Morgunblaðið - 10.06.2011, Síða 41

Morgunblaðið - 10.06.2011, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Ný plata er komin út frá Helga og hljóðfæraleikurunum en þeir munu standa fyrir tónleikum og tískusýn- ingu eftir rúma viku á Hjalteyri. Nú er hann tómur... Uppruni hljómsveitarinnar er í Hrafnagilsskóla en þá tóku þrír piltar sig saman og fóru að spila lög. Seinna fengu þeir Helga til liðs við sig til að sjá um sönginn. Þeir hafa nú gefið út á annan tug diska og nýjasta afurð þeirra, Nakti apinn, kom út fyrir nokkrum vikum. „Já, við erum gamlir hundar í þessu, búnir að vera að spila saman í hundrað ár,“ segir Helgi Þórsson, söngvari sveit- arinnar. „Þetta er svona klassískt rokk sem við spilum. Lögin eru héðan og þaðan, sum fara svolítið yfir í pönkgírinn. Við erum í þess- ari hugsun að gera þetta sjálfir. Það hentar okkur ágætlega. Við erum með fastan kjarna sem mætir á tónleikana hjá okkur, annars værum við ekki að þessu. Við erum að leggja drög að verkefni sem verður framkvæmt núna 18. júní. Hljómsveitin verður þar í aðal- hlutverki, þetta er listaverk sem ég hef umsjón með, þetta er svona tíska og tónlist. En það verður líka myndlistarsýning til hliðar, fólk er farið að fatta að þetta er allt af sama meiði. Ég er búinn að vera að þukla á myndlistinni í svolítinn tíma og þetta er útkoman. Við höf- um sýninguna í eldgamalli síld- arverksmiðju úti á Hjalteyri, þetta er yfirvaxið draugahús, risavaxið ferlíki, stór, grár gámur. Líklegast hefur þorpið vaxið í kringum þenn- an gám á sínum tíma en nú er hann tómur.“ Nafnið? Aðspurður hvaðan nafnið á nýju plötunni kemur, segir Helgi að það sé verið að vitna í gamlan mann- fræðing sem notaði þennan titil á frægri bók sinni. „Við erum með stærri heila en apinn og því er mikið hampað en því er ekki eins hampað að við erum líka með lengra typpi. Þetta er nokkurskon- ar stefnuyfirlýsing hljómsveit- arinnar, það er að við erum skepn- ur. Það eru margar skepnulegar tengingar á þessum diski,“ segir Helgi. Það er óhætt að segja það því einsog segir í nýju lagi þeirra: Maðurinn er eini/prímatinn/sem hefur hina í búri/í dýragarðinum/ Það er það/sem kallað er menning. Og seinna segir í sama lagi: Frændi minn/á Borneó er uppí tré/á grænni grein/En hér er ég við/norðurpólinn/í buxunum/og við deilum/báðir sömu hugsunum/ um kvennafar í kvöld. „Við höldum okkur við klassíska viðfangsefnið að syngja um stelp- ur.“ Aðspurður hvort við fáum ekki diska niður á Mogga segir hann að það hafi nú ekkert verið sent suður af diskum. „Eða jú, ég held að þeir séu tveir diskarnir sem hafi farið suður og átti það nú að anna eft- irspurninni,“ segir hann hlæjandi. „Annars hefur þetta bara verið selt á tónleikum. En ég verð að senda disk á Arnar Thoroddsen hjá ykk- ur, hann gefur mér alltaf svo margar stjörnur, heldurðu að hann eigi ekki eitthvað eftir af þeim?“ Margar skepnulegar tengingar  Helgi og hljóðfæraleikararnir með nýja plötu  Tónleikar og tískusýning á Hjalteyri eftir viku Naktir Helgi og Hljóðfæraleikararnir hafa það huggulegt. RÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA! „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - IN TOUCH HHHH SÝND Í ÞRÍVÍDD MEÐ ÍSLENSKU TA LIDÝRA FJÖR SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDAR ÆVINTÝRAMYND MEÐ JOHNNY DEPP, PENÉLOPE CRUZ, IAN MCSHANE OG GEOFFRY RUSH. JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! HHHH “SANNKALLAÐUR GIMSTEINN! HIN FULLKOMNA SUMARMYND Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW ER SANNARLEGA KVIKMYN- DAFJÁRSJÓÐUR” - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE “STÓRKOSTLEG! BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI” - L.S - CBS “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV “FRÁBÆR SKEMMTUN! JOHNNY DEPP OG PENÉLOPE CRUZ ERU TÖFRUM LÍKUST. EINSTAKLEGA ÞOKKAFULL” - D.S HOLLYWOOD CLOSE-UPS HHHH “SJÓNRÆN VEISLA” “STÓR SKAMMTUR AF HASAR” - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSIS Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn MIÐASALA Á SAMBIO.IS UNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 4 - 6 L UNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8:10 Ótextuð L HE HANGOVER 2 kl. 6 - 8 - 10:20 12 RATES OF THE CARIBBEAN 4 kl. 3 - 6 - 9 10 ÝRAFJÖR 3D ísl. tal kl. 4 L KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 6 - 9 10 THE HANGOVER 2 kl.8-10:20 12 BRIDESMAIDS kl.8-10:30 12 KUNG FU PANDA 2 ísl.tal 3D kl. 5:50 L DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 5:50 L / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK X-MEN:FIRSTCLASS kl. 8 - 10:40 14 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5:20 10 KUNG FU PANDA 2 ísl. tal kl. 6 L / SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.