Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 1. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  136. tölublað  99. árgangur  STRÍÐIÐ UM EITURLYFIN Í ALGLEYMINGI OPNA BANDARÍSKA MEISTARAMÓTIÐ SUNNUDAGSMOGGINN Kylfingarnir, sagan, spáin og fleira um golfmótið í 16 síðna aukablaði Eignir frystar í Lúxemborg  Rannsóknardómari gaf lögreglunni í Lúxemborg fyrirmæli um að hefjast handa  Tengist rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings „Á þessu stigi getum við ekki upplýst um hvaða einstaklinga og félög er að ræða, né hversu háar upphæðirnar eru sem hafa verið frystar, en þó get ég greint frá því að þessi kyrrsetning eigna tengist rannsóknum okkar á málefnum Kaupþings banka,“ sagði Ólafur Þór. Sérstakur saksóknari sagði að kerfið í Lúxemborg væri talsvert frábrugðið hinu íslenska. Það væru sérstakir rannsóknardómarar þar, sem mæltu fyrir um aðgerðir eða rannsóknir hjá lögreglu. „Embætti sérstaks saksóknara hér á landi undirbjó málið og sendi réttarbeiðni til rannsóknardómara í Lúxemborg, sem hefur nú gefið lögreglunni þar í landi fyrirmæli um að hefjast handa,“ sagði Ólafur Þór og bætti við: „Þetta er gert, að fengnum upplýsingum frá yfirvöldum í Lúx- emborg, til þess að tryggja, eins og þegar um er að ræða kyrrsetningu eða haldlagningu, að verðmæti hverfi ekki á meðan við erum að ganga úr skugga um réttmæti eign- arhaldsins.“ Aðspurður um hversu miklar upphæðir væri að ræða sem hefðu verið kyrrsettar, sagði Ólafur Þór: „Þetta er umtalsvert fé, en ég get á þessu stigi ekki nefnt fjárhæðina, því þá væri ég að gefa aðilunum hinum megin við borðið upplýsingar sem ég hef ekki áhuga á að veita og kynnu að skaða rannsóknarhags- muni.“ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Lögreglan í Lúxemborg hefur fryst eignir ákveðinna Íslendinga og fé- laga í þeirra eigu á bankareikn- ingum þar í landi. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann staðfesti einnig að um umtalsverðar fjárhæðir ákveðinna einstaklinga og félaga í þeirra eigu væri að ræða og enn- fremur að kyrrsetning eignanna tengdist rannsóknum embættis hans á málefnum gamla Kaupþings. „Til þess að tryggja að verðmæti hverfi ekki á meðan við er- um að ganga úr skugga um réttmæti eignarhaldsins.“ Ólafur Þór Hauksson Nokkurra daga gamall og afar forvitinn landselskópur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal tiplar um og skoðar ungan gest. Særún, ein af þrem urtum í garðinum, varð fyrst til að kæpa í garðinum í sumar. Fyrstu vikurnar ala urturnar kópana á móðurmjólkinni sem er mjög feit, sögð minna á þeyttan rjóma. Að þeim tíma loknum bítur urtan kópinn af sér; hann verður þá að læra að éta fisk. Morgunblaðið/Golli Ætli hún vilji leika við mig? Fjörugir landselskópar í Laugardal njóta mikilla vinsælda „Ég er staðfastlega þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegt fyrir okkur að halda okkur fyrir utan Evrópusambandið og er á móti að- ild,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í Sunnudags- mogganum. „Það skiptir okk- ur öllu máli að hafa fullt forræði og fulla stjórn á okkar mik- ilvægustu auðlind, sem er fiskveiði- auðlindin, og við höfum ekkert með það að gera að und- irgangast fiskveiðistjórnunar- stefnu ESB. Ég hef fylgst með stöðugri sókn Brussel- valdsins til meiri áhrifa og tel að við yrðum algerlega jaðarsett með því að ganga lengra en orðið er í samruna við aðrar Evrópu- þjóðir.“ Hann segir stöðu gjaldmiðilsins afleiðingu af efnahagslegu heilsufari þjóðarinnar en ekki öfugt. „Lítil mynt eins og íslenska krónan kallar á þeim mun meiri aga og stöðugleika. Þess vegna á áherslan að vera á að efla efnahagslífið og þar er núverandi ríkisstjórn ekki á heima- velli.“ Hann segir að gengið hafi verið of langt í nýgerðum kjarasamningum í að ráðstafa hagvexti sem ekki sé öruggt að skili sér í hús. „Fari svo, að það mistakist að skapa þennan 4-5% hagvöxt, sem nauðsynlegur er til að standa undir kjarasamningunum, sekk- ur atvinnulífið að nýju í hið gamalkunna far víxlverkunar kauphækkana og verðbólgu. Hverjir greiða þann kostnað? Það er almenn- ingur með minnkandi kaupmætti og versn- andi lífskjörum.“ pebl@mbl.is Á móti ESB-aðild  Lítil mynt kallar á aga og stöðugleika Staðan » Hagvexti ráð- stafað í nýgerðum kjarasamningum sem ekki er kom- inn í hús. » Hætta á víxl- verkun kauphækk- ana og verðbólgu. » Áherslan á vera á að efla efna- hagslífið. » Fullt forræði yf- ir fiskveiðiauðlind- inni skiptir öllu. Sjálfsáinn birkiskógur er nú að vaxa upp á Skeiðarársandi. Hæstu trén eru á þriðja metra. Skógurinn er á 40-50 km2 svæði, aðallega ofan þjóð- vegarins. Heilmikil breyting hefur orðið á gróðri á undanförnum árum. Það er helst þakkað aukinni hlýnun, minna beitarálagi, aukinni skógrækt og landgræðslu. Hlýrra loftslag og minni beit vega þar þyngst. Greining á gervihnattamyndum sýnir að gróð- urmagn landsins jókst um 50% frá árinu 1982 til ársins 2010. Aukingin var mest á vestan- og sunnanverðu landinu. Birkiskógarnir tóku vel við sér þegar hlýnaði eftir 1990 og hafa þeir vaxið við skógarmörk um 500-800% meira á síðasta áratug en þeir gerðu í kringum 1970. Birkið er meira að segja að fikra sig upp fjöllin. Morgunblaðið/RAX Skeiðarársandur Sjálfsáið birki er nú farið að setja svip sinn á sandinn.  Gróður jókst um 50% frá 1982-2010 Skógur á Skeiðar- ársandi Breið mörk að vaxa upp 20 Heilmikil breyting á gróðri 20 Hlýnun loftslags 21 Hamskipti lífríkis og landslags 6. hluti af 7 „Kirkjan hefur að okkar mati brugðist við með- ferð þessa máls með því að taka ekki við þessum einstaklingum og fjalla um mál þeirra af sann- girni og virðingu og með faglegum og vönduðum hætti,“ segir Róbert Spanó, formaður rannsóknarnefnd- ar kirkjuþings, um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrv. biskupi, vegna kynferðisbrota. Skort hafi á að kirkjan fylgdi þess- um málum eftir með þeim hætti. Skýrsla nefndarinnar var gerð op- inber í gær. »22-23 Kirkjan brást konunum Róbert Spanó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.