Morgunblaðið - 11.06.2011, Page 9

Morgunblaðið - 11.06.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Deilt hefur verið um afstöðu Íslands til aðgerða Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Líbíu, ráðherrar Vinstri grænna lýstu á sínum tíma yfir furðu sinni á því að Ísland hefði sam- þykkt að bandalagið stýrði aðgerð- unum. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra hefur nú aflétt leynd yfir gögnum um meðferð málsins, þ. á m. í utanríkismálanefnd. Fram kemur í tölvupósti frá utan- ríkisráðuneytinu til Morgunblaðsins að það telji málefni Líbíu hafa komið u.þ.b. 10 sinnum til umræðu á Al- þingi eftir að átök hófust í landinu í febrúar. Utanríkismálanefnd hafi fimm sinnum fjallað um Líbíumálin. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti sem kunnugt er ályktun sem heimilaði að beitt yrði öllum ráðum til að vernda óbreytta borg- ara í Líbíu fyrir árásum liðsmanna Muammars Gaddafis. Ráðherra gegn ráðherra Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði á þingfundi 28. mars að flokkur sinn styddi ekki aðkomu NATO að hernaðar- aðgerðum gegn Líbíustjórn og ekki hefði verið fjallað um málið í ríkis- stjórn. Hann kvaðst ekki vita hvern- ig staðið hefði verið að málinu hjá NATO en vonaðist til þess að Íslend- ingar hefðu verið í hópi þeirra þjóða sem ekki studdu aðgerðirnar skil- yrðislaust. Össur Skarphéðinsson sagði hins vegar aðgerðir NATO byggjast á ályktunum öryggisráðs SÞ og að þær hefðu verið ræddar og samþykktar í ríkisstjórn. Hann liti svo á að hann hefði haft óskorað um- boð til þess að lýsa stuðningi við að- komu bandalagsins. Ekki hefur enn verið leitt í ljós hvor ráðherranna tveggja fór með rangt mál í þessum þingumræðum í mars. Meðal áðurnefndra ráðuneytis- gagna er minnisblað ráðuneytisins frá 31. maí sem lagt var fyrir utan- ríkismálanefnd, einnig tölvuskeyti frá ráðuneytinu 7. júní þar sem svar- að er spurningu frá nefndinni. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að heimildarmenn, aðrir en fulltrúar Gaddafis, séu á því að mannfall í loft- árásunum hafi verið „mjög lítið“. Í tölvupóstinum til ritara utanrík- ismálanefndar 7. júní segir að ríki NATO hafi á fundi 1. júní framlengt umboð herstjórnar bandalagsins til aðgerða í Líbíu um 90 daga. „Fram- lengingin var samþykkt samhljóða og var algjör einhugur um að áfram- haldandi aðgerðir verði áfram að vera innan þeirra marka og heimilda sem fyrir liggja, þ.m.t. ályktana ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1970 og 1973,“ segir í tölvupóstinum. Afstaða Íslands til loftárása NATO jákvæð frá upphafi  Ráðuneyti aflétt- ir leynd yfir gögn- um um Líbíumál Reuters Harmur Tveir líbískir uppreisnarmenn syrgja bróður sinn sem féll í átökum við stjórnarhermenn við borgina Misrata í gær. Mjög lítið mannfall » Fram kemur í svari ráðuneyt- isins til utanríkismálanefndar 31. maí að mannfall í árásunum hafi verið „mjög lítið“. » Gert sé ráð fyrir að 1. júní muni NATO samþykkja að halda áfram aðgerðum í 90 daga „þar sem engin þjóð hef- ur lagst gegn framhaldi þeirra“. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af öllum skóm Blómlegir sumarbolir Fleiri munstur og litir Sendum í póstkröfu Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið laugard. kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið laugard. kl. 10-14 www.rita.is www.gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Mjódd, sími 557 5900 JENSENDAGAR Í FRÖKEN JÚLÍU 20% afsláttur af fatnaði frá Jensen dagana 7.