tvö ár verið á tón- leikaferðalagi sem er nefnt 360° Tour, virkilega vel heppnað tón- leikaferðalag með yfir 7 milljónir áhorfenda. Þó eru enn um 20 tón- leikar eftir. Í viðtali við tímaritið Rolling Stone kemur fram að jafnframt því að reyna að taka upp nýja plötu hafi Bono og The Edge reynt að bjarga sínum vonlausa Spiderman Broadway-söngleik. Í viðtalinu vill Bono meina að platan hafi líklegast orðið eftir í þeim kóngulóarvef en bætir þó við hlæjandi: „Ekki samt segja Larry og Adam frá því.“ Hins vegar láta þeir ekki deigan síga. „Það er ekki eins og við séum hættir að semja, við erum að drita lögum á hverjum degi,“ segir Bono ákveðinn. Ný plata U2 er föst í kóngulóarvefnum Fereyki Drengirnir í U2 seinka plötu. Í lofsamlegum dómi Róberts B. Ró- bertssonar um nýja plötu Bubba Morthens, Ég trúi á þig, var Samúel Jón Samúelsson (Sammi í Jagúar) sagður útsetja plötuna. Sammi sér vissulega um útsetningar en ein- göngu útsetningar fyrir blástur eða brass. Það eru hins vegar Bubbi, Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birg- isson, Ingi Björn Ingason og Krist- inn Snær Agnarsson sem sjá um að útsetja plötuna sem slíka. Leiðrétt- ist þetta hér með. Misfærsla í Bubbadómi FRÁBÆR ÞRÍVÍDD MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS GLERAUGU SELD SÉR - FRÉTTATÍMINN “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV P.H. BOXOFFICE MAGAZINE NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á BRIDESMAIDS KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.40 - 8 - 10.30 12 STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDARÆVINTÝRAMYND UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM! FRÁ HÖFUNDUNUM SEM FÆRÐU OKKUR BOX OFFICE MAGAZINE 90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER JACK BLACK, ANGELINA JOLIE, DUSTIN HOFFMAN, JACKIE CHAN, SETH ROGEN, LUCY LIU, JEAN-CLAUDE VAN DAMME OG GARY OLDMAN BRIDESMAIDS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L HÆVNEN KL. 5.40 12 FAST FIVE KL. 8 - 10.30 12 - MBL BRIDESMAIDS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 BRIDESMAIDS Í LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.15 - 8 - 10.45 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ENSKT TAL 3D KL. 8 L PIRATES 4 KL. 8 - 10 10 EIN SKEMMTILEGASTA OG FLOTTASTA GAMANMYND SUMARSINS! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30 og 9 X-MEN: FIRST CLASS Sýnd kl. 7 og 10:10 KUNG FU PANDA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 og 6 KUNG FU PANDA 2 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 PAUL Sýnd kl. 8 FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 10 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST - BOX OFFICE MAGAZINE SÝND Í 2D OG 3D  “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.