-16. júní ásamt tilboðum í göngugötu Verið velkomnar Líf og fjör var á Austurvelli í hádeginu í gær þegar nið- urstöðum af þingi ungmennaráða, sem haldið var í vor, var bókstaflega ausið yfir fulltrúa í stjórnlagaráði, í formi appelsínugulra og ljósblárra miða sem á voru ábendingar. Þingið var haldið undir heitinu Stjórnlög unga fólksins og var samstarfsverkefni UNICEF á Ís- landi, umboðsmanns barna og Reykjavíkurborgar. Skýrsla með niðurstöðunum var svo afhent. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hugmyndum ausið yfir stjórnlagaráð Rúmlegur tvítugur maður hefur ver- ið dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir sér- lega hættulega líkamsárás þegar hann stakk annan mann í bakið á Fiskideginum mikla á Dalvík síðasta sumar. Hann mun þó aðeins þurfa að afplána fjóra mánuði þar sem dóm- urinn frestaði fullnustu sex mánaða refsingarinnar. Í dómnum kemur fram að mað- urinn kvaðst lítið muna eftir atvik- um. Hann greindi frá því að hafa byrjað neyslu áfengis kl. 16-17 og drukkið einn kassa af bjór, eina flösku af Jägermeister og einn lítra af landa. Kvaðst hann ekki þekkja brotaþola og ekki hafa séð hann áð- ur. Ákærði kvaðst ekki hafa verið með hníf umrætt kvöld. Hann kvaðst muna eftir slagsmálum einhvers staðar á Dalvík sem margir hafi tek- ið þátt í og muna að hann hafi sjálfur lent í slagsmálum. Dæmdur fyrir hníf- stungu Í óminnisástandi eftir mikla drykkju Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið sendi frá sér auglýsingu í gær um stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðarvíkurhrepps. Urðu veiðidag- arnir á svæðinu í júní því samtals fimm, einn í síðustu viku og fjórir í þessari, að sögn heimildarmanna. Reglur um strandveiðar í maí, júní, júlí og ágúst eru tíundaðar á vefsíðu Fiskistofu, heimilt er að veiða á handfæri allt að 6.000 lestir af óslægðum botnfiski. Sá afli reikn- ast ekki til aflamarks eða krókaafla- marks þeirra skipa sem stunda veið- arnar. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnu- dögum eða á lögbundnum frídögum. Ekki má veita fiskiskipi leyfi til strandveiða „hafi aflamark, í þorsk- ígildum talið, verið flutt af því um- fram það aflamark sem flutt hefur verið til þess á sama fiskveiðiári“. Hver veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klst. og eingöngu er heimilt að ljúka einni veiðiferð á sól- arhring. Skipstjóri skal tilkynna um upp- haf og lok veiðiferðar um næstu strandstöð. Hámarksfjöldi handfærarúlla um borð er fjórar og ekki er heimilt að hafa önnur veiðarfæri um borð. „Leyfi til strandveiða eru veitt á því svæði þar sem heimilisfesti út- gerðaraðila viðkomandi báts er skráð og eingöngu er heimilt að landa afla innan þess landsvæðis á veiðitímabilinu,“ segir á vefsíðunni. Aflamagn er háð takmörkunum fyrir hvert landsvæði innan hvers mánað- ar en svæðin eru alls fjögur á land- inu. kjon@mbl.is Stuttur strandveiðimánuður Ríkisstjórnin samþykkti í gær fimm milljóna króna fjárveitingu til nauðsynlegra framkvæmda og rekstrar í tengslum við friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls í Mý- vatnssveit. Stefnt er að því að umhverfis- ráðherra undirriti friðlýsingu svæðanna síðar í mánuðinum en þau eru meðal þeirra staða sem falla utan þess svæðis í Skútustaða- hreppi sem friðlýst er í lögum um verndun Mývatns og Laxár. Dimmuborgir og Hverfjall friðlýst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.